Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 27 Einar Björgvinsson flugmaöur - Kveöja Fæddur 26. febrúar 1949. Dáinn 22. september 1980. „Bilið er mjótt milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds". (Sálmur). Við aðstandendur Einars Björg- vinssonar flugmanns, stöndum skelfingu lostnir. í blóma lífsins, fullur áhuga og starfsgleði, er hann hrifinn á brott. Ungur að árum var hann, er hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Ingi- björgu Andrésdóttur. Að loknu rafvirkjanámi var fljótlega horfið að nýjum starfsvettvangi, sem svo miklar framtíðarvonir voru bundnar, flugnámi. Með sameigin- legu átaki hinna hungu hjóna tókst þeim jafnframt dýru námi Einars að koma yfir sig húsi og heimili hér í kauptúninu. Allt virtist svo bjart framundan. A augabragði er því lokið. Samverustundirnar með mági mínum allt frá okkar fyrstu kynn- Guðmundur Tómasson Trandraseli — Minning Fa*ddur 14. september 1891. Dáinn 13. september 1980. Guðmundur var fæddur að Eini- felli í Stafholtstungum. Foreldrar hans voru Ástrós Sumarliðadóttir og Tómas Guðmundsson. Eignuð- ust þau 9 börn og er nú aðeins eitt á lífi, Margrét, sem er á Dvalar- heimilinu í Hveragerði. Tómas missti heilsuna og heimilið leyst- ist upp. Guðmundur var þá innan við fermingu, svo lífsbaráttan byrjaði snemma. Lífið á þessum árum einkenndist af vinnu og aftur vinnu, en atlæti ekki í sömu hlutföllum. Guðmundur var snillingur í höndunum og afbragðs sláttumað- ur. Þegar Unglingasamband Borg- arfjarðar stóð fyrir keppni í þeirri list vann Guðmundur þá keppni þau þrjú ár, sem hún var haldin. Guðmundur kvæntist liðlega tvítugur, Ólöfu Jónsdóttur frá Einifelli. Eignuðust þau fimm börn, sem öll hafa erft mannkosti foreldra sinna, en þau eru: Fjóla, hennar maður var Kristján Jóns- son, sem nýlega er látinn; Hall- dóra, hennar maður var Haukur Helgason sem dó fyrir nokkrum árum; Margrét, gift Guðmundi Helgasyni; Tómas, kvæntur undir- ritaðri og Ásta, gift Geirmundi Finnssyni. Ólöf missti heilsuna er yngsta barnið var á fjórða ári. Vorið 1944 fluttu þau frá Trandraseli að Stóru-Skógum til Fjólu dóttur sinnar, sem annaðist móður sína af slíkri alúð og umhyggju, að ég hef aldrei kynnst neinu líku. Oft sat Guðmundur og las sögur fyrir konu sína að loknu erfiðu dags- verki. Ólöf dó sumarið 1955, þá búin að vera rúmföst yfir 20 ár. Aldrei heyrðust æðruorð eða kvartanir hjá Guðmundi. Hann dró ætíð fram það jákvæða og bjarta í mannlífinu. Á annað var ekki minnst. Að leiðarlokum kemst ekkert annað að en þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna, að kynnast svo mætum manni. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Anna Sveinbjörnsdóttir um þakka ég af alhug, svo og alla hjálpsemi hans og vinsemd alla við fjölskyldu mína. Meðal hinna mörgu ógleymanlegu minninga okkar um hann verða ánægju- stundirnar á heimili hans og Ingibjargar og minningar úr sumarferðalögum liðinna ára. Ingibjörg þörnunum og föður hans votta ég innilega samúð og bið góðan Guð að styrkja þau. Hinn látni ástvinur okkar myndi óska þeim styrks til þess að yfirvinna sorgina. Guð blessi minninguna um Ein- ar mág minn. Mágkona. Tollskjöl og verðútreikningar Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið um tollskjöl og verðútreikninga í fyrirlestrasal félagsins að Síðu- múla 23, dagana 13. október kl. 15—19 og 14. og 15. Leiðbainandi: október kl. 13—17. Fjallað verður um: — helstu skjöl og eyöublöi viö tollafgreiöslu oc notkun þeirra. — meginþætti laga og reglu- geröa er gilda viö tollaf- greiöslu vara. — grundvallaratriöi tollflokk- unar. — helstu reglur viö veröút- reikning. Gerð verða raunhæf verkefni. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutning í smáum stíl og iönrekendum, sem ekki hafa mikinn innflutning. Einnig er námskeiöiö kjörið fyrir þá sem eru að hefja eða hyggjast hefja störf við tollskýrslugerö og verðútreikninga. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, sími 82930. SIIÓRNUNARFÉIAG ÍSIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Kart Qaröartaon, viðskiptafraaðingur. ÞAKRENNUR og fylgihlutir BORGARAS Sundaborg 7. S. 81044. Dinette BORÐSTOFU- SETT Dinette er fallegt og nútímalegt boröstofusett úr dökku mahogany frá hinu þekkta fyrirtæki í Noregi Húsgagnasýning kl. 3—6 í dag Komið og skoðið okkar fjölbreytta úrval af húsgögnum Verið velkomin 5be£n Smiðjuvegi 6 — Sími 44544 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.