Morgunblaðið - 03.09.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA'GUR 3. SEPTEMBER 1980
Nýtt tímarit frjálshyggjumanna væntanlegt:
„Heitum á hið
frjálsa atvinnulíP'
„ÞAÐ er óþolandi, að róttækl-
ingar hafa næstum því einok-
að umræður um þjóðmál hér á
landi undanfarin ár,“ sagði
Hannes H. Gissurarson í við-
tali við Morjíunblaðið. en
hann verður ritstjóri nýs tím-
arits, sem Félag frjálshyKgju-
manna er að hefja útgáfu á.
„Hið frjálsa atvinnulíf þarf
að glíma við fjandsamlegt
viðhorf þeirra, sem miðla
hugmyndum. Þessu verður að
breyta. Með tímariti er eitt
skrefið stigið í þá áttina.
Reyndar hnigu fleiri rök að
þeirri ákvörðun okkar að
hefja útgáfu tímarits. Við
eigum fyrirlestra á málþing-
um okkar. sem við viljum
gjarnan, að birtist einhvers
staðar og varðveitist. og
skrifa þarf um og kynna
íslenzkar bækur og útlend rit
um frjálshyggju.“
Hver verður stefna hins
nýja tímarits? „Hana má taka
saman í nokkrum orðum: fullt
atvinnufrelsi, stuðningur við
andófsmennina í alræðisríkj-
unum, frjáls og lýðræðisleg
verkalýðsfélög og samvinnu-
félög og öflugar landvarnir.
Við munum einnig reyna að
hrekja ýmsar lífseigar goð-
sagnir fræðilega í tímaritinu,
til dæmis tröllasögur róttækl-
inga um hættuna af stóriðju
og þá söguskoðun þeirra, að
kreppan mikla á fjórða ára-
tugnum hafi verið einkafram-
takinu að kenna, en raunin var
sú, að hún var of miklum
ríkisafskiptum og mistökum í
stjórn peningamála að kenna.
Við verðum líka að kynna
heimspekilegan bakgrunn
frjálshyggjunnar og benda á
hagnýtar úrlausnir á vanda-
málum íslendinga í anda
frjálshyggju," sagði Hannes.
Hverjir standa að þessu
tímariti? „Félag frjálshyggju-
manna gefur það út,“ svaraði
Hannes, „en Friedrich A.
Hayek, nóbelsverðlaunahafi í
hagfræði sem kom hingað til
lands í boði félagsins í apríl sl.,
var svo vinsamlegur að verða
ráðgjafi þess eða „advisory
editor". Fimm menn hafa tekið
að sér að vera í ritnefnd, þefr
Jónas Haralz bankastjóri,
Ólafur Björnsson prófessor,
Matthías Johannessen skáld,
Sigurður Líndal prófessor og
dr. Þorsteinn Sæmundsson
stj arneðlisf ræðingur.“
Hannes hélt áfram: „í fyrsta
heftinu verður aðalefnið fyrir-
lestur Hayeks á málþinginu
okkar, en hann hét „Miðju-
moðið". Annað heftið verður
helgað gagnrýni á tveimur
kennslubókum í framhalds-
skólunum, Samfélaginu eftir
Joachim Israel og Samfélags-
fræði eftir Gísla Pálsson. Við
væntum þess, að kennarar taki
heftið til lestrar, þar sem
þessar bækur eru kenndar, en
þær eru vægast sagt hlutdræg-
ar. Þessi tvö hefti koma út í
lok september og byrjun
október. í þriðja heftinu, sem
kemur út í desember, verður
kenning hins unga frjáls-
hyggjuhugsuðar Roberts Noz-
icks kynnt og einnig birtur
fyrirlestur Ólafs Björnssonar
prófessor á málþingi hjá okkur
um Ludwig von Mises. Tíma-
ritið á að koma út þrisvar á
ári.“
Að lokum sagði Hannes:
„Forsenda fyrir því, að við
Hannes H. Gissurarson ritstjóri
hins nýja tímarits.
getum haldið úti tímariti, er,
að hið frjálsa atvinnulíf og
þeir, sem fylgjandi eru ein-
staklingsfrelsi og atvinnu-
frelsi, leggi hönd á plóginn.
Við heitum á hið frjálsa at-
vinnulíf til samvinnu. Að því
hefur verið sorfið í skjóli
rangra hugmynda síðustu árin
og raunar áratugina. Það er
kominn tími til að breyta vörn
í sókn, leiðrétta þessar röngu
hugmyndir, hefja baráttu fyrir
hugsjónum séreignar, einka-
framtaks og samkeppni."
_____________23_
Texti
brenglaðist
í FRÉTTAOPNU af aðalfundi
Stéttarsambands bænda, sem birt
var í Morgunblaðinu í gær, brengl-
aðist texti undir tveimur mynd-
um. Hlutaðeigendur eru beðnir
afsökunar á þessum tæknilegu
mistökum.
Fréttir í
stuttu máli
Handtökur í
Afganistan
Nýju-Dchli, 1. september. AP.
AFGANSKAR hersveitir kló-
festu um helgina þrjá af leið-
togum uppreisnarmanna í
Kunduz-héraði við landamæri
Sovétríkjanna, að sögn opin-
beru útvarpsstöðvarinnar í
Kabul, sem sagði að „þessir
útlendu leiguliðar hefðu hrellt
íbúa héraðsins upp á síðkast-
ið“. Sagði útvarpið, að lagt
hefði verið hald á vopnabirgðir
og nafnalista yfir félaga í
„undirróðurshreyfingum".
Engin lausn í sjónmáli
Los Anxeles. 1. september. AP.
ENGIN lausn er í sjónmáli í
verkfalli bandarískra kvik-
myndaleikara, en verkfallið
hefur nú staðið í 45 daga.
Vinnuveitendur höfnuðu síð-
asta tilboði leikaranna, og hafa
viðræður gengið „upp og niður“
að undanförnu.
+
Þökkum innllega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar,
tengdafööur og afa,
MAGNUSAR PALSSONAR,
Smyrlahrauni 1,
Hafnarfiröi.
Bryndís Magnúsdóttir,
Snorri Magnússon, Elfaabat Jónsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir, Sigurjón Eiðsson,
og barnabörn.
M€DHNfl
t
Við þökkum öllum sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföö-
ur og afa,
MAGNUSAR ARNFINNSSONAR,
Ljósheimum 22,
Raykjavík.
Guórún Laxdal Jóhannesdóttir,
Ingvi Magnússon, Herdfs Berndssen,
Jóhanna Saamundsdóttir, Árni Guðmundsson,
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför móöur, tengdamóöur, ömmu okkar og
systur,
RANNVEIGAR KJARAN,
Mávahlíð 44.
Kristfn Bremner, W.G. Bremner,
Björn Kjaran, Sigrföur Kjaran,
Anna Ingvarsdóttir, Raymond Steinsson,
Snorri Páll Kjaran, Ingunn Jónsdóttir,
barnabörn,
Kristfn Björnsdóttir.
+
Þökkum af alhup vináttu og samúö viö fráfall
ASLAUGARGUNNLAUGSDOTTUR
fré Skarði.
Ennfremur viijum viö þakka þeim er heiöruöu hana á áttræöisaf-
mæli hennar þann 2. ágúst sl.
Alexía Margrát Gunnarsdóttir. Friðrik Sigfússon,
Vaigerður Kristín Gunnarsdóttir, Kristinn Kristjánsson,
Svava Gunnarsdóttir, Björn Kristjánsson,
Jóhannes Magnús Gunnarsson, Guörún Sigurjónsdóttir,
og barnabörn.
MEDINA raðskáparnir eru nýjasta
framleiðsla okkar. Glæsilegir
raðskápar sem við erum stoltir af.
Það verður þú líka eftir að hafa
eignast MEDINA.
MEDINA fæst með hinum hag-
stæðu greiðslukjörum okkar.
KRisrjnn
SIGGEIRSSOn HE
LAUGAVEG113,
SMIÐJUSTlG 6. SÍMI 25870
Útsölustaðir:
Reykjavík: Hallarmuli sf.. Jón Loftsson hf 0 Akureyri: Augsýn hf.. örkin hans Nóa
• Akranes: Verslunin Bjarg hf • Blonduós: Trésmiöjan Fróói hf • Borgarnes
Verslunin Stjarnan • Bolungarvík Verslunin Virkinn • Hafnarfjörður: Nýform •
Husavík Hlynur sf # Keflavík: Duus # Kópavogur: Skeifa hf • Neskaupstaöur:
Húsgagnaverslun Höskuldar Stefánssonar • Ólafsfjöróur: Verslunin Valberg hf. •
ólafsvík: Verslunin Kassinn • Sauðárkrókur: Húsgagnaverslun Sauóárkróks®
Selfoss: Kjörhúsgogn • Siglufjörður Bólsturgeróin • Vestmannaeyjar:
Húsgagnaverslun Marínós Guómundssonar • Patreksfjöröur: Húsgagnaverslun
Patreksfjaróar • Stykkishólmur: J.L. húsið • Hornafjöröur: Húsgagnaverslun
J SG •
rEg óska eftir að fá sent MEDINA litmyndablaðiö
| Nafn:_________________________________________________________
| Heimili:_______________________________________________________
. Staöur:_______________________________________________________
| Sendist til: Kristján Siggeirsson h.f.Laugavegi 13.101 Reykjavík