Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 11 Hafnarfjörður Til sðlu m.a.: Sléttahraun 2ja herb. falleg íb. í fjölbýlis- húsi. Bílskúr fylgir. Verö kr. 30 millj. Háakinn > 4ra herb. íb. á jaröhæö. Allt sér. Verö kr. 35—36 millj. Breiövangur 4ra—5 herb. íb. á 4. hæð í fjórbýlishúsi. Bílskúr. Sér þvottahús. Verö kr. 45 millj. Vitastígur 3ja herb. íb. á miðhæö í þríbýl- ishúsi. Verð kr. 30 millj. Hólabraut Fokhelt parhús á tveim hæöum um 170 ferm. Mikiö kjallara- pláss. Bílskúr. Gott útsýni. Verö kr. 39,5 millj. Árnl Gunnlaugsson, hrl. Austurgötu 10, HafnarfirÖi, simi 50764 82455 Laugateigur Vorum að fá í einkasölu hús við Laugateig. Húsið er 2 hssðir og kjallari ásamt bíl- skúr, 3 íbúöir í einu eða fleiru lagi. Ákveðið í sölu. Nánar tiltekið er um að rteða 4ra herb. skemmtilega rishæð með nýlegum innréttingum. Á aðalhæð hússins eru 2 stofur og 2 svefnherb., þessari hæð fylgir bílskúr, í kjallara er 2ja herb. íbúö. Fallegur garður. EIGNAVER SuOurlandsbraut 20, símar 82455 - 82330 Árnl Etnarsson lögfraBÓingur Ólafur Thoroddsen lögfraaötngur fullfrágengin, laus strax. Verö 33 millj. Maríubakki Rúmgóö 3ja herb. íbúö á 2. hæö, þvottahús og búr innaf eldhúsi, laus strax. Verö 34 millj. Hófgeröi Kóp. 3—4ra herb. efrihæö í tvíbýlis- húsi, sér inngangur, sér hiti, 50 ferm. bílskúr. Verö 36—37 millj. Flúðasel 110 ferm. rúmgóð 4ra herb. íbúð á 1. hæö, frágengið bíl- skýli, laus fljótlega. Verö 37— 38 millj. Krummahólar 2ja herb. íbúö á 2. hæö, laus fljólega. Verö 26 millj. Vogar Nýtt 170 ferm. einbýlishús á einni hæö, fullfrágengiö. Æskileg skipti á 4—5 herb. ibúð á Reykjavíkursvæðinu. Verð 50 millj. Kjalarnes 295 ferm. einbýlishús (fokhelt) á tveim hæðum, steyptur kjallari, timbur efrihæð, möguleg skipti á íbúð á Reykjvíkursvæöinu. Verö 39 millj. .LAUFÁS I GRENSÁSVEGI22-24 - ^^<UWERSHÚSINU3_HÆÐ)^^® Guómundur Reykjalin, viösk fr Pétur Pétursson þulur: Haraldur hárfagri og vísitalan Hagfræðingur BSRB, sá sem týndi visitölunni, en fór heim og safnaði skeggi, ætlar að fara að dæmi Haralds hárfagra og hvergi láta undan síga fyrr en hann hefir fundið vísitöluna og komizt með hana heill á húfi til byggða. Að vísu er ekki vel ljóst í höndum hvers vísitalan er. Sumir héldu að hún væri í höndum Geirs. A.m.k. var svo þegar hrópað var á samningana í gildi 1977. Nú vilja ýmsir halda því fram, að klæðskeri Ólafslaga hafi slitið vísitöluna úr höndum Geirs og saumað alþýðu samfesting án tölu á klaufinni. Þessvegna séu svona margir í launaspreng. Saga er sögð úr sölum Alþingis að þá er þeir sátu á þingi, Magnús Torfason og Pétur Öttesen, báðir þjóðkunnir, hafi Magnús eitt sinn spurt: Vitið þið hversvegna hann Pétur Ottesen er svona álútur, rétt eins og hann sé að leita að einhverju. Þeir er spurðir voru, svöruðu neitandi. Þá sagði Magn- ús: Hann týndi tíeyringi á fyrsta kjörtímabili sínu á þingi. Hann er alltaf að leita að honum. Síðan eru liðin 30 ár. Við skulum vona, að hagfræð- ingurinn finni vísitöluna og þurfi ekki að standa í 30 ára stríði. Framfærsluvísitalan er hjá Ragn- ari. En hann telur hana vera Rínargull og sig Fáfnisorm. Stjórnarforysta BSRB minnir að ýmsu leyti á grænlenzku einok- unarverzlunina. Sá háttur var hafður við útborgun launa til Grænlendinga, að veita hverjum starfsmanni munnsopa af ein- hverri brjóstbirtu um leið og launaumslagið var afhent. Græn- lendingar, sem eru miklir félags- hyggjumenn, vildu að sopinn nýtt- ist á hagkvæmastan hátt og bund- ust samtökum um að láta einn njóta, en allir nytu frelsis um afstöðu. Geymdu því munnsopann unz þeir voru komnir afsíðis, að þeir hófust handa að framkvæma ætlan sína. Danir skyldu því sízt er þeir þóttust verða þess varir, að einn í hópi starfsmanna var orð- inn góðglaður og lék á als oddi, en hinir brugðu ekki frá daglegri venju. Var því tekið það ráð að fylgjast með því að hver starfs- maður kyngdi án frekari tafar því sem valdstjórnin bauð við verka- lok og útborgun. Fylgdust þeir BSRB í grænlenzku einokuninni með því hvort Adamsepli hreyfð- ist samkvæmt Lefólísparagraffi og hótuðu að taka af hverjum þeim húðkeipinn er ekki hegðaði sér samkvæmt áætlun þeirra. Það varhugaverðasta við þessa þrjóskufullu afstöðu stjórnar BSRB er, að hún er í sjálfu sér yfirlýsing um að samtökin vilji alls ekki verkfallsrétt þann, sem þau á sínum tíma lögðu svo rika áherzlu á að öðlast. Til þess að hefna sín á almennum félags- mönnum er tóku ráðin af stjórn sinni og neituðu að gefa eftir umsamin 3%, í skiptum fyrir rýmkaðan verkfallsrétt, hefir for- ystan túlkað það sem almenna óbeit félagsmanna á verkföllum yfirleitt og vinnur nú að því með öllum tiltækum ráðum að magna ótta við notkun verkfallsréttar, ja; og meira að segja við neitun samnings, jafnvel þótt sáttatillaga kynni að bjóða betri kjör. Hér er leikinn háskalegur leikur með áunnin mannréttindi, og á auðvit- að eftir að koma forystumönnum sjálfum í koll, næst, þá er þeir vilja sjálfir blása í verkfallslúðra. Verum samhuga í að vísa ógnunum forystumanna á bug. Neitum að eiga aðild að samsæri þeirra um að skerða rétt félags- manna. Neitum að gera verkfalls- réttinn flokkspólitískan. Stéttar- vopn skal hann vera. Segjum nei. Pétur Pétursson þulur Málhildur Angantýsdóttir sjúkraliði: Samþykkjum samkomulagið Nú eru bráðum þrjú ár síðan sjúkraliðar hafa fengið tækifæri til þess að gera sérkjarasamning, en eins og allir sjúkraliðar vita, þá er sérkjarasamningur gerður eftir að aðalkjarasamningur hefur ver- ið samþykktur. Sjúkraliðar eru nú lægst launaði heilbrigðishópurinn. Tækifæri til þess að leiðrétta slíkt er í sérkjarasamningi þar sem tekist verður á um röðun í launa- flokka og ýmis önnur réttindamál sjúkraliða. Slík leiðrétting næst aldrei í gegnum aðalkjarasamn- ing. Samkomulag BSBR og ríkisins Tilefni þessara hugleiðinga um sérkjarasamning er að nú liggur fyrir samkomulag BSRB og ríkis- ins um aðalkjarasamning og ýmis önnur réttindamál. Eins og fyrri daginn þá hafa hlaupið til nokkrir vinstri öfgamenn, sem hafa það eitt markmið að ala á sundrungu í þjóðfélaginu og krefjast þess að samningurinn verði felldur. Þetta fólk tekur að öðru jöfnu engan þátt í baráttu fyrir bættum kjör- um opinberra starfsmanna. Að mínu viti er það mjög þýðingarmikið að samningur þessi verði samþykktur. Ekki bara vegna sérkjarasamninga. Ekki síður vegna þess, að í samkomu- laginu felast ýmis félagsleg rétt- indi, sem að öllum líkindum eru úr sögunni, ef við fellum samkomu- lagið. Meginatriði Óþarfi er að rekja meginatriði samkomulagsins nákvæmlega. Það hefur víða verið gert. Fyrstu 15 launaflokkarnir hækka um 14.000 kr. og auk þess verða ýmsar hreyfingar á starfsaldri okkur til hagsbóta og „vísitölugólf" hækkar neðstu launaflokkana umfram aðra. Földamörg önnur atriði nást fram, en í stuttri blaðagrein læt ég nægja að vísa í Ásgarð, sem nýlega er kominn út með öllum smáatriðum samningsins. Félagslegu atriðin Þess í stað ætla ég að drepa á þau helstu félagslegu atriði, sem í samkomulaginu felast og líklegt er að hyrfu, ef samkomulagið yrði fellt. Atvinnuleysistryggingar koma nú í fyrsta sinn til álita fyrir opinbera starfsmenn. Sannarlega tímabært. Þessi réttur er mjög mikilvæg trygging fyrir sjúkraliða og aðra, ekki síst ef áfram harðn- ar á dalnum í þjóðfélagi okkar. Hitt atriðið sem ég ætla að drepa á er lífeyrissjóðsmálefni. Þar er gert ráð fyrir miklum umbótum. 95 ára reglan er tekin upp aftur. Vaktaálag er tekið með í reikninginn þegar lífeyrir er reiknaður. Starfsmenn niður í 16 ára fá að greiða í lífeyrissjóðinn og fleira mætti nefna, en alls er talið að kjarabætur til lífeyris- þega í 8. lfl. nemi 15—16% verði þetta samkomulag að raunverul- eika. Ég skil ekki það fólk, sem berst á móti því að það geti orðið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir eru ekki eingöngu lánastofnanir. Við verðum að geta lifað af lífeyrin- um, þegar að því kemur. Viðhorf okkar til lífeyrisþega eru okkur ekki til sóma. Okkur hættir til þess að afskrifa fólk, þegar það er komið á eftirlaun. íslendingar hafa fram á þennan dag þurft að vinna fram á grafarbakkann og þeir, sem hafa t.d. þá skoðun að vilja hætta að vinna áður en heilsan er alveg búin, virðast vera skrítnir í þessu þjóðfélagi. Vinn- um að viðhorfsbreytingu í þessum efnum. Okkur væri sómi að slíku. Niðurlag Ég hef aðeins tíundað tvö fé- lagsleg atriði af níu. Varðandi hin atriðin vil ég vísa í Ásgarð. En ég ætla að ljúka þessari grein með því að ítreka það sem ég byrjaði á. Við sjúkraliðar þurfum að fá tækifæri til þess að gera sérkjarasamning. Ef við fellum þetta samkomulag, geta liðið margir mánuðir þar til það tæki- færi kemur aftur og þá fáum við e.t.v. aðalkjarasamning fastan til 2ja ára og félagslegu atriðin flest fokin út í veður og vind. Með kveðju. Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliði. Fimm ættliðir í beinan kvenlegg. — Þessi mynd var tekin fyrir nokkru af ættmóður þessa fimm ættliða kvenleggs. en það er Ásta María Einarsdóttir. fyrrum húsfreyja á Bjarnastöðum í ölfusi. nú búsett á Selfossi. Hún er nú áttræð. og er lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hennar er dóttir hennar, Helga Þórðardóttir húsmóðir á Selfossi, þá kemur Ásta Maria (yngri) Gunnarsdóttir, húsmóðir og hárskeri í Hveragerði. og dóttir hennar Helga Sveinsdóttir, einnig húsmóðir í Hveragerði, sem heldur á dóttur sinni — nú Ira mánaða gamalli. Ástu Mariu Guðbrandsdóttur. nöfnu ömmu sinnar og langa-lang-ommu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.