Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 5
ekki eins orðvar og skyldi þegar mest á ríður. Jón Trausti, eða Guðmund- ur Magnússon eins og hann hét réttu nafni, fæddist að Rifi á Melrakkasléttu árið 1873 og dó í Reykjavík 1918. Hann stundaði nám í prentiðn á Seyðisfirði um tíma, en dvaldi í Kaupmannahöfn 1896—98 og kynnti sér leiksviðsbúnað. „Halla" (1906) og „Heiðarbýl- ið“ (1908—11) eru sennilega þekktustu bækur hans, en hann samdi margt annarra verka af ýmsu tagi, bæði í bundnu og óbundnu máli. Gunnar M. Magnúss er fæddur á Flateyri í Önundar- firði 1898. Tók kennarapróf 1927 og stundaði framhalds- nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Fyrsta bók hans var smásagnasafn, en síðar komu unglingabækur, sem urðu mjög vinsælar, t.d. „Suður heiðar". Frásagnir og þjóðlegur fróðleikur ýmiss konar hefur verið meginuppi- staða verka hans síðasta aldarfjórðung. Hann hefur skrifað allmörg leikrit, þ. á m. þrjú framhaldsleikrit fyrir út- varp. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 5 Sjónvarp mánudag kl. 21.40: Bylting í eðlisfræði Á dagskrá sjónvarps á mánu- dagskvöld kl. 21.40 er kvikmynd frá BBC, Veröld Alberts Ein- steins. Afstæðiskenningin er eitt Albert Einstein af glæsilegustu vísindaafrekum 20. aldar, en hefur löngum þótt heldur torskilin. BBC minntist 100 ára afmælis höfundar hennar í fyrra með þessari kvikmynd, en þar leitast nokkrir heimskunnir eðlisfræðingar við að útskýra af- stæðiskenninguna fyrir Peter Ust- inov og öðrum leikmönnum. Þýð- andi er Bogi Arnar Finnbogason. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræð- ingur flytur formálsorð. — Ég mun tala um hvaða áhrif afstæðiskenningin hefur haft á hugmyndir manna um umheim- inn, sagði Þorsteinn Vilhjálmsson, — og hugmyndir um vísindi, sögu þeirra og þróun. Tilkoma þessarar kenningar olli byltingu í eðlis- fræði, og mun ég fjalla um það, hvernig staða kenningarinnar hef- ur breyst innan eðlisfræðinnar síðan hún kom fram. Hljóðvarp kl. 10.25: Alþjóða samstarf a sviði veðurfræði Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er þriðja erindið i erindaílokki um veðurfræði. Hlynur Sig- tryggsson veðurstofustjóri fjall- ar um alþjóðlegt samstarf á sviði veðurfraeði. — Ég ætla að rekja nokkuð sögu þessa samstarfs, sagði Hlynur, — og lýsa hvernig því er háttað. Alþjóða veðurfræðistofnunin var sett á laggirnar 1951 og mun ég lýsa starfsemi hennar og rekja hvernig aðildarþjóðirnar vinna saman undir hennar stjórn. Þá mun ég nefna samvinnu milli nálægra þjóða á nokkrum sviðum öðrum, svo sem í sambandi við veðurathuganir, baujur og starf- semi Alþjóða flugmálastofnunar- innar í veðurfræði, að svo miklu leyti sem það snertir okkur. ir Lange-Mtiller. Willy Hart- man, kór og hljómsveit Kon- unglega leikhússins i Kaup- mannahöfn flytja þætti úr verkinu; Johan Hye-Knudsen stj. 21.40 Ljóð eftir Stein Steinarr. Höskuldur Skagfjörð leikari hs. 21. 5 Sylvia Sass syngur arfur ú/ óperum eftir Puccini. Sin- fóniuhljómsveitin i Lundún- um leikur; Lamberto Gar- delli stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Sætbeizka sjöunda árið“ eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Halla Guðmundsdótt- ir les (15). 23.00 Syrpa Þáttur i helgarlok i saman- tekt óla H. Þórðarsonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. AlbNUCMGUR 6. október. MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. Umsjónar- menn: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari. 7.20 Bæn. Séra Tómas Sveinsson flytur. 7.25 Morgunpósturinn Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Erna Indriðadóttir. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Vilborg Dagbjartsdóttir byrjar lcstur þýðingar sinn- ar á sögunni „Húgó“ eftir Mariu Gripe. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 11.00 Morguntónleikar Lamoureux-hljómsveitin leikur „Silkistigann", for- leik eftir Gioacchino Rossini; Roberto Benzi stj./ María Littauer og Sinfóniuhljóm- sveitin í Ilamborg leika Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 11 eftir Carl Maria von Weber; Siegfried Köhler stj./ National filharmoniu- sveitin leikur þætti úr „Gay- aneh-ballettinum" eftir Aram Katsjatúrjan; Loris Tjeknavorjan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa. Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson. SÍDDEGID____________________ 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Michel Beroff leikur „Pour le Piano" eftir Claude De- bussy/ Janos Starker og Gy- örgy Sebök leika Sellósónötu í g-moll op. 65 eftir Fréderic Chopin/ Björn Ólafsson, Ingvar Jónasson, Einar Vig- fússon, Gunnar Egilson, Her- bert H. Ágústsson og Lárus Sveinsson leika Sextett op. 4 eftir Herbert II. Ágústsson. 17.20 Sagan „F’aradís" eftir Bo Carpelan Gunnar Stefánsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDID_____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Þórhalíur Guttormsson flyt- ur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Pétur J. Eiriksson fram- kvæmdastjóri talar. 20.00 Púkk, þáttur fyrir ungt fólk Stjórnendur: Sigrún Val- bergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Þátturinn var áður á dagskrá 14. júli i sumar. 20.40 Lög unga fólksins 21.45 Útvarpssagan: „Hollý“ eftir Truman Cap- ote. Átli Magnússon byrjar lestur sögunnar i eigin þýð- ingu. 22.15 Veðuríregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Sætbeizka sjöunda árið“ eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Halla Guðmundsdótt- ir les (16). 23.00 Frá afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Iláskólabiói 8. marz sl. Stjórnandi: Páll P. Pálsson Sinfónia nr. 4 i f-moll op. 36 eftir Pjotr Tsjaikovský. — Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Dublin meö gistingu á hinu nafntogaða Burlington hóteli, 1. flokks hótel á mjög góðum stað í borginni. veró kr. 245.000 Innifalið er flug, flutningur til og frá flug- velli, gisting með höfðinglegum irskum morgunverði og íslensk fararstjórn. Rétta ferðin á rétta staðinn á réttum tíma!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.