Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 28

Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 GRANI GÖSLARI Okkur er ekkcrt aO vanbúnaOi að sýna endurskoðendunum — oll KOKn ok peninKana lika! Ok hvað er i hinum vasanum þinum? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Með hjálp fyrirstoðusaKna sökÖu norður ok suður slemmuna á skemmtileKan hátt. En samleK- an i spaðanum var ekki sérleKa haKstaeð ok eftir var að vinna spilið. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. ÁD H. 9864 T. ÁKD62 L. 73 Austur S. G96432 H. G T. 74 L. K985 Vestur S. 1075 H. D32 T. G1053 L. DG10 Suður S. K8 H. ÁK1075 T. 98 L. Á642 COSPER Rauðsprettugeirinn kemur eftir stutta stund á borðið til þin! Löng leið og erfið Sjómannskona skrifar: „Vegna klausu frá J.S. um að bíleigendur séu ofsóttir í miðbæn- um. Eg er bíleigandi og á heima í miðbænum, en það eru margir mánuðir síðan ég gafst upp á að nota bílinn nema á kvöldi'n og um helgnr. Það er vegna fólks eins og J.S. Allun daginn er litla gatan mín full af bílum fólks sem vinnur í miðbænum. Ef ég þarf að skreppa burt, get ég ekki komið heim fyrr en eftir kl. 6. Ég kemst ekkert nema hafa með mér tvö smábörn sem ég þarf að bera úr bílnum og sú leið getur verið bæði löng og erfið í umferðinni. Auk þess verð ég að skilja þau eftir ein heima meðan ég sæki bílinn um kvöldið eða hleyp til að fylla í stöðumælinn. Einfaldasta lausnin er því að láta bílinn standa og nota barnakerruna sem takmark- ar mjög ferðafrelsið. Verð annaðhvort að flytja eða bíða J.S. og aðrir bíleigendur sem vinna í miðbænum hafa efalaust stæði heima hjá sér sem standa auð á daginn, meðan þeir geyma bíla sína gjarna á heimastæðum annarra og valda erfiðleikum. Eigi ég að geta notað bílinn minn, eins og eðlilegt má telja, verð ég annaðhvort að flytja eða bíða í nokkur ár eftir að börnin kunni fótum sínum forráð í miðbæjar- umferðinni." • Sóðaskapur eða kæruleysi? Ásthildur Þórðardóttir skrifar: „I morgun gerðist sá atburður hér á heimilinu sem mér finnst bera vott um rakinn sóðaskap eða kæruleysi. Þannig er, að tvö yngri börn mín fá sér alltaf morgunverð sem er haframjöl-kakó-sykur og mjólk. í morgun er þau voru að fá sér þessa venjulegu fæðu, kemur dóttir mín hlaupandi til mín haldandi á gegnsósa snifsi af „Wrigleys" tyggjó-pappír og segir óðamála: „Mamma, veistu að þetta var annaðhvort í haframjölspakk- anum eða mjólkinni, þetta var í haframjölinu rnínu." Fast við botninn Þetta voru 2ja lítra Reykjavík- urfernur. Þegar mjólkin var búin í fernunni, sem þarna ræðir um, kom í ljós það sem eftir var af tyggigúmmíbréfinu, fast við botn- inn. Þá fór ég nú að hugsa hvort ekki slæddist eitthvað meira með í þessum fernum stundum, þó það sæist ekki. Það er dálítið skrýtið að skilja mjólkurílát, sem á eftir að fylla á, eftir þar sem hægt er að henda ofan í þau rusli. Með þökk fyrir birtinguna." Austur og vestur sögðu alltaf pass. Norður SuAur 1 tigull 1 hjarta 3 hjortu 4 lauf 1 tiglar 1 hjörtu 4 spaóar 6 hjörtu Paxs Eftir samþykkt tromplitar sögðu báðir frá ásum og suður skellti sér í slemmuna. Útspil laufdrottning. Suður sá, að ef trompin skiptust 2—2 yrði vinningur auðveldur. Gefa mætti slag á lauf en trompa síðan tvö í blindum. Hann tók fyrsta slaginn með ás en þegar hann tók á tvö hæstu trompin kom í ljós, að vestur fengi þar slag. Þá var ekki um annað að ræða en að losna við laufin þrjú í tiglana. En ekki lá beint við hvernig það mætti ske. Slemman ynnist ekki þó tíglarnir skiptust 3—3. Vestur myndi þá trompa fjórða tígulspilið og taka slag á lauf. Og ef tíglarnir skiptust 4—2 yrði ekki nóg að trompa einu sinni, slík aðferð gæfi aðeins 11 slagi. Eini möguleikinn var, að vestur ætti 4 tígla með gosa og tíu. Suður spilaði því tíguláttunni og ætlaði blátt áfram að svína. En vestur lét tíuna, tekin í blindum. Spaða- drottning á kónginn og tígulní- unni spilað, gosi og kóngur. En þá kom sjöið frá austri og tígullinn þar með fríspilaður. Og fimmta tígulinn mátti vestur trompa en þá hafði suður losnað við laufin, unrið spil. Megum vi<3kynna stretch-flannel buxur frá Terra. Stretch-flannel er nýjung, sem flæðir yfir alla Evrópu. Efnið hefur þá eiginleika að laga sig eftir líkamanum. Það gefur eftir og teygist án þess að pokar eða hrukkur myndist. Situr þétt og þægilega og heldur brotum mjög vel. Stretch-flannel buxur laga sig að öllum. d. n SNORRABRAUT 56 - SÍMI 13505 Ausrurstrati 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.