Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Gunnar Ásgeirsson hf., Suðurlandsbraut 16, s. 35200. Lokkur Lokkur, hárgreiöslu- og snyrtivöruverslun. Lancome & Jerome Al- exander snyrtivörur. Muniö froöupermanettiö vinsæla. Lokkur Strandgötu 1—3, Hafnarf. Tímapantanir í síma 51388. Opiö á laugardögum. --Shi Lamoar x og iios í „nýju" versluninni við Smiðjustíginn höfum við komið upp sér- stakri lampadeild. Með því viljum við auka þjónustuna við viðskiptavini okkar. Þar eru borðlampar, standlampar, loftljós og veggljós frá Lyktan AB í miklu úrvali bæði fyrir heimili og skrifstofur. Komið og skoðið nýju lampadeildina. KRisunn SIGGEIRSSOn Hfi LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 FEITA FÓLKIÐ Sýningarstaöur: Nýja Bíó. Nafn á frummáli: Fatso. Leikstjórn og handrit: Anne Bancroft. Myndatökumaður: Joe Renzetti. Búningateiknari: Patricia Norris. Förðun: Robert Norin. Það virðist orðin árátta hjá Hollywood-stjörnum að leikstýra myndum sínum, hvað til dæmis um James Caan (sem nú spjarar sig í Gamla bíói), Clint Eastwood, Burt Reynolds og núna Anne Bancroft, hina undurfögru eiginkonu Mel Brook? Það er af sem áður var þega. '’tjörn- urnar dvöldu hver í sín. ”íki án þess að mögla (undantekn- ingin sem sannar regluna: Greta Garbo, enda sænsk). Þessi breyting segir okkur þó nokkuð um þær hræringar sem hafa gengið yfir heiminn og þar með „draumaverk- smiðjuna" Hollywood. Þessar hræringar ná ekki síður inn í sálarlífið, þannig eru menn orðnir þreyttir á því að leika stöðugt hlutverk, bregða ákveðinni framhlið milli sín og heimsins, jafnvel hið ósnertanlega stjörnuskin freistar ekki lengur. I staðinn fyrir að sveipa sig safala- skinnum og stökkva brosandi milli limosína vilja stjörn- urnar „ná“ til fólksins, snerta það með hugsun sinni og hvað liggur þá beinna við en bregða sér bak við kvik- myndavélina. I mynd sinni FATSO hyggst glæsikonan Bancroft snerta áhorfandann með einföldu bragði, hún læt- ur söguhetjur gráta í tíma og ótíma, svo mjög, að maður óttast á stundum að bíóið fyllist af tárum og menn skolist út. Nú er það svo hér á hetjuslóðum, að sígrátandi fullorðnir karlmenn eru ekki teknir alvarlega, menn ráð- leggja þeim afvötnun eða leita augnlæknis. Hægt er að vorkenna slíkum mönnum í smá stund en ekki í yfir 100 mínútur. Þrátt fyrir þennan augljósa ágalla myndar Bancroft er þar ýmislegt sem „snertir" áhorfandann. í fyrsta lagi stjörnuleikur Dom DeLuise, hér er ekki stjörnu- skinið ísblátt og nístandi heldur milt og hlýtt. Hann nær þeirri hæð í túlkun sinni að verða hann sjálfur. Hins vegar eru mildir litir mynd- arinnar sem bregða ákveðn- Samvinna sjónvarps Þá hefir Helför sjónvarpsins tröllriðið hér húsum svo ýmsum finnst nóg um. Þykjast sumir sjá merki þess andrúmslofts sem þar birtist, til dæmis í síharðn- andi busaveislum, blómamis- þyrmingum á Austurvelli og fleiru. Er mál margra að ofbeldi kalli á ofbeldi og bylgjur þær sem streymdu út í þjóðlífið í kjölfar Helfararinnar megi gjarnan fara að lægja. Þykir þessu fólki ef til vill fullmikið af því góða að fylgja Helförinni eftir í kvikmyndahúsum borgar- innar líkt og Austurbæjarbíó gerir með sýningu Operation Daybreak sem fjallar um aftöku aðalhryllingspersónu mynda- flokksins, Reinhard Heydrichs — Ríkisverndara Bæheims og Mæris. Hér er ég ekki á sama máli, ég tel virðingarvert af kvikmynda- húsum er þau sýna (jafnvel endursýna) i kjölfar vinsælla sjónvarpsmyndaflokka myndir hliðstæðar að efni. Úr því einu sinni er búið að varpa efninu á skjáinn, er það orðið hluti af samvitund þjóðarinnar, sífellt til umræðu meðan varir og menn því fúsir að kanna það frá fleiri hliðum, til dæmis með því að sjá kvikmynd um efnið eða fræðast frekar með bóklestri. Efni Hel- fararinnar er ef til vill ekki nein sætsúpa þar sem allt endar vel, en það er byggt á staðreyndum, slíkum sem ekki mega gleymast. „Þessi hryllingur kemur aldrei fyrir aftur,“ segja sumir, „af hverju ekki að gleyma og fyrir- gefa.“ Auðvitað er þægilegast að gleyma djöfulskap manneskj- unnar, þannig var með gyð- ingana, þeir reyndu að halda friðinn og ráku ekki upp hljóð fyrr en blásýran smaug um vitin. Hitt, að fyrirgefa, er nauðsyn, menn geta ekki hatað heila þjóð endalaust, hvað þá afkomend- urna. Og hvað er sætara hér á jörðu en fyrirgefningin sem Shakespeare lýsir svo í Kaup- manninum frá Feneyjum: n-. • Hún fellur sem mildasta döKK af himni á þann blett sem fyrir er. (mjöK iausl. þýöinf?) Sá blettur, sem við hér gistum og heitir ísland, er sannarlega blessuð friðarsveit, en ef við ýfum sífellt upp gömul sár í þeim tilgangi að hatast út í náungann eignumst við okkar ósýnilega gyðingavandamál fyrr en varir. Hins vegar með því að gleyma ekki en fyrirgefa getum við varast þá forarpytti sem Kvlkmyndlr ettir ÓLAF M. JÓHANNESSON mannkynið hefir fallið í á liðn- um öldum án þess að óhreinka sálarhimin vorn. Kvikmyndin er einn áhrifaríkasti miðill sem við búum yfir í þá veru að varpa á tjald hugans mynd fortíðarinn- ar. Því fleiri, sem sjónarhorn myndavélarinnar eru, því fyllri verður sú mynd og fortíðin ljósari í vitund okkar. Sjónar- horn Helfararinnar og Ojíera- tion Daybreak eru nokkuð ólík, mynd nazismans er hin sama í grundvallaratriðum en þó blæ- brigðamunur sem stafar m.a. af hinni ólíku tjáningaraðferð breskra og bandarískra kvik- myndagerðarmanna. Risasjón- varpsstöðin NBC, sem gerði myndaflokkinn Helförin, er að kikna undan samkeppninni við hina sjónvarpsrisana tvo, CBS og ABC. Það er sama hvað þessar stöðvar taka til meðferð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.