Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 Minning: Stefanía Asmunds- dóttir frá Krossum Fædd 4. september 189fi. Dáin 10. október 1980. Stefanía Asmundsdóttir, móð- urystir mín, er látin. Langri starfsævi er lokið. Við þessi tíma- mót er margs að minnast ok margt að þakka. Þar sem öldur Atlantshafsins forðum báru krosstrén að landi, var hún fædd og uppalin. Elsta barn hjónanna Asmundar Jóns- sonar bónda að Krossum í Staðar- sveit og Kristínar Stefánsdóttur konu hans. Starfsdagurinn á Krossum und- ir stjórn hins unga bónda þar, var ávaxtasamur, með óteljandi lit- brigðum margvíslegrar nýbreytni og framfara í lífi og lifnaðarhátt- um þess tíma. Enda var tryggð hennar við staðinn og umhverfið, sem mótaði hana órofin til hinstu stundar. Þar var safnað þeim auði, sem til varanlegrar blessunar verður, öllu öðru fremur, en það er hinn djúpi skilningur og þekking á tilgangi og gildi mannlífsins. Guð var með í verki og allt blessaðist á jörðinni, sem ber nafn Krossins í fleirtölu. Kristín Stefánsdóttir andaðist haustið 1929 og kom þá til ábyrgð- ar og umhyggju systranna Stefan- íu og Maríu fyrir föður sínum og heimilinu. Um langan tíma meðan barnabörnin uxU úr grasi var þar fagurt líf og blómlegt. Stefanía giftist árið 1924 Páli Jónssyni, verslunarmanni frá Eskifirði, greindum og menntuð- um manni. Hann var sonur Jóns ísleifssonar, vegaverkstjóra og konu hans, Ragnheiðar Pálsdótt- ur, dóttur séra Páls í Þingmúla. Þau bjuggu í Reykjavík, þar sem Páll rak heildverslun og þar fædd- ust þeim sín fyrstu fjögur börn af fimm. En ský sorgar dregur oft á himin þegar sól skín sem hæst. Páll missti heilsuna og féll fyrir hinum hvíta dauða í blóma lífsins árið 1938. Móðursystir mín stóð þá eftir með börnin sín fjögur, en stúlkuna Ragnheiði höfðu þau misst á fimmta ári, sem var þung sorg. í skjóli Ásmundar afa okkar og Jóns Sigurðssonar, vinar hans, ólust öll börnin upp og báru þeir uppeldi og menntun barnanna mjög fyrir brjósti. Krossar eru afskekkt býli, niður við sjó, á sunnanverðu Snæfells- nesi. Friðsældin sem þar ríkti, minnti á Paradís, ef hana væri að finna hér á jörðu. Er tímarnir liðu, kom þar að friðarreiturinn varð mannlaus. Öldungarnir horfnir yfir móðuna miklu og afkomendurnir leituðu á önnur mið. Átthagaböndin hjá frænku minni rofnuðu aldrei. Hún dvaldi þar löngum á meðan heilsan leyfði og síðustu dagana var hugurinn enn bundinn við Krossana hennar. Allú ævina var hún að gefa. Fyrst og fremst ástúð og umhyggju til allra. Peningar voru í hennar augum til þess að gefa þá fátæk- um. Hana vantaði aldrei neitt fyrir sjálfa sig, guð sá um hennar þarfir. Hún var fundvís á fólk sem þurfti hjálpar og hjúkrunar við og þær stundir voru aldrei taldar sem setið var hjá sjúkum og hjálparþurfi. Guð leiddi hana gegnum lífið og gaf henni mannvænleg börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, sem öll kveðja elsku- lega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, með þakklæti fyrir alla umhyggju hennar. Systurdæturnar þakka ástríki hennar og þátt hennar í uppeldi þeirra, sem varð dýrmætt vega- nesti. Systirin þakkar liðna daga. Guð blessi minningu móðursyst- ur minnar, sem hefur gengið inn til hvíldar guðs að loknu dags- verki. Áslaug Sigurðardóttir Mér er eiginlega ekki harmur í hug, þegar ég sezt niður til að kveðja gamla vinkonu nokkrum orðum. Ég veit hvað hún hlakkaði innilega til að sofna í Drottins faðm og öðlast nýtt líf hjá honum. Ef að nokkur eðlisþáttur ein- kenndi öðrum fremur Stefaníu vinkonu mína, þá var það heit og einlæg trú á þann, sem öllu er æðri og öllu ráðstafar. Sá sem á slíka trú er alltaf sterkur. Auðmýkt fyrir Drottni er styrkur í Drottni. Þó að líkaminn hafi verið lasburða um alllangt skeið þá var andinn styrkur og glettnisglampinn hýri tiltækur í augunum. Þessi kona hafði skilað miklu dagsverki, þolað mikla harma, þerrað mörg tár, öllum gert gott. Og hún beið kallsins hinsta örugg og vonglöð. Hún hafði ekki verið kvartsár um dagana. Nýlega sagði dóttursonur henn- ar við mig:„Guð leggur ekki þyngri byrði á neinn, en hann þoár“. Þessi orð hefði hann getað lært hjá ömmu sinni. Afkomendur Stefaníu eru fjöl- margir, allt gáfað fólk og vandað. I þeim lifir og erfist eðli þessarar góðu konu, sem svo gekk um þennan heim að hann var sýnu betri þegar hún kvaddi. Það verð- ur fögnuður við endurfundi. Landi. + Móðir okkar, EYGLÓ STEFÁNSDÓTTIR, frá Skuld, sem andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. október sl., veröur jarösungin frá Landakirkju laugardaginn 18. október kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Synir hinnar látnu. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, INGVARS INGVARSSONAR, Birkilundi, sem lést af slysförum 9. október sl., fer fram í Skálholtskirkju, laugardaginn 18. október kl. 2. Helga Pálsdóttir og börn. + Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR G. STEINÞORSSONAR, Selvogsgötu 24, Hafnarfirði. Aóalheiöur Kristjánsdóttir, Þorbjörg Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug samúö og vinsemd vegna andláts og útfarar móöur okkar og tengdamóöur, MARGRÉTAR JONASDÓTTUR. Unnur Arnórsdóttir, Bóróur ísleifsson. Svsva Arnórsdóttir, Gyöa Arnórsdóttir, Hermann Magnússon, Hulda Arnórsdóttir, Óóinn Rögnvaldsson, Inga Arnórsdóttir, Frank Cremona. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar, GUNNARS AOALSTEINS ÁSGEIRSSONAR, Háaleití 38, Keflavík, Fyrir hönd aöstandenda, Gunnþórunn Gunnarsdóttír, Einar Gunnarsson. Við andlát ömmu minnar, Stef- aniu Ásmundsdóttur frá Krossum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, leit- uðu á huga minn fjölmargar spurningar sem kröfðust jafn- margra svara. Mér var ljúft að leggja á mig þá einbeitingu og einlægni sem þarf til að svara slíkum spurningum, en í svörum mínum fann ég minningu mína um ömmu. Ekki man ég hvernig þetta allt byrjaði, en skýrust er minning mín frá Skólavörðustígnum, þar sem ég ólst upp með móður minni, Helgu Pálsdóttur, d. 21. feb. 1979, en hún var elsta barnið hennar ömmu, Sigurgeir Hilmar, fóstur- syni ömmu og svo ömmu sem var grundvöllur að heimilishaldinu, sá sem ailtaf var til staðar og jafn traustur. Það var ekki á valdi lítils drengs að skilja hvernig amma hans byggði sinn trausta grunn, né heldur að slíkan grunn var hún að byggja í dóttursyni sínum, lífs- grundvöll sem byggðist á trúnni á Jesúm Krist. Þannig varð mín barnstrú til uppi í rúmi fyrir ofan hana ömmu, þyljandi bænir, hlustandi á Pass- íusálmana og við að læra að prjóna. Þetta var ekki Stórbrotið heldur einfalt allt og barnalegt og það minnir mig á og sannar orð Páls postula í fyrra Korintubréfi hans, en þar segir: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn, og ályktaði eins og barn.“ Þegar ég var orðinn fullorðinn lagði ég niður barnaskapinn. Ein- hvern veginn finnst mér að amma hafi aldrei lagt barnaskapinn til hliðar, hún varð aldrei svo fullorð- in að hún gleymdi Drottni sínum. Mér finnst líka þær stundir sem ég hekkti úr lífi hennar og eru á einhvern hátt tengdar mínu Hfi, þá hafi hún stjórnast og brugðist við eins og sá sem hugleiðir orð Guðs og varðveitir það. Amma hefur alltaf verið svolítið órannsakanleg, mörg verk hennar hef ég aldrei skilið og kemur þá upp í hugann er ég var á heimleið að Krossum, tólf ára gamall. Ég hafði verið á héraðsmóti í sveit- inni, það var komið kvöld og farið að skyggja þegar ég kom að Björnsánni, það var mikið í ánni og útfall, en ungum ofurhuga hraus ekki hugur við slíku, heldur óð ég út í, albúinn að synda, en lenti í átökum við ána. Þegar ég hafði vaðið upp að brjósti og var farinn að ókyrrast og efast um mátt minn fyrir ánni, birtist amma hinu megin á bakkanum. Kallar hún til mín og bendir á aðra leið yfir ána sem ég fór og slapp þannig með skrekkinn í það skiptið. En hvernig á því stóð að amma var allt í einu þarna komin, að leiðbeina dóttursyni sínum hef ég aldrei skilið og mig grunar einna helst að amma hafi ekki skilið það heldur. Þannig var lífsleiðin okkar ömmu, hún reyndi að benda mér á leiðir út úr ógöngum og barns- legum erfiðleikum. En ég varð fullorðinn og gleymdi Guði. Ég hélt út í tilgangsleysið og sveigði af brautinni hennar ömmu. Á annarri braut kynntist ég öllu því veraldlega, sem ég sá ömmu svo sjaldan nota, svo sem áfengi og lyfjum. í dag er ég þakklátur fyrir þetta hliðarspor mitt, að ég skyldi ganga veg alkahólistans og hafa týnt sjálfum mér og Guði um stund, en með þeirri göngu minni kynntist ég kvölinni sem síðar kenndi mér að þekkja sæluna. Það var einmitt eitt ár þann 10. okt. sl., dánardaginn hennar ömmu, sem ég hafði lifað í ár án þess að vera öðru háður en Guði. En í upphafi göngu minnar frá ánauð áfengis til frelsis, var mér bent á trúna af mönnum sem reynt höfðu það sama og ég og þá kom til þess sem ég hafði lært í rúminu fyrir ofan ömmu. Þannig hefur amma átt sinn þátt í frelsi mínu í dag, sennilega vissi amma að ég myndi þurfa á þessum grundvelli að halda á hálum vegi heimsins. Og þá er komið að endalokum í minningu minni um ömmu þann tíma sem hún dvaldist að Hrafn- istu. Þar fannst mér hún sýna mér einna best handleiðslu Guðs. Hún hafði svo oft ákveðið í hvaða mánuði hún ætlaði að deyja, en það varð aldrei sem hún ákvað, svo hún var alveg hætt þessu eftir að ágústmánuður hafði brugðist, sennilega hefur hún falið þetta Guði sínum, því kvöldið áður en hún dó, fórum við konan mín og ég til hennar nokkuð seint, þá var hún hálf sofandi, og ég spurði hana sem svo. „Ert þú nokkuð að deyja amma mín? Og hún svaraði: „Nei, ég má ekkert vera að því núna.“ En kallið kom. Svona var amma, alveg órannsakanleg. Ég er þakk- látur Guði fyrir slíka ömmu, sem gaf mér jafn góða móður, kristi- legan grundvöll til að lifa lífinu í kærleika með fjölskyldu minni, sáttur við Guð og menn. í huga mínum ríkir gleði yfir minning- unni um ömmu; hún hitti ferða- lúin vin sinn, Dauðann. I sálu minni finn ég að amma er farin, líkaminn dáinn, sálin sofn- uð um stund, en vaknar aftur á þeim stað sem ætlaður er þeim sem vegsömuðu Guð í líkama sínum. Þannig hlýtur lífið að vera undirbúningur undin dauðann. Takist mér að lifa samkvæmt lífsgrundvellinum sem amma kenndi mér, er ég ekki hræddur við dauðann, því þá lendi ég á sama stað og amma og móðir mín, þannig er gott að vita af góðu fólki sem á undan er gengið og það er forsjá Guðs að svo er. Minningin um ömmu kallar fram kærleika minn til þeirra barna hennar sem eftir lifa, Ragn- heiðar, Jóns, Kristínar og uppeld- isbróður míns, Sigurgeirs, barn- anna þeirra og barnabarnanna. Þannig finn ég betur og skýrar hversu stóra fjölskyldu ég á, afkomendur hennar ömmu. Ég bið Guð að blessa ömmu og láti hann kærleika þann og lang- lyndi sem hún sýndi, verða okkur sem eftir stöndum til blessunar. Páll Ragnarsson. Lilja Einarsdóttir Minningarorð Fædd 23. ágúst 1894, Dáin 7. október 1980. Það væri sjálfsagt ekki í anda hennar ömmu, að skrifa einhverja mærðarfulla grein um hana látna. Því engri manneskju höfum við systkinin kynnst sem var eins viss um framhaldslíf eftir jarðvistina. Samt langar okkur í fáeinum línum að þakka henni þau ár sem við fengum að njóta elsku hennar og umhyggju. Tveir þættir voru greinilega mest áberandi í fari hennar ömmu. Annarsvegar var hrein- skilni, hún sagði nákvæmlega það sem hún meinti, og fórnfýsi og umhyggja fyrir öðrum, meira að segja eftir að hún var orðin dauðsjúk sjálf var hún síspyrjandi um líðan annarra. Margar ánægjustundir áttum við hjá afa og ömmu inni á Norðurbrún, og oft var þar þröng á þingi þegar saman voru komin börn, barnabörn og barnabarna- börnin, og gaman var að heyra ömmu segja frá, fara með vísur og kvæði, því einhver ósköp kunni hún af slíku. Við kveðjum ömmu og lang- ömmu með söknuði, en þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hana þetta lengi, og biðjum Guð að blessa hana og litlu sálina sem fékk að verða henni samferða, við biðjum hann einnig að líta til með honum afa. Kristensen-systkinin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.