Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Kröfu um skil- ríki aflétt Rómabonc. 11. áKÚxt. AP. í FRAMHALDI af mótmælum hankastarfsmanna og kaup- manna á Ítalíu hafa yfirvöld dregið til baka ákvörðun sina um að láta krefjast persónuskilrikja af ölium þeim, sem vilja skipta 100.000 lira seðlum i verslunum eða bönkum i landinu. Yfirvöld Kripu til þessa ráðs fyrir þrem döKum til þess að reyna að hafa upp á mannræningjum. sem feng- ið höfðu Kreitt lausnarirjald i slíkum seðlum. Bankastarfsmenn hægðu mjög á starfshraða sínum og hótuðu að fara í verkfall nema fyrirskipun ríkisstjórnarinnar yrði dregin til baka. Einnig voru uppi efasemdir um að aðgerðir stjórnarinnar væru löglegar samkvæmt stjórn- arskránni. Yfirvöld sögðu að tilskipunin hefði verið dregin til baka vegna þess að mistekist hafði að halda henni leyndri og því hefðu mann- ræningjarnir getað haldið að sér höndum á meðan. >0Ca@VBQ,C,0[í Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJOÐS: 17. ágúst1980 Kaupg«ngi pr. kr. 100,- 1968 1. flokkur 6.124,65 1968 2. flokkur 5.529,12 1969 1. flokkur 4.422,49 1970 1. flokkur 4.049,73 1970 2. flokkur 2.921,84 1971 1. flokkur 2.688,64 1972 1. flokkur 2.344,09 1972 2. flokkur 2.005,89 1973 1. flokkur A 1.502,65 1973 2 flokkur 1.384,35 1974 1. flokkur 955,44 1975 1. flokkur 779,60 1975 2. flokkur 588,62 1976 1. flokkur 558,33 1976 2. flokkur 453,43 1977 1. flokkur 421,11 1977 2. flokkur 352,74 VEÐSKULDA- BREF:* 12% 14% 1 ár 65 66 2 ár 54 56 3 ár 46 48 4 ár 40 42 5 ár 35 37 Innlausnarverö SaAlabankans m.v. 1 árs Yfir- tímabil frá: gangi 25/1 '80 4.711.25 30,0% 25/2 '80 4.455,83 24,1% 20/2 '80 3.303,02 33,9% 25/9 '79 2.284,80 77,2% 5/2 '80 2.163,32 35,1% 15/9 '79 1.539,05 74,7% 25/1 '80 1.758,15 33,3% 15/9 '79 1.148,11 74,7% 15/9 '79 866,82 73,4% 25/1 '80 1.042,73 32,8% 15/9 '79 550,84 73,1% 10/1 '80 585,35 33,2% Kaupgengi m.v. nafnvexti 16% 18% 20% 38% 67 69 70 81 57 59 60 75 49 51 53 70 43 45 47 66 39 41 43 63 *) Miðaö er við auöseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum veröbréfum: 1978 1. flokkur 287,43 1978 2. flokkur 226,88 1979 1. flokkur 191,86 1979 2. flokkur 148,86 1980 1. flokkur 115,39 FjéltFffTinCARPéUM fAflflDJ Hft VERDBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opéö alla virka daga fré kl. 9.30—16. Tómatar í forrétt Lok er skorið af tómötunum, tekið innan úr þeim og í staðinn fyllt með majones, sem er vel kryddað og blandað rækjum eða öðru sjófangi. Salatblöð lögð undir og skreytt með harðsoðn- um eggjum. Dansfélagi Karls prins Það er fylgst með hverju fótmáli Karls Bretaprins, ekki síst ef einhver kona er nálægt honum. Þegar myndin, sem hér fylgir með var tekin af Karli prins á dansgólfinu, beindist athyglin ekki síður að konunni, sem hann dansaði við, enda var hún engin önnur en ballettdans- arinn Dame Margot Fonteyn. Að tala „undir rós“ Að tala undir rós segjum við oft og öllum sem komnir eru til vits og ára, er ljós merkingin þ.e. að segja eitthvað óbeinum orðum, að gefa eitthvað i skyn. En hver skyldi vera tilurð slíks orðasambands og hvaðan skyldi það vera runnið. Orðasambandið er erlent að uppruna, gæti komið beint úr latínu, „sub rosa fari“ sem merkir að segja eitthvað í trún- aði. Latneska orðasambandið á rætur að rekja til þess, að í borðsölum heimila í Rómaveidi var víðast rósaskreyting í lofti yfir matborði, en rósin var tákn þeirrar þagnar, sem ríkja átti um allt það, sem talað var innan veggja heimilisins. I kristnum trúarbrögðum er rósin notuð sem tákn, dökkrauð rós merkir þá blóð Krists og Maria guðsmóðir oft máluð með krans af rósum. Kirkjur voru oft reistar þar sem uxu villtar rósir og rósa- mynstur notað til skreytinga, t.d. í steindum gluggum. Og í skriftaklefunum var einatt mál- að rósamynstur í loftið eða rósir skornar í viðinn. En þegar menn skriftuðu gátu þeir treyst þag- mælsku skriftaföður, enda hon- um sagt „sub rosa“. Rósin virðist almennt vera tákn um það góða í heiminum, um það vitna orðtök eins og „að baða í rósum", „ganga á rósurn" og „dansa á rósum" allt sömu merkingar, þ.e. að lifa sældarlífi, að allt gangi í haginn. Svo er rósin tákn ástarinnar, eins og kunnugt er, og hefur því víða verið getið í skáldskap, i háfleygum kvæðum stórskálda til dægurlagatexta síðari ára. Skáldkonan Gertrude Stein hafði þetta um rósina að segja „rose is a rose is a rose is a rose“, „rós er rós er rós er rós“. Það þarf ekki alltaf að hafa mörg orð um hlutina. Smáréttur Grænn pipar skorinn að endi- löngu, fræhulstur hreinsað úr. í fjóra helminga er hrært: tvær matsk. majones, 1 lítill saxaður laukur, innihald lítillar dósar af niðursoðnum sveppum, kryddað með lauksalti. Sett i piparhelm- ingana og væn ostsneið lögð yfir. Sett í heitan ofn í ca. 15 mín., ef vill undir grillið. Gott með fiski eða kjöti, eða sem sjálfstæður smáréttur. Það bæt- ir form- kökurnar Ýmsar formkökur verða enn ljúffengari, ef settur er dálítill appelsínusafi í staðinn fyrir mjólkina í uppskriftinni. Því er jafnvel haldið fram, að auk bragðbætis haldist kakan lengur fersk, ef sá háttur er á hafður. Það er til leiðinda þegar endar skóreimanna trosna, þannig að það er hálfgert basl að reima. Ef ekki er við hendina par af nýjum reimum má bjarg- ast við þær gömlu með því að dýfa endunum ofan í glært naglalakk, láta það þorna, og þá verða þær auðveldari viðfangs þegar reima á skóna. Þegar reimar slitna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.