Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Stéttarsambandsfundurinn: Stemma verður stigu við verksmiðjubú- skap með lögum Björn Aðalgeirsson FJÓRÐUNGSÞINGI Norðlend iniía lauk í Kærkvöldi. Sú breyt- injf var gerð á lögum þess að formaður og varaformaður eru kjörnir tii tveKKja ára i stað eins áður, «(í var Bjarni AðaÍKeirsson á Húsavík kosinn formaður en Helífi M. Bergs á Akureyri vara- formaður. Fráfarandi formaður er Vaidimar Bragason. í fjórðungsráði, eru kosnir til 2ja ára: Frá Norðvesturiandi: Þórður Skúlason Hvammstanga, Jón Isberg Blönduósi, Lárus Ægir Guðmundsson Skagaströnd, Jó- hann Salberg Guðmundsson Sauð- árkróki, Jón Karlsson Sauðár- króki og Ingimundur Einarsson Siglufirði. Norðausturlandi: Jón E. Friðriksson Ólafsfirði, Valdi- mar Bragason Dalvík, Helgi M. Bergs Akureyri, Bjarni Aðal- geirsson Húsavík, Sigurður Giss- urarson Húsavík og Björn Guð- mundsson Norður-Þingeyjarsýslu. í viðtali við Mbl. sagði Bjarni Aðalgeirsson að iðnaðar- og orkumál hefði borið hæst á þing- VERULEGAR umræður urðu á aðalfundi Stéttarsambands bænda um svonefndan „verk- smiðjubúskap* og þá einkum i inu og myndu þau verða aðalverk- efni Fjórðungssambandsins næstu ár. Iðnþróunaráætlun fyrir Norð- urland væri nú fullmótuð af starfsmönnum Framkvæmda- stofnunarinnar, en órædd innan stofnunarinnar sjálfrar. Þá sagði hann að samein- ingarmál sveitarfélaganna væru nú í brennidepii en um þau væru skiptar skoðanir. Flestir virtust inná að þessi mál þróuðust og samvinna sveitarfélaganna leiddi til sameiningar fremur en að um lögþvinganir yrði að ræða. Bjarni taldi ennfremur að rétt væri að breyta uppbyggingu Fjórðungsþingmanna í framtíð- inni, meðal annars með því að færri máiaflokkar væru teknir fyrir, og þeim gerð betri skil. Sömuieiðis taldi hann rétt, að beina starfsemi Sambandsins milli þinga meir að ákveðnum málum en verið hefur. I gær voru afgreiddar fjölmarg- ar tillögur frá þinginu og urðu mestar umræður um stóriðjumál. aiifugla- og svínarækt. Einnig urðu töluverðar umræður um fiskirækt og töldu ýmsir fund- armanna hættu á að þar yrði um að ræða „verksmiðjubúskap" og þá i höndum fárra manna og f fæstum tilvikum bænda. Samþykkti fundurinn ályktun þar sem segir, að aðalfundurinn telji mjög varhugaverða þá þróun sem orðið hefur á seinustu árum, að framleiðslá í ákveðnum bú- greinum hefði í formi verksmiðju- reksturs færst í auknum mæli á fárra manna hendur. Segir í ályktuninni að þetta gerist á sama tíma og lagðar séu stórfelldar hömlur á framleiðslu bænda vegna þess að markaðurinn þoli ekki þá framleiðslu sem nú sé fyrir hendi. Skoraði fundurinn á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagasetningu, sem stemmi stigu við slíkum verksmiðjurekstri í landinu og þar á meðal í fiskirækt. í annari samþykkt fundarins er skorað á Alþingi, ríkisstjórn, Stéttarsamband bænda og Búnað- arfélag íslands að taka höndum saman um mótun markvissrar stefnu í fiskirækt og fiskeldi á sem breiðustum grunni sem tryggi hagsmuni bænda í þessari búgrein og verði þannig til að styrkja búsetu í dreifbýli. Þá verði þessari búgrein veitt sambærilegur stuðn- ingur í leiðbeiningum og fjár- framlögum og hefðbundnum greinum landbúnaðarins. Fjórðungsþing Norðlendinga: Bjarni Aðalgeirsson á Húsavík kjörinn formaður Ljóem.: ólafur K. Magnússon. Silfrið til sýnis Silfurmunirnir sem fundust um helgina austur á Héraöi eru nú komnir í vörslu Þjóöminjasafnsins, þar sem þeir veröa til sýnis á næstunni á venjulegum opnunartíma safnsins. Hér sjást tveir safngestir skoöa hinar fornu gersemar. Leit hefur veriö haldiö áfram í Miöhúsum viö Egilsstaöi, en ekki hafa fundist fleiri munir. 200% fóðurbætisskattur áfram en bændur fái ákveðið magn af kjarnfóðri með 33,3% skatti Aðalfund Stéttarsambandsins sóttu 46 fuiltrúar auk gesta. Ljósm. Mbl. t.g. AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk um klukkan fjögur f fyrrinótt með afgreiðslu ályktana fundarins um framleiðslustjórnun f landhúnaði. Samþykkt Stéttar- samhandsfundarins frá í fyrra um kvótakerfið svonefnda var itrekuð og samþykkt að fela Framleiðslu- ráði að beita framleiðslukvóta á mjólkur- og kjötframleiðslu verð- lagsársins 1980 til 1981. Fundur- iiin samþykkti einnig að á verð- lagsárinu. sem hófst 1. september 8.1. verði áfram inheimtur fóður- hætisskattur að hámarki 200% af cif-verði innflutts kjarnfóðurs. Hins vegar þurfi búvöruframleið- endur aðeins að greiða 1/6 hluta eða 33,3% hámarksskattsins af tilteknum skammti kjarnfóðurs fyrir hverja afurðaeiningu. I samþykktinni um kvótakerfið er lögð áhersla á að hraðað verði nauðsynlegum leiðréttingum vegna útreiknings á búmarki. Þá fagnaði fundurinn þeirri rýmkun á reglum um búmarkið, sem fólst í bráða- birgðalögunum frá 23. júní s.l. en lögð er áhersla á að breytingar vegna fjármagnskostnaðar og bygginga 1976, og síðar, verði í samræmi við þau stærðarmörk bygginga, sem giltu hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins, þegar láns- loforð voru gefin út. Lögð var áhersla á að á verðlagsárinu 1980 til 1981 yrði unnt að undanskilja frá verðskerðingu 300 ærgildisaf- urðir búenda lögbýla samkvæmt kvóta, en hér sé um að ræða lágmarksbústærð til framfæris fjölskyldu og segir í samþykktinni að fundurinn treysti því að Alþingi og ríkisstjórn leggi fram á næstu fjárlögum það fé, sem kann að vanta svo þessu marki verði náð. Fundurinn taldi að varðandi fóð- urbætisskattinn kæmi til greina að ákveða skattinn sem fasta krónu- tölu af magni. Og yrði skatturinn þá endurskoðaður ársfjórðungs- lega. I samþykktinni segir að varð- andi það kjarnfóðurmagn, sem bændur eiga að fá með 33,3% skatti skuli afurðamagn miðast við fram- leiðsiukvóta vegna þeirra vöruteg- unda, sem honum eru háðar, sam- kvæmt þeirri kvótaákvörðun, sem gefin verður út í haust eða aðra réttláta viðmiðun, en varðandi svínakjöts- og alifuglaafurðir skuli miða við það magn, sem úthlutað hafi verið til þessara framleiðenda samkvæmt núgildandi skömmtun- arkortum, eða þar til fullnægjandi skattframtöl liggi fyrir. Greiðslu- afsláttur vegna hrossa og þar á meðal reiðhesta verður háður ákvörðun Framleiðsluráðs á hverj- um tíma. Samþykkt var að við ákvörðun greiðsluafsláttar fóðurbætisskatts- ins, þ.e. þess magns, sem bændur fá með 33,3% skatti, verði eftirfar- andi tölur hafðar til hiiðsjónar: 1. Vegna framleiðslu mjólkur- lítra miðist gjaldafsláttur við 175 gr. innfluttrar fóðurblöndu, en 140 gr. óblandaðs kjarnfóðurs eða sama magns af erlendu fóðri í innlendri fóðurblöndu. 2. Fyrir 1 kg. nautakjöts 650 gr. af innfluttri fóðurblöndu en 400 gr. af óblönduðu kornfóðri o.s.frv. 3. Fyrir 1 kg. kindakjöts 500 gr. af innfluttri fóðurblöndu eða korni. 4. Fyrir 1 kg.svínakjöts 6 kg. af innfluttri fóðurblöndu eða 4,8 kg. af óblönduðu korni o.s.frv. 5. Fyrir 1 kg. eggja 4 kg af innfluttri fóðurblöndu eða 3,2 kg af óblönduðu korni o.s.frv. 6. Fyrir 1 kg kjúklingakjöts 4 kg af innfluttri fóðurblöndu eða 3,2 kg af óblönduðu kornfóðri. 7. Fyrir 1 stk. tveggja mánaða lífungi 3 kg innfl. fóðurblöndu. 8. Fyrir 1 stk. varpfugl 10 kg af innfluttri fóðurblöndu. 9. Fyrir 1 stk. 6 mánaða kjötfugl 18 kg af innfluttri fóðurblöndu. 10. Kynbóta- og uppeldisstöðvar fyrir alifugla fái sérstakan fóð- urkvóta með skattaafslætti, sem unninn verði af Framleiðsluráði í samráði við rekstraraðila þessara greina. 11. Smábændur í eggjafram- leiðslu sem telja fram 20 hænur eða færri og eggjaframleiðsla er aðeins til heimilisnota fái allt að 800 kg. 12. Framieiðsluráði er heimilt að lækka eða fella niður kjarnfóður- gjald vegna náttúruhamfara eða annarra sambærilegra tilefna. Einnig á þeim svæðum þar sem ncyslumjólk skortir og því sérstök ástæða til að örva mjólkurfram- leiðslu. Jafnframt samþykkti fundurinn að leggja til allt að 20% af innheimtum fóðurbætisskatti af svína- og hænsnafóðri skyldi ráð- stafað til áframhaldandi rann- sókna á nýtingu innlendra fóður- efna sem fóður handa svínum og alifugium og til hagræðingar í vinnslustöðvum þessara búgreina, svo sem dreifingarstöðum og kyn- bótastöðum og sláturhúsum, sem uppfylla kröfur opinberra aðila. Eiga fulltrúar viðkomandi hags- munasamtaka kost á að sitja fundi Framleiðsluráðs, þegar það fjallar um ráðstöfun á þessu fé með málfrelsi og tillögurétti. Ályktun fundarins um fóðurbæt- isskattinn var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 1 en rétt til setu á fundinum áttu 46 fulltrúar. Á móti var Engilbert Ingvarsson á Tyrð- ilmýri, einn fulltrúi Vestfirðinga á fundinum. Engilbert hafði áður flutt tillögu um að gjaldafsláttur vegna mjólkurframleiðslu yrði miðaður við 250 gr. í stað 175 gr. og varðandi kindakjötsframleiðsluna yrði magnið hækkað úr 400 gr. í 700 gr. Þessi tillaga var felld með 28 atkvæðum gegn 7. Þann innflutta fóðurbæti, sem bændur kunna að kaupa umfram skömmtunarmörkin þurfa þeir að kaupa með 200% fóðurbætisskatti. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambandsins sagði, að vart væri við því að búast að allir framleiðendur hefðu fengið sinn kvóta fyrr en í endaðan nóvember í haust, þar sem eftir væri að leiðrétta margt og úrskurða um vafaatriði. Það þyrfti því þegar að finna einhverjar leiðir til að fram- kvæma þá fóðurbætisskömmtun, sem fundurinn samþykkti, á þeim tíma sem liði þar til allir væru búnir að fá sinn kvóta, en gert er ráð f yrir því í samþykktinni að fóðurbætisskömmtunin miðist við kvótakerfið. Á aðalfundinum var samþykktur stuðningur við tillögur sem liggja nú fyrir Framleiðsluráði um upp- gjör mjólkur fyrstu 8 mánuði þessa árs. Er gert ráð fyrir að verja allt að 1 milljarði af innheimtu kjarn- fóðurgjaldi til að minnka verð- skerðingu á mjólk, sem kom til mjólkursamlaganna 1. janúar til 31. ágúst á þessu ári og endurgreiða hluta þeirra verðjöfnunargjalda, sem innheimt hafa verið, og jafna verðskerðingu skv. kvóta á milli mjólkursamlaganna. Mun ætlunin að 20% skerðing komi á fram- leiðslu mjólkur yfir 300 ærgildisaf- urðum en 8% skerðing hjá fram- leiðendum, sem eru með minni framleiðslu en svarar til 300 ær- gildisafurða. Fyrir þá mjólk, sem fer umfram væntanlega kvóta, eiga framleiðendur ekki að fá nema 30% af grundvallarverðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.