Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 L'rnsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyurbur Prilsson AUDROTTINSDEGI Hún er á engan hátt verk mannsins. Sáttargjörðin — friðþægingin er fólgin í því að sök mannsins er fjarlægð, hún birtist í því að maðurinn að nýju þakkar Guði allt, á allt sitt undir honum og frelsast frá því að þurfa að eiga nokkuð undir sjálfum sér. Friðþæging, sem væri Firring Sáttargjörð merkir, að komið er á sáttum milli aðila sem lifað hafa í ósátt. Sátt- argjörðin felur í sér að sam- band, sem rofnað hafði, er tekið upp að nýju og það sem missættinu olli fjarlægt. Sú sáttargjörð sem talað er um í kristinni trú, er sátt- argjörð milli Guðs og manns, milli skapara og sköpunar. Um þessa tvo „aðila“ má segja, að upphaflega eru þeir svo nánir sem unnt er að vera. Sköpunin er ekki nánari neinum en skapara sínum. Að lifa sem sköpun er að heyra skapara sínum til. Aðskilnað- ur milli sköpunar og skapara orsakast af því að sköpunin, það er að segja maðurinn í þessu tilviki, hefur kosið að lúta eigin vilja fremur en vilja skapara síns. Aðskilnað- urinn á sér þannig rætur í sjálfræði mannsins. Það sem aðskilur Guð og mann liggur þannig í innstu veru manns- ins. Sjálfræði mannsins breytir þó engu um það að hann er eftir sem áður sköp- un Guðs. Sjálfræðið breytir þar engu um. Sjálfræðið hef- ur hins vegar þær afleiðingar, að maðurinn verður ekki að- eins viðskila við skapara sinn heldur einnig innsta eðli sitt. Líf mannsins er linnulaus tilraun til þess að vera eitt- hvað annað en hann er, þ.e. sköpun. I því er hin raunveru- lega „firring" mannsins fólg- in. Maðurinn er fjarlægur þeim sem hann ætti með réttu að standa næst og er um leið fjarlægur sjálfum sér og útlendingur í eigin tilveru. Sök mannsins liggur í því að hafa fjarlægst skapara sinn og kosið að lúta sjálfum sér fremur en honum, láta eigin vilja ráða fremur en vilja skaparans. Umkvörtun sam- tíðarinnar um firringu kemur hvergi nærri kjarna málsins. í kristinni trú breytist þéssi umkvörtun í syndajátningu. Þessari firringu eða að- skilnaði er best líkt við rofin tengsl tveggja aðila sem verða þó stöðugt að umgang- ast hvor annan. Hin rofnu tengsl láta þá aldrei í friði, vegna þess að þeir eru aldrei í friði fyrir þeim sem þeir hafa skilist frá. Skaparinn stendur sköpun sinni nær en sköpunin sjálfri sér, „þú umlykur mig á bak og brjóst" (Sálm. 139,5), „í honum lifum, hrærumst og erum vér“ (Post. 17,28). Vegna þessarar nálægðar er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Aðskilnaðurinn lætur í öðru lagi boðar fagnaðar- erindið, að Guð hafi ekki komið sáttunum til leiðar með valdboði, heldur í Jesú Kristi, orðum hans, verkum hans, þjáningu hans, dauða og upprisu. Hvarvetna sem Nýja testamentið talar um friðþægingu — sáttargjörð — endurlausn, er vísað til Jesú Krists og dauða hans á krossi. I stað þess að nota almætti sitt, verður Guð að afklæðast mætti sínum til þess að koma sáttum á. Það er það sem gerist með niðurlægingu Jesú Krists, Drottinn, sem þjónar (Lúk. 22,27), meistarinn, sem þvær fætur lærisveina sinna (Jóh. 13,1), orðið frá Guði, sem leyfir andmæli gegn sér, sá sem þekkir ekki synd er gjörður að synd (2. Kor. 5,21). Fagnaðarerindið er þess vegna ekki valdboð, heldur tilboð. „Vér biðjum í Krists stað, látið sættast við Guð.“ (2. Kor. 5,20). Nýja testamentið vísar heldur ekki einfaldlega til kærleika Guðs, þegar það talar um sáttargjörðina, heldur til kærleika Guðs sem birtist í Jesú Kristi, athöfn hans og þjáningu. Sættirnar verða ekki vegna þess „kær- leika“ sem „tekur þetta ekki svo alvarlega" eða „sér í gegnum fingur", „kærleika" sem nánast má líkja við andlegt heilsuleysi. Kærleik- urinn, sem birtist í Jesú Friðþæging — sáttargjörð manninn aldrei í friði. Á bak og brjóst er maðurinn umluk- inn þessum aðskilnaði, vegna þess að á bak og brjóst er hann umlukinn þeim sem hann hefur í sjálfræði sínu Biblíulestur vikuna 17.—23. ágúst Sunnudagur 17. ágúst Lúk. 14: 7—11. Mánudagur 18. ágúst Mark. 9: 33—37. Þriðjudagur 19. ágúst I. Sam. 17: 40—51. Miðvikudagur 20. ágúst Lúk. 7:1—10. Fimmtudagur 21. ágúst Post. 12: 18—25. Föstudagur 22. ágúst Gal. 1: 11—24. Laugardagur 23. ágúst Efes. 2: 1—7. sagt skilið við. Þannig verður líf mannsins hvort tveggja í senn, hróp á sættir og flótti frá sáttum. Tilvera hans verður árangurslaus tilraun til að brúa bilið, árangurslaus vegna þess að firringin orsak- ast af því að nálægðinni er afneitað. Verk Guðs Fagnaðarerindi er erindi um það, að Guð hafi fjarlægt það sem aðskilnaðinum olli. Tvennt er það sem Nýja testamentið segir mikilvæg: ast um þessa sáttargjörð: í fyrsta lagi að það er Guð, sem hefur komið henni til leiðar. fólgin í því að maðurinn gæti þakkað sér hana sjálfur, fæli ekki í sér neina sátt, heldur framhald aðskilnaðar milli Guðs og manns. Þar sem um er að ræða jafnræði milli aðila getur frumkvæði sátta komið frá hvorum- aðilanum sem er. En þar sem annar aðilinn er skaparinn sjálfur, getur frumkvæðið aðeins ver- ið hjá honum, og hann einn getur komið sáttunum, sam- einingunni, til leiðar. Þess vegna er friðþægingin boðuð sem fagnaðarerindi, boðskap- ur um það sem er þegar fullgert. „Það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig ...“ (2. Kor. 5,19). Reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum Þegar við kristnir menn teljum upprisu Krists vera grundvallarstaðreynd, sem hefur gildi fyrir gjörvallt mannkyn, er okkur fullljóst, að hægt er að efast um þessa staðreynd og véfengja hana — alveg eins og alla aðra atburði löngu liðinnar sögu, einkum þar sem við stöndum hér frammi fyrir einstæðum at- burði, sem á sér enga hlið- stæðu í mannlegri sögu. Á hverju byggir kristinn maður þá sannfæringu sína, að Kristur hafi raunverulega risið upp frá dauðum? Fyrst má spyrja: Hvernig gátu lærisveinarnir trúað því? Við eigum frásagnir þeirra sjálfra um upprisuna. Þær hafa á sér öll einkenni þess að vera frásagnir sjónarvotta, sem urðu furðu lostnir yfir því, sem gjörðist. Hver og einn þeirra hefur sagt frá sínum hluta sögunnar. Þeir reyndu ekki að samræma þær og lagfæra til þess að fá fram eina samhangandi frásögn, þar sem hvergi væri á blettur eða hrukka og engum spurn- ingum ósvarað. Augljóst er, að það, sem gjörðist, kom lærisveinunum á óvart. Þeir höfðu ekki búist við þessu. Það, sem Jesú sjálfur hafði sagt þeim um upprisu sína, hafði verið svo óhugsandi að þeirra dómi, að þeir höfðu algjörlega gleymt því. Upprisan gjörbreytti öllu í einu vetfangi. Það sem virst hafði augljós ósigur, breyttist í algjöran sigur. í hinu ytra hafði ekkert gjörst, sem hafði bætt aðstöðu lærisveinanna. í augum gyðinganna var Jesús enn svikarinn, sem tekinn hafði verið af lífi. En eitthvað það hafði gjörst, sem skyndi- lega gaf lærisveinunum ör- ugga fullvissu um það, að Kristur hefði haft á réttu að standa, hann hefði unnið sig- ur, hann væri sonur Guðs. Þeir sögðu sjálfir frá því, hvað það var: Hann var risinn upp frá dauðum. Þeir höfðu séð hina tómu gröf. Síðan höfðu þeir sjálfir séð hann, talað við hann, fengið skipun hans um að segja heiminum frá því, að hann væri lifandi. Þess vegna þorðu þeir að prédika í nafni hans. Mann- lega talað var það algjör heimska. Það var gjörsamlega vonlaust verk. Samt gjörðu þeir það, þótt dauði Jesú hefði verið þeim algjört ofurefli og brotið niður vonir þeirra og trú. Við höfum fulla ástæðu til þess að trúa slíkum vottum. Mannlega talað hlutu þeir aðeins ofsóknir að launum og að lokum píslarvætti. En hér höfðu þeir mætt svo stórkost- legum atburði, svo umbreyt- andi og sannfærandi, að eng- inn efi komst að hjá þeim. Trúna á upprisu Krists væri alls ekki lengur að finna í heiminum, ef einstaklingar hefðu ekki mætt hinum upp- risna aftur og aftur í lífi sínu. Kristin kirkja heldur fast við þessa trú vegna þess, að allt líf kirkjunnar er líf í samfé- lagi við Krist, líf, þar sem hinn upprisni talar við okkur og starfar meðal okkar. Grundvöllur trúarfullviss- unnar er hér hinn sami og þegar um er að ræða trúna á Guð. Fræðilega er unnt að gefa mismunandi skýringar, og við verðum að velja. Hin persónulega sannfæring bygg- ist að lokum á eigin lífs- reynslu, á því sem við sjálf höfum fengið að reyna og sjá. Kristi, gefur það ekki til kynna að létt sé tekið á syndinni, heldur þvert á móti að hún sé tekin alvarlega, á þann hátt sem kærleikurinn einn getur tekið hana alvar- lega, vegna þess að það er ekkert sem kærleikurinn tek- ur eins nærri sér og aðskiln- aðurinn, hin rofnu tengsl. í Jesú Kristi birtist ekki hinn umburðarlyndi kærleikur heldur hinn líðandi kærleik- ur. Kærleikurinn friðþægir ekki fyrir syndina með því að „slá af“ neinu, heldur ekki réttlætinu. Friðþægingin er ekki ósigur réttlætisins, held- ur sýnir Guð réttlæti sitt í því að koma á sáttum með þess- um hætti, það er með þján- ingu og dauða Jesú, Guð er ekki náðugur með því að afneita réttlæti sínu, heldur er réttlátur þegar hann rétt- lætir þann sem hefur Jesú trú. (Róm. 3,24 —26). Friðþægingin er leyndar- dómur. Hún er leyndardómur fagnaðarerindisins og þar með leyndardómur sjálfrar tilverunnar. Það er leyndar- dómur að Guð auðsýnir náð sína án þess að afneita rétt- læti sínu, að hann fjarlægir syndina án þess að taka létt á henni, hann réttlætir syndar- ann, án þess að umbera synd- ina, hann fyrirgefur óvinum sínum, án þess að afsaka þá. í stað þess að reyna að svipta hulu af þessum leyndardómi, heldur Nýja testamentið fast við hann með því að vísa stöðugt til Jesú Krists. Þessi leyndardómur verður ekki höndlaður með skynsamleg- um skýringum, heldur aðeins í trú á Jesúm Krist. (Þýtt og cndursagt úr Tænkning og tro eftir Rudoiph Arendt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.