Morgunblaðið - 10.09.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
25
fclk í
fréttum
Þessi mynd af thailensku stúlkunum var tekin skömmu eftir að þeim var bjargað úr
vefnaðarverksmiðju í Thomburi í Thailandi en þær höfðu verið seldar þanjjað í þrældóm. Stúlkurnar,
sem eru tuttujfu talsins, eru flestar u.þ.b. tólf ára gamlar. Þrælasala af þessu tagi tiðkast i miklum
mæli i Thailandi ob á hverju ári eru þúsundir thailenskra untílinKa seldir i þrældóm.
+ ORKUKREPPA og
bensínverð, sem fer sí-
fellt hækkandi, hafa
gert það að verkum að
bílarnir, sem fram-
leiddir eru, verða sífellt
minni og minni. En
ekki eru allir ánægðir
með þessa þróun mála
og meðal þeirra er hún
Karen sem er hér fyrir
miðju á myndinni.
+ NOTTING Hill kjötkveðjuhátíðin er árviss viðburður í London.
Þar ríkir ávallt xlaumur og gleði og stóðst brezki lögregluþjónn-
inn ekki mátið þegar Liza Roberts bauð honum upp i dans.
+ VARÚÐ — skjaldbökur,
þetta er ekki viðurkennt al-
þjóðlegt umferðarmerki sem
stendur þarna við þjóðveginn
í Wethersfield í Bandarikj-
unum. Margar skjaldbökur
hafa orðið undir bíl þarna og
látið lífið. Elain Segda sá að
við svo búið mátti ekki
standa og tók til sinna ráða.
Hún skrifaði borgaryfirvöld-
um í Wethersfield og kom
því til leiðar að skiltið var
sett upp.
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Sumarspila-
mennskan í Domus
Feikna góð þátttaka var næst
síðasta kvöld sumarspila-
mennskunnar í Domus, á
fimmtudag. 70 pör mættu til
leiks, og minnist undirritaður
ekki annarrar eins þátttöku í
tvímenningi hérlendis.
Þetta var jafnframt síðasta
spilakvöldið sem reiknaðist til
stigagjafar, svo um uppgjör var
að ræða.
Og sannarlega varð mjótt á
mununum. Stigasmalarnir sett-
ust, að vanda, í sama riðil, og
þegar upp var staðið skildu
aðeins 2 stig að þá sem hrepptu
1. og 2. sætið í riðlinum (-C). Og
það var Sverrir Kristinsson sem
marði það á „marklínunni“.
Vel af sér vikið, Sverrir.
Annars var spilað í 5 riðlum
og úrlsit urðu þessi:
A-riðiII: stig
Eggert Benónýsson —
Jón Ámundason 274
Nanna Ágústsdóttir —
Alda Hansen 238
Brandur Bryjólfssson —
Þórarinn Álexandersson 234
B-riðiII: stig
Ingvar Bjarnason —
Marinó Einarsson 262
Kristín Þórðardóttir —
Jón Pálsson 247
Ingóifur Böðvarsson —
Guðjón Ottósson 237
C-riðill:
Sverrir Kristinsson —
Gestur Jónsson
Valur Sigurðsson —
Jón Baldursson
Egill Guðjohnsen —
Runólfur Pálsson
D-riðill:
Magnús Ólafsson —
Jörundur Þórðarson
Stígur Herlufsen —
Vilhjálmur Einarsson
Ómar Jónsson —
Jón Þorvarðarson
E-riðill:
Ólafur Ólafsson —
Sigurður Lárusson
Óli Valdimarsson —
Sigurður Karlsson
Tryggvi Bjarnason —
Steinberg Ríkharðsson
Meðalskor í A-, B- og C-riðli
var 210, 156 í D- og 84 í E-riðli.
Keppnisstjóri var Hermann Lár-
usson.
Og lokastaðan í hinni tvísýnu
heiidarstigakeppni Bridgedeild-
ar Reykjav. er þessi: stig
1. Sverrir Kristinss. 20
2. Valur Sigurðss. 19
3. Jón Baldurss. 17
4. Sigfús Örn Árnas. 16
Þessir skáru sig úr, en alls
hlutu 160 einstaklingar stig yfir
sumarið, og er það þó aðeins
hluti þeirra er þátt tóku í
sumarspilamennskunni.
Minnt er á, að enn er einu
„léttu" kvöldi ólokið og verður
spilað næstkomandi miðvikudag,
en ekki fimmtudag eins og venja
er, og í Domus Medica.
Á dagskrá eru verðlaunaveit-
ingar, og eru spilarar hvattir til
að fjölmenna og hylla kempurn-
ar.
1!K)
183
179
stig
96
96
96
ísafold f ékk
í skrúfuna á
Grænlandsmiðum
Neskaupstað 8. september
NÓTAVEIÐISKIPIÐ ísafold kom
hingað inn til Neskaupstaðar i
gærmorgun, en skipið hafði feng-
ið nótina i skrúfuna á loðnumið-
unum við Grænland. Kafari skar
úr skrúfunni, það sem skipverj-
um hafði ekki tekizt að losa úti á
miðunum. Skipið fékk leyfi til að
landa hér um 300 tonnum af
loðnu, en skipverjum fannst ekki
taka þvi að halda með þann afla
heim til Hirtshals eða aftur á
miðin. Skipið hélt siðan aftur út
á sunnudagskvöld.
Ísafold er gerð út frá Hirtshals í
Danmörku, en aðaleigandi skips-
ins er Árni Gíslason. Skipverjar á
ísafold sögðu loðnuna, sem þeir
hefðu fengið við Grænland, stóra
og fallega og þar væri „sæmilegt
kropp“.
Ásgeir
Föndurnámskeið
í kennslustofu okkar inn af verzluninni að
Laugavegi 26 höldum við föndurnámskeið í
ýmsum greinum. Kennslutími er utan venjulegs
vinnutíma og námskeiðin eru stutt, 3 tímar í senn,
3—5 skipti.
Á næstunni verða haldin námskeið í eftirtöldum
greinum:
Tauþrykk, kennari Elsa Breiðfjörð.
Hnýtingar, kennari Sigrún Ragnarsdóttir.
Körfugerð, kennari Björk Þorleifsdóttir.
Leðurvinna, kennari Örn Ingólfsson.
Uppsetning vefja, kennari Asta Bernhöft.
Um miðjan október hefjast námskeið í
jólaföndri.
Innritun og nánari upplýsingar í verzluninni.
HANDID
Tóvmstundavörur fyrir heimili og skóla.
Laugavegi 26, Reykjavík. Sími 29595