Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 2

Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 2
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 Kveiktu í * Astúni og slökktu sjálfir ÞESSA dagana stendur yfir nám- skeið fyrir slökkviliðsmenn utan af landi og er bæði um bóklega og verklega kennslu að ræða. I gær voru slökkviliðsmennirnir í Kópa- vogi, en bæjaryfirvöld þar höfðu ákveðið að fjarlægja gömlu húsin í Ástúni fyrir neðan Nýbýlaveginn. Slökkviliðsmenn fengu leyfi til að æfa sig á húsunum og á myndinni má sjá er slökkvistarfið var í hámarki. í gærmorgun var æfing í því að slökkva olíueld og varð þá það óhapp, að einn slökkviliðis- maðurinn fótbrotnaði. 14 rækjuskip við miðlínuna FJÓRTÁN erlend rækjuskip voru í gær á miðunum vestan miðlín- unnar milli íslands og Grænlands og voru skipin frá Noregi, Færeyj- um og Danmörku. Þá var þarna einnig á ferð rússneskt rann- sóknaskip. Fyrstu hrogn- in komin í eldisstöðina að Hólum Miðfirði. 15. október. EFTIR sólríkt og gjöfult sumar skipti um upp úr siðustu mán- aðamótum og hefur síðan verið fremur kalt. Þó höfum við losnað við öll stórviðri hér og hríðar. Til dæmis hefur aldrei orðið alhvit jörð fyrr en í dag. Fjárslátrun stendur yfir á Ilvammstanga «>g verður allan þennan mánuð. Utlit er fyrir að færra fé komi til slátrunar heldur en síðastliðið haust. en vamleiki sé hins vegar vel meiri. Ekki er enn ljóst hvort fleira sauðfé verður sett á heldur en í fyrra. en hitt er víst að heyskap- ur varð ágætur og foðurbirgðir með mesta móti, bæði að magni og gæðum. Laxveiði varð nokkru minni í Miðfjarðará heldur en undanfar- in sumur, en þó laxatala væri minni varð þyngdin meiri og var því sama sagan hér og víða annars staðar eftir því sem til fréttist að eingöngu veiddist stórfiskur, en smáfiskur sást varla, hver sem ástæðan er. Eftir veiðitímann voru veiddir rúmlega 30 klaklaxar og í gær byrjaði hrognataka og var farið með hrognin í hina nýju laxeld- isstöð, Hólalax hf. á Hólum í Hjaltadal. Voru það fyrstu hrognin, sem þangað komu. — Benedikt Formaður Flugfreyjufélagsins um starfsaldurslistamálið: „Sama hvaða ráð- um þarf að heita" Reglugerð: Samráð ávallt í októbermánuði Forsætisráðherra hefur sett reglugerð um breytingu á reglu- gerð um samráð stjórnvalda við samtök launafólks og atvinnu- rekenda i efnahags- og kjara- málum. en reglugerðin er sett samkvæmt heimild í lögum um stjórn efnahagsmála o.fl., svo- kölluðum Ólafslögum. Upphaf 6. greinar reglugerðar- innar orðist svo: „I októbermánuði ár hvert skal forsætisráðherra kalla samráðsaðila til sameigin- legs fundar og leggja fyrir þá til kynningar og umfjöllunar skýrslu um þjóðhagsáætlun fyrir það ár, sem í hönd fer. í skýrslunni skal gerð grein fyrir framvindu mikil- vægustu þjóðhagsstærða á því ári sem er að líða og horfum á hinu næsta. Þá skal í skýrslunni greina frá þeim markmiðum, sem ríkis- stjórnin setur sér um hagþróun á næsta ári og helztu efnahags- ráðstöfunum, sem hún hyggst beita til þess að þau náist.a , FLUGFREYJUFÉLAG íslands hélt félagsfund sl. miðvikudags- kvöld þar sem málefni félagsins voru rædd og verður annar fund- ur boðaður nk. sunnudagskvöld þar sem kosnir verða fulltrúar á 34. þing ASÍ og önnur mál verða einnig rædd. m.a. starfsaldurs- listamálið. Morgunblaðið innti Jófríði Björnsdóttur formann Flugfreyju- félagsins eftir gangi mála á þeim vettvangi hjá Flugfreyjufélaginu, en að sögn Jófríðar voru um 50 flugfreyjur á fundi félagsins sl. miðvikudagskvöld. „Það er sami r A 4. hundrað fulltrúar á ASÍ-þingi KOSNING fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. sem hefst 24. nóv- ember, stendur nú sem hæst í félögum viða um land. Einstaka félag hefur þegar gengið frá fulltrúalista sinum, en samtals mun nokkuð á fjórða hundrað manns eiga rétt til setu á þing- inu. Þingið mun standa í 5 daga. Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi Alþýðusambands ís- lands kvað endanlega tölu fulltrúa ekki liggja fyrir, þar sem enn hafi ekki öll félögin skilað fullnægj- andi skýrslum til Alþýðusam- bandsins. Þó kvað hann töluna verða nálægt 320 manns. Þingið verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu og stendur frá mánudegi til föstudags. tónninn hjá okkur," sagði hún „og ennþá sterkari samstaða en áður, varðandi þá ákvörðun okkar að vinna starfsaldurslistamálið. Það var margt rætt um það hvernig mögulegt er að vinna það og við erum ákveðnar í að vinna það, sama hvaða ráðum þarf að beita til þess. Við viljum helzt að það gangi með því að ræða málin við okkar yfirmenn, en það er ekki langur tími til stefnu og við viljum að þessu máli verði lokið fyrir miðja næstu viku þegar stór hópur flugfreyja fer til að sinna píla- grímaflugi í Afríku. Þótt endurráðning samkvæmt starfsaldri sé ekki beinlínis samn- ingsbundin hjá okkur er hefðin slík og við ætlumst til þess að það sé komið fram við okkur eins og fólk. Við teljum þá éinkunnagjöf sem sagt er að ráðið hafi vali á nýjan lista mjög slæma og hrein- lega úthrópun á okkur. Við viljum að okkar félag haldi áfram, gott og sterkt, í góðri samvinnu við okkar vinnuveitendur, en teijum endur- ráðningu án starfsaldurslista til- ræði við okkar félag og við getum ekki séð að við eigum þetta skilið af þeim.“ Þá kom það fram í samtalinu við Jófríði að stjórn og trúnað- armannaráð munu halda fund mjög fljótlega til þess að fjalla um málin. Hrauneyjafossvirkjun: Engar uppsagnir fram til þessa Tíminn i forystugrein í gær: Fjárlagagerðin „byggð á sandi44 — verði markmiðum í verðbólgu ekki náð TÍMINN, málgagn Framsóknar- flokksins, segir í fórystugrein í gær, að stórt spurningamerki sé við fjárlagafrumvarp það, sem Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, lagði fram fyrir nokkrum dögum. Segir Tíminn að fjár- lagagerðin sé á því byggð, að verðhækkanir frá miðju yfir- standandi ári til miðs næsta árs verði um 42%. Takist hins vegar ekki að ná því marki sé fjárlaga- gerðin „byggð á sandi“. Síðan segir Tíminn: „Það má heita augljóst. að þessu tak- marki verður ekki náð að óbreyttri stefnu. Til þess þarf mun róttækari aðgerðir i efna- hagsmálum en að undanförnu. þótt verðbólgunni hafi verið veitt nokkuð aukið viðnám. Svo miklu skiptir að þessu marki verði náð, að ella mun ekki aðeins grundvöllur fjárlaga- gerðarinnar hrynja, heldur grundvöllurinn sem atvinnu- reksturinn hvílir á. Annað er ekki fyrirsjáanlegt, en að stór- feilt atvinnuleysi komi þá til sögu, þótt það eigi aðrar orsak- ir en hjá Thatcher.“ „ÞAÐ MÁ segja að óvenju gott ástand hafi ríkt i haust i atvinnu- málum i sambandi við Ilraun- eyjafossvirkjun og ég held að þetta sé fyrsta haustið síðan 1973, að hingað hefur ekki borizt kvörtun vegna uppsagna eða at- vinnumissis,“ sagði Sigurður Óskarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Rangæings á Hellu. í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir nokkru var allmörgum starfsmönnum sagt upp, en þeir voru síðan flestir endurráðnir er ljóst varð hversu margir höfðu hug á vinnu við Hrauneyjafoss í vetur. Var það m.a. mögulegt er verktakar fengu verk í frárennsl- isskurði, en unnt er að vinna við mannvirki í honum þó veður fari versnandi. Sagði Sigurður, að þessi atvinnumál hefðu því leystst farsællega til þessa og óvenju vel miðað við þau vandamál, sem yfirleitt hafa komið upp á hverju hausti eftir að virkjunarfram- kvæmdirnar byrjuðu. Sigurður sagði þó að á næstunni gæti orðið um einhverjar uppsagnir að ræða, en vonandi yrðu þær ekki alvar- legar. Ekkert gerist í samningamálum FUNDUR var haldinn I 14 manna nefnd Alþýðusambands íslands i gær, þar sem rædd voru ýmis framkvæmdaratriði í samn- ingamálunum. Ilelzt var til um- ræðu á hvern hátt Alþýðusam- bandið nálgaðist nú viðsemjend- ur sína, ríki og bæjarfélög, en 43ja manna nefnd ASÍ ályktaði um að nú ætti að þrýsta á um samninga við þessa aðila. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sáttanefnd hefði enn enga ákvörðun tekið um það, hvenær aðilar vinnumarkað- arins yrðu kvaddir á ný að samn- ingaborðinu. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins munu sátta- nefndarmenn hafa haft eitthvert samband við aðilana í gær, en aðilar munu ekkert hafa ræðzt við. !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.