Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
15
Sadat
vill kónga-
múmíurnar
af söfnum
kairó. 16. okt. — AP.
TILLAGA Anwar Sadats,
Egyptalandsforseta. um að
fjarlægja 27 kóngamúmíur af
opinberum söfnum i landinu
ok ^rafa þær á ný, hefur vakið
hinn mesta ukk hjá fornleifa-
fræðinKum, sem hafa sérhæft
sík í fornminjum o« dýrjfrip-
um EKyptalands. Eru þeir nú
að velta fyrir sér hvernig
unnt verði að uppfylla kröfu
Sadats, án þess að þeir KÍati
aðKangi að múmiunum til
visindaleKra athuKana. Ber
sérfræðinKunum saman um að
nauðsynleKt sé að múmiunum
sé sýnd fuíl virðinK. en þetta
Kæti orðið hemill á rannsókn-
ir sem stöðuKt séu i KanKÍ ok
mar^ar nauðsynleKar.
Sadat lét fyrst í ljós áhyggj-
ur sínar yfir meðferð á múmí-
unum fyrir ári, þegar afhjúpuð
var múmía Ramsesar II og
síðan ítrekaði forsetinn þetta í
fyrri viku. Sagðist Sadat ekki
geta unað þeirri tilhugsun að
stilla út til sýninga leifum
egypskra faróa, því að slíkt
bryti í bága við trúarbrögðin
— og kvaðst þá bæði eiga við
kristna trú, gyðingatrú og Mú-
hameðstrú.
Luigi Longo
lézt i gær
Kúmahorg. 16. okt. — AP.
LUIGI Longo, sem lengi var for-
svarsmaður ítalskra kommúnista
ok eindreginn stuðninKsmaður
Moskvusinna. lézt i dag. fimmtu-
daK á sjúkrahúsi i Rómaborg eftir
lönK veikindi. Hann varð áttatiu
ára gamall. Pertini, forseti ítaliu
ok Berlinguer. formaður ítalska
kommúnistaflokksins, komu til
sjúkrahússins í dag er þeim barst
freKnin um látið. til að votta
LonKo hinztu virðingu.
Longo var harðlínumaður af
gamla skólanum, þjálfaður í
Moskvu í hvers konar götuóeirðum,
uppþotum og bardögum. Hann hélt
um stjórnartauma ítalska flokksins
af miklu harðfylgi og vék í engu frá
línu marx-leninista. Hann var
formaður flokksins 1964—1972, að
hann vék fyrir Berlinguer, sem
snarlega setti fram kenninguna um
Evrópukommúnismann, eins og al-
kunna er. Longo þótt frábær skipu-
leggjandi og enda þótt hann hefði
látið af öllum trúnaðarstörfum inn-
an flokksins, var löngum til hans
leitað og síðan var hann kjörinn
formaður flokksins sem var að vísu
aðeins „viðhafnartitill". Lík Longos
var flutt í bækistöðvar kommún-
istaflokksins á fimmtudagskvöld og
verður þar á viðhafnarbörum unz
útförin verður gerð.
Longo var fæddur í Fubline
Monferrato, skammt frá Tórínó 15.
marz 1900. Hann vann verka-
mannsvinnu í Tórínó á yngri árum
og gerðist snemma ötull talsmaður
verkamanna. í fyrstu hallaðist
hann að sósialisma, en árið 1921
gerðist hann félagi í nýstofnuðum
kommúnistaflokki landsins og
komst þar fljótt til metorða. Síðar
bjó hann lengi í útlegð í Moskvu,
Frakklandi og Sviss. A stríðsárun-
um var hann framseldur frá
Frakklandi til Ítalíu og sat í
fangelsi í fimm ár.
Fangar fata-
lausir í Zambiu
Lusaka, Zambiu, 16. okt. — AP.
HUNDRUÐ fanga i fanKelsum I
Zambiu ganga nú um berir
veKna þess að sú stjórnunardeild
I Zambiu, sem fer með fangels-
ismálefni stendur uppi peninga-
laus, að þvi er Mwanza, talsmað-
ur nefndrar deildar skýrði frá i
dag. Sagði hann að vandamálið
væri svo magnað að með ólikind-
um væri. Hann kvaðst áætla að i
fangelsum i Zambiu sætu nú um
tiu þúsund berir menn.
Friðrik með lakari
stöðu gegn Larsen
BuenoH Aires. 16. októher. — AP.
SKÁK Bent Larsens ok Frið-
riks Óiafssonar í fyrstu umferð
á alþjóðlegu skákmóti, sem
hófst hér í gærkvöldi. fór í bið
eftir harða rimmu. og telja
sérfraðinKar að staða Larsens
sé örlitið betri. Larscn stýrði
hvítu mönnunum ok Friðrik
þeim svörtu. Biðskákin verður
tefld á laugardag, svo ok bið-
skák þeirra Andersons ok
Kavaleks, en augljóst þykir, að
Anderson fari með sigur af
hólmi í þeirri viðureÍKn.
Allar aðrar skákir enduðu með
jafntefli. Karpov heimsmeistari
og Hort sömdu um jafntefli eftir
tvær klukkustundir og 23 leiki,
Balashov og Panno eftir 25 leiki,
Ljubojevic og Najdorf eftir 18
leiki, Quinteros og Timman eftir
40 leiki og fimm klukkustunda
viðureign, og Giardelli, yngsti
skákmeistarinn á mótinu, en hann
er 25 ára, samdi um jafntefli við
Browne eftir aðeins 14 leiki.
Staða Andersons í viðureigninni
við Kavalek er mjög góð. Ander-
son hefur tvö peð yfir og getur
vakið upp drottningu með tveimur
peðum. Anderson stýrði hvítu
mönnunum og beitti Reti-byrjun
og hafði augljósa yfirburði eftir 30
leiki, en Kavalek beitti Pirc-vörn.
Um eitt þúsund áhorfendur fylgd-
ust með fyrstu umferð skákmóts-
ins. Mótinu lýkur 3. nóvember
næstkomandi, en verðlaunin sem
keppt er um nema alls um 15
milljónum króna.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Berlín
Chicago
Feneyjar
Færeyjar
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Mexicoborg
Moskva
Nýja Delhi
New York
Osló
Reykjavík
Ríó de Janeiro
Rómaborg
San Francisco
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
2 alskýjað
13 skýjaó
27 heiöskírt
11 skýjaó
11 rigning
16 rigning
4 skýjað
8 skýjaó
16 skýjaó
17 rigning
11 rigning
21 heiöskírt
15 rigning
18 hélfskýjaó
24 alskýjað
25 heióskirt
10 skýjaó
14 skýjaó
14 skýjaó
7 heiðskírt
0 snjókoma
27 skýjað
19 skýjað
18 heiöskirt
5 þoka
28 heióskírt
19 skýjaó
12 þoka
13 skýjaó
Vegna truflana á fjarritara vantar
allmargar stöövar sem venjulega
eru meó.
BÍLASTÆÐI Á VEGG?
Nei, svo er ekki — þetta er listaverk. Það var hollenskur
listamaður, Theo van Laar, sem skóp þetta verk. Með því
vildi hann benda á leið til lausnar þéttbýlisvanda þeirra
Hollendinga en eins og lesendum er vafalítið kunnugt, þá
er Holland eitt þéttbýlasta land heims.
Carter stendur sig bezt
þegar á hann hallar
WashinKton. 16. október.
Frá önnu Bjarnadóttur.
fréttaritara Mbl.
SKOÐANAKANNANIR í
Bandaríkjunum sýna enn, að
Ronald Reagan, frambjóðandi
Repúblikanaflokksins, sé líklegri
til sigurs í forsetakosningunum
4. nóvember nk. en Jimmy Cart-
er, frambjóðandi Demókrata-
flokksins. En Carter hefur áður
sýnt, að hann stendur sig bezt í
kosningabaráttu, þegar hallar á
hann, og nú leggur hann sig
allan fram um að ná hylli
kjósenda, sem enn hafa ekki gert
upp hug sinn eða hallast að
Reagan eða John Anderson, sem
býður sig fram sjálfstætt.
Carter var gagnrýndur harð-
lega í síðustu viku fyrir baráttu-
aðferðir sínar, sem fólust í
hörðum orðum um Reagan.
Carter lét að því liggja, að
Reagan myndi stofna til ófriðar í
heiminum og sundrungar með
þjóðinni, ef hann næði kjöri
forseta. Carter lofaði í lok vik-
unnar að milda orðalag sitt og
hefja málefnalegri umræðu. A
fimmtudag skoraði hann á Reag-
an að eiga við sig kappræður, en
fram til þessa hefur Reagan
viljað hafa Anderson með í
kappræðum frambjóðendanna.
Fylgi Andersons hefur minnkað
verulega í skoðanakönnunum á
síðustu vikum, og Reagan gæti
því fallizt á að hitta Carter
einan fyrir kosningar.
Carter hefur að undanförnu
talað mikið um efnahagsmál og
kynnt áform sín um endurreisn
iðnaðar og minna atvinnuleysi.
Á þriðjudag bar Carter saman
stefnu sína og Reagans í efna-
hagsmálum og sagði, að halli á
fjárlögum ríkisins myndi verða
130 milljónum dollara meiri 1983
en nú, ef Reagan nær kjöri, en þá
verði búið að skera niður öll
fjárútlát ríkisins, nema til varn-
armála og ellilífeyrisstyrkja.
Reagan fullyrðir sjálfur, að
efnahagsstefna sín, sem boðar
skattalækkun og hallalaus fjár-
lög án verulegs niðurskurðar á
útgjöldum til félagsmála, muni
rétta við efnahagslíf þjóðarinn-
ar. Hann og starfsmenn hans
segja, að Carter hafi breytt um
baráttuaðferðir, vegna hræðslu
við að tapa kosningunum.
Mikill hluti kjósenda hefur
enn ekki gert upp hug sinn um
hvern þeir eiga að kjósa. Konur
eru þar í meirihluta. Reagan
sagði á þriðjudag, að hann
myndi væntanlega skipa kven-
mann hæstaréttardómara, ef
hann nær kjöri, en skipun dóm-
ara er eitt af mikilvægari emb-
ættisverkum forseta. Reagan
hefur fengið marga konuna upp
á móti sér, vegna andstöðu
sinnar við breytingartillögu við
stjórnarskrána sem á að tryggja
jafnrétti kynjanna. Reagan seg-
ist þó vera hlynntur jafnrétti
kynjanna. Rannsóknir hafa sýnt
að konur óttast stríð meira en
karlar. Nú er sagt, að Carter
hafi sáð vantrausti á Reagan í
brjóstum kvenna með því að lýsa
honum sem ófriðarsinna fyrr í
baráttunni, og meinyrtar ræður
hans hafi þannig unnið gagn.
Carter gagnrýndi Gerald Ford
í kosningunum 1976 fyrir að nota
sér forsetaembættið í barátt-
unni. Nú hagar hann sér ekki
ólíkt því sem Ford gerði þá.
Hann hefur verið iðinn við að
samþykkja tillögur þingsins,
sem koma vissum svæðum að
góðu gagni og draga ekki úr
vinsældum hans þar. Ráðherrar
stjórnar hans hafa ferðazt vítt
og breitt um landið að undan-
förnu, en helzt hafa ferðir Har-
olds Brown varnarmálaráðherra
og Edmunds Muskie utanríkis-
ráðherra vakið athygli. Reagan
hefur gagnrýnt stefnu Carters í
utanríkis- og varnarmálum
harðlega og þykja ferðir ráð-
herranna lykta nokkuð af kosn-
ingabralli.
Margir telja, að Carter yrði
öruggur með sigur í kosningun-
um, ef hann fengi gíslana í
Teheran heim. Frétt í Washing-
ton Post á miðvikudag hermir,
að starfsmenn utanríkisráðun-
eytisins haldi jafnvel að stríðið í
íran og írak geti leitt til frelsun-
ar gíslanna vegna aukinna valda,
sem stríðið hefur fært Bani-Sadr
forseta íran, en hann hefur lengi
viljað senda gíslana heim. Sú
ákvörðun Kúbu, að sleppa
bandarískum föngum úr haldi í
vikunni þykir einnig vera fjöður
í hatt Carters.
Kjósendur eru nú farnir að
hugsa alvarlegar um kosn-
ingarnar, sem framundan eru.
Baráttan hefur verið löng og
misjafnlega merkilegí en Ander-
son sagði á sunnudag í sjónvarpi,
að þjóðin væri sameinuð í einum
alsherjar geispa yfir henni. Fjöl-
miðlar hafa sætt harðri gagn-
rýni fyrir meðferð sína á barátt-
unni, en þeir segjast aðeins
endurspegla aðgerðir frambjóð-
enda. Nokkrir hafa þó tekið sig á
að undanförnu og hafið að ræða
málefni frekar en menn.
Kannski að álit bandarísku þjóð-
arinnar á frambjóðendum sínum
vaxi á næstu tveimur vikum,
þegar þeir gera skýrari grein
fyrir stefnu sinni og skoðana-
mun.
Glevmum I
ekki I
Kaupið lykil
18. október
geðsjúkum