Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 TASS gagn- rýnir fregnir um „frelsun“ Moskvu. Wa.shington, lirighton, 2. septemher, AP. SOVEZKA fréttastofan TASS gagn- rýndi i das harðloKa vestrænar huKmyndir um að „freisun* biði Pólverja. Verkföllin hafa orðið til- efni vestrænna vanKaveltna um að Sovétrikin kynnu að gripa i taum- ana, en formælandi sovézka utan- ríkisráðuneytisins hefur lýst því yfir að verkföllin væru innanrik- ismál Pólverja einna. í fréttum í dag varaði TASS jafnframt Pólverja við því, að „ígrunda þyrfti ekki aðeins efna- hagslegar afleiðingar verkfallanna, heldur einnig allar aðrar afleiðingar þeirra" að afstöðnum verkföllunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag, að i vikunni væri von á pólskum bankamönnum og viðskiptafulltrúum til Washington til viðræðna um 675 milljón dollara lán til matarkaupa í Bandarikjunum á næsta ári. Formælandi ráðuneytis- ins sagði, að komið hefði beiðni um þessar viðræður í júní, löngu áður en til ókyrrðar dró í Póllandi. Lánið sem um væri sótt, væri af sama toga og fyrirgreiðsla sem veitt var Pól- verjum fyrir ári. Allt bendir til þess, að fulltrúar brezka alþýðusambandsins (TUC) fari í heimsókn til Póllands síðar á árinu, eins og fyrirhugað hefur verið um hríð, þar sem Ijóst er að mikill meirihluti fulltrúa á þingi sam- bandsins muni greiða atkvæði gegn tillögu um að hætt verði við förina. Mörg verkalýðsfélög höfðu lagt fram tillögu á þinginu um að hætt verði við förina í ljósi síðustu viðburða í Póllandi, en OII hafa dregið hana til baka, utan eitt. Samningaviðræður að tjaldabaki á þinginu benda til þess að tillagan um að hætt verði við förina verði kolfelld, ef hún hefur þá ekki verið dregin til baka þegar aö atkvæðagreiðslu kemur. \ Þetta gerðist < 1977 — Zulfíkar Ali Bhutto, fv. forsætisráðherra Pakistans, handtekinn fyrir samsæri um að myrða pólitískan andstaeðing 1974. 1965 — Borgarastríð brýzt út í Dóminikanska lýðveldinu. 1962 — Stjórnin í Katanga samþykkir áaetlun U-Thant um sameiningu Kongó. 1945 — Singapore fer aftur undir stjórn Breta eftir hernám Japana. 1943 — Innrás Bandamanna í Ítalíu hefst. 1939 — Bretar og Frakkar segja Þjóðverjum stríð á hendur. 1925 — Bandaríska loftarið „Shenandoah" brotnar í spón í Cardwell, Ohio. 1923 — Bandaríkin viðurkenna stjórn Mexíkó. 1916 — Fyrsta Zeppelin-loft- skipið ferst á Englandi. 1913 Kínverskir byltingar- menn undir forystu Yuan-Shih- Kai taka borgina Nanking. 1879 — Afghanskir hermenn myrða brezka sendiráðsmenn. 1789 — Parísar-sáttmáli Bret- lands, Frakklands, Spánar og Bandaríkjanna undirritaður og frelsisstríði lýkur. 1759 — Brottvísun kaþólskra Jesúíta hefst í Portúgal. 1651 — Orrustan við Worcester (sigur Cromwellsinna á kon- ungssinnum). 1650 — Orrustan við Dunbar (sigur Englendinga á Skotum.) 1603 — Hinrik IV af Frakklandi leyfir Jesúítum að koma aftur til 3. september. Frakklands þrátt fyrir andstöðu. 1591 — Kristján II af Saxlandi, 8 ára, tekur við völdum við lát föður síns, Kristjáns I. 1497 — Manúel Spánarkonung- ur kvænist Isabellu af Spáni. 590 — Gregorius mikli vígður. Afmæli. Diane de Poitiers, frönsk ævintýrakona (1499— 1566) — Jacques Necker, svissn- eskur heimspekingur (1732— 1804) — Matthias Boulton, ensk- ur verkfræðingur (1728—1809). Andlát. 1658 d. Oliver Cromwell, hermaður & stjórnmálaleiðtogi — 1877 d. Adolphe Thiers, stjórnmálaleiðtogi — 1948 d. Eduard Benes, stjórnmálaleið- togi. Innlent. 1537 Kirkjuskipun Kristjáns III lögfest — 1582 d. Gísli biskup Jónsson — 1714 Jón Vídalín stefnir Oddi Sigurðssyni — 1723 d. Sigurður Björnsson lögmaður 1804 Bjarni frá Sjöundá strýkur úr fangahúsinu í Reykjavík — 1878 F. Sigurður Guðmundsson skólameistari — 1919 Fyrst flogið á íslandi — 1957 d. Sir William Craigie — 1965 d. María Andrésdóttir, 106 ára — 1968 Viðræður um lausn efnahagsvanda — 1979 Grunnskólar byrja — 1916 F. Björn Jónsson — 1928 f. Bjarni Guðnason. Orð dagsins. Sápa og menntun eru ekki eins skjótvirk og fjölda- morð, en banvænni þegar fram í "sækir — Mark Twain, banda- rískur rithöfundur (1835—1910) ÞÓTT svo virðist sem öldur hafi verið lægðar i Póllandi, i bili a.m.k.. á enn eftir að koma i ljós hvort Edward Gierek flokksfor- maður haidi velli i kjölfar verk- fallanna. Ekki hefur enn verið séð fyrir enda þeirra. Þeir sem liklegastir þykja sem eftirmenn hans eru Stefan Olszowski fyrr- um utanrikisráðherra og Lech Walesa leiðtogi verkfallsmanna. Walesa er 37 ára rafvélavirki, en Olszowski 49 ára, og hefur hann verið talsmaður frjálslyndari afla pólska kommúnistaflokks- ins. Það kom fróðum mönnum á óvart er Olszowski var endurskip- aður í framkvæmdanefnd Komm- únistaflokks Póllands á „blóð- sunnudeginum" er m.a. Edward Lech Walesa Stefan Olszowski Olszowski eða Walesa líklegir eftirmenn Giereks Babiuch forsætisráðherra var lát- inn víkja úr embætti. Hvað vakti fyrir flokknum er hinn „frjáls- lyndi“ Olszowski var kallaður heim úr pólitiskri útlegð frá A-Þýzkalandi, en þar var hann sendiherra Póllands, aðeins sex mánuðum eftir að honum var sparkað úr framkvæmdanefnd- inni? Þeirri spurningu er enn ósvarað, en um tíma þótti margt benda til þess að það yrði Olszowski sem flytti inn í Belve- derehöllina er Gierek yrðu mis- lagðar hendur við lausn deilunnar við verkamennina. Tvívegis hefur Olszowsky verið vísað úr framkvæmdanefndinni vegna gagnrýni hans á pólitíska stefnu stjórnarinnar, fyrst í febrúar 1971 og aftur í febrúar síðastliðnum. I fyrra skiptið var hann settur í embætti untanríkis- ráðherra, og samdi þá m.a. við V-Þjóðverja um eðlilegt samband ríkjanna tveggja eftir langt kulda- skeið. A þessum árum var hann m.a forseti Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna og hann varð fyrstur háttsettra Pólverja til að heimsækja Vatikanið í Rómaborg, en þangað fór hann árið 1973. Og er hann var rekinn úr nefndinni á 8. flokksþinginu í febrúar sl. var hann gerður að sendiherra í Austur-Berlín, þ.e. sendur nógu langt til að hafa ekki truflandi áhrif heima fyrir. Hann var rekinn úr nefndinni öðru sinni vegna framsækni sinnar í kjölfar verkfalla 1976. Hann var þá settur yfir „starfshóp" er gera átti tillög- ur um úrbætur í efnahagsmálum og endurskoða efnahagsstefnu stjórnarinnar. { nefndina valdi hann fyrst og fremst tæknikrata en fáa úr framvarðasveitum flokksins. Æðimikil gagnrýni Niðurstöður nefndarinnar birt- ust í skýrslu er nefndist „Reynslan og framtíðin". Að ýmsu leyti var þar um æðimikla gagnrýni á efnahagsstefnu stjórnarinnar að ræða, og gerðu andstæðingar stjórnarinnar sér mat úr skýrsl- unni með því að birta kafla hennar í neðanjarðarblöðum sín- um. Upp frá þessu kom Olszowski með ýmsar tillögur um úrbætur í efnahagsmálum við miðnefnd flokksins, og var tillögunum það sameiginlegt, að allar miðuðu þær í átt til meira frjálsræðis í efna- hagsmálum. Stjórnvöld vildu ekki una þessu þá, en ef til vill er afstaða stjórnarinnar í þessum efnum að breytast? Það hjálpaði ekki Olszowski að vera talinn líklegur eftirmaður Giereks fljótlega á áttunda ára- tugnum, en upp úr miðjum ára- tugnum fóru vinsældir Giereks að þverra. Andstæðingar Olszowski reru að því öllum árum að honum yrði ekki ágengt, en það þótti mikill virðingarauki er Leonid Bresjnev forseti Sovétríkjanna tók á móti honum er hann heimsótti Moskvu sem ritari pólska komm- únistaflokksins. Það er heiður sem venjulega er aðeins veittur fyrsta flokksritara. Úr fæðingarbæ Kópernikusar Olszowski er fæddur í heimabæ Kópernikusar stjarnfræðings, hansastaðamannabænum Torun við ána milli Varsjár og Gdansk, hinn 28. ágúst 1929. Foreldrar hans og ættfeður höfðu stundað kennslustörf og lá leið hans í fyrstu inn á þær brautir. Hann tók embættispróf í pólskri tungu og bókmenntum við háskólann í Lodz. Upp úr því hófst ferill hans í stjórnmálum og fyrsta skrefið á pólitískri framabraut var stigið fljótlega eftir að hann hætti námi, er hann var gerður að unglinga- leiðtoga. Árið 1963 var hann útnefndur formaður Blaða- og menningarmálanefndar Mið- nefndar Kommúnistaflokks Pól- lands, og fimm árum seinna var hann gerður að flokksritara. Hann var valinn í framkvæmdanefndina (Politbyro) árið 1970. Guðrækinn kaþólikki Æviþættir Lech Walesa hljóða nokkuð á annan veg en æviþættir Olszowskis. Walesa er sex barna faðir og guðrækinn kaþólikki. hann er vinsælastur manna í SKÓLAVÖRUR attt tíl skólans! BÓKAHÚSiÐ Laugavegi 178, s.86780. Herforingi á Spáni myrtur Barcelona, 2. september. AP. VOPNAÐIR menn, sennilega róttækir vinstrisinnar, réðu spænskan hershöfðingja af dög- um i Barcelona i dag og særðu tvo hermenn þegar þeir gerðu vélbyssuárás á bifreið hershöfð- ingjans og flúðu i stolnum bíl. Þetta er 79. pólitíska morðið á Spáni á þessu ári og á sama tima er óttazt að til nýrra átaka kunni að koma í Baskahéruðunum. Enriques Briz Armengol hers- höfðingi lézt samstundis þegar þrír menn óku upp að bifreið hans á gatnamótum og létu kúlum rigna yfir bílinn. Seinna fannst 21 byssukúla í likinu. Lífvörður hans hlaut fimm skotsár og hann og bílstjórinn eru alvarlega særðir. Talið er, að hershöfðinginn hafi verið veginn til að hefna þess að lögregla bankaði í síðustu viku skæruliðaleiðtoganum Abelardo Collazo úr samtökunum Grapo á götu í Madrid. Liðsauki hefur verið sendur til Baskahéraðanna, þar sem helztu stjórnmálaflokkar hafa hvatt til götumótmæla gegn hryðjuverka- starfsemi skilnaðarsamtakanna E7TA og vinstriflokkar hafa hvatt til funda gegn „ríkishryðjuverk- um“. Spennan hefur aukizt við það, að varaforseti fylkisstjórnarinnar í Pamplona hefur verið handtek- inn, þar sem hann sagðist styðja Eta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.