Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JtUrgunblabib Síminn á afgreiöslunni er 83033 ^ JWergunblaliiíi MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Ríkisstjórnin hefur ekki rætt aðild að nýju flugfélagi >I»AÐ hefur ekkert verið rætt í rikisstjórninni, hvort ok þá hvern- ÍK ríkiö ætti að koma inn i nýtt fluKÍélaK. SaniKönKuráðuneytinu hefur þar af leiöandi ekki verið falið neitt í þeim efnum ok ók veit ekki annað cn að það sama KÍIdi um félaKsmálaráðuneytið.“ saKði SteinKrímur Hermannsson sam- KönKuráðherra, er Mhl. spurði hann i Kærkvöldi um þær áþreif- inKar um fluKfélaKsstofnun, sem Arnmundur Rachman, aðstoðar- maður Svavars Gestssonar félaKs- málaráðherra, var með á fundum með fuiltrúum stéttarfélaKa starfs- fólks FluKleiða í fyrradaK- „Hitt get ég sagt, að við mig hafa ýmsir starfsmenn nefnt áhuga sinn á að skoða möguleikann á stofnun nýs flugfélags um Atlantshafsflug- ið,“ sagði Steingrímur. „Þessi áhugi er út af fyrir sig góðra gjalda verður. En ég' tel, að frumskylda stjórnvalda í þessum málum sé að sjá til þess að innanlandsfluginu og nauðsynlegasta sambandi við um- heiminn sé ekki stefnt í tvísýnu vegna áhættu í Atlantshafsflugi." Á síldveiðum 200 metra frá Eyjum SÍLDVEIÐAR í reknet máttu hefj- ast 25. ágúst, en hins veKar hefur lítið fengi/t fram til þessa. Fyrir Norðurlandi hafa margir fenKÍð góðan afla í laKnet ok í Kær fékk OfeÍKur III um 90 tunnur í lagnet við Vestmannaeyjar. Aflinn fékkst á Stakkabót og Urðunum inn undir innsiglingunni, aðeins 2—300 metra frá landi þar sem styzt var. Þeir á Ófeigi III fóru út um fimmleytið í fyrrinótt til að draga netin og voru komnir inn með aflann fyrir klukkan 10 í gærmorg- un. í gær lögðu Árni í Görðum og Dala-Rafn einnig á þessum slóðum og vona menn að síldin, sem þótti sérlega falleg, gefi sig áfram til við Flugumsjónar- deildirnar undir einn hatt FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að flytja þrjár flugumsjónardeildir Flugleiða undir einn hatt i aðal- hyKKÍngunni á Reykjavikurflug- velli, en flugumsjónardeildirnar sjá um ýmiskonar skipulag á flugþjónustunni. Ein deildin starfar nú á Kefla- víkurflugvelli, ein sér um innan- landsflugið á Reykjavíkurflugvelli og ein er í aðalbyggingu Flugleiða. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða verður þessi starfsemi færð á einn stað tii hagræðingar í aðalbygging- unni á Reykjavíkurflugvelli þar sem slíkt sé auðvelt með nútíma tækni. Eyjarnar, aðeins 10 mínútna sigl- . . „„ . ,, , Ljósm. Mbl. SÍKurKeir. ingu frá bryggjunni. A síldveiðum við bæjardyr Vestmannaeyja milli Bjarnareyjar og nyju austurfjörunnar. 9 söluskriístofur lagðar niður i Evrópu og Bandaríkjunum: Lokað Milanó í Chicagó, Miami, Vín , Brtissel og Hamborg FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að loka þremur söluskrifstofum sinum f Bandaríkjunum á næstunni og verður þá aðeins opin sölu- skrifstofa áfram i New York. Starfsmenn Flugleiða í Banda- ríkjunum eru 144 um þessar mund- ir, en þeim fækkar við þessa hreytingu niður í tæplega 30 manns, sem verða á skrifstofunni í New York. Lokað verður skrifstof- unum i Cicago. Washington og Miami. Þá hefur einnig verið ákveðið að loka söluskrifstofum FluKÍeiða i Hamborg, Dússeldorf, Vínarborg. Zurich. Milanó ok Brússel. Þessar upplýsinKar komu fram í samtali við SÍKurð IlelKason sem tekið var i Kær ok birtist á miðsíðum blaðsins i dag. I viðtalinu við Sigurð segir hann m.a. að mjög náið verði fylgst með allri þróun í flugi á Norður- Atlantshafsflugleiðinni með það í huga að byggja starfið upp aftur, þótt það verði fært í algjört lág- mark nú. Þá vekur Sigurður athygli á því að öll þróun í þessum efnum hafi verið Flugleiðum í óhag og að miðaverð á Norður-Atlantshafsleið- inni þyrfti að hækka um 15—20% til þess að jöfnuður næðist. Þá kemur fram í viðtalinu að allt flug til Luxemborgar verði lagt niður að óbreyttu ástandi þann 1. nóv. n.k. Flugleiðir hafa nú samið við Air India um leigu á einni DC-8 þotu með flugmönnum og flugvélstjórum og svipaður samningur hefur verið gerður við aðila í Senegal, en sá samningur hefur ekki verið stað- festur ennþá. Varðandi sölu á tveimur eldri Boeing-þotum, hafa væntanlegir kaupendur frá Júgó- slavíu fengið nokkurn frest til þess að taka ákvörðun í málinu. í viðtalinu er Sigurður spurður að því hvort ágreiningur hafi verið um stefnumörkun Flugleiða að undan- förnu og kveður hann algjöra sam- stöðu vera hjá yfirstjórn fyrirtækis- ins í þeim efnum. Sjá viðtal við SÍKurð IIvÍKason á miðsíðum blaðsins: „É* vil ekki já- menn í krinKUm möí...“ Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson forstjóri SH: Tap frystiiðnaðarins um 15 milljarðar á ári í FLESTUM þeim frystihúsum. sem hættu starfsemi á tímabili í sumar vegna mikilla birgða og rekstrarerfiðleika, er starfsemi nú hafin á ný. Frystihúsin í Vestmannaeyjum og nokkur húsanna á Suðurnesjum eru þó ekki komin i fullan rekstur enn þá. Að sögn Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, er þó langt í frá að rekstrargrund- Keflavíkurflugvöllur: Hundrað þúsund færri farþegar en í fyrra ERLENDIR flugfarþegar sem viðdvöl hafa átt á Keflavíkur- flugvelli, það sem af er þessu ári, eru helmingi færri en á sama tima í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins 1979 var fjöldi viðkomu- farþega (transit-farþegar) rétt rúmlega 200 þúsund, en fyrstu sex mánuði þessa árs var fjöldinn rétt tæplega 100 þúsund manns. Ástæða þessa er einkum sam- drátturinn í Atlantshafsflugi Flugleiða, en einnig hefur umferð erlendra flugvéla dregist stórlega saman. Sem dæmi má nefna, að í júlímánuði 1980 lentu flugvélar Flugleiða á Atlantshafsflugleið- inni 90 sinnum á Keflavíkurflug- velli, en 152 sinnum í sama mánuði árið áður. Aðrar flugvélar, það er flugvélar erlendra flugfé- laga sem hér áttu viðdvöl, voru 73 í júlí 1979 en 48 í sama mánuði í ár. Tekjur þeirra aðila, sem einkum hafa haft viðskipti við þessa farþega, hafa stórlega dregist saman, svo sem gefur að skilja. Sem dæmi má nefna, að sala íslensks markaðar á Keflavíkur- flugvelli nam um 830 milljónum króna í fyrra og tekjur ríkissjóðs af lendingargjöldum námu um 500 milljónum króna. Að sögn Jóns Sigurðssonar hjá íslenskum markaði eru það einkum hin háu lendingargjöld hátt eldsneytisverð og flugvallarskattur, sem gerir það óhagkvæmt fyrir erlend flug- félög að hafa hér viðdvöl. Raun- hæf stefna stjórnvalda ætti að vera sú, að lækka þessi gjöld í þeim tilgangi, að laða hingað fleiri erlendar flugvélar og skapa þann- ig auknar gjaldeyristekjur af far- þegunum. völlur frystihúsanna sé viðun- andi. — Frystihúsin voru rekin með 4% tapi fyrir kauphækkunina um mánaðamótin og hún þýðir 3% útgjaldaaukningu á ári, sagði Eyjólfur. — í viðbót við þessi 7% teljum við, að vaxtaiið- urinn kosti um 3% þannig að ég tel algengt, að frystihús sé rekið með 10% tapi á ársgrundvelli. í krónum talið er tap frystiiðnað- arins um 15 milljarðar á ári og svo vill gleymast að veruleg útborgun hefur verið úr Verð- jöfnunarsjóði í ár eða sem nem- ur um 4 milljörðum króna yfir árið, en reyndar er spurning hvort hann endist meira en þetta verðtímabil. — Fiskverðið gildir til næstu mánaðamóta og hvað þá gerist er ekki vitað, en eins og staðan er í dag er óhætt að segja, að hún sé vægast sagt erfið. Tölurn- ar um tapið eru óhugnanlegar og þetta endar með því að ekkert dugar annað en gengisfelling, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.