Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 17 Föðurnafn SIGURÐUR SVERRISSON fyrr- um bóndi að Ljótarstöðum í Skaft- ártungu varð 85 ára í gær. — Föðurnafn hans misritaðist í Dag- bók Mbl. í gær. Stóð þar Sigurðs- son. — Afmælisbarnið biðjum við afsökunar á þessu. Gilwellskátar með samkomu að Úlfljótsvatni SKÁTAR, sem lokið hafa for- ingjaþjálfun Gilwellskólans, halda mót að Úlfljótsvatni laug- ardaginn 11. október. Gilwellskólinn dregur nafn af Gilwell Park á Englandi, sem er skammt frá London en þar stofn- aði Baden-Powell til foringja- þjálfunarnámskeiða árið 1919. Námskeið þessi eru alþjóðleg og hafa verið sameiningartákn skátaforingja um heim allan. Fyrsta alþjóðlega foringjanám- skeið islenska Gilwellskólans var haldið 1959 og hafa slík nám- skeið verið haldin nokkuð reglu- lega siðan. Þátttakendur hafa verið frá Noregi og Bandarikjun- um auk íslendinga. Á Gilwellnámskeiðunum eru helstu námsgreinar uppeldisfræði, félagssmálfræði og hagnýt skáta- fræði ýmiss konar. Einnig er stór þáttur námskeiðanna tjaldbúðalíf og útilíf. Hafa þátttakendur verið 371 á námskeiðum þessum, sem hafa verið haldin að Úlfljótsvatni og vetrarnámskeið norðanlands. Sú venja varð fljótlega til meðal þátttakenda námskeiðanna að hittast árlega og rifja upp gömul kynni og bera saman fræði sín. Hefur sá siður einnig verið í heiðri hafður hér á landi og verður slík samkoma að Úlfljótsvatni 11. október og hefst kl. 18.30 siðdegis. Stjórnandi verður Björgvin Magn- ússon. D.C.C. Nær annar hver maður hefur séð Óðalið ÓÐAL feðranna var tekið til endursýningar í Reykja- vík í Laugarásbíói í þessari viku. Seinni hluta vikunnar hefur verið slík aðsókn að færri hafa komist á mynd- ina en vildu og hefur því verið ákveðið að sýna hana áfram um sinn kl. 7 á kvöldin í Laugarásbíói. Að- spurður um fjölda sýn- ingargesta sagði Hrafn Gunnlaugsson að tölur lægju ekki fyrir ennþá en það færi að nálgast það að annað hver maður á Islandi hefði séð Óðal feðranna. Pétur Guðjénsson á ferðalagi í NEW YORK í New York gefur aö líta alla heimsbyggðina í hnotskurn. Þar eru öll þjóöerni, öll trúarbrögö, öll form húsageröarlistar, öll þjóöerni matargeröar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aðeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvaö bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, með heilu verzlunarhverfi neöanjarö- ar, er syöst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá noröri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hór rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur oröiö eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street meö minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er viö enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York meö austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuö til noröurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stööugar farandsýningar. Madison-breiðgatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögaröur, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. í honum er dýragaröur. Rétt frá suö-vesturhorni Miögarös er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiögötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæðaflokki. Viö hlið hennar er hiö fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggöra um 1930, neöanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaveröir stoppistaöir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuðu þjóðanna, eins af fyrstu stórverkum hús- ageröarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferöir eru farnar um aö- setriö og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiðgötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staöirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferðir til Liberty Island þar sem Freisisstyttan er eöa hringferð meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótiö. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræöiháskóli Bandaríkjanna. Fræg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverö söfn í dag. Ef fara á aöeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komið fyrir í byggingum sem minna á miöalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferö væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. Ef þú hyggur á ferö til NEW YORK geturöu klippt þessa auglýsingu útog haft hana með,þaö gæti komiö sér vel. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.