Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 21 og ríkisins kjarasamningar þeirra kveða á um. Með þessum samningsdrögum nú fá opinberir starfsmenn ekki nema brot af þeirri kaupmáttar- rýrnun, sem orðið hefur frá 1977, og virðist samninganefnd BSRB hafa komizt að raun um við nánari athugun, að ekki væri lengur raunhæf sú kjaramálastefna, sem fólst í samningunum 1977 og var ítrekuð í kröfunum, sem kynntar voru minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins. Auk þess er athyglisvert, að svo virðist sem samræming í launa- kjörum efstu flokka BSRB við BHM færi hæstlaunuðu starfs- mönnum ríkisins allt að 60.000 króna launahækkun á mánuði í áföngum á sama tíma og lægstu launaflokkarnir fá 14 til 30.000 króna hækkun. Þannig fá efstu Iaunaflokkarnir í það minnsta tvöfalda launahækkun í krónutölu á við þá neðstu, þó svo sú launahækkun sé sett fram undir öðru heiti og nefnist samræming. Ætla má að þessi niðurstaða hljóti óhjákvæmilega að hafa sín áhrif á samningagerð ASÍ og vinnuveitenda — áhrif, sem ganga nokkuð þvert á þá stefnu um aukinn launajöfnuð, sem Alþýðu- sambandið hefur haft á orði.“ Þorsteinn Pálsson, framkv.stj. VSÍ: Samningar BSRB munu hafa veruleg áhrif á viðræður ASÍ og VSÍ „ÞETTA samkomulag er ekki orðið að samningi og það er hætt við að maður yrði sakaður um afskipti af innanrikismálum, ef maður færi að stofna til mikilla umræðna um málið á þessu stigi,“ sagði borsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, þegar leitað var álits hans á samningsdrögum BSRB. „Framhjá því verður hins vegar ekki litið, að ef fer sem horfir, að ríkið og opinberir starfsmenn gangi til samninga á undan aðil- um á hinum almenna vinnumark- aði, þá verður sú niðurstaða ekk- ert innanríkismál. Hún mun aug- ljóslega hafa veruleg áhrif á viðræður VSI og ASI. I þessu sambandi verður að hafa í huga að þeir launaflokkar, sem vega lítið í útgjaldaauka fyrir ríkið, koma með miklum þunga á almennan vinnumarkað. Ég óttast að þó að þetta samkomulag sé gert að því er virðist innan mjög hóflegra marka, að því er varðar útgjalda- auka fyrir ríkið, þá geti saman- burður milli einstakra launahópa orðið efni í sprengikúlur í samn- ingum VSÍ og ASÍ. Vinnuveit- endasambandið hlýtur hins vegar að taka mið af þeirri útgjalda- aukningu, sem felst í þessum samningum. Á þessu stigi höfum við ekki hugmynd um hver hún er og getum því ekki sagt hvaða áhrif þetta muni endanlega hafa. Enda ekki tilefni til þess fyrr en af samningum verður.“ Hvað vilt þú segja um ákvæði samningsdraganna um verðlags- bætur, þar sem kemur bókun fjármálaráðherra að samræmdar reglur verði að gilda um greiðslu verðbóta á laun hjá opinberum aðilum og á almennum vinnu- markaði? „Af því, sem birt hefur verið, verður ekkert endanlega ráðið um það hver niðurstaðan verður varð- andi vísitöluna. Okkar afstaða hefur hins vegar alltaf verið skýr. VSI telur að hugmyndir um gólf í vísitöluna muni eyðileggja þá vinnu, sem lögð hefur verið í kjarnasamninginn, vegna þess að þá raskast umsamið launabil eftir duttlungum verðbólgunnar. Við teljum ekki hægt að tala um samræmdan launastiga með slík- um ákvæðum. En að sjálfsögðu er ég sammála því sem fram kemur hjá fjármálaráðherra, að það er í hæsta máta óeðlilegt að eitt verð- bótakerfi gildi fyrir opinbera starfsmenn og annað fyrir al- mennan vinnumarkað,“ sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Ásmundur Stefánsson, framkv.stj. ASÍ: Metum okkar stöðu með tilliti til þess sem er að ger- ast hjá BSRB „VIÐ höfum fengið þessi samn- ingsdrög í hendurnar pg munum skoða þau.“ sagði Ásmundur Stefánsson. framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, þegar hann var spurður álits á samnings- drögum BSRB og rikisins. „Þetta er býsna flókið mál og mörg atriði þurfa nákvæmrar athugunar við. Það er útilokað fyrir okkur að líta framhjá því sem gerist á þessum vígstöðvum, þess vegna hljótum við að skoða þetta vandlega og meta okkar stöðu með tilliti til þess, sem þarna er að gerast. Lárus Jónsson, alþingismaður: tekju og eignarskattar munu hækka að raungildi um 6 millj- arða frá því í fyrra eftir nýjustu upplýsingum. Þjóðhagsstofnun telur álagðir tekju og eignarskatt- ar verði endanlega 2,5 milljörðum hærri en fjárlög gera ráð fyrir nú þegar ólokið er álagningu í tveim- ur kjördæmum, þ.e.a.s. Austur- landi og Suðurlandi og ný heimild um 10% hækkun útsvara frá því sem áður var er talin hækka útsvör um 3,5—4,5 milljarða. Skipta 6 milljarðar í launaumslögum launþega ekki máli? Þjóðviljinn hefur það réttilega eftir Þjóðhagsstofnun að hún „Nýstárleg kenning „málgagns verkalýðshreyfingar'*: Ef grunnkaup hækk- ar um 2,1% verður engin skattahækkun í kjölfar þess að mönnum berast nú óðum skattseðlar þar sem sjá má svart á hvítu þær upphæðir sem hverjum og einum er gert að greiða í tekju- og eignaskatta. sjúkratryggingargjald og útsvör hefur orðið nokkur umræða um skattamálin. Þar hefur komið fram að fjármálaráðherra telur óbeina skatta „sízt of háa hér á landi“. Það er fróðleg yfirlýsing sem raunar staðfestir i hnotskurn stefnu Alþýðuhandalagsins í skattamálum. Nýstárlegri þó er kenning Þjóðviljans en í forsíðugrein blaðsins sem kallar sig m.a. „málgagn verkalýðshreyf- ingar“ segir svo orðrétt: „Niðurstaða: — Nái grunn- kaup að hækka um 2,1% þann 1. sept, þá verður alls engin hækkun beinna skatta í ár.“ Sem sagt grunnkaup þarf að hækka um 2.1% til þess að krónutalan í umslögunum eftir að Ragnar Arnalds er búinn að fá sitt verði sú sama og þá hækka skattar ekki — segir Þjóðviljinn!!! Aukaskattreikningur tveggja vinstri stjórna er 50 til 60 milljarðar Þjóðhagsstofnun áætlar að brúttótekjur framteljanda á ís- landi á yfirstandandi ári muni nema tæplega 860 milljörðum króna og að af þessum tekjum greiði skattgreiðendur 13,9% í beina skatta, þ.e.a.s. tekju- og eignarskatt, fasteignaskatta, sjúkratryggingargjald og útsvör eða 119 milljarða króna. Árið 1978 þegar Sjálfstæðismenn réðu síðast skattastefnunni var þetta hlutfall af tekjum á greiðsluári 11,6%. Þessi hækkun á greiðsluhlutfall- inu þýðir að beinir skattar eru nú réttum 20 milljörðum þyngri á þessu ári vegna ákvarðana 13 mánaða vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar og núverandi ríkis- stjórnar. Auk þessa greiðir þjóðin á þessu ári a.m.k. 30 milljörðum hærri óbeina skatta vegna ákvarð- ana þessarra skattglöðu ríkis- stjórna. Heildarskattbyrðin í ár er því hvorki meira né minna en 50—60 milljörðum króna hærri eða 12 til 1400 þúsund krónum á hverja 5 manna fjölskyldu i landinu heldur en hún væri að óbreyttum lögum frá 1978. Þessi aukaskattreikningur sund- urliðast þannig: Framangreindar tölur, ef frá eru taldir beinir skattar eru í fjárlögum eða sumpart reiknaðir skv. upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun. Þær eru á verðlagi fjár- laga fyrir 1980. Verðlag er nú orðið miklu hærra og má því meta aukningu skattbyrðarinnar sem framangreindar ríkisstjórnir eru ábyrgar fyrir um 50 til 60 millj- arða á núverandi verðlagi eða 12 til 1400 þúsund krónur á hverja 5 manna fjölskyldu á landinu, eins og áður sagði. Núverandi ríkis- stjórn ber ábyrgð á 28—30 milljarða aukinni skattbyrði: Vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar þótti iðin við kolann í skattamálum á 13 mánaða ferli sínum. Á sex mánuðum hefur þó núverandi ríkisstjórn tekist að auka álögur á almenning svo nema mun 28 til 30 milljörðum króna á núgildandi verðlagi. Hún ber ábyrgð á því að 2% söluskatts- hækkun haustið 1979 og 6% vöru- gjaldshækkun mun leggja a.m.k. 15 milljarða meiri álögur á al- menning í ár en í fyrra. Hún lagði á nýtt „orkujöfnunargjald“ (sem er í raun 1,5% söluskattshækkun) sem leggur 6 milijarða nýja skatt- byrði á almenning í ár og útsvör, áætli að beinir skattar verði 13,9% af tekjum ársins í ár en þessi skattbyrði hafi verið 13,2% í fyrra og „málgagn verkalýðs- hreyfingarinnar" blæs á þessa hækkun beinna skatta með fram- angreindri „röksemdafærslu". Nú skal þetta blað upplýst um að 0,7% af 860 milljarða áætluðum tekjum framteljenda í ár er um 6 milljarðar króna. Skiptir það launþega ekki lengur máli hvort 6 milljarðar eru teknir úr umslög- um þeirra í hækkaða skatta? Þessi skattahækkun tekju- og eigna- skatta og útsvara kemur til við- bótar þeirri staðreynd að kaup- máttur taxtakaups almennra launþega er talinn verða 6% minni á yfirstandandi ári en í fyrra, skv. nýútkominni skýrslu um þjóðhagshorfur á árinu. „Málgagn verkalýðshreyfingar- innar" fjallar ekki um þessa hækkun beinna skatta í ár í ljósi þessarra staðreynda um skert launakjör og gífurlegra hækkana óbeinna skatta. Hér kveður við nokkurn annan tón en fyrir og eftir kjarasamningana 1977, þegar kjörorðið „samningana í gildi“ varð til, enda aðrir húsbændur nú en þá í stjórna'rráðinu, en m.a. orða vill ekki Þjóðviljinn upplýsa lesendur sína um hversu miklu meiri kaupmáttur taxtakaups al- mennra verkamannalauna er nú en hann var fyrir kjarasamn- ingana 1977 og hversu mikið skortir á að núverandi húsbændur í stjórnarráðinu hafi efnt loforðið um „samningana í gildi". m. kr. Beinir skattar .......................................... 20.000,- Hækkun söluskatts 2% (fyrrahaust) ....................... 10.300.- Hækkun vörugjalds 6% (sama tíma) ..........................7.715.- „Orkujöfnunargjald" í raun 1,5% sölusk.................... 6.000,- Gjald á ferðalög til útlanda ............................. 1.700.- Nýbyggingargjald ........................................... 250.- Skattur á verzlunarhúsnæði ............................... 1.700.- Aðlögunargjald ........................................... 1.840.- Hækkun verðjöfnunargjalda á raforku ...................... 1.220.- Hækkun skatta á benzín umfram verðlag ....................10.100.- „Markaðar tekjur" teknar í ríkissjóð ......................4.714.- Frá dregst niðurfelling söluskatts af matvörum og tollalækkanir .............................-^-14.500.- Samtals m.kr............................................. 51.039,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.