Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 23
Gleggsta bendingin var án efa heimköllun Þjóðverja úr Eystra- saltslöndunum. Eistnesku Þjóðverjarnir voru minnihlutahópur (15—16 þúsund) sem Eistlendingr litu hornauga vegna sögu sinnar, því að úr þeirra röðum komu hinir baltnesku bar- ónar sem kúgað höfðu þjóðina öldum saman. Um þetta segir Ants Oras svo: „Það hefði þess vegna átt að verða oss óvænt gleði, þegar Hitler kallaði alla Austur- Þjóðverja heim til „föðurlandsins" nokkrum vikum eftir undirskrift eistnesk-rússneska sáttmálans. Á hálfum mánuði mátti heita að þessir þjóðflutningar væru fram- kvæmdir til fullnustu. Það var haustið 1939. Þessir atburðir hefðu átt að geta opnað augu vor fyrir því hvað raunverulega fólst í sáttmála Ribbentrops og Molo- tovs, að því er snerti land vort. Eistland hafði verið afhent Rúss- um.“ Reyfari um tvo hermenn Vorið 1940 varð atburðarásin mjög hröð. Danmörk og Noregur voru hernumin, Holland og Belgía gersigruð og Rotterdam jöfnuð við jörðu. Um sama leyti fóru rússn- esk blöð að ásaka Eistlendinga fyrir Bretavináttu. Smám saman fór að koma í ljós að Eystrasalts- ríkin voru á ný komin inn í „vinnuáætlun" Sovét-Rússlands. Um mánaðarmótin maí—júní fékk stjórn Litháen rússneska orðsend- ingu þar sem stjórnin var að ósekju sökuð um að halda vernd- arhendi yfir mönnum sem rænt hefðu tveimur rússneskum her- mönnum. Fáránleg reyfarasaga um tvo hermenn úr Rauða hernum var búin til og sagt að þeir hefðu verið píndir til dauða í þeim tilgangi að fá þá til að gefa hernaðarlegar upplýsingar. Orð- sending Molotovs utanríkisráð- herra ráðstjórnarríkjanna var mjög ógnandi. Hann varaði stjórn Litháen við og kvaðst vilja gera henni það ljóst, að eftirköstin yrðu slæm ef ræningjunum yrði ekki refsað og trygging sett fyrir því að slíkt myndi ekki endurtaka sig! Nóttin grúfist yfir Helgina 15.—17. júní 1940 var þessum sérkennilega níu mánaða forleik lokið. Rússar höfðu kastað grímunni. Aragrúi stríðsvagna og hermanna flæddi yfir landamærin og hatrömmum ákærum var beint af Rússa hálfu gegn Eystrasalts- ríkjunum. Þau voru sökuð um að hafa gengið í hernaðarbandalag gegn Ráðstjórnarríkjunum og Rússar settu fram úrslitakosti. Þess var krafist að ríkisstjórn Eistlands segði af sér, og ný stjórn tæki við sem væri vinsamleg Sovét-Rússlandi. Þess var einnig krafist að Rússar fengju ótak- markaðan rétt fyrir herstöðvar og það sama gerðist í hinum löndun- um tveimur. Ekki var um annað að ræða en ganga að úrslitakostum Rússa. Þeir voru með 100 þúsund manna her í Eistlandi gráan fyrir járn- um. Tallinn var umsetinn og aðstoð utan frá var óhugsandi. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 23 Stalín sendi trúnaðarmann sinn á vettvang, Sidanov að nafni, til að gera út um örlög Eistlands. Hann skipulagði fjöldafundi þar sem erindrekar bolsévika fluttu áróð- ursræður. Verkamenn voru kúgað- ir til að mæta og hermenn um- kringdu fundarstaðina. Lepp- stjórn var sett á laggirnar í landinu. Þegar hófust stórko3tlegir nauðungaflutningar á fólki til Rússlands. Margir voru skotnir og fangelsin yfirfylltust. í bók sinni Eistland — smáþjóð undir oki erlends valds segir Andres Kung svo frá: „í því augnmiði að kæfa andóf þjóðanna í fæðingu hóf rússneska leyniþjónustan NKVD mikla nauðungaflutninga úr lönd- unum. Þeir fyrstu hófust aðfara- nótt 14. júní á svonefndri Bartól- émeusarnóttu Eystrasaltsþjóð- anna. Þá nótt voru 10.000 manns sendir úr Eistlandi einu áleiðis til þrælkunarbúða í Síberíu. Þriðj- ungur þessa hóps voru börn yngri en 15 ára gömul. Tekist hefur að varðveita lista með nöfnum nær allra þeirra, sem nauðugir voru fluttir úr þessum löndum á árun- um 1940—1941. Úr Lettlandi voru fluttir 15.000 manns þessa sömu nótt, gn jun 18.000 úr Litháen. Eftir að fýrra hernámi Sovétríkj- anna lauk, fundust miklar fjölda- grafir í Kore, rétt utan við Tallin, og í Tartu og í smábænum Vilj- andi.“ „Helförin“ til Siberíu Fólkið var gripið á heimilum sínum að nóttu til og komið fyrir í gripaflutningavögnum. Á gólfum þessara vagna var lítið gat og var það eina náðhúsaðstaðan sem fólkinu var búin. Á járnbrautar- stöðinni var fólkinu skipt í hópa eftir kynjum. Fjörutíu manns var troðið í hvern vagn, sem urðu svo yfirfullir að fólk varð að skiptast á um að liggja og standa. Ándres Kung segir: „Er vagnarnir voru full-„hlaðnir“, var þeim læst að utan með járnslagbröndum. NKVD-menn og hermenn úr Rauða hernum slógu hring um vagnana sem stóðu kyrrir á braut- arstöðinni næstu þrjá dagana, meðan NKVD-mennirnir gengu endanlega frá „sendingunni". All- an þann tíma fékk „farmurinn" hvorki vott né þurrt. Örfáir höfðu haft með sér eitthvað matarkyns en engan hafði órað fyrir því að þeir myndu ekki einu sinni fá vatn.“ Þessi hörmungarfrásögn minnir óneitanlega á atburði sem á sama tíma voru að gerast í Þýskalandi þriðja ríkisins, eða hefði þessi lýsing Andrésar Kúng ekki allt eins getað hafa verið atriði úr Helförinni (Holocaust): „Nokkrir misstu vitið af hita og þorsta. Mörg kornabörn dóu. Ófrískar konur fæddu börn sín fyrir tím- ann á skítug vagnsgólfin. En ekkert af þessu snerti varðmenn- ina hið minnsta. Hvorki líkin né hinir vitskertu voru fjarlægðir úr vögnunum. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, er lestirnar voru komnar út úr Eistlandi, að vagnarnir voru opnaðir og fang- arnir fengu að dreypa á súpugutli og vatnssopa." Rússar myrtu á annað hundrað saklausra borgara nálægt þessum stað I Tartu í Eistlandi. Likunum var siðan demt ofan i brunninn sem sést á myndinni. Ein fjöldagrafanna nálægt Tartu. Eistneskir kommúnistar i Moskvu. I hópnum má kenna ráðherra úr leppstjórn kommúnista. Myndin var tekin vorið 1940. En nauðungarflutningunum lauk ekki með heimsstyrjöldinni. Á árunum í kringum 1950 voru tugþúsundir Eistlendinga fluttar nauðugar brott úr landinu. Talið er að alls hafi 140 þúsund Eist- lendingar verið sendir til Síberíu þau ár sem hernámið hefur staðið. Það er ekki svo lítil blóðtaka fyrir þjóð sem í upphafi harmleiksins taldi rösklega eina milljón manna. í Lettlandi voru fórnarlömbin nokkrum þúsundum fleiri og í Litháen er heildartala þeirra sem fluttir voru til Síberíu alls um 280 þúsund manna. Dauði Stalíns batt enda á lík- amlega upprætingu og fangaflutn- inga og þeir sem ekki fórust úr kulda, þrælkun og sjúkdómum tóku að tínast heim einn af öðrum. Sennilega hefur þriðjungur fang- anna komist heim á ný — margir skaddaðir fyrir lífstíð á sál og líkama. Samhliða fangaflutningunum fjölgaði Rússum í landinu og til marks um það má geta þess að 92 þúsund Rússar bjuggu i Eistlandi árið 1934 en árið 1959 voru þeir orðnir 240 þúsund. „Af fúsum og frjálsum vilja* Jafnframt því sem skipt var um íbúa í Eystrasaltsríkjunum í stór- um stíl, fóru fram „kosningar" í áróðursskyni. Eistneska þjóðþing- ið hafði verið leyst upp þegar í júní 1940 og staðið var fyrir „kosningum" í ráðstjórnarstíl. Öll- um öðrum en komúnistum var gert ókleift að bjóða fram. Aðeins frambjóðendur leppstjórnarinnar voru í framboði og fólk var neytt á kjörstaði. Kosningarnar fóru fram 14. og 15. júlí 1940. Þrátt fyrir ofbeldið var kjörsókn lítil. Sagt var að 84,1% af þeim er kosn- ingarétt höfðu hefðu kosið og af þeim hefðu 92,8% kosið „Samfylk- ingu hins vinnandi fólks“. 7,2% atkvæðaseðla hefðu verið úrskurð- aðir ógildir! Fyrsti fundur hins nýkjörna þings fór fram 21. júlí. Honum var slitið í miðjum klíðum og frestað var samþykkt ályktunar um að Eistland óskaði að gerast meðlim- ur Ráðstjórnarríkjanna. Daginn eftir var annar fundur haldinn þar sem öll mótstaða hafði verið brotin á bak aftur og ályktunin samþykkt mótatkvæðalaust. Þing- húsið var umkringt hermönnum daginn sem þetta gerðist og rússn- eskir leyniþjónustumenn sáu til þess að allt færi eftir áætlun. Sjötta ágúst 1940 var hátíðlega lýst yfir, að Eistland væri „af eigin fúsum og frjálsum vilja gengið í Sovétríkjasambandið". — IIL í Morgunblaðinu á þriðjudag: Rússneskun Eystrasaltslanda í þessari grein er sagt frá menningarstefnu Rússa i Eystra- saltslöndum og hvernig mark- visst hefur verið unnið að þvi að afmá öll þjóðleg einkenni þessara landa. Dauði Stalins batt enda á likamlega upprætingu og fangaflutninga Eistlendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.