Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 é * A FERÐ UM N-ÞINGEYJARSYSLU Texti: Hildur Helga Sigurðardóttir Ljósm.: Emilía Björg Björnsdóttir Þaö var líf og fjör á barna- heimilinu Ástjörn í Kelduhverfi, þegar blaðamaöur og Ijós- myndari Morgunblaösins stöldruöu þar við á ferö um N-Þingeyjarsýslu á dögunum, enda vart viö öðru að búast þar sem samankomnir eru 74 hressir strákar á aldrinum 6— 12 ára, viö siglingar og síla- veiðar, bófahasar, kassabíla- akstur og íþróttaleiki. Er við renndum í hlaöið, tók Bogi Pétursson, forstöðumað- ur, en því starfi hefur hann gegnt í 21 ár, á móti okkur, ásamt strákunum auðvitað. Aðalmálið þá stundina var hvort nokkrir þeirra mættu skipta um kojur. En Bogi útskýröi með heimspekilegri ró að það væri ekkert vit. „En strákar mínir, þiö ruglist bara, þið vakniö í nótt og vitið ekkert hvar þið eigiö að vera.“ Þetta virtist vera röksemdafærsla sem strákarnir gátu fellt sig viö og innan skamms voru allir önnum kafnir við sílaveiðar og þvíumlíkt, utan nokkrir, sem fylgdu okkur Boga eftir í skoð- unarferö um svæðið af miklum áhuga. Það er söfnuöurinn á Sjónarhæð á Akureyri, sem starfrækir drengjaheimiliö að Ástjörn og hefur gert í 34 ár. Að sögn Boga var það fyrir atbeina Arthurs Buck, konsúls og trúboða m.m. og fleiri góðra manna á Akureyri, sem heimilið var stofnaö og var það upphaflega ætlað drengjum og stúlkum, en þróunin varö sú aö heimilið varð eingöngu drengjaheimili. „Einhverra hluta vegna virtist vera meiri þörf á því að koma strákum fyrir.“ Og nú eru þarna, eins og áöur sagði, 74 drengir, sem dvelja að Ástjörn í tvo mánuði í senn. Fyrsta húsnæðið var í bragga, en nú eru húsakynnin önnur og betri, stórt tvílyft timburhús og annaö, sem Bogi kallar „framsóknarhúsið“, því það er opið í báða endal, en það er 30 m langur skáli sem fenginn er frá Kröflu. Þar er, auk svefnherbergja, m.a. bíó- salur og aöstaöa til innileikja, en Bogi sagöi að ef eitthvað vantaöi, væri það helst fleiri innileiktæki. Matsalurinn er svo í eldra húsinu. Starfsfólk Ástjarnar eru milli 15 og 20 manns, meirihlutinn Færeyingar, en starfsemin grundvallast svo til alveg á sjálfboöavinnu, eða um 90% hennar, aö sögn Boga og eru frjálsu söfnuðirnir í Færeyjum þar fremstir í flokki. Þeir hafa veitt heimilinu stuöning með fjárgjöfum og framlögum og sagöi Bogi myndarlegan stuöning Færeyinga við Ás- tjörn vera ómetanlegan. Máli sínu til stuðnings benti hann á 22 manna rútu sem nýlega barst Ástjörn að gjöf frá Fær- eyjum. Er hér var komiö sögu vorum viö búin að rölta vítt og breitt um svæðið, sem er reyndar hluti af þjóðgarðinum og kjörið til að gegna því hlutverki sem það gegnir, sannkölluö paradís fyrir hressa stráka, íþróttagarpar staðarins höföu leikið listir sínar í há- stökkum og langstökkum og í kjarrinu voru stærri strákarnir á ferli hinir vígalegustu, enda vel vopnum búnir, eins og myndin sýnir. Aðspuröir hvað þeim þætti nú skemmtilegast að gera, höfðu allir svör á reiöum hönd- um; „að vera í tjörninni" (sem skýrir sig sjálft, a.m.k. fyrir þá sem muna eitthvað eftir eigin æsku, en felur annars í sér m.a. sund, sílaveiðar og sigl- ingar), bófahasar og svo íþróttirnar. Bogi tók að lokum fram að allt væru þetta af- skaplega hlýðnir og góöir drengir og að þeir bæðu bæn- irnar sínar samviskusamlega á hverju kvöldi. Þar með var lokið skemmtilegri heimsókn á drengjaheimilið Ástjörn, en myndirnar hennar Emilíu tala sínu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.