Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Einar S. Einarsson áfram „forsvars- maður Skáksambands Norðurlanda44 STJÓRN Skáksambands íslands samþykkti eftir harðar deilur á framhaldsfundi i ua rkvoldi „að fall- ast á“ að Einar S. Einarsson verði áfram formaður stjórnar Skáksam- bands Norðurlanda. Þetta mál var rætt á stjórnarfundi i fyrrakvold. en varð ekki útrætt og var því fram- haldsfundur haidinn í gær. Ingimar Jónsson forseti S.í. sendi Mbl. í gærkvöldi eftirfarandi frétta- tiikynningu. en neitaði að segja nokkuð fleira um mál þetta: „Á fundi stjórnar Skáksambands íslands 2. sept. 1980 lagði forseti Skáksambandsins fram eftirfarandi yfirlýsingu og tillögu fyrir stjórnina. „Ég tel að stjórn Skáksambands íslands hafi fullan rétt til þess að tilnefna stjórnarformann Skáksam- bands Norðurlanda. Hins vegar mæl- ist ég til þess að stjórnin breyti samþykkt sinni, sem gerð var á fundi 23. ágúst sl. varðandi embættið, vegna þess umróts sem hún hefur valdið. Ég vil stuðla að því að deilumál þetta verði leyst og sættir takist innan skákhreyfingarinnar, henni til farsældar. Ég legg því fram svofellda tillögu til samþykktar: Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, er það einróma álit stjórnar Skáksambands íslands að það sé réttur hennar að tilnefna forsvars- mann Skáksambands Norðurlanda samkvæmt grein 3.3. í lögum Skák- sambands Norðurlanda. Til þess að firra skákhreyfinguna frekari vandræðum, fellst stjórn Skáksambands íslands þó fyrir sitt leyti á, að Einar S. Einarsson verði forsvarsmaður Skáksambands Norð- urlanda fram að næsta þingi þess, sem væntanlega verður haldið næsta sumar hér á landi. Samþykkt þessi skal tilkynnt Skák- sambandi Norðurlanda og aðildar- samböndum þess.“ Tillaga þessi var samþykkt sam- hljóða." Mbl. hafði í gærkvöldi samband við Þorstein Þorsteinsson, varaforseta S.Í., sem farið hefur með stjórnarfor- ystu í S.í. í fjarveru Ingimars Jóns- sonar. „Ég vona að samþykkt þessi leysi deilumál þetta og stjórnin fái starfsfrið hér eftir," var það eina, „Ég fagna þessum tíðindum og hef ekkert nema gott um það að segja, ef menn snúa frá villu síns vegar og sýna að nýju samstarfsvilja, fylgi því engin sérstök skilyrði," sagði Einar S. „MÉR var boðið að skrifa undir þetta opna bréf til stjórnar Skák- sambands íslands, en hafnaði þvi, þar sem ég tel rétt að fara varlega i striðsyfirlýsingar og spara stóru orðin á meðan mál orka tvimælis,“ sagði Ólafur Ingimundarson, for- maður tafldeiidar Ungmennafélags Bolungarvikur. í samtali við Mbl. i gær. „Það er vissulega rétt, að Einar S. Einarsson hefur margt fyrir okkur skákmenn á Vestfjörðum gert, sem okkur ber að þakka, en hitt er annað mál að hóta því að segja Skáksam- band Vestfjarða úr lögum við Skák- sem Þorsteinn fékkst til að segja. Formaður danska skáksambands- ins, Steen Juul Mortensen, sendi Skáksambandi íslands bréf, þar sem hann sagði engan vafa leika á því að stjórn S.í. hefði brotið lög Skáksam- Einarsson, er Mbl. hafði samband við hann að loknum stjórnarfundi í S.í. í gærkvöldi. „Sjálfur hef ég ævinlega verið reiðubúinn og viljað hafa gott og samband Islands," sagði Ólafur. „Eg er ekki tilbúinn í slíkan leik fyrr en þá aö vel athuguðu máli, þegar allir málavextir liggja ljósir fyrir.“ Ólafur vakti athygli Mbl. á því, að í frétt á bls. 2 í blaðinu í gær væri sagt að Einar Otti Guðmundsson, formað- ur Taflfélags ísafjarðar og formaður Skáksambands Vestfjarða, væri með- al þeirra, sem undirrituðu bréfið, en þar sem bréfið var birt, væri nafn hans ekki að finna. Skýringin er sú, að mislestur varð og úr undirskrift Einars Otta, sem var „E. Otti Guð- mundsson", var lesið nafnið Atli Guðmundsson og það birt. Mbl. biðst velvirðingar á þeim mistökum. bands Norðurlanda og því gæti danska skáksambandið ekki virt sam- þykkt stjórnar S.í. um nýjan forseta og liti sambandið áfram á Einar S. Einarsson sem eina löglega forseta Skáksambands Norðurlanda. heiðarlegt samstarf við stjorn S.I., og þessi leiðu deilumál eru ekki til komin af mínum völdum," sagði Einar. „Mér er þó ekki á þessari stundu efst í huga þetta umdeilda formannsembætti í Skáksambandi Norðurlanda, sem var alla tíð mitt persónulega, heldur svíður mig undan þeim ómaklegu og þungu dylgjum og ærumeiðingum, sem settar hafa verið fram í minn garð undanfarna viku sem þessi styrr hefur staðið af hendi fyrst og fremst Þorsteins Þorsteins- sonar talsmanns S.í. og sem forseti þess dr. Ingimar Jónsson samsinnti í viðtali við Mbl. í morgun og gerði þar með að sínum. Það er mál málanna í mínum huga að þessi óhefluðu um- mæli verði tekin aftur eða þá að þessir rnenn finni orðum sínum stað. Við annað get ég ekki verið sáttur. Þar sem ég hef enga tilkynningu fengið á undan blöðunum um þessa samþykkt stjórnar S.í. frekar en þegar setja átti mig af, get ég ekki úttalað mig nánar um þetta mál að sinni. Ég leyfi mér hins vegar að vona og treysti því, að framvegis verði af hálfu kjörinna fulltrúa skákhreyf- ingarinnar í stjórn S.í. staðið drengi- lega og málefnalega að hlutunum með heill skákhreyfingarinnar fyrir brjósti og sannleikann að leiðarljósi." Þessa mynd tók ljósm. Mbl. Emilía B. Björnsdóttir af einum fálkaunganna i sumar á fóstur- heimili þeirra að Keldum. Þáði fisk EINS fálkaunganna fjögurra, sem fóstraðir voru í sumar að Keldum, eftir að útlendingar höfðu rænt þeim úr hreiðrum sínum, varð vart nokkru eftir að honum var sleppt í Herdís- arvík í byrjun ágústmánaðar. Að sögn Ævars Pedersen hjá Náttúrufræði- stofnun settist ungur fálki tveimur til þremur metrum frá veiðimönnum, sem voru við veiðar í Hlíðarvatni við Selvog. Var hann óvenju spakur og þáði fisk í gogginn sem veiðimennirn- ir köstuðu til hans og flaug síðan á brott. Telur Ævar fullvíst, að þetta hafi verið einn af áðurnefndum ung- um. Ekki hefur fálkanna orðið vart svo kunnugt sé, nema í þetta eina skipti, en þeir eru allir merktir. Smyrilsung- arnir, sem einnig var rænt af sömu útlendingum, dóu allir skyndilega. Sagði Ævar, að ekki hefði fundist skýring á dánarorsök þeirra, önnur en sú, að þeir hefðu ekki þolað brottnámið sökum smæðar. Menn eiga að spara stóru orðin meðan mál orka tvimælis Einar S. Einarsson: Mál málanna að hin óhefluðu ummæli verði tekin aftur — eða menn finni þeim stað B4TNÆ>UR Á AllA FJÖLSKYLDUM4 A TVEIMUR HÆDUM I TORGINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.