Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Hljóðvarp kl. 16.20: „Milli kauptíðanna“ En nýr tími er að ganga í garð og hefur óhjákvæmilega áhrif á stöðu Þorgeirs í samfélag- inu. í 1. þættinum „Milli kaup- tíðanna" segir frá bræðra- verslun þeirra Friðriks og Sveinbjörns, sem gengur með mestu prýði, en allt er að grotna niður hjá Þorgeiri. M.a. eru bræðurnir búnir að koma upp stóru geymsluhúsi, sem Þorgeir lítur öfundaraugum. Einn af starfsmönnum þar er Einar í Bælinu, og hann er 1. þáttur í nýju íslensku framhaldsleikriti „Leysingu“ eftir samnefndri sögu Jóns Trausta Á dagskrá hljóðvarps kl. Gunnar M. Magnúss skrifaði út- varpshandritið. 16.20 er 1. þáttur í nýju íslensku framhaldsleikriti, „Leysingu“, eftir samnefndri sögu Jóns Trausta. Gunnar M. Magnúss hefur skrifað útvarpshandritið. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en með stór hlutverk fara m.a. Rób- ert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Baldvin Halldórsson, Steindór Hjörleifsson og Klemens Jónsson. Flutningur hvers þáttar tekur um þrjá stundaríjórðunga. Fyrsti þátturinn nefnist „Milli kauptíðanna“. Leikurinn gerist í kauptún- inu Vogabúðum á árunum 1890 til 1910. Þorgeir Ólafsson er verslunarstjóri hinnar dönsku Jespersens-verslunar. í dag kl. 16.20 hefst i hljóðvarpi flutningur á nýju íslensku framhaldsleikriti í 6 þáttum. Hér eru leikararnir á samlestraræfingu. Útvarp Reykjavlk SUNNUD4GUR 5. október MORGUNINN 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vígsluhiskup flytur ritning- arorð og hæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðuríregnir. Forystu- greinar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Filharmoníusveitin í Vin leikur; Willi Boskovsky stj. 9.00 Morguntónleikar a. Konsert i F-dúr fyrir tvo sembala eftir Wilhelm Friedemann Bach. Rafael Puyana og Genoveva Galvez leika. b. Óbósónata i A-dúr eftir Jean Baptiste Loeillet. Louis Gilis, Hans Bol og Raymond Schroyens leika. c. Gitarsónata í A-dúr eftir Antonio Vivaldi. John Willi- ams leikur. d. Strengjakvattett i Es-dúr op. 20 nr. 1 eftir Joseph Ilaydn. Koeckert-kvartett- inn leikur. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Erindaflokkur um veður- fræði, — þriðja erindi. Hlyn- ur Sigtryggsson veðurstofu- stjóri talar um alþjóðlega veðurþjónustu. 10.50 „Sjá morgunstjarnan blikar blið“ Hugleiðingar fyrir orgel eft- ir Dietrich Buxtehude. Hans Ileintze leikur á Schnitger- orgelið i Steinkirchen. 11.00 Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Tómas Sveins- son. Organleikari: Dr. Orthulf Prunner. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍDDEGID____________________ 13.25 Spaugað i ísrael. Róbert Árnfinnsson leikari les kímnisögur eftir Efraim Kishon i þýðingu Ingibjarg- ar Bergþórsdóttur (17). 13.55 Miðdegistónleikar: Frá vorhátiðinni i Prag í fyrra. Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins í Moskvu leikur. Stjórn- andi: Vladimír Fedosejeff. a. „Myndir á sýningu“, tón- verk eftir Módest Múss- orgský. b. Sinfónia nr. 5 op. 47 eftir Dmitri Sjostakovitsj. 15.15 Staldrað við á Hellu Jónas Jónasson gerði þar nokkra dagskrárþætti i júni í sumar. I fyrsta þættinum talar hann við Pál G. Björnsson oddvita, Hálfdán Guðmundsson skattstjóra og Sólveigu Guðjónsdóttur veit- ingakonu. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Leysing“, framhalds- leikrit i 6 þáttum Gunnar M. Magnúss. færði i leikhúning eftir samnefndri sögu Jóns Trausta. Leik- stjóri: Benedikt Árnason. 1. þáttur: Milli kauptíðanna. Persónur og leikendur: Þorgeir/Róbert Arnfinns- son, Einar i Bælinu/Árni Tryggvason, Sigurður hreppstjóri/Klemenz Jóns- son, Friðrik kaupmaður/ Þórhallur Sigurðsson, Svein- björn kaupmaður/Hjalti Rögnvaldsson. Aðrir leik- endur: Aðalsteinn Bergdal, Guðjón Ingi Sigurðsson, Jón Júliusson og Július Brjáns- son. 17.10 Lög úr kvikmyndum. Ron Goodwin og hljómsveit hans leika. 17.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. KVÖLDID______________________ 18.20 Harmonikulög Toralf Tollefsen leikur. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Um samskipti austurs og vesturs. Rætt við George S. West, aðstoðarutanrikisráð- herra Bandaríkjanna. Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.10 Hljómsveitartónleikar Sinfóníuhljómsveitirnar í Lundúnum, Monte Carlo og Vínarborg leika hljómsveit- arverk eftir Johann Strauss, Johannes Brahms, Nikolaj Rimský-Korsakofí og Franz Liszt. Stjórncndur: Charles McKerras, Roberto Benzi, Antal Dorati og Wolfgang Sawallisch. 20.40 Séð með gestsaugum Guðmundur Egilsson flytur ferðaþátt frá Spáni; — fyrri hluta. 21.10 Einu sinni var Lög úr ævintýrasöngleik eft- SUNNUDAGUR 5. október 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Pálmi Matthiasson, sóknarprestur i Melstað- arprestakalli, flytur hug- vekju. 18.10 Stundin okkar Meðal efnis i fyrstu Stund- inni okkar á þessu hausti: Skóli heimsóttur i upphafi skólaárs. Rætt er við sjö ára börn og fylgst með kennslu. Barbapabbi og Blámann fara á stjá. Sex og sjö ára börn úr Kársnesskóla flytja dagskrá i tilefni árs trésins. Fjallað verður um hungruðu börnin i Eþiópiu og fleiri Austur-Afriku- ríkjum. Svipmynd frá Listahátið 1980: Els Comediants á Lækjartorgi. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 19.00 Hlé 20.00 Fréttír og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Kynning á helstu dag- skrárliðum Sjónvarpsins. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 20.45 Gosið og uppbygging i Vestmannaeyjum íslensk heimildakvikmynd um eldgosið i Hcimaey árið 1973, eyðilegginguna, bar- áttu manna við hraunflóðið og endurreisn staðarins. Myndina tók Heiðar Mar- tcinsson, sem sjálfur er búsettur i Vestmannaeyj- um. Jón Hermannsson annaðist vinnslu. Magnús Bjarnfreðsson samdi handrit og er hann einnig þulur. 21.15 Ihýrin min stór og smá Níundi þáttur: Læknirinn leikur sér Efni áttunda þáttar: Roland Partridge er tóm- stundamálari, nokkuð sér- vitur. Hann biður James að lækna hundinn sinn, en vill ekki láta gera á honum skurðaðgerð sem þ»i er nauðsynleg. Rikur bóndi i sveitinni eignast forláta naut, og Partridge tekur að sér að mála mynd af þvi. En þcgar í ljós kemur, að boli gagnast ekki kúm, vill cigandinn ekki sjá mál- verkið. Tristan kynnist ungri konu, frú Farmer, og verður ástfanginn rétt einu sinni. Óheppnin eltir hann um tima, en allt fer vel að lokum. Tarfur bóndans fær lika sina réttu náttúru, og Partridgc losnar við mynd- ina góðu, eftir að undralyf hefur gert hundinn hans albata. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 22.05 Niunda sinfónia Beet- hovens Sinfóniuhijómsveit Vinar- borgar og kór Tónlistar- félags Vínarborgar flytja Sinfóniu nr. 9 i d-moil op. 125 eftir Ludwig van Beet- hoven. Stjórnandi Karl Bohem. Einsöngvarar Pilar Lor- engar. Hanna Schwarz, Horst Laubenthal og Peter Wimberger. (Evróvisjón — Austurriska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 6. október 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 íþróttir. 21.10 Finnarnir eru komnir. DDT-dixielandhljómsveitin frá Finnlandi leikur i sjón- varpssal. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21.40 Veröld Alberts Ein- steins. Afstæðiskenningin er eitt af glæsilegustu visinda- afrekum tuttugustu aldar, en hefur löngum þótt held- ur torskilin. BBC minntist 100 ára afmælis höfundar hennar í fyrra með þessari kvikmynd, en þar leitast nokkrir heimskunnir eðlis- fræðingar við að útskýra afstæðiskenninguna fyrir Peter Ustinov og öðrum leikmönnum. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur flytur formálsorð. 23.40 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. október 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Dýrðardagar kvik- myndanna. Lokaþáttur. Bardagahetj- urnar. Þýðandi Jón 0. Edwald. 21.10 Sýkn eða sekur? Á báðum áttum. 22.00 Fólgið fé. Mexikó hefur verið eitt af fátækustu rikjum heims, en er 1 þann veginn að verða eitt aí þeim rikustu. Ástæð- an er sú, að þar hefur fundist gifurlega mikið af oliu, næstum tvöfalt meira en allur oliuforði Saudi- Arabiu. En tekst þjóðinni að nýta sér þessar auðlind- ir til giftu og velmegunar? Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.