Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980
29
Lærið vélrituril
Ný námskeíö hefjast þriöjudaginn 9. sept.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima-
vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl.
• Indverjar kaupa
eitt nýjasta
skip Eyjaflotans
Oddur Sigurðsson skrifar:
„Þegar þessi grein er lesin
sést að skipið er selt á 900
milljónir en innifaldar í verði eru
breytingar upp á nokkur hundruð
milljónir.
Innlend áhöfn á að sigla skipinu
til Indlands og vera um borð í eitt
ár. Kannski er það síðasta best.
• Vextir síðasta
árs voru 57 millj.
Eigendur skipsins eru tveir
harðduglegir Eyjamenn, sem allt-
af hafa sótt sjóinn fast, alltaf með
toppafla. Hafa ekki upplifað það
að vera skyldaðir til að sitja
heima viku og viku, en aldrei borið
meira úr býtum en að hafa frá
hendinni til munnsins. Þeir hafa
hvað eftir annað getað selt skipið,
en sjóðakerfið sleppir þeim ekki.
Vextir síðasta árs voru 57 millj. og
það er ekki á það hættandi að
afhenda skipið öðrum mönnum,
sem kannski standa ekki í skilum.
Gróðinn er svo mikill, að þó að
skattgreiðslur eftir gamla kerfinu
væru á núlli, þá eiga þeir að greiða
42 milljónir í skatta eftir nýju
lögunum.
• Hættuleg gryf ja
5253—4178 hafði samband
við Velvakanda og hafði þetta að
segja: — Mig langar til að koma
ábendingu til borgaryfirvalda. Ég
er kominn yfir sjötugt og hættur
öllu sem heitir vinna. Ég geng því
mikið og þar á meðal fer ég oft
niður að Iðnó Leikfélags Reykja-
víkur. Þar er stór gryfja, minnst
3—4 hellur vantar. Þetta getur
orðið borgaryfirvöldum dýrt ef
slys verður. Það er því ósk mín, að
þetta verði lagfært sem aílra
fyrst.
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í Kaliforníu í vor kom þessi
staða upp í skák þeirra Ermenk-
ovs, Búlgaríu, sem hafði hvítt og
átti leik, og Fedorowicz, Banda-
ríkjunum.
42. Rxf6! - Hxf6, 43. g4 (Nú
verður svarta drottningin að
sleppa valdinu af hróknum) De4,
44. Dxf6+ — Kh6 og svartur gafst
upp um leið.
• Eyjamenn áttu
fyrsta björg-
unarskipið
Það er ekkert nýtt að Eyja-
menn séu kjöldregnir. Fyrsta
björgunarskipið, sem kom til
landsins, keyptu þeir sjálfir, en
það varð vísir að landhelgisgæslu
og almennri vakningu fyrir björg-
unarstörfum. Þegar aflaskipið
Helgi fórst á Faxaskeri með áhöfn
og farþegum ásamt einum mesta
aflamanni íslenska flotans, sann-
aðist að eitthvað af fólkinu hafði
komist lifandi upp á skerið. Það
voru ekki til peningar í ríkiskass-
anum til að koma upp skýli á
skerinu, en þá notuðu Éyjamenn
sínar gömlu aðferðir. Þeir byggðu
skýlið sjálfir.
• Krati vitnar
Á sama tíma er talað um að
leggja Framkvæmdastofnun ríkis-
ins niður, en þó er verið að byggja
5 hæða glerhús fyir stofnunina, og
til þess að réttlæta framkvæmdir
er krati, Sighvatur Björgvinsson,
látinn vitna um að ekki hafi
peningar verið sóttir í ríkissjóð.
Stofnunin er búin að eiga pen-
ingana lengi og varð að nota þá
áður en þeir brunnu upp.
Mikið væri gaman, ef við iðn-
rekendur gætum gert þetta á
þennan hátt. Þá verður gaman að
lifa á íslandi."
HÖGNI HREKKVÍSI
& SlGtA V/öGA É \lLVZmi
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér
vináttu meö heimsóknum, höfóinglegum gjöf-
um og hlýjum kveðjum á afmæli minu 8.
ágúst sl.
Aðalheiður L. Jónsdóttir,
Bjargi, Borgarnesi.
Útsala
Kjólar frá 12.000.-. Nýtt og fjölbreytt úrval af
kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verö. Trimm-
gallar frá kr. 12.000.-. Dömupeysur frá kr. 2.000.-.
Urval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000.-
Jakkapeysur og vesti í úrvali.
Opiö frá 9—18. Fatasalan, Brautarholti 22,
inngangur frá Nóatúni.
Enska fyrir börn
Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU.
íslenzka er ekki töluö í tímum. LEIKIR — MYNDIR —
B/EKUR. Skemmtilegt nám.
MÍMIR, Brautarholt 4,
Sími 10004 og 11109 (kl. 2—7 e.h.).
jCIZZBOLLödCSKÓLi BÓPU
líkQffl/mkt J.S.B.
Dömur n
athugið
Nýtt 3ja vikna námskeið
hefst 8. sept.
★ Líkámsrækt og megrun tyrir dömur á öllum aldri.
★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku.
★ Morgun-, dag- og kvöldtímar.
★ Sérstakur matarkúr fyrir þær, sem eru í megrun.
★ Vaktavinnufólk athugió „lausu tímana" hjá okkur. r
■k Sturtur — sauna — tæki — Ijós. \
★ Muniö okkar vinsæla solaríum — hjá okkur skín sólin allan
daginn alla daga.
Upplýsingar í síma 83730 r
ATH. — ATH. i
Nýja sólin er í Ljósastofu JSB,
Bolholti 6, sími 36645. C
njpg nQ»8qQ0nnogzzor
Móa/ m WdtöWAí
WAMWtöUMV/m'j
Tvo vt'uvQRuV VóðdM 9j
'WLL A Vfá.GRtíkJ;
JþVO VÍL*
z'
7/ 0/ V
fvóvlömöWÚ'hOUQlK!
vm & vím fc yæf,
6VMVEóf\%miC&W