Morgunblaðið - 23.08.1980, Side 26

Morgunblaðið - 23.08.1980, Side 26
 2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 Bíóin um helgina Tónabíó sýnir nú þriðju mynd- ina um Inspector Clouseau, með þá Peter Sellers og Herbert Lom í aðalhlutverkum, sem nefnist „Bleiki Pardusinn birtist á ný.“ Laugarásbíó sýnir nú myndina „The Big Fix“ eða Rothöggið sem er einkaspæjaramynd í gaman- sömum tón. Aðalhlutverkið í myndinni leikur Richard Dreyf- uss, en hann hefur m.a. leikið í myndunum „JAWS“ og „American Graffiti". t Gamla Bíó er verið að sýna um þessar mundir stórslysamyndina „Snjóskriðan" sem tekin er í hinu hrikalega umhverfi Klettafjali- anna í vesturhluta Bandaríkj- anna. Stjörnubíó sýnir nú myndina „Hot Stuff“ sem fjallar um nokkuð óvenjulegar aðferðir lögreglunnar við að handsama fanga, í léttum dúr. Hafnarfjarðarbíó sýnir nú myndina „Coming Home“ eða Heimkoman sem fjallar um örlög uppgjafa hermanns úr Víet- namstríðinu. Aðalhlutverk mynd- arinnar leikur Jane Fonda. Austurbæjarbíó hefur ný hafið sýningar á myndinni „Æðisleg nótt með Jackie", sem er frönsk gamanmynd með Pierre Richard og Jane Birkin í aðalhlutverkum. Háskólahíó hefur nýhafið sýn- ingar á myndinni „Flóttinn frá Alcatraz" sem lýsir flótta frá hinu alræmda fangelsi Alcatraz í San Fransiscoflóa. Með aðalhlutverk fara Clint Eastwood og Patric McGoohan, en Donald Siegel leikstýrir myndinni. I Regnboganum er „Sólar- landaferðin" frumsýnd. Er þetta ný sænsk gamanmynd sem frum- sýnd er á öllum NorðurJöndunum samtímis. í sal B er Bruce Lee myndin „Leikur dauðans" sýnd, og mun þetta vera síðasta myndin sem hann lék í. í C-sal Regnbog- ans er sýnd hin sígilda mynd „Vesalingarnir", „Les Miserables", byggð á sögu Victor Hugo. I D-salnum er sýnd hrollvekjan „Fæða guðanna" byggð á sögu H.G. Wells. ÁSMUNDARSALUR Hrönn sýna tólf verk UM síðustu helgi opnuðu Guðjón Ketilsson «g Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarsýn- ingu í Ásmundarsal við Freyju- götu. Á sýningunni eru átta verk sem flest eru fleiri en ein mynd og eru allt að tólf myndir í einni seríunni. Eru þetta ljósmyndir, teikningar og hlutir. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 16—22 og 14—22 um helgar, en henni lýkur 25. ágúst n.k. MYNDLIST Pólskur listamaður opnar sýn- ingu í Gallerí Suðurgötu 7 | PÓLSKI farandlistamaðurinn JACEK TYLISKI sem hefur starfað á Norðurlöndum und- anfarin ár opnar sýningu á verkum sínum í Gallery Suður- götu 7, laugardaginn 23. ágúst klukkan 4. Þetta er önnur einkasýning Pólverjans í Gallerýinu. Einnig tók JACEK TYLISKI þátt í experimental environmental að Korpúlfsstöðum nú nýverið. Listamaðurinn notar náttúr- una í verkum sínum á nýstár- legan hátt. JACEK TYLISKI hefur hald- ið einkasýningar í Svíþjóð, Danmörku og Póllandi. ! KJARVALSSTAÐIR Sýningu Ninu, og Sigfúsar að NÚ um helgina lýkur sýningu þriggja listamanna á Kjarvals- stöðum, þeirra Nínu Gautadótt- ur, Sveins Björnssonar og Sig- fúsar Halldórssonar. Nina Gautadóttir sýnir nú í fyrsta sinn hérlendis. Á sýning- unni eru 14 veggskúlptúrverk sem gerð eru á árunum 1975—80. Nína lærði í Listaháskólanum í París þar sem hún er einnig búsett nú. í myndir sínar notar hún aðallega netagarn og hamp. Verkin eru öll til sölu. Sveinn Björnssun hefur mál- að frá árinu 1948 en hann lærði við Akademíuna í Kaupmanna- höfn. Hann hefur mikið verið til sjós en er nú rannsóknarlög- reglumaður. Sveinn á margar sýningar að baki, en síðast sýndi hann í Kaupmannahöfn árið 1978. Sigfús Halldórsson hóf nám í málaralist 16 ára gamall og Sveins Ijúka lærði þá hjá Birni Björnssyni og Margeiri Guðmundssyni. Árið 1944 fór hann til Englands og lærði leiktjaldagerð, auk þess sem hann tók húsamálun sem aukagrein. Þetta er þriðja sýn- ing Sigfúsar. Alls eru 84 málverk eftir hann á sýningunni, þar af 52 til sölu. Sýning listamannanna er opin frá kl. 14 til 22, en henni lýkur annað kvöld. LEIKLIST Feröa- leikhúsið FERÐALEIKHÚSIÐ heldur áfram sýningum á „Light Nights" að Fríkirkjuvegi 11. Sýningarnar eru fjórar í viku fram til 31. ágúst, það er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld- um og hefjast þær kl. 21 öll kvöldin. Sýningar þessar eru einkum ætlaðar enskumælandi ferða- mönnum. MYNDLIST Málverkasýning í Gallery Háhól KRISTINN G. Jóhannsson opnar málverkasýningu i Gallery Ilá- hól, í dag. 23. ágúst kl. 16.00. A sýningunni verða rúmlega 40 verk unnin í krít og olíu. Tólf ár eru nú liðin frá því Kristinn sýndi síðast en áður hafði hann haldið fjöldá sýninga á Akureyri, Reykjavík og víðar, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Kristinn er menntaður hér heima og hefur auk þess dvalið þrjú ár við Edinburgh College of Art nú síðast dvaldi hann þar veturinn 1977—1978. Sýningin stendur til 30. ágúst. Opin um helgar frá 16.00 til 22.00 og virka daga 20.00— 22.00. ■i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.