Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Jón Jónsson, listmálari, sat í vinnustofunni sinni, umkringdur nýj- um myndum með ártalinu 1980, þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit inn til hans einn morguninn. Hann hafði verið að mála tvær vatnslita- myndir af blómum, sem honum voru færð á níræðisafmælinu sl. sunnudag. Þarna mátti sjá nýjar myndir frá Þingvöllum, úr Heiðmörk og frá Miðdal, sem hann málaði úti í sumar. Hann málar líka alltaf öðru hverju heima í vinnustofunni, segir hann af sömu hógværð, sem einkennt hefur hann í níutíu ár. Og bætir við: — En ég þreytist orðið fljótt. Við eigum brekku eftir, hún er há. Hana þarf að klífa í lokin. Þegar hann er þá spurður hvort hann sé að verða reiðubú- inn til að leggja í þá brekku, lítur hann snöggt upp: — Nei, ég vil lifa lengur ... og lengur! Mér líður vel. Er sáttur við lífið og alla menn. Veit ekki til þess að ég eigi neinn óvin. Hefi heldur ekkert verið að gagn- rýna náungann um ævina, segir hann. Þetta kemur engum á óvart, svo hlýr sem Jón er í viðmóti — og með hýran glampa í auga. Raunar er síður en svo ástæða til að byrja viðtal við hann á umtali um síðasta spölinn. Hann er heilsuhraust- ur. Þegar hann datt fyrir tveimur árum og braut þrjú rif, neitaði hann að liggja í rúmi á sjúkrahúsi og fór heim, þar sem hann fékk vafninga og var á ferli meðan hann greri sára sinna. Það hefur sýnilega verið skynsamlegt viðbragð — og honum líkt. Honum líður vel í húsinu sínu á Njálsgötu. Sonur hans og tengdadóttir búa í húsinu og hugsa um hann. — Eg vona að ég geti verið hér út ævina. Það væri ekki skemmti- legt að þurfa á elliheimili, segir hann. í íbúðinni hans eru málverk, bæði eftir Ásgrím bróður hans Jónsson og gamlar myndir hans sjálfs. Sú elsta Siglufjarðar- mynd frá 1916. Þá var hann í húsbyggingu fyrir Islandsfélag- ið á Siglufirði og hafði tel ið málningardótið sitt með no: ð- ur, segir hann til skýringar. f ex árum áður hafði hann byrjað að læra að teikna hjá Ásgrími bróður sínum. Jón er fæddur í Rútsstaða- hjáleigu í Gaulverjabæ fyrir 90 árum. — Pabbi og mamma voru bláfátæk, segir hann. Pabbi varð oft heylaus undir vorið. Við vorum átta systkinin, en ekki nema fimm sem komumst upp. Ég man þegar mamma fór af bæ, þá fórum við að smíða taflmenn og tefla. Pabbi kunni að tefla. Hann mátaði mig alltaf. Um aldamótin vildu þau h ^tta að búa. Það vor fermdist S jríður systir mín, en ég mun hafa verið níu ára gamalí. Þá Sextíu ár skilja á milli þessara mynda. Þarna sit- ur Jón í stólnum sínum níræður að aldri. Mynd- ina á veggnum málaði hann af sér þrítugum. fór allt heimilið á flæking. Við urðum að dreifast á bæina. Ég fór með foreldrum mínum að Garðhúsum. Ásgrímur, sem var 14 árum eldri en ég, var farinn að heiman. En ég man að hann kom einu sinni að Garðhúsum. Var þá á leið upp í Hreppa til að mála. Gestur á Hæli hjálp- aði honum og það fólk var honum ákaflega gott. Einnig var hann hjá Sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi og sr. Ólafi syni hans. Ég var ákaflega hrifinn af þessum stóra bróður. — Nei, ég sá engar myndir hjá honum þá. En fyrsta vetur- inn sem við vorum í Reykjavík, hélt Ásgrímur sýningu í God- templarahúsinu. Ég var þá á 17. ári, og varð ákaflega hrifinn. Hvernig er þetta hægt? sagði ég við sjálfan mig. Ásgrímur var á förum til Ítalíu, þar sem hann var í eitt ár. Þegar hann kom aftur 1909, fór hann austur í Flóa og málaði þá þessa mynd, sem hangir þarna á veggnum. En um haustið fór ég að læra hjá honum. Ég leigði þá her- bergi á Hverfisgötu 30. Hann kom þangað til að segja mér til. Lét mig teikna hendur og fætur úr gifsi og fleira þessháttar. Hann var ákaflega strangur við mig. Um sumarið 1911 fór ég til Bolungarvíkur í vinnu við að steypa brimbrjótinn. Hann hélt að það yrði of erfitt fyrir mig. Það var líka ákaflega erfið vinna. Þegar ég kom til baka, fór ég því í húsamálun. Komst fljótt upp á að mála veggi, því ég fékk svo góða tilsögn, fyrst hjá Sumarliða Sveinssyni. Á því lifði ég svo þaðan í frá, þegar vinnu var að hafa, til 1969. En framan af var oftast enga vinnu að hafa við málun frá því um eða yfir áramót og fram undir marzlok. Meðan ég var á Siglufirði 1916, eins og ég sagði frá áðan, fékk ég líka vinnu við málun, málaði m.a. á prestsetrinu Hvanneyri hjá sr. Bjarna. — Haustið 1919 átti ég orðið 3000 krónur, sem var mikill peningur, og hélt til Kaup- mannahafnar. Var hann vetur að læra hjá Viggo Brandt, sem kenndi í Listasafninu við Sölvgade. Hann var jafn strangur og Ásgrímur og ég teiknaði pg málaði hjá honum. Nei, Ásgrímur lagði það ekki til að ég færi utan til náms. Neitaði að lána mér til þess, en kunningi minn einn Iánaði mér þær 300 krónur, sem á vantaði. Næsta vor komst ég í að mála hjá Haraldi Árnasyni kaup- manni, bæði í Haraldarbúð, heima hjá honum og í bústaðn- um á Þingvöllum. í lok sumars-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.