Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 16

Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Fjárlagafrumvarp sem veldur vonbrigðum 1„fyrsta fjárlagafrumvarpi Alþýðubandalagsins", sem lagt var fram á Alþingi sl. mánudag, eru engar nýjungar, eins og ýmsir bjuggust við, aðeins uppstokkun talna. Þar vottar hvergi fyrir viðleitni til samdráttar í ríkisútgjöldum né laekkaðrar skattheimtu. Þar er hvergi að finna stefnumið í stjórnun ríkisfjármála, sem tengzt gætu áformum stjórnar- sáttmálans um niðurtalningu verðlags og hjöðnun verðbólgu á árinu 1981, „þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum Islendinga“, eins og það er orðað í stjórnarsáttmálanum. Fjárlög ársins 1978, síðustu fjárlög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, hljóðuðu upp á 139V2 milljarð króna að niðurstöðutölum. Þetta þóttu himinhá fjárlög í gagnrýni þáverandi stjórnarandstæðinga, ekki sízt úr röðum Alþýðu- bandalagsins, sem jafnan eru meiri í orðum en athöfnum. „Fyrsta fjárlagafrumvarp Alþýðubandalagsins“ hljóðar ekki upp á 139'/2 milljarð króna, heldur 536 eða hátt í þrefalt hærri niðurstöðu. Þó á þetta frumvarp — eins og önnur fjárlagafrumvörp — eftir að hækka í meðförum Alþingis. Þetta er úttekt fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins sjálfs á því, hvern veg hefur til tekizt að halda verðlagsþróun og ríkisútgjöldum í skefjum á þeim fáu misserum sem liðin eru frá því að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fór frá völdum og Alþýðubandalagið fékk stjórnaraðild á ný, 1978. í fjárlögum ársins 1978 vóru beinir skattar, þ.e. tekju- skattar og sjúkratryggingargjald, áformaðir. rúmlega 25 milljarðar króna. I „fyrsta fjárlagafrumvarpi Alþýðubanda- lagsins" eru þessir skattar áætlaðir 9114 milljarður króna. Hafa hækkað að krónutölu meir en 260%. Svo er að sjá sem skattheimtan verði enn þyngd um 5 milljarða króna milli áranna 1980 og 1981, þar sem skattvísitölu er ekki ætlað að fylgja launabreytingum milli ára. Þessi skattauki fer beint í eyðsluhítina, því jafnframt er áætlað að auka erlendar lántökur um 98% (milli fjárlagafrumvarpa 1980 og 1981) til að fjármagna opinberar framkvæmdir. Óbeinir skattar, þ.e. verðþyngjandi skattar eins og tollar, vörugjald, söluskattur o.fl., vóru 112 milljarðar króna í fjárlögum 1978. í „fyrsta fjárlagafrumvarpi Alþýðubanda- lagsins" eru þeir áætlaðir 431 milljarður króna; fara langleiðina í að fjórfaldast frá 1978. Nú segir það sig sjálft að tekjur og eyðsla ríkissjóðs hljóta að taka mið af verðlagsþróun í landinu. En stefna stjórnvalda í ríkisfjármálum, eins og hún kemur fram í fjárlögum 1980 og fjárlagafrumvarpi nú, fer fram úr þeirri verðlagsþróun, þ.e. virkar sem verðbólguhvati. Stjórnarsátt- málinn gerði og ráð fyrir hinu gagnstæða, verðbólguhömlum, þ.e. niðurtalningu verðlags. Þau markmið hafa í engu staðizt. Öll ákvæði verðlagsmálaþáttar stjórnarsáttmálans varðandi „efri mörk ársfjórðungslega á árinu 1980“ sprungu, enda verður verðbólgan ekki vegin með orðum heldur aðgerðum, sem ekki hefur orðið samkomulag um í ríkisstjórninni. Þar stranda allar aðgerðir á Alþýðubandalaginu, nákvæmlega eins og í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem sprakk á liðnu ári. Og í „fyrsta fjárlagafrumvarpi Alþýðubandalags- ins“ er hvergi að finna stefnumörkun í ríkisfjármálum, sem samræmist fyrirheitinu um sama verðbólgustig hér á landi og i helztu viðskiptalöndum okkar þegar á árinu 1982. Þvert á móti er þar fetaður verðbólguvegurinn með hliðstæðum hraða og á líðandi ári. Meðráðherrar fjármálaráðherra haga orðum sínum hóg- værlega í umsögn um fjárlagafrumvarpið. Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, segir í Tímanum í gær, að frumvarpið sé „ef til vill ekki eins sterkt og æskilegt væri til þess að draga úr verðbólgu“. Hann gagnrýnir og ýmis atriði, eins og aðlögunargjald af iðnaði, sem hann segir að lofað hafi verið að fella niður 1981. Þá dregur Tómas í efa að meirihluti sé á Alþingi fyrir framlengingu sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem bitnað hafi mjög þungt á strjálbýlis- verzlun. Hann segir það erfitt fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum um verðþólguhömlur, ef hún láti hjá líða að gera „vissar bremsuráðstafanir fyrir 1. desember nk.“ en þá sé von mikillar verðbólgubylgju, ef aðgerðir komi ekki til. Þó fyrrverandi fjármálaráðherra Framsóknarflokksins hagi orðum af varkárni, í umsögn um „fyrsta fjárlagafrum- varp Alþýðubandalagsins“, er ljóst, að óánægja með það nær langt inn í raðir stjórnarsinna. Tillaga 19 sjálfstæðisþingmanna: I>ingnefnd geri til] um stóriðjuíramkví Stóriðjustefna Sjálfstæðisflokksins hefur sani Nítján þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í gær fram á Alþingi tillögu um stefnumótun í stóriðjumálum. Tillagan gerir ráð fyrir að kjörin skuli hlutfallskosn- ingu á Alþingi að loknum hverjum alþingiskosningum 7 manna nefnd, er hafi eftirfarandi verkefni með höndum: • 1. Kanna hagkvæmni framleiðslugreina, sem til álita koma á sviði orkufreks iðnaðar, með tilliti til orkuverðs, flutningskostnaðar og markaðsmöguleika. • 2. Kanna möguleika á samvinnu við erlenda aðila á sviði tækni, markaðsmála og f jármögnunar stóriðju. • 3. Gera tillögur um stóriðjuframkvæmdir, sem hagkvæmt þykir að stofna til. Skal þar kveðið á um eignaraðild fyrirtækja, fjármögnun, orkuöflun og orkuverð og önnur rekstrarskilyrði og staðsetningu iðjuvera. Nefndinni er heimilt að leita samvinnu við hvern þann aðila, sem hefur sérþekkingu á málum er varða störf hennar. Opinberum aðilum er skylt að veita nefndinni hverjar þær upplýsingar sem hún óskar. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en meðflutningsmenn eru aliir aörir þingmenn flokksins utan þeir, er nú sitja í ríkisstjórn. Forganga Sjálf- stæðisflokksins í greinargerð segir m.a.: I orkulindum landsins er að finna grundvöll að nýrri sókn til betri lífskjara, líkt og sjávarút- vegurinn var í upphafi þessarar aldar. Bætt lífskjör og atvinnuör- yggi landsmanna eru höfuðmark- mið þeirrar atvinnustefnu, sem fylgja þarf. Það er því meginverk- efni nú að hagnýta hin gífurlegu verðmæti, sem fólgin eru í orku- lindum landsins. í því efni er nú mest um vert að móta stefnuna í stóriðjumálum með það fyrir aug- um að hagnýta orkulindir lands- ins til framleiðslu iðnaðarvara til útflutnings. Fyrir forgöngu Sjálfstæðis- flokksins fóru landsmenn inn á þessa braut með stofnun Álvers- ins í Straumsvík og byggingu Járnblendiverksmiðjunnar að Grundartanga. Við íslendingar höfum því nú þegar nokkra reynslu í þessum efnum. Stóriðju- stefna Sjálfstæðisflokksins hefur þegar sannað gildi sitt og gefur mikil fyrirheit í framtíðinni. Þessi reynsla kallar nú á nýjar fram- kvæmdir og öflugri í stóriðjumál- unum. Hins vegar hefur nú um skeið ekki notið forustu Sjálfstæðis- flokksins í þessum efnum. Því eru viðkomandi stjórnvöld um þessar mundir ráðlaus og aðgerðarlaus í stóriðjumálum, þar sem ekki er um að ræða beint skilningsleysi eða andstöðu við allar fram- kvæmdir í þessu efni. Hefur kveð- ið svo rammt að þessu, að hin svokallaða stóriðjunefnd, sem um árabil starfaði undir forustu ríkis- stjórnarinnar, hefur verið lögð niður og þar með bundinn endir á skipulagsbundinn undirbúning að stóriðjuframkvæmdum. Við þetta má ekki lengur sitja, svo mikið er í húfi fyrir alla landsmenn. Með tillögu þessari til þingsályktunar er þess freistað að bæta hér úr. Stóriðjunefnd á nýjum grunni í tillögu þessari er lagt til, að sett skuli á stofn nefnd til stefnu- mótunar í stóriðjumálum. Gert er ráð fyrir, að nefndina skipi 7 menn, kjörnir hlutfallskosningu á Alþingi að loknum hverjum al- þingiskosningum. Stóriðjunefnd- in, sem fyrrum var, var skipuð af iðnaðarráðherra til óákveðins tíma. Örlög og hlutverk þeirrar nefndar voru komin undir ráð- her'ra og með ákvörðun ráðherra var hún lögð niður. En í tillögu þessari er farið inn á nýjar brautir. I fyrsta lagi er Alþingi ætlað að kjósa nefndina, svo að tilvera hennar sé ekki komin undir duttlungum ráðherra. I öðru lagi er gert ráð fyrir, að nefndin verði kosin að loknum hverjum alþingiskosningum. En þetta þýð- ir, að ráð er fyrir gert að hér verði um fastanefnd að ræða, þar sem verkefni hennar hljóta að vera varanleg í mörg ár eða áratugi. Verkefni það, sem nefndinni er ætlað, er bæði víðtækt og vanda- samt. Nefndin á að gera tillögur um stóriðjuframkvæmdir, en slík- ar tillögur hljóta að byggjast á margháttuðum athugunum og rannsóknum. Þegar velja á verkefni í stór- iðjuframkvæmdum er það undir- stöðuatriði, að rannsökuð sé hag- kvæmni hinna ýmsu framleiðslu- greina, sem til álita koma. Hér hljóta að koma til athugunar margþætt atriði og samanslungin. Margt er það, sem ræður hag- kvæmni hinna einstöku fram- leiðslugreina. Er þar helst til að taka orkuverð, flutningskostnað og markaðsmöguleika. Stóriðju- möguleikar eru raunar algerlega háðir því, að reistar verði nægi- lega margar og stórar virkjanir á næstu árum og áratugum. Hér er um að ræða bæði virkjun fall- vatna og jarðvarma, eftir því sem nauðsyn krefur og hagkvæmt þyk- ir. Eignaraðild, fjár- mögnun og staðsetning Þó að við Islendingar höfum nú þegar nokkra reynslu af stóriðju, sem ómetanleg er, verðum við að gera ráð fyrir að lengi þurfum við að leita samvinnu við útlendinga í þessum efnum. Þess vegna er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.