Morgunblaðið - 03.09.1980, Page 28

Morgunblaðið - 03.09.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 KAffinu \\ ]S í) C20i GRANIGÖSLARI ... að ýta á eftir henni upp brekkur. TM R«g U.S. P«t Off.-aR ríflh»* r< • 1978 Lot Ang>lM TknM Syndtc«t« Mér sýnist að gesturinn á 5. borði hljóti að vera búinn að bíða lengi eftir þér! 7frni 821 Mér Ukkut ekkert á, því ég á að laga símann! * Þakkað fyrir fréttaskýringu BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson ÞeKar spilið í dag kom fyrir í fjolmcnnri tvimenninKskeppni voru ýmsir samningar reyndir á spil norðurs otr suðurs. Árangur var misjafn or t.d. (iáfu 3 Krond. tvo niður. meira en meðalskor. En það voru ekki allir. sem reyndu slíkan samning. Austur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. Á H. G1096 T. G10832 L. K103 Vestur S. K97654 H. D854 T. 9 L. 84 Austur S. D102 H. 32 T. D875 L. Á952 Suður S. G83 H. ÁK7 T. ÁK6 L. DG76 Sjá má að 5 tíglar eru besta gameið og á einu borðanna sögðu suður og norður þannig: COSPER Hlliulu, ......... V cosper Andaðu rólega. — Enginn mun trúa þvi að ég hafi flúið hingað heim til þin! Sjónvarpsáhorfandi skrifar: „Eg má til að þakka Ögmundi Jónassyni fréttamanni og sjón- varpinu fyrir fréttaskýringu hans á sunnudagskvöld um aðgerðir verkfallsmanna í Póllandi. Fréttaskýringin ber nafn með rentu, því mér er loks full Ijóst, hvað atburðirnir í Póllandi tákna. Ögmundur sagði, að aðgerðir verkfallsmanna beindust ekki gegn sósíalismanum í landinu, heldur þvert á móti hefðu verk- fallsmenn farið fram á auknar félagslegar umbætur af hálfu stjórnvalda. Þetta er að sjálfsögðu laukrétt, þótt ég hafi ekki áttað mig á því fyrr. Krafa pólskrar alþýðu um að fá kjöt og aðrar matvörur í búðirnar eru eðlilega stuðningsyfirlýsing við kommún- ismann. Það segir sig sjálft, þegar bent hefur verið á það. Stuönings- yfirlýsing Það er líka stuðningsyfirlýs- ing við kommúnismann í Póllandi, að sjálfsögðu, aó verkamennirnir hafa ekki krafizt þess að atvinnu- fyrirtækin verði afhent einstakl- ingum til reksturs. Á sama hátt og það er stuðningsyfirlýsing við kommúnistastjórnina að krefjast ekki afsagnar eða aftöku Giereks. Pólskir verkamenn hljóta sömu- leiðis að styðja áframhaldandi dvöl rússneska hersins i landi sínu fyrst þeir kröfðust ekki brott- flutnings hans. • Lævíslegt herbragð Ég þakka Ögmundi einnig fyrir að benda í fréttaskýringu sinni á það atvinnuleysi sem ríkir á Vesturlöndum, því það hefur haft mikil áhrif á athafnir verka- manna í Póllandi. Þeir gera sér nefnilega grein fyrir því, að at- vinnuleysisbætur á Vesturlöndum, þótt þær séu tíu sinnum hærri en þeirra eigin laun, eru ekkert annað en lævíst herbragð kapítal- ista til að fá verkafólk til að gleyma raunum sínum, á sama hátt og yfirfullar matvörubúðir. • Ómetanlegar fréttaskýringar Það hlýtur að vera megintil- gangur fréttaskýringar að leiða í ljós það sem ekki liggur í augum uppi. Þess vegna eru fréttaskýr- ingar Ögmundar ómetanlegar. Hafi hann þökk fyrir.“ Suöur 1 grand 2 tíglar 3 hjórtu 1 hjortu Norður 2 lauf 3 tíglar I tíglar 5 tiglar Grandopnunin var þessi venju- lega, 16—18 punktar, og 2 lauf spurðu um háliti. 2 tíglar neituðu 4-lit í major en 3 tíglar voru eðlileg litarsögn og krafa. Og 3 hjörtu suðurs var skemmtileg sögn, sagði frá góðum þrílitar- stuðningi við tígul, háspilum í hjarta og þar af leiðandi litlum styrk í svörtu litunum. Hálfgerður lykill að prýðissamningi, 5 tíglum. Vestur spilaði út lágum spaða og í næsta slag spilaði saghhafi tígulgosa frá blindum og svínaði. Hann spilaði þá aftur tígli en þegar vestur fylgdi ekki trompaði sagnhafi spaða í blindum áður en hann rak út laufásinn. Og þegar í Ijós kom, að austur átti fjögur spil í laufinu gat ekkert komið í veg fyrir, að sagnhafi fengi 3 slagi á lauf, spaðaásinn og tvær spaða- trompanir í blindum, sem ásamt tveimur hæstu í hjarta, trompgos- anum og báðum hæstu trompun- um gerði 11 slagi og 400 ásamt afbragðsskor fyrir spilið. Nýtt brúarhandrið á Tjarnarbrúna nauðsynlegt ÞAÐ MUN ekki ofmælt að brúarhandriðið á Tjarnar- brúnni hér í Reykjavík hafi aldrei þótt fallegt. — En nú virðast dagar þess senn taldir. svo illa er það farið af ryð- hruna. Af þeim sökum má vona að ráðamenn í þessum ba’ geti orðið um það sammála. að verja ekki peningum í að lappa upp á ryðskemmdirnar. heldur verja peningunum til þess að láta smiða nýtt handrið, sem væri fallegra og þvi samboðið Tjarn- arbrúnni. Mætti vel láta sér detta í hug, því mikið atriði er að vel takist til, að sú stofnun borgarinnar sem málið heyrir undir myndi t.d. athuga möguleika á því að láta fram fara arkitekta-sam- keppni um gerð og útlit hins nýja brúarhandriðs. Pilurnar sýna sundurbrunnar handriðsfestingar brúarhandriðsins meðfram syðri gangstétt Tjarnarbrúarinnar. Tjarnarbrúin. — Brúarhandrið — að norðanveröu. Hugsanlegt er og að hægt verði að miða allan undirbúning verksins við það að hægt væri að tengja framkvæmdirnar í sam- bandi við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar fyrir borgina á næsta ári, svo hægt verði með hækkandi sól ársins 1981 að hefja smíði nýja handriðsins á Tjarnarbrúna. Rétt virðist af augljósum ör- yggisástæðum að láta setja upp viðvörunarskilti á brúna, því það er syðra brúarhandriðið sem er illa farið af ryðbruna og ástæða til að treysta því ekki um of. — Þessi handriðsfesting, sem stærri myndin er af, er ein af nokkrum á syðra handriðinu, sem ryðið hefur nú brennt alveg í sundur. Sv.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.