Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
Móöir okkar,
HERDÍS MÆJA BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Stuölaaeli 14,
Reykjavík
lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 21. ágúst.
Magnúa Ó. Valdimarason,
Sveinn Haukur Valdimarsson,
Hrafn Valdimarsson,
Kolbrún Valdimarsdóttir,
Grímur Valdímarsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
BJÖRGVIN SÆMUNDSSON,
bsejarstjóri í Kópavogi,
lést 20. ágúst.
Ásbjörg Guógeirsdóttir,
Hildisif Björgvinsdóttir,
Kjartan Björgvinsson.
t
Maöurinn minn,
ÓSKAR KRISTJÁNSSON,
frá Brautarhóli, Njaróvík,
andaöist í Borgarspítalanum miövikudaginn 20. ágúst.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guórún Þorsteinsdóttir.
+ Faöir okkar,
EMIL ÁSMUNDSSON,
Fálkagötu 32,
lést aö heimili sinu fimmtudaginn 21. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Emil Emilsson. Helga Emilsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
DAVÍÐ ÞORGILS BJARNASON,
vélgæslumaóur,
Vesturbergi 181,
lést miövikudaginn 20. ágúst.
Ása Skaftadóttir og börn.
t
Hjartkær faðir minn, tengdafaöir og afi,
EINAR ÓLAFUR JÚLÍUSSON,
lést aö Heilsuhælinu Hverageröi 22. þ.m.
Júlíus Einarsson, Brynja Lárusdóttir,
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auósýnda samúð og vinarhug viö andlát og
útför,
GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR,
Meöalholti 11.
Magnús Einarsson,
Leifur Magnússon.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför mannsins
míns og fööur okkar,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
Bifreióaviögeröarmanns,
Bólstaöarhlíö 64.
Sigriöur Hannesdóttir og synir.
Elías Kristjáns-
son — Minning
Kynni okkar Elíasar urðu því
miður ekki löng. Þau hófust fyrir
tæpum tveimur árum er staðið var
að stofnun Geðhjálpar. Hann var
strax kosinn í stjórn þessa unga
félagsskapar og starfaði þar
ósleitilega allt til dauðadags. Ég
dáðist að Elíasi, sem þrátt fyrir
áratuga baráttu við sjúkdóm sinn
og allt það mótlæti sem honum
fylgir, virtist eiga nógan kjark og
krafta til að rísa upp til varnar
þeim hópi fólks sem hingað til
hefur átt sér fáa málssvara. Fólki,
sem á ekki aðeins við eigið heilsu-
leysi að stríða, heldur og grimmd-
arlega fordóma umhverfisins.
Sjálfur gerði hann sér engar vonir
um að fá nokkurn tíma fulla bót
meina sinna, en hann dreymdi um
þann dag er hann eygði nokkurt
tækifæri til mannsæmandi lífs
fyrir fólk í þessari aðstöðu. Metn-
aður hans fyrir hönd Geðhjálpar
var mikill. Énginn gladdist meira
en hann þegar starfsemi nýju
geðdeildarinnar við Landspítal-
ann virtist loks komin á þurrt
land, en enginn var heldur ólatari
við að minna okkur hin í félaginu
á að þrátt fyrir allt var þessi sigur
eins og dropi í hafið. Það var enn
svo margt ógert. Sérstaklega lá
honum þungt á hjarta hvernig
fólk með geðræn vandamál virtist
svipt þeim almennu mannréttind-
um að fá að vinna sjálft fyrir
brauði sínu — eftir eigin getu.
Þess vegna fannst honum að
næsta baráttumál félagsins hlyti
að verða stofnun fleiri verndaðra
vinnustaða og öflugri vinnumiðl-
un. Hann lagði ríka áherstu á að
eina vonin til að koma fólki með
þessi vandamál til nokkurrar
sjálfsvirðingar á ný, væri að gera
þeim kleift að vinna. Sjálfum var
honum mikið kappsmál að nota
vel þau tímabil sem sjúkdómurinn
herjaði ekki á hann. Enda lá hann
þar hvergi á liði sínu og var alls
staðar vel látinn í þeim störfum
sem hann fékk tækifæri til að
stunda.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
því hve mikið áfall það varð mér
að frétta lát hans. Reyndar hefði
það ekki átt að koma mér svo
mjög á óvart eftir líðan hans sl.
vor. Hann þráði svo heitt að fá
vinnu og gekk svo heilshugar til
verks með að leita fyrir sér án
þess að víkja nokkurn tíma frá
þeirri meginreglu sinni að segja
satt og rétt frá heilsubresti sínum.
Það var hans framlag í baráttunni
gegn fordómum, hann lagði sjálf-
an sig að veði — og tapaði.
Eftir því sem hann gekk oftar
bónleiður til búðar varð honam
erfiðara að leyna vonbrigðum sín-
um og halda trúnni á að ekki gætu
öll sund verið lokuð þrátt fyrir
svart útlit. Svo kom vikan sem
hann beið eftir svari frá einu
ráðuneytinu um sendistarf. Ekk-
ert starf hefði getað hentað hon-
um betur og hann trúði svo
fastlega á að ríkisstofnun mundi
fylgja þeirri reglu að láta fólk með
skerta vinnugetu ganga fyrir með
hentug störf. Neitunin þaðan varð
honum mikið reiðarslag. Samt
hélt ég að óbilandi kjarkur hans
mundi líka nægja í þetta sinn, eins
og svo oft áður. En hann sem
aldrei hafði látið neinn bilbug á
sér finna, stóðst ekki þennan
síðasta stóra bylinn.
Við í Geðhjálp geymum í minn-
ingunni mynd af góðum og traust-
um dreng sem þrátt fyrir einhver
óblíðustu örlög, sem hugsast getur
átti svo mikið baráttuþrek öðrum
til handa. Manni, sem þrátt fyrir
svo marga góða eiginleika átti sér
ekki viðreisnar von í þjóðfélagi
sem hafnar öllu manngildi nema
því sem reiknað verður út eftir
bónuskerfi og framleiðslúgetu.
Félagið okkar hefur misst einn
af sínum traustustu félögum, ég
vona að minningin um hann megi
verða okkur, sem eftir erum, enn
frekari hvatning til dáða. Elíasi
auðnaðist ekki að lifa þann dag að
fólki, sem þjáist á sama hátt og
hann, sé boðið upp á annað
raunverulegt lausnarorð sér til
lækningar en dauðann. Kannski
auðnast okkur það.
Megi algóður Guð styrkja að-
standendur hans í sorg þeirra.
Lundi 15. ágúst 1980,
Jóhanna Þráinsdóttir
Minning — Rúnar
Ingi Björnsson
Fæddur 21. febrúar 1965
Dáinn 16. ágúst 1980
Okkur félagana í Ungmennafé-
laginu Tindastóli setti hljóða, þeg-
ar við komum heim úr sigursælli
keppnisför á fögrum ágústdegi, er
okkur barst til eyrna sú harma-
fregn, að Rúnar Ingi hefði látist í
vinnuslysi þá um daginn. Sá
hópur, sem áður gladdist yfir
unnum sigri, var niðurbrotinn og
fámáll og fékk ei skilið miskunn-
arleysi þess máttar, er aðskilur
lifendur og látna að hrífa á brautu
einn efnilegasta drenginn, er við
hlið okkar hafði staðið á vettvangi
hins frjálsa leiks, fullan lífsorku
og framtíðardrauma.
Hugur Rúnars Inga hneigðist
fljótt að íþróttum, enda hraustur
og tápmikill strákur. Hann gekk
snemma í raðir U.M.F. Tindastóls
og starfaði þar af krafti. Hæfileik-
ar hans komu fljótt í ljós og voru
ótvíræðir. Hvort um var að ræða
knattspyrnu, körfubolta, skíði eða
frjálsar íþróttir, hann var jafnan
fremstur. Hann var fyrirliði síns
flokks og fyrirmynd. Hann var
hvers manns hugljúfi, hjálpsamur
og fórnfús. Hann var sá piltur,
sem ungmennafélagið batt hvað
mestar vonir við, fulltrúi þeirra
unglinga, sem eru og verða kallað-
ir til starfa fyrir ungmennafélög-
in.
Við félagarnir í U.M.F. Tinda-
stóli þökkum Rúnari Inga
samfylgdina og helgum minningu
hans drengilegu og heiðarlegu
starfi í þágu íþróttanna og ung-
mennafélagshreyfingarinnar.
Foreldrum, systkinum og öðrum
aðstandendum, sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. U.M.F. Tindastóls
Páll Ragnarsson
Sjö iðnríki hafa
dregið úr olíunotknn
W ashinnt'in 22. á«. AP.
SJÖ meiriháttar iðnríki. þar á
meðal Bandaríkin hafa dregið
verulega úr oliunotkun á þessu
ári, að þvi er bandariska stofn-
unin API, sem fylgist með
eldsneytisnotkun greindi frá i
dag.
Kom þar fram að á fyrsta
fjórðungi ársins 1980 hafa
Bandaríkjamenn dregið úr olíu-
notkun um 10,6 prósent, Japan
5,3 prósent, Vestur-Þýzkaland
8,9 prósent, Frakkland, 12 pró-
sent, Kanada 1 prósent, Bretland
15,6 prósent og Ítalía um þrjú
prósent.
Dráttarbátum sigað á sjómenn
Marseiilc. 21. ágúst. AP.
FRANSKIR dráttarbátar
sigldu í kvöld inn í For-Sur-
Merhöfnina. skammt frá Mars-
eillc eftir að sjómönnum höfðu
verið settir úrslitakostir.
Það var Jean Accary, flotafor-
ingi sem flutti sjómönnum úr-
slitakostina. Sagöi þá hafa sig á
brott innan 10 mínútna ellegar
yrðu dráttarbátarnir sendir inn í
höfnina. Dráttarbátarnir
neyddu nokkur fiskiskip til að
hverfa frá. Til engra átaka kom.
í höfninni bíða olíuskip og flutn-
ingaskip þess að komast leiðar
sinnar.
Fyrr um daginn hafði næst
stærsta verkalýðsfélag Frakk-
lands hvatt sjómenn til að halda
fast við hafnbann sitt og láta
hvergi undan ógnunum stjórnar-
innar. Raymond Barre, forsætis-
ráðherra hótaði í gær að senda
flotann gegn sjómönnum.
Sprengjuhrina í Manilla
Manilia, Filippscyjum 22. ág. AP.
ALLMARGAR sprengjur
sprungu f Manilla i dag, eink-
um í grennd við stjórnarbygg-
ingar, en lika við einkahús og
nokkrar á auðum svæðum i
úthverfi borgarinnar.
Lögreglan segir að sprengj-
urnar hafi valdið furðu litlu
tjóni og ekki sé vitað til að neinn
hafi siasast. Tvær sprengjanna
sprungu í bönkum og einnig
fannst sprengja í Romadahótel-
inu í Manilla, en var gerð óvirk í
tæka tíð.