Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Gunnar lætur af for- mennsku á næsta ári GUNNAR Guðbjartsson. furmaður Stéttarsambands bamda lýsti því yfir í Ink aðalfundar Stéttarsam- handsins á Kirkjuba-jarklaustri, að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaidandi starfa scm formaður á aðalfundi sem haldinn verður að ári. Sagðist Gunnar hafa verið formað- ur Stéttarsambandsins í 18 ár og væru það jafn mörg ár og forveri hans í embætti formanns. Það væri því kominn tími til að nýir menn tækju við forystunni. Gunnar sagði, að á næsta ári yrðu kjörnir nýir fulltrúar til setu á aðalfundum Stéttarsambandsins og hann hefði því talið rétt að láta menn vita af þessari ákvörðun sinni, þann- ig að menn byggju sig undir að velja nýjan forustumann fyrir islenska bændastétt. Gunnar Guðbjartsson tók um síðustu áramót við starfi framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Fundur BSRB á Akureyri í gærkvöldi: Vildu ekki hlusta á Pétur A FUNDI BSRB í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri i gærkvöldi, þar sem framámenn i BSRB kynntu nýgert samkomulag bandalagsins og rikis- ins, gerðist það, að fundarmenn neituðu að leyfa að flutt yrði á fundinum ávarp Péturs Péturssonar þuls. Á fundinum voru um 200 manns. en við atkvæðagreiðslu viidu 17 að ávarp Péturs yrði flutt, en 42 voru því andvigir. — Flestir fund- armanna kusu því að taka ekki afstöðu í málinu. Pétur Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að „Áhugasamir félagar" hefðu á sínum tíma óskað þess að fá að ferðast um landið til að kynna afstöðu þeirra til hinna nýgerðu samninga. Hefði verið óskað eftir því að þeir fengju að ferðast á kostnað bandalagsins eins og þeir sem mæltu með því að samningarnir væru samþykktir. Ekki hefði verið orðið við þessum óskum. Því hefði hann tekið það til bragðs, að senda fundinum 10 mínútna langt erindi á segulbandsspólu, til að kynna afstöðu „Áhugasamra félaga", og hvers vegna þeir legðust gegn sam- þykkt samninganna. Hörður Ólafsson skólastjóri á Ak- ureyri, sem var fundarstjóri á fundin- um í gærkvöldi, sagði að ákveðið hefði verið að bera ósk Péturs undir fundinn, og þar hefði því verið hafnað „að hlusta á segulbönd". Viðræðunefnd ASÍ á fundi i dag VIÐRÆÐUNEFND Alþýðusam- bands fslands hefur verið boðuð saman tii fundar í dag og verður væntanlega á fundi hcnnar tekin ákvörðun um. hvena-r 13ja-manna- nefnd sambandsins kemur saman. Eins og frá var skýrt í Morgunblað- inu í gær, er búizt við að nefndin verði vart kóiluð saman. fyrr en niðurstöður liggja fyrir í allsherjar- atkva-ðagreiðslu Bandalags starfs- manna ríkis og ba>ja um kjarasamn- ing bandalagsins og fjármálaráð- hcrra. Talning mun eiga að fara fram 8. september og er þá gert ráð fyrir að fundur 43ja-manna-nefndar ASÍ verði 9. eða 10. september. í gær var haldinn fundur í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bands Islands og samráðsnefnd um kjarasamninga og voru viðræðuslit aðila þar hörmuð. Nánar segir frá þessu í fréttatilkynningu VSÍ, sem birt er í heild á bls. 19. Þórður Jasonarson látinn KÍNVERSKUR SKÁKMAÐUR í HEIMSÓKN UNGLINGASKÁKMÓT hófst á Kjarvalsstöðum í gær í tilefni heimsóknar kinversks skákmanns, Ye Itonguang að nafni. Hann er 16 ára og kemur beint frá heimsmeistaramóti ungiinga i Dort- mund, þar sem hann hlaut 5,5 vinninga. Aðrir keppendur á mótinu eru Árni Árnason. Jóhann Iljartarson. Elvar Guðmundsson, Jóhannes Gísli Jónsson og Björgvin Jónsson. f gær voru tefldar tvær umferðir og var staðan að þeim loknum sú, að Elvar og Jóhann eru efstir með 2 vinninga. Björvin er með IVíj, Jóhann xh og Árni og Ronguang töpuðu báðum sinum skákum. Það er Skáksamband íslands, sem gengst fyrir mótinu á Kjarvalsstöðum. Því lýkur á fimmtu- dag og heldur Ronguang þá til Akureyrar, en kemur aftur suður á mánudaginn og heimsækir þá Taflfélag Reykavíkur. Meðfylgjandi mynd tók Rax við upphaf fyrstu umferðar í gær, en þá átti Ronguang í höggi við Elvar Guðmundsson, sem vann skákina. Skattar á félög og fyrirtæki i Reykjavik: Greiða samtals rúma 18 milljarða króna Hækkunin 44.78% milli ára SKATTAÁLAGNINGU á félög og fyrirtæki i Reykjavik er nú lokið. eins og skýrt var frá í Morgunbiað- inu i gær. Að sögn Gests Steinþórs- sonar skattstjóra í Reykjavík er heildarálagningin í ár rúmlega 18 milljarðar króna. og nemur hækk- unin á milli ára 44,78%. Álagn- ingarseðlar hafa þcgar verið sendir út, og eiga nú að hafa borist öllum gjaldendum. Skiptinggjaldanna er sú, að tekju- skattur er 5.036.169.430 krónur, eða rösklega 5 milljarðar króna. Eigna- skattur er 1.951.876.542 krónur, kirkjugarðsgjald 117.797.007 krónur, slysatryggingagjald er 446.486.120 krónur, lífeyristryggingagjald 2.598.432.280, atvinnuleysistrygg- ingagjald 373.856.841 króna, launa- skattur 758.045.939 krónur, aðstöðu- gjald 5.269.025.000 krónur, iðnlána- og iðnaðarmálagjald 558.778.000 krónur og skattur af skrifstofu- og verslunarhúsnæði er alls 995.338.000 krónur. Sem fyrr segir er heildarhækkun gjalda á milli ára 44.78%, en á einstaka skatta og gjöld er hækkun- in þessi, milli áranna 1978 og 1979: Tekjuskattur: 37.35%, eignaskattur 43.76%, kirkjugarðsgjald 42.62%, slysatryggingagjald 47.17%, lífeyr- istryggingagjald 50.72%, atvinnu- leysistryggingagjald 32.45%, launa- skattur 51.33%, aðstöðugjald 47.31%, iðnlána- og iðnaðarmála- gjald 48.30% og skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hækkar um 70.22% á milli ára. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra: Verðum fyrst að ákveða hvað við viljum og ætlum - áður en hægt er að ganga til viðræðna við stjórnvöld í Luxemborg LÁTINN er i Reykjavik. Þórður Jasonarson byggingatæknifræðing- ur. 73ja ára að aldri. Þórður var fæddur í Vorsabæ í Gaulverjabæjar- hreppi árið 1907. sonur hjónanna Jasonar Steinþórssonar og Ilelgu Ivarsdóttur. Þórður rak um árabil byggingastarfsemi í Reykjavfk og rak einnig teiknistofu. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1934 í húsasmíði, og stundaði síðan tæknifræðinám í hús- byggingartækni í Stokkhólmi árin 1935 til 1940. Þórður gegndi margvís- legum trúnaðarstörfum um ævina, meðal annars var hann í stjórn Iðnfræðingafélags íslands og for- maður sóknarnefndar Háteigssafn- aðar í sjö ár. Eiginkona Þórðar er Jónína Þórð- ardóttir frá Votmúla í Sandvíkur- hreppi, og lifir hún mann sinn. Þórður Jasonarson. „ÞESSI mál eru f jarri því að vera einföld. í fyrsta lagi verður að kanna, hvort einhver vilji er til þess að halda Atlantshafsflugi áfram. Ef menn gefa það upp á bátinn, þá verður að skoða, hvernig flugi skuli skipað í okkar eigin þágu, bæði til Amer- iku og Evrópu. Þetta er grund- vallarspurning. sem menn verða að taka afstöðu til áður en iengra er haldið,“ sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráð- herra í samtali við Mbl. f gær- kvöldi. Við höfum nú látið í ljós vilja til frekari viðræðna við stjórnvöld í Luxemburg miðað við þá stöðu, sem nú er. En slíkar viðræður geta auðvitað ekki hafizt fyrr en við höfum sjálfir gert það upp við okkur, hvað við viljum og ætlum í málinu." Ráðherralaun hækkuðu um 153 til 162 þúsund kr. VERÐBÓT AVÍSIT ALA hækfc aði kaupgjald nú um mánaða- mótin um 8,57%. Vegna verð- hótavísitölunnar hækka laun ráðherra um 153.856 krónur á mánuði og laun forsætisráð- herra ha’kka um 162.524 krón- ur á mánuði. Lægstu verka- mannalaun hækka af sömu ástæðu um 23.568 krónur og er þá miðað við samræmdan launaskala. Þingfararkaup al- þingismanna ha'kkar um 70.063 krónur. Laun forsætisráðherra verða nú eftir þessa breytingu að þingfararkaupi meðtöldu 2.058.960 krónur á mánuði og mánaðarlaun annarra ráðherra verða 1.949.142 krónur. Hefði 20% hækkun þingfararkaupsins, sem taka átti gildi hinn 1. júlí náð fram að ganga, hefðu laun forsætisráðherra þá orðið 984 krónum hærri en þau eru nú eftir 1. september. Hins vegar vantar aðra ráðherra enn 9.652 krónur á mánuði til þess að júlílaununum, sem komu ekki til framkvæmda, sé náð. Þingfararkaup, laun alþing- ismanna, sem ráðherrar njóta og innifaliðer í áðurnefndum tölum um ráðherralaun, hækkar nú um 70.063 krónur og verður 887.604 krónur á mánuði. Til þess að áðurnefndum júlílaunum, sem frestað var, sé náð vantar þing- menn enn 93.445 krónur á mán- uði. Ef hins vegar júlíhækkunin hefði náð fram að ganga, hefðu laun forsætisráðherra nú hækk- að um 176.537 krónur á mánuði, laun annarra ráðherra um 167.869 krónur og þingfarar- kaupið um 84.076 krónur. „Það er spurning, hvort einhver möguleiki er á því að reka Atl- antshafsflug í dag. Ég hygg, að vonlaust sé, eins og nú háttar, að reka slíkt flug með hagnaði og þá er spurning, hvort menn vilja taka á sig eitthvert tap í von um betri tíma síðar,” sagði Steingrímur. „Innanlandsflugið er það, sem við getum alls ekki án verið og við verðum að leggja áherzlu á það að tefla því ekki í fjárhagslega tví- sýnu með áhættu í Atlantshafs- flugi.“ Mbl. spurði Steingrím um fyrri viðræður hans við stjórnvöld í Luxemburg og fyrirhugaðar fram- haldsviðræður. „í viðræðum mín- um við stjórnvöld í Luxemburg í vor var lagður viss grundvöllur að áframhaldandi Atlantshafsflugi á nýjum forsendum. Þessar nýju forsendur brugðust svo, þegar viðræður Flugleiða og Luxair strönduðu á því, að Luxair hafnaði nýjum samstarfsgrundvelli. Gömul og gróin vinátta — athugasemd frá Franziscu Gunnarsdóttur SUNNUDAGINN 31. ágúst ritar Jóhanna Kristjónsdóttir grein um Skriðuklaustur í Fljótsdal. Þar kemur fyrir eftirfarandi setning: „Húsið teiknaði Höger, arkitekt Hitlers sáluga, sem gerði sumar- hús hans hið fræga, Arnarhreiðr- ið, en sem margir hafa heyrt nefnt.“ Af þessu tilefni gefnu vil ég taka fram, að vinátta afa míns, Gunn- ars Gunnarssonar, skálds, við Höger arkitekt var þegar gömul og gróin fyrir tíma nokkurs nazisma. Franzisca Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.