Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
t Eiginmaður minn, KJARTAN J. MAGNÚSSON, ^ Hraöastööum, Mosfellssvoit, andaöist á Landspítalanum aöfaranótt 3. okt. Fyrir hönd vandamanna, Gróa Andrésdóttír.
t Bróöir okkar, GUÐJÓN VALGEIRSSON, frá Seljanesi, lézt 2. október. Systkinin.
t Fóstra mín KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR lézt 26. september síöastliöinn. Útför hennar verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 7. október kl. 15. Halldór Hansen.
Faöir okkar, FRITZ BERNDSEN. málarameistari, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6.10. kl. 1.30. Jörgen Berndsen, Sessélja Berndsen, Björn Berndsen.
Faöir okkar, ASTRADURJÓNSSON, f. verkstjóri, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Guöríöur Ástráösdóttir, Guðmundur Ástráösson, Friöjón Ástráösson.
t Útför systur minnar og mágkonu, ÞÓRLAUGAR BRYNJULFSDOTTUR, hjúkrunarkonu, fór fram í Danmörku 24. september sl. Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu. Fyrir okkar hönd, barna hennar og annarra aöstandenda. Sigríöur Brynjúlfsdóttir, Jón Vattnes.
t Eíginmaöur minn og faöir okkar, EINAR S. KRISTJÁNSSON, stórkaupmaóur, lést sunnudaginn 28. september sl. í Landakotsspítala. Útförin fór fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir okkar hönd og annarra aöstandenda, Þorbjörg Björnsdóttir, Guörún Þ. Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Auöur Inga Einarsdóttir.
t innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför INGIBJARGAR GUDJÓNSDÓTTUR, frá Eyri, Ingólfsfirói. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Ingólfsson.
LEGSTEINAR MOSAIK H.F. ♦ Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Minning:
Einar Sigurður
Kristjánsson
Tengdafaðir minn Einar Sigurð-
ur Kristjánsson andaðist 28. sept.
sl. á Landakotsspítala, eftir langa
og erfiða sjúkralegu.
Einar fæddist 5. febrúar 1907 á
Flateyri við Önundarfjörð. Einar
var sonur hjónanna Kristjáns
Sigurðar Kristjánssonar, kennara,
og konu hans Guðrúnar Þorbjarg-
ar Kristjánsdóttur.
Æsku og unglingsárum sínum
eyddi hana í Hvammi í Dýrafirði
og á Þingeyri. Um leið og hann
hafði aldur til fór hann til sjós,
eins og aðrir unglingar á Vest-
fjörðum. En hugur hans leitaði til
annarra starfa. Af tilviljun réðst
hann til starfa í Tóbaksbúðina að
Laugaveg 12, hér í Reykjavík. Þar
starfaði hann fyrstu árin sín í
Reykjavík, af mikilli trúfestu.
Einn af hans mörgu kostum var
stundvísi. Til marks um stundvísi
hans á þessum árum vil ég nefna
að hann opnaði alltaf tóbaksbúð-
ina á slaginu níu. Þótti fólki í
nálægum verslunum það svo mikil
nákvæmni að sagt var að aðrir
settu klukkur sínar eftir opnun-
artíma hans. I mörg ár stundaði
hann störf þarna og sem sölumað-
ur hjá Landsstjörnunni, sem var
innflutningsfyrirtæki í Reykjavík.
Þessi fyrstu ár hafa mótað áhuga
hans til verslunarstarfa. Það sést
best á þvi að hann stofnar og
tekur þátt í stofnun ýmissa fyrir-
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu okkar,
SIGRÍÐAR GUÐLEIFSDÓTTUR,
Holtsgötu 8, Hafnarfiröi,
sem andaöist 28. september sl. veröur gerö frá Fríkirkjunni í
Hafnarfiröi mánudaginn 6. október kl. 14.00.
Kristmundur Gaorgsson,
Bjarni Kristmundsson, Margrét Billhardt,
Valdís Kristmundadóttir, Jens Jónsson,
Ásdís Krístmundsdóttir, Guóbrandur Óli Þorbjörnsson,
Guóleifur Kristmundsson, Hildur Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og sonar,
SIGURÐAR G. STEINÞÓRSSONAR,
Selvogsgötu 24,
Hafnarfirói,
fer fram frá Þjóökirkjunni Hafnarfiröi þriöjudaginn 7. okt. kl. 2.
Blóm afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, eru beönir aö
láta Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra njóta þess.
Aóalheiöur Kristjánsdóttir,
börn og tengdabörn,
Þorbjörg Guómundsdóttir.
t
Útför móöur okkar og tengdamóöur
VIGDÍSAR HANSDÓTTUR,
Hjaröarholti 11, Selfossi, áöur húsmóöir aö Kambi í Flóa,
sem andaöist í sjúkrahúsi Selfoss 30. september, fer fram frá
Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. október kl. 3 e.h.
Blóm og kransar afbeönir, en þelr sem vildu minnast hinnar látnu,
er bent á sjúkrahús Selfoss.
Börn og tengdabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og
jaröarför
AOALSTEINS BALDVINSSONAR,
frá Brautarholti.
Ingólfur Aöalsteinsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Gunnar Aöalsteinsson, Steinunn Arnadóttir,
Brynjóltur Aóalsteinsson, Guófinna Snæbjörnsdóttir,
Svanhildur Aöalsteinsd., Ólafur Guðbrandsson,
Emilía Lilja Aóalsteinsd., Elís G. Þorsteinsson,
og barnabörn.
tækja sem enn í dag eru starfandi.
Þar á meðal eru Kauphöllin,
íslenzk-erlenda, vikublaðið Vikan
og Kristjánsson hf., sem hann
stjórnaði síðastliðin þrjátíu og
fimm ár. Eitt af fyrirtækjunum
sem hann stofnaði er Auglýs-
ingaskrifstofa EK. Það er, að mér
er best kunnugt, fyrsta auglýs-
ingafyrirtækið á Islandi. Það
stofnaði hann eftir að hafa lært
auglýsingateiknum í Kaupmanna-
höfn. Eftir að hann stofnaði
Kristjánsson hf. ásamt bróður
sínum Guðna, átti það hug hans
allan. Fyrirtækið var stofnað 1945.
Einar stjórnaði Kristjánsson hf.
með miklum dugnaði og mynd-
arskap frá upphafi þess þar til
hann veiktist á síðastliðnu ári.
Ég kom til starfa hjá Einari
eftir að ég varð tengdasonur hans
1966. Frá upphafi hefur hann
reynst mér sem besti faðir. í þau
fjórtán ár sem við höfum starfað
saman höfum við verið ákaflega
samríndir og hefur aldrei slettst
upp á vinskapinn. Oft kom ég með
unggæðislegar hugmyndir og sló
þeim fram eins og ungum áköfum
mönnum er svo gjarnt að gera.
Hann tók öllum þessum byltingum
mínum með jafnaðargeði og ef
honum fannst þær fáránlegar
leiddi hann mér það fyrir sjónir
eins og þroskuðum skynsömum
manni er einum lagið. Við höfðum
mörg sameiginleg áhugamál, m.a.
hestamennsku. I mörg ár fórum
við í útreiðatúra þrisvar i viku og
nutum þess afar mikið báðir. Við
ferðuðumst þannig um nágrenni
Reykjavíkur, upp í Mosfellsdal,
upp að Skálafelli, inn á Hellisheiði
og víðar þar sem fólk ferðast ekki
á bílum. Alltaf fórum við í
útreiðatúr, sama hvernig viðraði,
því þegar við vorum komnir á bak
skipti rigning eða kuldi ekki leng-
ur máli. I Laxveiði fórum við
nokkrum sinnum og vorum þá
saman um stöng. Anægjan var
ekki eingöngu fólgin í að veiða,
heldur einnig í að setjast á
árbakkann og velta vöngum um
lífið og tilveruna. Einar var mjög
fróður maður og víðlesinn. Hann
átti það oft til að segja mér frá
einu eða öðru sem hann hafði
nýlega lesið og oftast var það
eitthvað sem aðrir lásu almennt
lítiö eða ekki.
Margar voru stundirnar sem við
vorum saman í sumarbústaðnum,
Þingnesi, við Elliðavatn. Á vorin
fórum við til að lagfæra það sem
úrskeiðis fór um veturinn. Var þá
Benedikt heitinn Kristjánsson
venjulega með okkur. Við Bene-
dikt smíðuðum en Einar sinnti
öðru og eldaði mat handa okkur.
Eldamennskan var á stundum
ákaflega brösótt og bragðaðist
misjafnlega. Við Benedikt strídd-
um honum á þessu, en allir
höfðum við gaman af þessu eftirá.
Eftir að börnin okkar fóru að
hafa aldur til nutum við öll
sumarbústaðarins ennþá betur.
Einar fór iðulega með þau í
gönguferðir um svæðið og inn í
Heiðmörkina. Á þessum ferðum
sagði hann þeim sögur og ntalaði“
við fuglana. Krakkarnir héldu því
statt og stöðugt fram að afi þekkti
alla fuglana og fuglarnir afa, því á
hverjum morgni fór hann út á
hlað til að bjóða fuglunum góðan
daginn.
Einar var ekki mikið fyrir
margmenni. Hann lifði mikið fyrir
fjölskyldu sína. Allt sem hann tók
sér fyrir hendur og vann að, var
gert með því markmiði að Þor-
björgu, eiginkonu hans og dætrum
hans liði sem best. Vinum sínum
var hann mikill vinur og oft fyrir
jól tók hann saman pakka með
mat og smágjöfum og sendi þeim
sem hann vissi að voru í þörf fyrir
smá aðstoð, en ávallt var það sent
án þess að gefandans væri getið.
Um nokkura ára skeið var hann
virkur félagi í Kiwanis-klúbbnum
Kötlu og var meðal annars forseti
eitt ár. Að þessu starfaði hann af
miklum eldmóði og áhuga, því
þarna var þjónustustarf sem hann
hafði áhuga á. Vegna vaxandi
veikinda hans seinni ár dró úr
þessu starfi hans.
Einar hefur meira og minna
legið á Landakotsspítala síðastlið-
ið eitt og hálft ár. Ég vil fyrir
hönd fjölskyldu hans, þakka
starfsfólki og læknum Landa-
kotsspítala þá yndislegu aðhlynn-
ingu sem hann varð aðnjótandi
allan þann tíma sem hann átti í
sínum veikindum. Sérstaklega vil
ég þakka Ólafi Gunnlaugssyni
lækni, fyrir hans hlýhug og vin-
áttu sem hann sýndi Einari og
Þorbjörgu konu hans. Um leið og
ég þakka Einari fyrir allar
samverustundirnar votta ég eig-
inkonu hans og öðrum aðstand-
endum mína innilegustu samúð.
Jóhann ólafsson.