Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 61 TTJ ^7 /s . , VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL13-14 FRÁ MANUDEGI usrv it staði. En hvað um samtökin gegn reykingum sem höfðu umtalsverð áhrif til bóta. Þau þyrftu nú með haustinu að vakna af svefndvalan- um til stórátaka gegn reykinga- bölinu sem nú er í örum vexti eins og nýjustu skýrslur sýna. • Fyrirmyndar- vagnstjóri Á heimleiðinni úr umgetinni ferð var stöðvað á Hlemmi eins og venjulega. Drukkinn maður vildi þar fá far, en bílstjórinn varnaði honum inngöngu, og kom þá til átaka og ekki veit ég hvernig farið hefði, ef einn ungur knálegur farþegi hefði ekki komið vagn- stjóranum til hjálpar. Það var sannarlega táknrænt svarið sem drukkni maðurinn gaf við neitun og alvöru vagnstjórans: „Heldurðu kannski að ég geti gert að því þótt ég sé fullur?" Hér kemur skýrt fram það viðhorf drykkjumanna, sem alltaf er verið að styrkja þá í, jafnvel af þeim samtökum sem eru að berjast við hinn mikla drykkju- vanda, að drykkjumaðurinn sjálf- ur eigi enga sök á sinni drykkju eða þeim hryllilegu þjáningum sem hann veldur bæði sér, sínum og þjóðfélaginu í heild. Það eru bara félagarnir, þjóðfélagið eða eitthvað annað sem veldur. Sjálf- ur ber hann enga ábyrgð á sinni drykkju. Ég þakka stjórn S.V.R. af alhug fyrir að banna algerlega bæði reykingar og drykkju í vögn- unum. Einnig þakka ég bæði vagnstjóranum og farþeganum hvernig þeir afgreiddu drykkju- rútinn. Það er þó von meðan að unglingarnir eru til í þessu landi sem þora að taka á drykkjuvand- anum með viðeigandi alvöru og festu. Ég þakka strætisvagnastjórum yfirleitt og lýsi aðdáun minni á því hvernig þeir komast í gegnum umferðaröngþveiti borgarinnar. Það er víst að þeir þurfa að hafa taugar, bæði líkama og sálar í fullkomnu ásigkomulagi. Ingjaldur Tómasson. Þessir hringdu . . . • Strætisvagna- skýlið á Hlemmtorgi Auður hringdi: Hún sagðist vilja koma þeirri spurningu á framfæri til forráða- manna strætisvagnaskýlisins á Hlemmtorginu, af hverju skýlið væri ekki opið eins lengi og vagnarnir gengju. Ég lenti í því einu sinni, sagði hún, að bíða frá tólf til eitt eftir vagni, og þurfti að híma i kuldanum og rokinu úti. Þetta er fyrir neðan allar hellur og undarlegt að strætisvagnaskýl- ið skuli loka á meðan strætisvagn- arnir ganga. • Vill ekki einhver segja mér ... Hannes hringdi: Hann vildi endurtaka gamla spurningu sem hann hefði aldrei fengið svar við. Það er útaf gangstéttunum í Bankastrætinu, sagði hann. Ég er hættur að þora að ganga upp götuna vinstra megin, því það er stórhættulegt fyrir fólk. Vill ekki einhver sem hefur með þetta að gera, segja mér af hverju svona fjölfarin gangstétt er ekki lagfærð, það hlýtur að vera einhver sérstök ástæða fyrir því. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM skákmótinu í Amster- dam í sumar kom þessi staða upp í flokki alþjóðlegra meistara í við- ureign þeirra Alexanders Chern- In, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Pauls Van der Sterren, Hollandi. 30. Rd6! - Bxd6, 31. Dxd8+ og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI 83? SIG6A V/ÖGA e VLVL9AU Utsala - Utsala Mikil verðlækkun. Glugginn Laugavegi 49. Ritstjori að Stúdentablaðinu Staöa ritstjóra viö Stúdentablaöió er laus til umsóknar. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum, skulu berast til skrifstofu Stúdentaráös HÍ, Stúdentaheimilinu viö Hringbraut, fyrir 25. ágúst nk. Nánari uppl. veittar á skrifstofu SHI. ÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR Eigum fyrirliggjandi á mjög hagstæöu veröi þurrkað TEAK, RED MERANTI og ABACHI. Einnig þurrkaö OREGON PINE og PITCH PINE. PALL Þ0RGRIMSS0N & C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. H H H H H H H H Range Rover árg. ’76, litur hvítur ekinn 74.000 km., fallegur bíll. Verð 9 millj. Galant 2000. glx árg. 79, litur rauður ekinn aðeins 3.000 km., mjög fallegur bíll. Verö 7 millj. Lancer 1400 gl. árg. '80, litur silfur, ekinn 11.000 km., nýr bíll, skipti möguleg á japönsk- um station. Verð 6,5 millj. Galant 1600 gl. árg. ’80, litur dökk rauður ekinn 5.000 km., útvarp + kasetta, skipti á ca. 5 millj. króna japönskum station bíl. Verð 7 millj. Audi 80 Is árg. ’79, litur koparbrúnn ekinn aðeins 12.000 km., sérstaklega fallegur bíll. Verð 7,9 millj. Mini 1100 special árg. ’78, litur gulur ekinn aðeins 35.000 km, útlit og ástand mjög gott skipti á dýrari bí). Verð 3,3 milij. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 IHHHHOIIOIIHHHHH] H H H H H H H H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.