Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
17
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Aðför Alþýðubandalags-
ins að Flugleiðum
Alþýðubandalagið hefur hafið aðför að Flugleiðum. Mark-
miðið er að koma fyrirtækinu á kné, þjóðnýta það og
tryggja þar með ríkisrekstur á flugsamgöngum. Þær aðferðir,
sem Alþýðubandalagið beitir í þessari þokkalegu iðju eru
þessar:
í fyrsta lagi er aðstöðu flokksins í ríkisstjórn beitt til þess að
valda fyrirtækinu erfiðleikum á sama tíma og ráðherrar og aðr-
ir talsmenn Alþýðubandalagsins þykjast vilja gera allt, sem í
þeirra valdi stendur, til þess að tryggja afkomu þess fólks, sem
nú er að missa atvinnu sína vegna samdráttar í flugrekstri
okkar íslendinga.
í öðru lagi eru orðhákar Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar
Grímsson og Baldur Óskarsson, notaðir til þess að skapa tor-
tryggni og grunsemdir í garð fyrirtækisins hjá almenningi
vegna þeirra erfiðleika, sem félagið á við að stríða. Þá hefur
fréttastofa útvarpsins misfarið þannig með staðreyndir að al-
þýðubandalagsmenn geta vel við unað. Varð það m.a. til þess, að
fréttatími um helgina fór nánast í vaskinn vegna deilna um
grundvallaratriðin, en slíkt orðaskak í „fréttatíma" er líklega
einsdæmi. En allir eiga leiðréttingu orða sinna og í Mbl. í dag
biðjast fréttamenn afsökunar á mistökum sínum. Ráðherrar
Alþýðubandalagsins hafa komið í veg fyrir, að sú tillaga Stein-
gríms Hermannssonar, að lendingargjöld yrðu felld niður, næði
fram'að ganga. Þeir hafa einungis viljað fallast á frestun á
þessum greiðslum og raunar fékk félagið hótunarbréf í sumar
með kröfu um greiðslu þegar í stað. Ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins hafa átt hlut að því ásamt öðrum ráðherrum, að
Flugleiðir hafa ekki fengið nauðsynlegar leiðréttingar á far-
gjöldum innanlands með þeim afleiðingum, að verulegt tap hef-
ur verið á innanlandsflugi. Svokallaður eftirlitsmaður fjár-
málaráðherra með rekstri Flugleiða, Baldur Óskarsson, hefur í
raun starfað sem pólitískur fulltrúi Alþýðubandalagsins að því
að grafa undan fyrirtækinu á allan hátt. Hann hefur brotið af
sér í starfi með þeim hætti, að hann er ekki lengur hæfur til að
gegna því hlutverki að hafa af hálfu ríkissjóðs eftirlit með
rekstri fyrirtækisins vegna ríkisábyrgða. Baldur Óskarsson
hefur brotið af sér með því að fjalla í viðtali við Þjóðviljann um
málefni Flugleiða á þann hátt, sem ekki hæfir manni í hans
starfi. í þessu viðtali kemur fram dulbúin hótun um, að
fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins muni neita að sam-
þykkja sölu á Boeing-þotum Flugleiða, sem fyrirhuguð hefur
verið. Slík neitun mundi enn auka á erfiðleika félagsins og
stofna atvinnu þeirra starfsmanna, sem eftir eru, í hættu.
Málflutningur Baldurs Óskarssonar í fréttatíma útvarps í gær
var með þeim hætti, að hinn eftirlitsmaður ríkisins, Birgir
Guðjónsson, birti athugasemd, þar sem hann tók fram, að
eftirlitsmennirnir mundu skila tveimur greinargerðum og ekki
bæri að líta á skoðanir Baldurs Óskarssonar sem skoðanir
eftirlitsmanna sem slíkra.
Orðhákarnir, Baldur Óskarsson og Ólafur Ragnar Grímsson,
vinna að því með margvíslegum hætti að skapa tortryggni í garð
Flugleiða. Viðtal við Baldur Óskarsson í útvarpinu í gær var
fullt af hálfkveðnum vísum og dylgjum. Ólafur Ragnar Gríms-
son hringir í síðdegisblöð og býður fram þær skoðanir sínar, að
greinargerð Flugleiða um fjárhagsstöðu fyrirtækisins sé aug-
lýsingaplagg byggt á fölsunum. Það er vissulega orðið umhugs-
unarefni fyrir dagblöð, hvort þau eigi að láta þessa málaliða
kommúnista komast upp með að nota sig með þessum hætti.
íslenzkur flugrekstur hefur frá upphafi verið byggður upp af
einstaklingum, sem fremur hafa verið hugsjónamenn en fjár-
aflamenn. Þessir hugsjónamenn og brautryðjendur eru enn í
forystu Flugleiða, menn eins og Örn Johnson og Alfreð Elías-
son. Framtak þessara einstaklinga og samstarfsmanna þeirra
hefur skapað það ævintýri, sem íslenzkur flugrekstur hefur
verið. Neikvæðir stjórnmálamenn og orðhákar hafa ekki komið
þar við sögu. Nú ætla þeir á einhverjum mestu erfiðleikatímum,
sem yfir íslenzkan flugrekstur hafa gengið, að nota tækifærið
til þess að koma höggi á þetta einkafyrirtæki og leggja í rúst
starf þess mikla fjölda fólks, sem byggt hefur upp flugrekstur-
inn á Isiandi.
Hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á þeim tíðindum,
sem borizt hafa undanfarnar vikur frá Flugleiðum og hver svo
sem staða manna er í deilum innan félagsins, eiga allir þeir,
sem hafa átt hlut að uppbyggingu flugsins á undanförnum
áratugum, svo og allir þeir fjölmörgu Islendingar, sem hafa
dáðst að þessu framtaki og notið góðs af því, að geta sameinazt
um það að snúa bökum saman, snúa vörn í sókn og taka upp
harða baráttu gegn tilraunum niðurrifsmanna í Alþýðubandal-
aginu til þess að koma Flugleiðum á kné og þjóðnýta fyrirtækið.
Asakanimar eru hrein
markleysa og bábiljur
- segir Örn O. Johnson, stjórnarfor-
maður Flugleiða, um þær ásakanir
Baldurs Óskarssonar, eftirlits-
manns, og Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, að skýrsla félagsins um fjár-
I hagslega stöðu og rekstraráætlun sé
fölsk og ómerkileg
Örn O. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða.
„SATT að segja komu um-
mæli þessara manna mér
ekkert á óvart. Við höfum
haft af því fregnir, að það
væri stefna Alþýðubanda-
lagsins, eða a.m.k. aðila
innan þess flokks, að
reyna að koma fyrirtæk-
inu á kné og í kjölfar þess
krefjast þess, að flugið
verði þjóðnýtt, og ég tel,
að atburðir síðustu daga
renni fyllilega stoðum
undir þessar fréttir,“
sagði Örn 0. Johnson,
stjórnarformaður Flug-
leiða, í samtali við Mbl., er
hann var inntur álits á
ummælum þeirra Baldurs
óskarssonar, annars eftir-
litsmanns ríkisins með
fjárhagslegum skuldbind-
ingum Flugleiða, og ólafs
Ragnars Grímssonar, al-
þingismanns, í fjölmiðlum
undanfarna daga, þar sem
því hefur meðal annars
verið haldið fram, að
skýrsla Flugleiða um f jár-
hagslega stöðu fyrirtækis-
ins og rekstraráætlun á
komandi ári, sé fölsk og
ómerkileg.
Geysist fram
á ritvöllinn
„Það vekur fyrst athygli, að
Baldur Óskarsson, annar eftirlits-
maður ríkisins með fjárhagslegum
skuldbindingum Flugleiða, en
hann er jafnframt trúnaðarmaður
fjármálaráðherra, geysist fram á
ritvöllinn í viðtali við Þjóðviljann
sl. laugardag. Hann ræðir þar,
gagnrýnir og dæmir ýmsar að-
gerðir Flugleiða að undanförnu.
Þrátt fyrir þær fregnir, sem ég
sagði, að við hefðum fengið um
stefnu Alþýðubandalagsins í þessu
máli, þ.e. að koma félaginu á kné
og þjóðnýta síðan flugið, verð ég
að viðurkenna, að þessi skrif
trúnaðarmanns fjármálaráðherra
komu mér á óvart, sé það haft í
huga, að skýrslan um fjárhagslega
stöðu félagsins var rétt ókomin.
Okkar skilningur hefur verið sá,
að hann væri í þessu starfi til að
gefa sínar upplýsingar til ráð-
herra, en ekki til fjölmiðla.
Félagið hefur áður búið við að
ríkisstjórn hafi skipað sérstakan
eftirlitsmann með fjárhagslegum
rekstri félagsins. Það var fyrir
nokkrum árum, þegar við fengum
ríkisábyrgðir vegna kaupa á DC-8
vélum okkar, svo og vegna rekstr-
arlána. Þeir menn skiluðu sínum
skýrslum til viðkomandi ráðherra,
ólíkt því, sem nú gerist hjá öðrum
eftirlitsmanninum. Þessi sami
maður heldur síðan iðju sinni
áfram í ríkisútvarpinu í dag. Þar
koma reyndar fram mjög svipaðar
ályktanir og felast í ásökunum og
dylgjum, sem fram koma hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni í viðtölum við
síðdegisblöðin, Dagblaðið og Vísi í
dag. Þar segir Olafur m.a., að
skýrsla okkar sé „falskt og
ómerkilegt auglýsingaplagg", og
hún sé „auglýsingabrella byggð á
fölsunum".
Missagnir og ósannindi
í þessu sambandi vaknar óneit-
anlega sú spurning, hvernig í
ósköpunum Ólafur Ragnar
Grímsson geti fjallað um skýrslu
Flugleiða við dagblöðin í morgun,
þegar það er haft í huga, að
skýrslan var ekki send frá félag-
inu fyrr en séinni partinn í gær og
þá aðeins til ráðherra og eftirlits-
mannanna. Annars er fréttaflutn-
ingur ríkisútvarpsins það, sem
hefur komið mér mest á óvart í
þessari umfjöllun allri. Þar hefur
vísvitandi mistúlkun átt sér stað.
Maður hefur verið alinn upp í
þeirri góðu trú, að sá fjölmiðill
ætti helzt allra að gæta hlutleysis,
en þær missagnir og ósannindi,
sem þar hafa komið fram að
undanförnu, sýna svo ekki verður
um villzt, hverjir ráða þar ríkj-
um,“ sagði Örn.
Nákvæmar forsendur
Hvað viltu þá segja um þá
gagnrýni þeirra féiaga Baldurs og
Olafs, að mat eigna félagsins í
skýrslunni sé alrangt og rekstr-
aráætlunin standist engan veg-
inn?
„Ég tel þessar ásakanir hreina
markleysu og bábyljur. Það er að
sjálfsögðu svo, að mat á eignum og
áætlun um rekstur getur ætíð
orkað tvímælis, en ég fullyrði að í
skýrslunni er farið eftir því sem
bezt er vitað. Ég vil sérstaklega í
sambandi við yfirlýsingar Ólafs,
að skýrslan sé „falskt og ómerki-
legt auglýsingaplagg", taka fram,
að í skýrslunni er greint mjög
nákvæmlega frá forsendum fyrir
öllu eignamati og rekstraráætlun-
um. Ég get auðvitað ekki fullyrt,
að rekstraráætlun félagsins
standist í öllum atriðum, en ég
fullyrði að hún er byggð á eðli-
legum forsendum miðað við það
sem við þekkjum bezt í dag, t.d. er
ekki gert ráð fyrir neinni aukn-
ingu á farþegaflutningum innan-
lands né flutningum farþega milli
íslands og annarra Evrópulanda
miðað við áætlun þessa árs. Allar
forsendur varðandi hækkun
rekstrarþátta eru tilgreindar í
þessari skýrslu, en auðvitað er
ekki hægt að fullyrða, að ekki
verði þar um nein frávik að ræða,
miðað við það verðbólgu- og
óvissuástand, sem við búum við í
dag.
Ekki sambærileg
við gamlar vélar
Hvað snertir mat á eignum
félagsins, þá skal tekið fram, að
aðeins helztu eignir, s.s. flugvélar
og fasteignir eru endurmetnar til
áætlaðs markaðsverðs í dag, en
hins vegar er fjöldi annarra já-
kvæðra atriða ótilgreindur, t.d. að
sum af lánum félagsins eru á
hagkvæmari kjörum en fást
myndu í dag. Hvað markaðsverð
flugvélanna áhrærir, telja fram-
angreindir menn, að við höfum
skotið yfir markið í mati okkar á
DC-8 vélum félagsins, en þær eru
metnar á 12 milljónir dollara, þar
sem okkur hefur ekki tekizt að
selja eina vélina, sem verið hefur á
söluskrá nokkurn tíma. Það er
staðreynd, að upp á síðkastið
hefur gengið erfiðlega að selja
DC-8 þotur, en hins vegar var
síðasta DC-8 vél, sem við vitum
um, seld fyrir rúmlega 13 milljón-
ir dollara. Um of hátt matsverð á
Boeing 727-200 vél félagsins, sem
við höfum metið á 15,5 milljónir
dollara og gagnrýnendur hafa
sagt vera a.m.k. 2 milljónum
dollara of hátt, er til að taka, að
þetta verð er kaupverð vélarinnar
frá verksmiðju, en við fengum
hana afhenta fyrir um þremur
mánuðum. Þessar vélar eru ennþá
í framleiðslu og verða fyrirsjáan-
lega næstu misseri og þær hækka
að meðaltali um 1% á mánuði. Þá
er engan veginn hægt að bera
þessa vél okkar saman við gamlar
vélar, sem eru til sölu um þessar
mundir, þær eru bæði eldri og svo
eru þær ekki búnar þeim full-
komnu úthafstækjum, sem okkar
vél er búin.
Þannig mætti lengi halda
áfram, en ég tel eins og ég sagði
áður, að meginatriðið sé, að við
höfum skilmerkilega greint frá
öllum forsendum fyrir áætlun
okkar um eignafjárstöðu og vænt-
anlegan rekstur félagsins. Það er
því brýn nauðsyn fyrir ríkisstjórn
Islands ef hún vill meta skýrsluna,
að hún velji til þess menn, sem
eitthvað vit hafa á þessum málum,
en þó framar öllu, að það séu
menn óvilhallir og hafi ekki í
hyggju að nýta stöðuna sér og
sínum pólitíska flokki til fram-
dráttar," sagði Örn 0. Johnson,
stjórnarformaður Flugleiða að
síðustu.
I fréttum ríkisútvarpsins um
helgina og í viðtölum við síðdegis-
blöðin, Dagblaðið og Vísi, hafa
þeir Baldur Óskarsson, annar eft-
irlitsmanna ríkisins með fjár-
hagslegum skuldbindingum Flug-
leiða, og Ólafur Ragnar Grímsson,
alþingismaður, lýst því yfir, að
skýrsla félagsins um fjárhagslega
stöðu fyrirtækisins og rekstrar-
áætlun á komandi ári, sé fölsk og
ómerkileg. Ólafur segir m.a. í
Dagblaðinu í gær, að fjárhags-
skýrsla Flugleiða sé í eðli stnu
ómerkilegt upplýsingaplagg frá
mönnum sem blekkt hafa þjóðina í
3 ár og ætli að gera það áfram.
Hann segir að eignir félagsins séu
ranglega metnar og í sama streng
tók Baldur Óskarsson í viðtali við
ríkisútvarpið. Þeir segja rekstrar-
áætlun og spá um fjármagnsstöðu
næstu 12 mánaða byggja á alger-
lega óraunsærri farþegaáætlun.
Frá blaðamannafundi fjár-
málaráðherra: (f.v.) Þorsteinn
Geirsson skrifstofustjóri, Ragn-
ar Arnalds og Ilöskuldur Jóns-
son ráðuneytisstjóri.
Ljósm. Mbl. Kristján.
breytingar aðrar sem gerðar verða
varðandi lífeyrismál ríkisstarfs-
manna og eru þær í samræmi við
samkomulag ríkisins og BSRB um
sama efni. Aldursmark til inngöngu
í lífeyrissjóð starfsmana ríkisins
verður lækkað úr 20 árum í 16 ár.
Gjaldskylda breytist úr 30 árum í
32 ár og ávinnast 2% fyrir hvert ár.
Ellilífeyrir er miðaður við laun
þann veg að fjármálaráðherra skipi
3 stjórnarmenn, stjórn BSRB skipti
2 stjórnarmenn og stjórn BHM skipi
1 stjórnarmann.
Þá mun fjármálaráðuneytið fara
þess á leit við stjórn lífeyrissjóðsins
að biðtími eftir lánum verði styttur
fyrir þá sjóðfélaga sem hefja störf
25 ára og eldri.
I framhaldi af gerð aðalkjara-
samnings fjármálaráðherra f.h. rík-
issjóðs og BSRB hefur BHM krafist
endurskoðunar á aðalkjarasamningi
sínum. í því sambandi hefur fjár-
málaráðherra ítrekað þá afstöðu
ríkisstjórnarinnar að áhersla verði
nú lögð á lægri launin og launa-
hækkanir gangi ekki upp allan
launastigann. Því sé það ljóst að
nýgerðir samningar við BSRB gefi
ekki tilefni til annarra breytinga á
launastiga BHM en að laun í neðstu
Dregið úr verðtryggingu ríkissjóðs
á lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Ragnar
Arnalds. gerði á hlaðamannafundi i
gær grein fyrir samkomulagi ríkis-
stjórnarinnar og Bandalags há-
skólamanna um félagsleg málefni
rikisstarfsmanna innan vébanda
handalagsins. Helztu atriði sam-
komulagsins eru eftirfarandi:
Fjármálaráðherra mun skipa
nefnd þriggja lögfræðinga til að gera
úttekt á lögum nr. 38/1954 um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. f framhaldi af þeirri úttekt
er gert ráð fyrir að sett verði á fót
nefnd til að endurskoða efnisatriði
laganna.
Ríkið ábyrgist með lagasetningu
að félagsmenn BHM í þjónustu
ríkisins njóti atvinnuleysisbóta sam-
bærilegra við annað launafólk í
samræmi við gildandi lög um at-
vinnuleysistryggingar og fram-
kvæmd þeirra á hverjum tíma. Ekki
er stefnt að myndun sjóðs eða
greiðslum í sjóð í þessu skyni.
Stofnaður verði starfsmenntun-
arsjóður fyrir starfsmenn ríkisins
innan BHM og greiði ríkissjóður sem
svarar 0,15% af föstum mánaðar-
launum félagsmanna í sjóðinn.
Komið verði á fót starfsmanna-
ráðum í þeim stofnunum þar sem
starfa 15 manns eða fleiri.
Sett verði nefnd til að gera
tillögur um skipan málefna eftir-
launafólks og öryrkja, sem feli í sér
rýmri heimildir til handa starfs-
mönnum að halda störfum að hluta
til eftir að hámarksaldri er náð.
Framvegis verður hugtakið aðal-
starf sbr. 1. gr. laga nr. 46/1973
túlkað á þann veg að undir það geti
fallið hlutastörf sem ekki ná hálfs-
dagsstarfi enda stundi starfsmaður
fast samfellt starf og hafi ekki á
hendi annað aðalstarf í þjónustu
ríkisins. Þetta nýmæli nær ekki til
sumarvinnufólks eða fólks í tíma-
bundnum afleysingum.
Dregið verður úr verðtryggingu
ríkissjóðs á lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins á þann veg að
lífeyrissjóðurinn verði skyldaður til
að ávaxta a.m.k. 30% af heildarút-
lánum sínum í verðtryggðum
skuldabréfum ríkissjóðs og verði
vöxtum og verðbótum af þessum
30% af heildarlánum sjóðsins varið
til að greiða verðbætur á lífeyri úr
sjóðnum og minnka greiðslur ríkis-
sjóðs að sama skapi. Viðræður um
aðrar breytingar á ábyrgð ríkissjóðs
á lífeyrisgreiðslum verði teknar upp,
þegar fyrir liggja niðurstöður á
úttekt á stöðu lífeyrissjóðs ríkis-
starfsmanna sem tryggingarfræð-
ingur vinnur nú að.
Lækkað aldursmark
Samkomulag náðist um ýmsar
þau sem fylgja starfi því er sjóðfé-
laginn gegndi síðast. Hafi sjóðfélagi
gegnt hærra launuðu starfi í a.m.k.
10 ár fyrr á starfsferli sínum skal þó
miða lífeyrinn við það starf.
Iðgjald starfsrianna verður fram-
vegis 4% í stað 4 25%. Sambúðarfólk
öðlast sama rétt og hjón. Vakta-
vinnufólk fær rétt til að greiða
iðgjald af vaktaálagi í lífeyrissjóð-
inn og öðlast þá rétt til viðbótarlíf-
eyris.
Tekin verður upp sú regla að þegar
sjóðfélagi hefur náð því að saman-
lagður lífaldur og þjónustualdur
hans er 95 ár, hann orðinn 60 ára og
lætur af störfum, eigi hann rétt á
lífeyri úr sjóðnum, enda greiði hann
iðgjöld í sjóðinn þar til 95 ára
markinu er náð.
Þá náðist samkomulag við stjórnir
BHM og BSRB um að frá og með
næstu áramótum verði stjórn lifeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins breytt á
launaflokkum BHM verði samræmd
launum í sambærilegum launaflokk-
um samkvæmt launastiga BSRB.
Hvorum aðila um sig er heimilt að
vísa endurskoðunarmálinu til kjara-
dóms.
Á fundinum lýstu formælendur
fjármálaráðuneytisins því yfir, að
samninganefnd BHM hefði ekki lagt
fram formlegar launakröfur í samn-
ingaviðræðum, en látið í ljósi, að
þeir ætluðust til að fá sömu hlut-
fallslegu hækkanir og BSRB náði
fram í nýgerðum samningum. Því
hefði verið hafnað strax af hálfu
ráðuneytisins, og kvað fjármálaráð-
herra það mat sitt, að BHM-menn
fái vart fram launahækkanir fyrir
kjaradómi. Hátt í 700 ríkisstarfs-
menn er væru innan vébanda BHM
myndu þó njóta lítillegra hækkana
vegna samræmingar neðstu launa-
flokka BHM við sambærilega launa-
flokka samkvæmt launastiga BSRB.
DC-10-þotur kosta 55—60 milljónir dollara frá verksmiðju í dag:
Flugleiðaþotan kostar
40 milljónir dollara
- þar af greiðast 13 milljónir á leigutímanum, sem er 7 ár
„OKKAR samningur um DC-10-
þotuna er leigusamningur með
kauparétti og við höfum því
fullan rétt til að kaupa vélina i
iok þessa leigusamnings, sem eru
sjö ár. Að minu mati eru það
aðeins hártoganir að segja ein-
hvern mun á svokailaðri „opara-
tion“-leigu eða svokallaðri „cap-
ital“-leigu. Á þessu tvennu er
aðeins tæknilegur munur, en
eðlismunur er enginn, því það
„Jafnvel þótt sameiginleg álits-
gerð lægi fy rir, þá er kynning á
henni ekki hlutverk okkar eftir-
litsmannanna. Við erum skipaðir
af tveimur ráðherrum, ég af sam-
gönguráðherra og Baldur af fjár-
málaráðherra, til þess að gefa
þeim síðan skýrslu um málið. Það
hlýtur því að vera ráðherranna, að
vega það og meta hverju sinni að
eru sömu kaupaheimildirnar i
báðum tilfellum,“ sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða. i
samtali við Mbl., þegar hann var
inntur eftir því hvers vegna
bandariskir endurskoðendur
Flugieiða viðurkendu ekki fulla
eign félagsins á DC-10-þotunni.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar er heildarverð DC-10-þot-
unnar 40 milljónir dollara, en upp
í þá upphæð greiða Flugleiðir 13
hve miklu leyti okkar greinargerð-
ir eru gerðar opinberar í fjölmiðl-
um. Þetta er grundvallarskoðun
mín í þessu máli og þannig verða
embættismenn að vinna verk sín,“
sagði Birgir ennfremur.
„Baldur hlýtur því að vega það
og meta hvernig hann hagar
samskiptum sínum við fjölmiðla
öðru vísi,“ sagði Birgir að síðustu.
milljónir dollara á þeim sjö árum,
sem þotan er í leigu, en geta síðan
greitt þær 27 milljónir dollara,
sem á vantar til þess að eignast
vélina að fullu í lok leigutímabils-
ins.
Verð véla af þessari gerð frá
Douglas-verksmiðjunum í dag er á
bilinu 55—60 milljónir dollara,
eftir útbúnaði og á þeim tíma sem
Flugleiðir geta keypt vélina, þ.e.
eftir sjö ár verður söluverð þeirra
orðið mun hærra ef að líkum
lætur. Hafa sumir spáð því, að það
verði á bilinu 80—90 milljónir
dollara. Flugleiðavélin er keypt á
föstu verði.
Funda með
ráðherrum
ÖRN O. Johnson. stjórnarfor-
maður Flugieiða. og Sigurður
Ilelgason, forstjóri áttu í gær-
dag fund með forsætisráð-
herra. Sigurður sagði í sam-
tali við Mbl., að þeir Örn
hefðu aðeins kynnt forsætis-
ráðherra mál Flugleiða. og
annað væri ekki af fundinum
að segja.
Sigurður sagði ennfremur,
að þeir hefðu verið boðaðir til
fundar með forsætisráðherra,
samgönguráðherra og félags-
málaráðherra í dag, þar sem
málefni Flugleiða yrðu rædd.
Skipaðir af ráðherrum
og eigum því að gefa
þeim skýrslu um málið
„VIÐ, ÞESSIR tveir eftirlitsmenn, höfum ekki lokið við neina
sameiginlega greinargerð um fjárhag Flugleiða. Þess vegna verður að
lita á það sem Baldur Óskarsson segir, sem hans skoðanir og
sjónarmið, en ekki sameiginlegt álit okkar,“ sagði Birgir Guðjónsson,
annar eftirlitsmaður með fjárhagslegum skuldbindingum Flugleiða.
skipaður af samgönguráðherra, er Mbl. innti hann eftir þvi hvort
hann væri sammála þeim yfiriýsingum Baldurs óskarssonar í
fjölmiðlum undanfarna daga. að skýrsla Flugleiða um fjárhagslega
stöðu fyrirtækisins og rekstraráætlun á komandi ári væri fölsk og
ómerkileg.