Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Skólastjóri 4—5 herb. húsnaeöi óskast á leigu fyrir skólastjóra með fimm manna fjölskyldu þar af eitt barn (11 ára). Reglusemi og skilvísum greiöslum heitiö. Uppl. í síma 10439. íbúó — heimilishjálp Ungt reglusamt par, hárgreiöslu- dama og taekniskólanemi utan af landi óska eftir lítllli íbúö. Húshjálp kæmi til greina. Upp- lýsingar í síma 28790. 1—2ja herb. íbúö óskast sem næst Verslun- arskólanum. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Húsnæöi — 4444“. Fíladelfía Almenn guöþjónusta kl. 20. Harold Skovmand frá Kanada talar, fórn fyrir innanlandstrú- boöiö. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. ibúö óskast Ungt par utan af landi óskar eftir 2—3 herb. íb. frá 1. sept. n.k. Einhver fyrirframgreiösla mögu- leg. Upplýsingar í síma 43699. Krossinn Almenn samkoma í dag kl. 4.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanleg velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Dagsferöir 17. agust: 1. kl. 09. - Þórisjökull - Þórls- dalur. Fargj. kr. 6.000 - 2. kl. 13. - Ketilstígur - Krísuvík kr. 4.000 - Helgarferóir 22.-24. ágúst: 1. Þórsmörk - Gist í húsi. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i húsi. 3. Hveravellir - Hrútfell - Þjófa- dalir. Gist í húsi. 4. Álftavatn á Fjallabaksleiö syöri. Gist í nýju sæluhúsi F.Í.: 5. Berjaferö í Dali. Svefnpoka- pláss aö Laugum. Brottför kl. 08 föstudag. Farmiöasala og upplýsingar um feröirnar á skrifstofu F.Í., Öldu- götu 3. UTIVISTARFERÐIR Sunnud. 17. 8. kl. 8 Þórsmörk, einsdagsferö, 4 tíma stanz í Mörkinni, verö 10.000 kr. kl. 13 Árnastígur eöa létt ferö um Hatnaberg og Reykjanas, verð 5000 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. vest- anveröu. Grænland, Eystribyggö, 4,—11. sept, fararstj. Kristján M. Bald- ursson. Útivist 8, ársrit 1980 er komiö, og óskast sótt á skrifstofuna Lækjarg. 6a. Útivist s. 14606 Hjálpræöisherinn í dag kl. 20.30. Samkoma. veriö velkomin. Kristniboösfélag karla Reykjavík Fundur veröur mánudagskvöldiö 18. ágúst kl. 20.30 í Kristniboös- húslnu Betaníu Laufásvegi 13, Stefán Sandholt, sér um fundar- efniö. | Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Hörgshiíó 12 Samkoma í kvöld kl. 8.00. í KFUM - KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannstíg 2B á vegum Kristniboössambands- ins. Ræöumenn: Helgi Elíasson og Páll Friöriksson. Tekiö veröur á mótl gjöfum tll Kristniboösins. Allir hjartanlega velkomnir. | Eignist vini af báöum kynjum í Skandinavíu og um allan heim. Ókeypis u pplýsingar og myndir. Scandinavian Contacts, Boz 4026, S-4204 Angered, SWEDEN. A ALGLYSrNGASIMINN ER: 224i0 JWerQimPInPiP raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilboö (f) Útboð Tiiboö óskast í uppsteypu og fl. á B álmu Borgarspítalans í Fossvogi sem er 8 hæöa bygging. Botnplatan er pegar steypt. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. gegn 300 pús. kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 16. sept. 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 8 — Simi 25800 ýmislegt Fósturheimili óskast fyrir 3 ára þroskaheftan dreng helst á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 18867 milli kl. 18—20 sunnudag og mánudag. Eyöijörö Óskum að kaupa eyðijörð á Norð-Austur- landi, helst með veiðiréttindum. Uppl. með staðsetningu óskast sendar augld. Mbl. fyrir 22. ágúst merkt: „Eyðijörð — 4048“. Vestfjaröarkjördæmi Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins í Vest- fjaröakjördæmi, veröur haldinn í Reykjanesskóla, laugardaginn 23. ágúst og hefst kl. 10. árdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Sljórnarskrámáliö, framsaga Matthías Bjarnason. 3. Önnur mál. Stjórnin. Austurlandskjördæmi Alþingismennirnir Egill Jónsson og Sverrir Hermannsson, boöa til almennra stjórnmálafunda á ettirtöldum stööum: Vopnafiröi miövikud. 20. ágúst kl. 21.00. Bakkafirði fimmtud. 21. ágúst kl. 21.00. Hlíöarskóla laugard. 23. ágúst kl. 21.00. Rauöalæk sunnud. 24. ágúst kl. 15.00. Lagarfossi sunnud. 24. ágúst kl. 21.00. BorgarfirOi mánud. 25. ágúst kl. 21.00 EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBL AÐINU m Al GLVSINGA- SÍMINN ER: 22480 Guðmundur Sigurðsson vélstjóri — Minning Facddur 20. febrúar 1904. Dáinn 2. áKÚst 1980. Síðla dags, þann 2. ágúst kvaddi þennan heim, og hvarf á braut feðra sinna, Guðmundur Sigurðs- son, vélstjóri. Hann var fæddur að Strönd á Eyrarbakka 20. febrúar 1904. Foreldrar hans voru Jónína Björnsdóttir og Sigurður Gíslason trésmiður þar, er síðar bjó að Vinaminni. Þeim varð fimm barna auðið og var Guðmundur næst yngstur, voru það fjórir bræður og ein systir. Eru þau nú öll horfin héðan, utan einn bróðir, er Óskar heitir og er húsasmiður í Reykjavík. Ungur að árum, eða aðeins þriggja ára, missti Guðmundur móður sína og tvístraðist þá barnahópur- inn. Var hann tekinn í fóstur af þeim merkishjónum Guðlaugu Lýðsdóttur og Bjarna Jónssyni hreppstjóra að Skeiðháholti á Skeiðum. Þau hjón ólu upp að meira og minna leyti 13 börn, en þeim varð sjálfum ekki barna auðið. Minnt- ist hann fósturforeldra sinna ávallt með miklum hlýhug og innileik. Um fermingaraldur byrj- aði hann að stunda sjó, fyrst á smábátum sunnanlands á vertíð- um. Snemma hneigðist hugur hans til náms. Ungur nam hann pípulagnir hjá Konstantín Ei- ríkssen, finnskum manni, er var kvæntur föðursystur hans. Þau hjón reyndust honum mjög vel og styrktu hann eftir bestu getu í hvívetna. Er því var lokið, lagði hann leið sína að járnsmíðanámi hjá Þor- steini Jónssyni er þá var með smiðju á Vesturgötunni í Reykja- vík. Að því loknu lá leiðin í Vélskóla íslands og lauk hann þaðan prófi árið 1931. Eftir það, eða um 40 ára skeið, stundaði hann sjóinn á mörgum togurum, bæði úr Hafn- arfirði og Reykjavík, lengst af á b/v Akurey, er var í eign Odds Helgasonar. Síðustu árin sem hann var við vinnu, vann hann á Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar í Arnarvogi. Allra þeirra, er Guðmundur kynntist og vann með til sjós og lands, ungum sem öldnum, minntist hann með hlýhug og virðingu, sérstaklega aldurhnigins vinar síns, en þeir voru lengst saman til sjós, og veit ég að þar bar ekki skugga á. Er það vel kunnur vélstjóri Eyjólfur Einarsson, til heimilis að Miðtúni 17 í Reykjavík. Þess heimilis minntist hann með hlýhug fram til hins síðasta. Hafi Eyjólfur og vinir hans allir, gengnir, sem meðal okkar innilegar þakkir fyrir frá mér. Mesta gæfuspor í lífi Guðmund- ar var, er hann 2. maí 1931 gekk að eiga heitmey sína Svövu Guðrúnu Mathíesen, dóttur þeirra Arnfríð- ar Jósepsdóttur og Matthíasar Á. Mathíesen skósmíðameistara, er lengst af bjuggu að Austurgötu 30 í Hafnarfirði. Stofnaði Guðmund- ur þar heimili í sambýli við tengdamóður sína, og góða konu er kom til þeirra hjóna 15 ára gömul. Var hún allan sinn aldur upp frá því hjá þeirri fjölskyldu, eða í 65 ár. Hennar nafn var Guðríður Sig- urbjörnsdóttir ættuð frá Akra- nesi. Heimilisfaðirinn var þá látinn. Þeim Guðmundi og Svövu varð þriggja barna auðið, það er undir- rituð, er þeirra elst, næst er Nína Sigurlaug, en yngstur er sonur, Matthías Árni. Eru þau öll gift og eru barna- börnin 13 og barnabarnabörnin orðin 5. Konu sína missti Guðmundur 9. október 1971. Eftir það héldu þau Gudda, eins og hún var alltaf kölluð, heimili saman þar til síðasta árið sem hún lifði, þá var hún hjá Matthíasi syni Guðmund- ar. Fannst honum það sárt, að þau gætu ekki verið áfram saman, en það var ekki hægt, því hún var orðin svo heilsulaus, og hann við vinnu. Aðeins þrem mánuðum eftir varð hann sjálfur að hætta vinnu, og minntist hann oft á, að nú gætu þau verið saman að nýju. Hann átti við vanheilsu að stríða sjálfur síðustu árin og dvaldi hann þá á Hrafnistu í Reykjavík. Með þessum fátæklegu orðum, vil ég minnast míns ást- kæra föður, sem ég naut ekki sem barn, eins og ég hefði best kosið, frekar en önnur sjómannsbörn í þá daga, því það var lítið stansað í höfn. Ég minnist sérstaklega hinna mörgu jóla er hann var við störf sín til sjós, utan eitt skipti, þar til ég var komin yfir fermingu, en það var líka einstök og sérstæð jólahátíð. Að leiðarlokum kveð ég hann með trega og söknuði, en þakklæti fyrir að biðin varð ekki lengri eftir hvíldinni úr því sem komið var, og ég veit að nú er hann alsæll, án þrauta, kominn yfir móðuna miklu til sinna ástríku vina og skyld- menna, er hann oft nefndi að væri það besta sem hann hefði átt, sáttur við allt. Börnin mín og fóstursonur munu kveðja góðan og umhyggju- saman afa og þakka honum sam- fylgdina gegnum árin. Sem vorsól ljúf, er lýsir grund reis lausnarinn af grafar blund með líf og ljósið glæsta. Því boðar vetur veröld í að vor sé náiægt, upp frá því í ríki himins hæst. (sálmur). Fari hann í friði. Friður guðs hann blessi. Amfríður Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.