Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. ágúst Bls. 33—64 „Þá hefði ég haldið að þetta væri bandvitlaus kerling“ — Byrjaðirðu ung að læra að syngja? — Ég söng mikið sem barn og unglingur, og var talin hafa mikla rödd. Ein- ar bróðir minn sem dvald- ist í Noregi kom heim og lagði hart að mér að koma með sér til útlanda. Hann sagði að ég hefði eina fallegustu konurödd sem hann hefði heyrt og væri hann þó búinn að hlusta á miklar söngkonur eins og t.d. Kirsten Flagstad. Ann- ars var ég í kór hjá Páli ísólfssyni þegar ég var 17 ára og hann kenndi mér að fara með músik í fyrstu. Ég skal nú segja þér eitt dálít- ið skemmtilegt. Einu sinni söng ég í gamla Lands- símahúsinu og fékk 30 krónur fyrir. Svo daginn eftir var ég að ganga niður Laugaveginn og þá vindur maður ókunnur sér að mér og segir: „Þú varst eins og óperusöngkona í gær.“ Þarna var ég aðeins nítján ára og fór alveg í rusl yfir þessu, segir María og hlær dátt. — Er ekki aðstaðan allt önnur núna en þegar þú varst að byrja að syngja? — Jú, það er ekki hægt að líkja því saman. Það er allt annað. Nú er svo mikil gróska í öllu. Fólkið öðlast miklu betri almenna menntun. Nú eru góðir tónlistarskólar og fínir söngskólar. Þetta er alls ekki samlíkingarhæft. All- ir þessir skólar hafa staðið sig, svo það hlýtur að vera mikill áhugi fyrir tónlist. Maður hafði engan um- boðsmann, var bara heyrð- ur og ráðinn. Þá var allt sungið beint, það var ekki hægt að taka upp eða stroka yfir eins og núna tíðkast. Þegar ég fór utan var ég búin að vinna mér inn pening með því að spila á dansæfingum og böllum, 99 Það duldist ekki þegar í fyrsta skiptið að hér var einn af vorum efnilegustu söngkröftum á ferðinni, væntanlega sú einasta íslenska söngkona sem sýndist eiga óperuleiðina vísa. • • Morgunblaðið, 20. júlí 1930. 99 Raddir beggja systkinanna eru miklar og óvenjulega fagrar. Tónar ungfrúar- innar voru ýmist eins og geislandi gim- steinar, eða fagurlitt blómsturregn, sem hreif áheyrendurna þegar í stað. 99 Rikharður Jonsson, Alþýðublaðið, 5. ágúst 1930. því ég var búin að læra á píanó frá átta ára aldri. Margt af þessu fólki sem er núna að syngja er mjög efnilegt og glæsilegt fólk. En stundum er mér spurn, hvar allt þetta fólk ætlar að fá tækifæri til að syngja hérlendis. Ef ópera er sett á svið, er aðeins þriðjungur fólksins sem fær hlutverk. — Ilvað er þér minnis- stæðast þegar þú lítur til baka? — Ja, nú seturðu mig í vanda. Ætli það hafi ekki Flestir vita líklega um hverja var þarna skrifað fyrir hálfri öld. María Markan var þá að hef ja sinn einstæða söngferil. í tilefni þessa söng- afmælis náði blaða- maður Morgun- blaðsins tali af Maríu fyrir stuttu, en þess má geta að hún varð 75 ára ekki alls fyrir löngu. Stutt rabb við Maríu Markan óperusöng konu í tilefni hálfrar aldar söngafmælis • ••••••• ••••*•••••••< • • !•••••••••• • ••••••».... • •••••*••••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.