Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 11 Halli hjá SVR1300 milljónir STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa sótt um 10% hækkun á farmidum frá I. nóvember nk. eins og fram hefur komið í blaðinu. Það kom fram á borgarráðs- fundi, þegar rætt var um hækkun- arbeiðni SVR, að reiknað er með að halli á rekstri fyrirtækisins verði 1300 milljónir króna á þessu ári og 10% hækkun muni aðeins lækka þá tölu um 40 milljónir króna. Gjaldskrárnefnd hefur beiðni SVR til athugunar eins og beiðnir annarra opinberra fyrirtækja um hækkun. Ofveiða síld í Skagerak SJÓMENN frá Svíþjóð og Danmörku höfðu heimild til að veiða 4 þúsund tonn af sild í Skagerak í ár eða samtals 8 þúsund tonn. í norska hlaðinu Fiskaren kemur fram, að báð- ir aðiiar hafa farið langt fram yfir kvótann og segir hlaðið. að aflinn nemi trúlega nála'gt 30 þúsund tonnum og hafi Svíar og Danir því farið 250% fram yfir kvótann. Svíar munu hafa ákveðið að veiða svo mikið af síld eftir að í ljós kom að Danir virtu ekki sett aflahámark. Norðmenn hafa mótmælt þessum veiðum mjög harkalega og segir í Fiskaren, að Norges Fiskarlag krefjist þess, að norskir sjó- menn fái nú þegar leyfi til aukinna síldveiða í Skagerak. LjÓ8m. J.D.J. Þessi bílhræ hafa um nokkurt skeið „prýtt“ umhverfið á leiðinni milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Er lítið augnayndi að þess konar braki fyrir vegfarendur og mætti umhverfis- vernd komast hér i framkvæmd. Helgi Bergs um lánafyrirgreiðslu stjórnarinnar til hlutabréfakaupa: „Við höfum ekkert heyrt um það mál** „VIÐ HÖFUM ekki heyrt orð um það mál hér í Landsbankan- um, hvorki frá einum né nein- um,“ svaraði Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans í samtali við Mbl., þegar hann var spurður um ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að lána starfs- fólki Flugleiða peninga til hlutabréfakaupa í Flugleiðum, en eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa ráðherrar sagt að þeir hafi sagt Seðla-’ bankanum að hafa samband við alla viðskiptabankana og opna þar möguleika á þessum lánum. Landssamband Slökkviliðsmanna: Brunamálastofn- un verði stórefld ÁTTUNDA þing Landssam- hands slökkviliðsmanna var haldið dagana 4. og 5. októ- ber sl. Þingið sátu 47 slökkvi- liðsmenn viðsvegar að af landinu og vpru þeir frá 21 slökkviliði. Á þinginu var ítrekuð fyrri stefna Lands- sambandsins um að stórefla bæri Brunamálastofnun rík- isins og að hún verði rekin áfram sem sjálfsta*ð stofnun. Þingið mótmælti harðlega þeim áætlunum um að fella Brunamálastofnun rikisins undir væntanlegt Vinnueft- irlit ríkisins eins og gert er ráð fyrir í lögum um Vinnu- eftirlit ríksins. Þingið leggur einnig til við Brunamálastofnun ríkisins að menntunarmál slökkviliðsmanna verði tekin til gagngerðar endur- skoðunar og mótuð verði heild- arstefna um þau mál. Þingið samþykkti að líka áskorun til félagsmálaráðherra, að láta gera reglugerð um lág- marksútbúnað slökkviliðsmanna í útköllum, ennfremur að unnin verði í samráði við Landssam- bandið drög að lögum til verndar starfsheiti slökkviliðsmanna. A þinginu var kjörin næsta stjórn LSS og formaður er Guð- mundur Jónsson í Reykjavík. (Fréttatilkynning) SUMMA 1 HERBERGIÐ Með SUMMA raðskápunum skapast möguleiki á heppilegri hirslu fyrir hljómflutningstækin, plöt- urnar o.fl. 2 eða fleiri skápar, allt eftir stærð herbergisins. SUMMA \ í BARNA- OG UNGLINGA- HERBERGIÐ EÐA TÓM- STUNDA- OG VINNUKRÓKINN. SUMMA skapar notalega aðstöðu til leikja og lærdóms. Hvar sem er í húsinu má finna stað fyrir heimavinnuna og tómstundastarfið. Borð, korktafla og 2 — 4 skápar er það sem til þarf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.