Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 I STUTTU MÁLI TÓNABÍÓ FRÚ ROBINSON Tónabíó hefur nú um nokkurt skeið sýnt nýtt sýningareintak myndarinnar THE GARDUATE, við góðar undirtektir. Ekki síst þeirra sem nutu þessarar vinsælu myndar fyrir röskum áratug og hrifust af frjálslyndi hennar, (þá), í kynferðismóral og gagnrýni á þjóðfélag hinna eldri. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim þrettán árum sem liðin eru frá frumsýningu THE CRADUATE, og mesti broddurinn af, hvað snertir frjálsræði og ádeilu. En í gegnum tiðina mun standa frábær leikstjórn Nichols, leikur Bancroft og Hoffmans og ekki síður hin síunga tónlist Simons og Garfunkel að ógleymdri fagurri myndatöku Robert Surtees. Á NÆSTUNNI Ádur en lanjft um líður verður hér tekin til sýninKa i LauKarásbiói hin umtalada mynd MOMENT TO MOMENT, sem næstum varó til þess að kveða niður vinsældir stjornunnar Travolta. En það má nýjast um kappann segja að hann slær nú enn einu sinni í «oKn i dreifbýlisrokkmyndinni UR- BAN COWBOY. Hér leikur Travolta sjálfan sík, en myndin er söKð sjálfsævisciKuleK. ok fjallar um samband hans við sér mun eldri leikkonu. Diana Hyland, sem lauk við dánarbeð hennar árið 1977. Hér fer afbraKðsleikkon- an Lily Tomlin með hlutverk Dionu. Leik- stjórn (>k handrit i hondum Jane Wa^ner. Á næstu grösum í Nýja bíó NÝJA BÍÓ, sem hefur sýn- ingarrétt á myndum risafyr- irtækisins 20th Century Fox, hériendis, á enn nokkuð ósýnt af myndum úr síðasta samn- ingi þessara fyrirtækja. Það verður að segjast eins og er að þetta er óvenju vænn hópur, sem hlotið hefur góðar undirtektir meðal almenn- ings og gagnrýnenda erlendis. ALIEN er sjálfsagt hvað þekktust þessara sjö mynda sem ósýndar eru, enda ein vinsælasta mynd síðasta árs víðsvegar um heim og kom nokkuð við sögu Oscarsverð- launanna í vor. ALIEN er fyrsta „geim- hrollvekjan“, sem gerð hefur verið, en hún fjallar um sjö vísindamenn sem staddir eru órafjarri í tíma og rúmi í biluðu geim-dráttarskipi. Og þá taka einkennilegir og ógnvekjandi hlutir að gerast Myndin þykir einstaklega vel gerð tæknilega — synd að fá ekki að njóta hennar í Doiby — og sagt er að fólki hafi ekki brugðið jafn hressi- lega í kvikmyndahúsi um árabil .. . Leikstjórn annast Ridley Scott, cn með stærstu hlut- verkin fara Tom Skerritt, Sigourney Weaver, Veroníca Cartwright, sá gamli þrjótur Harry Dean Stanton, John Hurt, lan Holm og Yaphet Kotto. Þá hefur verið samið um Meistari Barnardo Borto- lucci leikstýrir hinni umtöl- uöu mynd LUNA. nýjustu mynd Paul Mazurky, WILLIE AND PHIL, sem frumsýnd var erlendis í síð- asta mánuði, (öðru vísi mér áður hrá). Myndin hefur hlot- ið misjafna dóma, sumir telja hana bestu mynd leikstjór- ans, aðrir segja hana standa nokkuð að baki toppmynd- anna BLUME IN LOVE og AN UNMARRIED WOMAN. Efni myndarinnar sækir Mazursky í hið klassíska TWENTIETH CENTURY-FOX í stórmyndinni THE ROSE er tekiö miö af hörmulegu lífshlaupi Janis Joplin. Hér eru þau Bette Midler sem rokkstjarnan og Alan Bates sem hinn kaldrifjaði umboösmaöur hennar. I >Í0&m£ ’ . * ""* m ■ es « .. %■> " k, * ■ jí ‘ f * ***** a-v m »" ■" nfy* mmSM'. * mJSSsmHmm Jsár* * Þríhyrningurinn í hinni glænýju mynd Paul Mazurkyz, WILLIE AND PHIL, þau Michael Ontekan, Margot Kidder og Ray Sharkey. * * I * i#* listaverk Truffauts, JULES ET JIM, fjallar um vináttu og platónska ást sem tveir félag- ar leggja hvor á annan og þær kynferðislegu hvatir sem þeir bera til sömu konunnar. Óneitanlega er forvitnilegt að sjá hvernig Mazursky tekst til. Með aðalhlutverkin fara Margot Kidder og hinir lítt kunnu karlleikarar Michael Ontekan og Ray Sharkey. Þá er von á tveim myndum eftir þann brokkgenga meist- ara Robert Altman. Nefnast þær PERFECT COUPLE, sem frumsýnd var á síðasta ári við takmarkaða hrifningu, hin HEALTH, sem Altman er að leggja síðustu hönd á, en þar kun hann gera grín að þeim sem einkum leggja sér til munns hið svokallaða heilsufæði. He, he ... Myndin er sögð í anda NASHVILLE og THE WEDDING, og leikarahópur- inn er stór og samanstendur af gamalkunnum nöfnum að mestu leyti. Tvær síðustu helgar feng- um við tækifæri til að hrífast af snilldarverki italska leik- stjórans Bernardo Bertolucci, 1900, og innan skamms er von á nýjustu mynd meistarans, LA LUNA. Ógjörningur er að lýsa efni myndarinnar i stuttu máli, sjón er sögu ríkari. LUNA fjallar um mæðgin; sonurinn er að breytast úr unglingi í mann, móðirin er fræg óperusöng- kona, sem veit ekki hvort hún á að helga sig heimilinu eða frægðinni og ást þeirra hvors til annars er að skilja þau að. Með aðalhlutverkið fer hin rísandi leikkona Jill Clay- burgh, Matthew Barry, Ren- ato Salvatori og Tomas Mili- an. Handritið er samið af þeim Bernardo og Giuseppe Bertolucci, kvikmyndatöku annast Vittorio Storaro. Stórmyndin THE ROSE, með söngkonunni Bette Mid- ler í aðalhlutverki, er byggð á tragísku veraldarvolki ann- arrar stórstjörnu, sem greypt er í minnningu okkar flestra, Janis Joplin. Myndin hefur hlotð frábærar viðtökur alls- staðar og tónlistin hefur lent á vinsældalistum frá Holly- wood til Honolulu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá „The Divine Miss M“, á tjald- inu, en auk hennar fara þeir Alan Bates og Frederic For- rest með aðalhlutverkin. BRUBAKER, nefnist feyki- vinsæl mynd sem frumsýnd var í sumar með hinum sí- vinsæla Robert Redford í hlutverki fangelsisstjóra sem reynir umbætur sem ekki fá hljómgrunn í eyrum fangels- isyfirvalda og stjórnvalda. Raunsæ lýsing á hrottalegu lífi og aðbúnaði fanganna, hefur vakið miklar umræður vestan hafs, enda er myndin byggð á sönnum atburðum. Leikstjórnina annast góð- kunnur „tugthúslimur", eða Stuart Rosenberg, sem gerði hina eftirminnilegu „fangels- ismynd", COOL HAND LUKE. Þess má að lokum geta, að forstjóri Nýja bíós hafði valið BRUBAKER sem jólamynd í ár en af því getur ekki orðið sökum hörguls á sýningar- eintökum. Hann stafar aftur af verkfalli leikara vestan- hafs, en það er farið að lama kvikmyndaiðnaðinn verulega. Aðeins sárafáar myndir eru nú í framleiðslu og með sama áframhaldi er kvikmynda- skortur fyrirsjáanlegur. Nú þegar hafa dreififyrirtækin gripið til þess ráðs að fækka frumsýningum en geta tæp- ast annað eftirspurn á ein- tökum nýlegra mynda. Það má því segja að þetta lang- vinna verkfall, þar sem hvor- ugur virðist á því að gefa sig, sé farið að koma við íslenska kvikmyndahúsagesti nú þeg- Bloodbrothers AUSTURBÆJARBÍÓ: FÓSTBRÆÐUR Þegar þessar línur birtast er sýningum sjálfsagt að ljúka á athyglisverðri mynd í Austurbæjarbíói, BLOOD- BROTHERS. Það er því tæp- ast ástæða til að fjölyrða um myndina, en hún á það heldur ekki skilið að fara framhjá án þess að henni séu skil gerð. Leikstjórinn, Robert Mulli- gan, sem kunnastur er fyrir myndirnar TO KILL A MOCKINGBIRD, (’62) og THE SUMMER OF ’42 (71), skapar hér dökkmálað drama, nokkuð sundurlaust en oft geisiandi af mann- legum tilfinningum. Um- hverfið og efnið er ekki ný bóla, þar sem myndin fjallar um framtíðardrauma ungs Bandaríkjamanns af ítölsk- um ættum, sbr. myndirnar um ROCKY og SATURDAY NIGHT FEVER. En hér er reynt að horfast í augu við I ; staðreyndir. Ævintýraljóm- inn látinn lönd og leið. Hand- ritið er raunsætt á köflum og persónur skýrt mótaðar. Amerísk-ítalska fjölskyld- an gæðist lífi í höndum þeirra I ágætu leikara Paul Sorvino, en einkum er það túlkun Tony Lo Bianco á hinum kynrugl- aða föður, sem situr eftir í huganum. Þar er á ferðinni leikari sem ekki er nægilegur gaumur gefin. Sú sem fer með hlutverk móðurinnar er lítt sannfærandi. Því hefur verið varpað fram að Gere sé líklegur arftaki Newman og co., en víst er að piltur sannar það ekki með misjöfnum og stundum vandræðalegum leik sínum í FÓSTBRÆÐRUM. En hann hefur vörpulegt út- litið með sér, (þó hann minni oft illilega á armingjann Fal- conetti), og hver veit nema að Eyjólfur hressist hvað varðar framsögn og látbragð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.