Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 73. og 76. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978, á Nýbýlavegi 98 — hluta —, talinni eign Sigþórs Hermannssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 10. sept- ember 1980 kl. 14:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107. og 111. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979 og 5. tölublaöi 1980, á Álfhólsvegi 41 — hluta —, þinglýstri eign Sæmundar Eiríkssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. september 1980 kl. 14:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Lundarbrekku 6 — hluta —, þinglýstri eign Þorvaldar Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. sept- ember 1980 kl. 16:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 7. tölublaöi Lögbirt- ingablaösins 1979, á Engihjalla 3 — hluta —, talinni eign Gísla Þóröarsonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. september 1980 kl. 13:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Engihjalla 5 — hluta —, talinni eign Magnúsar P. Sigurössonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 10. sept- ember 1980 kl. 12:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 4, þinglýstri eign Sveins Rögnvaldssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 10. sept- ember I980 kl. 11:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Holtagerði 11, þing- lýstri eign Samúels Hreinssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. september 1980 kl. 10:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Vallhólma 12, þing- lýstri eign Sveinbjörns Guöjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. september 1980 kl. 16:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Hafnarbraut 6, þing- lýstri eign Victors hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. september 1980 kl. 15:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Holocaust fjallar að mestu um örlög tveggja fjölskyldna, gyðingafjölskyldu og nazistafjölskyldu, á stríðsárunum í Þýskalandi. Hér er höfuð gyðingaf jölskyldunnar. Josef Weiss ásamt konu sinni, Bertu, við hrúðkaup sonar þeirra, meðan allt lék i lyndi. BANDARISKI myndaflokkurinn HOLOCAUST (Helförin), sem hefur göngu sína í íslenska sjónvarpinu í kvöld, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þættirnir lýsa mesta glæp sögunnar er nazistar myrtu 6 milljónir gyðinga í síöari heimsstyrjöldinni. Bandaríski rithöfundurinn Gerald Green hefur samiö bók um þennan atburö og samdi hann einnig kvik- myndahandritiö. Efnisþráöurinn er byggður á sögulegum staöreyndum en aöalpersónurnar urðu til í huga Greens. „Hvorki myndaflokkurinn né bók- in lýsa aö fullu hinu mikla grimmd- arverki nazista," segir Green. „Þess vegna ákvaö ég aö búa til gyö- ingafjölskyldu og aöra þýska fjöl- skyldu sem báöar upplifa hörmung- ar stríösins en á mjög mismunandi vegu." Höfuö gyöingafjölskyldunnar, Josef Weiss, er læknir fæddur í Póllandi. Skömmu eftir „kristals- nóttina" áriö 1938 er hann sendur í útlegö til Póllands. Sonur hans, Karl, nýgiftur ungur maöur, er sendur í fangabúöir í Buchenwald. Anna, dóttirin, er aöeins táningur er þetta á sér staö. Hún verður fyrir miklu aðkasti, m.a. er henni nauög- aö, og veröur hún loks undarleg í háttum. Nazistar taka hana í sína umsjá og segjast hafa komið henni fyrir á geösjúkrahúsi. Kona Josefs er send til Póllands til manns síns. Hún tekur þaö afskaplega nærri sér þar sem hún er mikill fjööurlandsvinur. Aðeins Rudy, yngsti sonurinn, gefst ekki upp. Hann ftýr til Tékkóslóvakíu þar sem hann hittir unga stúlku af gyöingaættum. Þau taka virkan þátt í andspyrnustarfi gyöinga. Áhersla lögö á and- spyrnustarf gyðinga Mikill örlagavaldur í hörmunga- sögu Weiss-fjölskyldunnar er SS-foringinn Erik Dorf og fjölskylda hans. Dorf er metnaöargjarn ungur lögfræöingur. Hann gengur í raðir SS-sveitanna fyrir áeggjan konu sinnar sem ekki er síöur metnaö- argjörn. Dorf kemst fljótt til mikilla metoröa innan SS-sveitanna og í gegnum hann kynnast sjónvarps- áhorfendur þeim sem skipulögöu morö þriðja ríkisins, Himmler, Eich- mann, Kaltenbrunner og Hoess. Dorf-fjölskyldan og Gyöingafjöl- skyldan eru samofnar á nokkuö óvenjulegan og kaldhæönislegan hátt. Erik Dorf var einn sjúklinga Josefs Weiss sem meðhöndlaði hann af sömu alúð og aöra sjúkl- inga sína. Stuttu eftir að Dorf gengur í raöir SS-manna ráöleggur hann Weiss aö flýja frá Þýskalandi meö fjölskyldu sína. Ekkert veröur úr því og Dorf á síðar þátt í aö myröa meginhluta Weiss-fjölskyld- unnar og 6 milljónir annarra gyö- inga. Þættirnir ná yfir tímabiliö frá árinu 1935 til ársins 1945 er bandamenn komu til Auschwitz. „Viö lögöum mlkla áherslu á aö sýna andspyrnustarf gyöinga á þessum árum," segir Gerald Green. „Uppreisnin í gyöingahverfunum í Varsjá kemur þar mikiö við sögu og einnig lítt þekktir atburöir eins og skipulagöar sveitir andspyrnu- manna í Rússlandi og uppreisn fanganna í Sobibor-fangabúöunum. Viö vonum aö með þessu getum við ekki aöeins heiöraö minningu þeirra sem létu lífiö í þessum hörmungum, heldur einnig þá hugrökku gyöinga sem liföu af ofsóknirnar," segir Green. Ungir ok gamlir fjölmenntu í Sundahöfn í Reykjavík um helgina en þar gat aö líta franskan kafbát, Le Morse. Fóru margir um borð og myndaðist löng biðröð þegar mest var, enda ekki á hverjum degi sem slíkt skip rekst inn á íslenskar hafnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.