Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 20 Stór tár, hrynjandi niður blakka vanga og gleiðbrosandi hvit andlit var viðfangsefni margra barnanna. j>etta er myn(iin hennar Jónínu Sigrúnar og lýsir hún betur en nokkur orð hugmyndum hennar um af hverju okkur ber að leggja hönd á plóginn. Baukurinn á kennaraborðinu hef- ur þegar að geyma nokkur þúsund krónur. — Margt smátt gerir eitt stórt. „Ég get hjálpað“ stendur stórum stöfum á myndinni hans Freys Frosta- sonar, lengst til vinstri. Félagi hans á móti notar fyrirsögnina „Ég er svang- ur Verkefnið var unnið í hópvinnu og á sumum borðunum höfðu krakkarnir límt saman blöðin sin og unnu sameigin- lega að myndunum. Ljósm. Mbl. RAX. AFRIKUHJÁLPIN 1980: ,Eg get hiálpað - skólabörn áhugasöm um söfnunarher: ferd RKÍ „Það er stríð hjá þeim og þau fá ekkert að borða,“ sögðu krakkarnir í 9 ára bekk í Melaskóla á föstudagsmorguninn, þegar blm. og ljósm. Mbl. litu inn til þeirra. Þau voru öll önnum kafin við að teikna og lita myndir af hungruðum Afríkubúum og hjálparstarfinu í A-Afríku. Á myndunum mátti lesa „Ég er svangur44, „Ég get hjálpað“ og auðséð var á efnisvali, að börnunum var hugleikinn sá munur sem er á kjörum okkar og þeirra. — Fyrst þau fá ekkert að Við fengum að skoða myndirnar borða hvað verður þá um þau? hjá krökkunum og mátti þar sjá Margar hendur voru á lofti og einhver sagði: „Þá deyja þau“, annar sagði: „Þau fá hrísgrjón". — Getum við gert eitthvað til að hjálpa þeim? „Já, við setjum peninga í bauk- inn, svo kaupir Rauði krossinn mat handa þeim.“ Kennarinn, Dagný G. Alberts- son sagði að krakkarnir hefðu sjálf útbúið sérstakan bauk, sem stendur á kennaraborðinu. „Við höfum sameiginlega reiknað út, sagði Dagný, „hversu mikið við getum safnað með því að spara við okkur 20 kr. og upp í 100 kr. á dag. Ef við söfnum í nokkurn tíma verður upphæðin nægileg til að kaupa mat handa mörgum börn- um og börnin skilja að við getum hjálpað." — Hvernig fáið þið peningana sem þið safnið? „Spörum, kaupum ekki tyggjó eða ís. Fáum þá heima og svoleið- is.“ mörg listaverkin. Krakkarnir ætl- uðu að ljúka við myndirnar á föstudeginum og síðan verða þær sendar í samkeppni til Rauða krossins. Síðan verður valið úr myndunum sem berast og þær sýndar á Hungurvöku Rauða krossins og samtakanna Líf og land, en hungurvakan er liður í söfnunarherferð Rauða kross ís- lands til hjálpar bágstöddum í A-Afríku. Hungurvakan verður haldin að Kjarvalsstöðum laugar- daginn 11. október og gefst þá almenningi tækifæri á að kynna sér túlkun íslenzkra barna á kjörum jafnaldra þeirra á hörm- ungarsvæðum A-Afríku. Þá munu skólabörn um allt land einnig gegna mikilvægu hlutverki á aðalsöfnunardaginn, sem verður helgina á eftir Hungurvökunni. Þau munu ganga í hvert hús á landinu og gefa fullorðna fólkinu einnig tækifæri til að leggja sitt af mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.