Morgunblaðið - 03.09.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.09.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 15 Gdansk. Þrátt fyrir rúmlega tveggja vikna taugastríð við valdakerfið, þar sem honum var lítils og óreglulegs svefns auðið, var hann ætíð jafn glaður í bragði og spaugaði oft við félagana úr ræðustóli. En þrátt fyrir að útlitið bendi til þess að Walesa sé af léttvigt, er hann dugmikill baráttumaður og fylginn. Hann hefur varist af krafti mörg undanfarin ár fyrir trúfrelsi og fyrir ýmsum félags- legum úrbótum, en fyrir þá bar- áttu hefur hann orðið að taka á sig þungar búsifjar. Þrisvar sinnum frá því 1976 hefur hann misst vinnuna vegna verkalýðsbaráttu sinnar. Fjölskyldan lifir á samskotum___________________ Frá því í febrúar sl. hefur Walesa-fjölskyldan, sem telur átta manns, orðið að framfleyta sér á gjöfum og skotsilfri sem vinir og kunningjar hafa aurað saman. Kona Walesa er ekki útivinnandi, en hún ól manni sínum son aðeins tveimur vikum áður en verkföllin byrjuðu. Það eru um tvö ár síðan Walesa og nánustu skoðanabræður hans brydduðu sín á milli upp á umræð- unni um frjáls verkalýðsfélög, nokkuð sem þá var næstum því óhugsandi möguleiki í Póllandi. Þar áður var Walesa nokkuð þekkt persóna, í heimabyggð sinni a.m.k., því hann hélt oft ræður í kirkjum eftir messu. Vikið úr starfi Walesa hóf störf sem rafvéla- virki í Lenínskipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1966. Honum var vikið úr starfi eftir verkföllin 1976, en hann var mjög aðsóps- mikill í verkalýðsbaráttunni þá, eins og 1970. Honum var aftur vikið úr starfi í fyrra og einnig í ár, einnig af sömu ástæðum og er honum var vikið úr starfi í Lenínskipasmíðastöðinni, vegna verkalýðsbaráttu sinnar. Ein fyrsta krafa verkfallsmanna var að hann fengi vinnú sína í skipa- smíðastöðinni á ný, svo og krana- stjórinn Anna Walentynowicz, sem missti vinnuna fyrir að minn- ast verkfallsins frá 1970 í desem- ber ár hvert. Þau fengu bæði vinnuna, en baráttan heldur áfram, fyrir framtíð pólsku stétt- arfélaganna. Er verkfallsmenn sömdu við stjórnvöld á sunnudag, hafði Wal- esa ekki séð nýfæddan son sinn í tvær vikur, og síðast er hann hitti eiginkonu sína og hin börnin var það við guðsþjónustu í Lenín- skipasmíðastöðinni fyrra sunnu- dag. Þau hjónin gengu þá til altaris. (Þýtt og endursagt) Hansen algengasta ættarnafn í Noregi Ósló, 2. soptember, írá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. EF ÞÚ þekkir norska fjölskyldu sem hefur ættarnafnið Hansen, er hún ein af mýmörgum norskum fjölskyidum með það ættarnafn, því alls eru þær 72.016 samkvæmt opinberum heimildum. Ættarnafn- ið Hansen er algengasta ættarnafn- ið i Noregi, og kemur það t.d. vei i ljós þegar simaskránni fyrir Ósló er flett, en samtals fylla Hansenar tiu blaðsiður i skránni. Næstalgengasta ættarnafnið í Noregi er Olsen, en alls eru Olsen fjölskyldurnar rúmlega 66 þúsundir. í þriðja sæti er Johansen ættar- nafnið, sem 62.129 fjölskyldur bera, í fjórða sæti er ættarnafnið Larsen, sem 45.815 fjölskyldur bera, í fimmta sæti Andersen, sem 44.623 fjölskyldur bera. Þá koma Nilsenar, en þær fjölskyldur eru alls 43.706 og einnig eru Pedersen fjölskyldurnar fleiri en 40 þúsund, eða 40.855. í tíu algengustu ættarnafnanna eru einn- ig Kristiansen (27.461), Jensen (27.370) og Karlsen (24.451). Etna byrjuð að gjósa Catania. Slklley, 2. september. — AP. ELDFJALLIÐ Etna, sem byrjaði að gjósa i gær, hélt áfram að spúa eldi og eimyrju i dag, en er þó ekki talið ógna nærliggjandi byggðum, að þvi er yfirvöld á Sikiley sögðu i dag. Gígur i norð-austanverðu fjallinu opnað- ist skyndilega með ofsalegri sprengingu og þeyttust grjót- hnullungar i allt að 500 metra hæð. Við sprenginguna opnuðust tveir aðrir gígar, annar efst á fjallinu og hinn neðarlega á tind- inum. Öskuský umlukti fljótlega fjallið, en eftir hádegi fór það að berast í átt til sjávar. Meðal þeirra sem fylgjast með gosinu, er franski eldfjallafræð- ingurinn Haron Tazieff, sem staddur var á þessum slóðum þegar gosið hófst vegna umræðu- fundar, sem þá stóð yfir, um þetta virkasta eldfjall Evrópu. Flóðí Mexikó ArandaN. Mexikó, 2. sept. — AP. FIMM manns drukknuðu og yfir hundrað manna er saknað eftir að flóð gengu yfir bæinn Arandas i Mexikó i dag, þegar áin Ríó Colorado flæddi yfir bakka sína í framhaldi af miklum rigningum á svæðinu. Talsmaður hjúkrun- armanna á svæðinu sagði, að liklega myndi tala látinna fara hækkandi frá þvi sem nú er. Fulltrúi Rauða Krossins í bæn- um Tepatetlan skammt frá Ar- andas sagði, að kröftug flóðalda hefði riðið yfir bæinn, 20 íbúðar- hús hefðu eyðilagst og 80 laskast. Símasamband rofnaði, orkulaust varð á svæðinu vegna flóðanna og hermenn voru kallaðir út til að hjálpa við leitina. Rigningarnar, sem ollu flóðinu, hófust eftir hádegi í gær og snemma í morgun hafði yfirborð árinnar hækkað um þrjá metra. Veður víða um heim Akureyri 12 skýjaó Amsterdam 22 heióskírt Aþena 30 skýjað Berlín 20 heiðskírt Brlissel 22 heióskírt Chicago 28 rigning Denpasar vantar Dublin vantar Feneyjar 22 lóttskýjað Frankfurt 18 skýjaó Fnreyjar 12 skýjað Genf 18 heióskírt Helsinki 18 heiðskírt Hong Kong vantar Jerúsalem 29 heióskírt Jóhannesarborg 21 heiöskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Las Palmas 27 heiósklírt Lissabon 31 heiöskírt London 23 heióskírt Los Angeles 26 heióskírt Mexicoborg vantar Madrid 33 heiðskírt Malaga 27 lóttskýjaó Mallorca 28 lóttskýjaó Miami 29 rigning Moskva 17 rigning Nýja Delhi vantar New York 36 skýjaó * Oslo 19 heióskírt Paría 21heíóskírt Rio de Janeiro 34 skýjaó Reykjavík 12 lóHskýjað Rómaborg 23 heiðaklrt San Francisco 16. skýjaó Stokkhólmur 15 heiósklrt Tel Aviv 29 heióskírt Tókýó 29 rígning Vancouver 13 rigning Vínarborg 15 rigníng GO 13 cn CO færöu námsbækurnar líka í Pennanum.Þar með höfum viö allt fyrir skólafólkið HALLARMÚLA 2 iJf" tr - nVja omic reiknivéun er helmingi FVRIRFEMlARHINNI OC TÖLUVERT ÓDVRAM Nú hefur ný reiknivél bæst í Omic fjöl- skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja Omic vél er lítil og lipur. Hún gengur fyrir rafhlööum jafnt sem rafmagni. Omic 410 PD skilar útkomu bæði á strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt og vel. Við byggjum upp framtið fyrirtækis þins. Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst á markaðinn voru þær sérhannaðar samkvæmt óskum viðskiptavina Skrif- stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu Omic 312 PD, Omic 210 PD og Omic 210 P, sannkallaðar metsöluvélar. Komið og kynnist kostum Omic. Verðiö og gæðin tala sínu máli. V*,f Bf. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Vi, + — ~ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.