Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 5

Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 5 Mótmæla vinnubrögðum við samkeppni um biðskýli Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi frétt. í tilefni af samkeppni um strætisvagnabiðskýli sem nú stendur yfir á vegum Strætisvagna Reykjavíkur í samvinnu við Arkitekta- félag íslands. vilja stjórnir Félags húsgagna- og innan- húsarkitekta. Listiðnar, og Félags landslagsarkitekta, lýsa yfir eftirfarandi: Samkeppni á sviðum sem snerta umhverfi fólks er brýn nauðsyn og viljum við hvetja til þess að þeim sé komið á svo oft sem kostur er. Samkeppni stuðlar að því m.a. að fleiri hugmyndir koma fram að lausn verkefn- is heldur en ef aðeins einum aðila er falin umsjón þess. Sú umræða sem skapast við aukinn fjölda þátttak- enda er nauðsynlegur undan- fari þess að fólk almennt hafi möguleika á að hafa áhrif á mótun umhverfis síns. Verkefni eru misjafnlega til þess fallin að hafa um þau samkeppni sem öllum skuli standa opin. Iðnhönnunar- verkefni á borð við strætis- vagnabiðskýli sem teljast til daglegra þarfahluta alls þorra fólks í þéttbýli er kjörið til slíkrar opinnar samkeppni. Reyndin er hins vegar sú að samkeppni þessi er einskorðuð við þær fáeinu starfsstéttir sem réttindi hafa til að leggja uppdrætti af húsum fyrir byggingar- nefnd Reykjavíkur. Með þessu er brotið gróf- lega á þeim stéttum hönnuða sem hafa menntun og þekk- ingu til að fást við verkefni á borð við það sem hér um ræðir. Hér hefur auk þess að okkar mati farið forgörðum kjörið tækifæri til að stuðla að almennri þátttöku fólks í mótun umhverfisins, sem jafnframt er ein meginfor- sendan fyrir framförum á þeim sviðum. Við viljum eindregið mót- mæla þessum vinnubrögðum en jafnframt hvetja opinbera aðila og einkaaðila til að rjúfa þá einokun sem virðist hafa myndast í þessum efn- um. Loðna og togara- fiskur á Skaganum VÍKINGUR AK 100 kom hingað í vikunni með 200 lestir af loðnu til löndunar og er það í annað sinn, sem hann kom hingað á þessari vertíð. Hugrún frá Bolungarvík kom einnig með 460 lestir og var þessum afla landað í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna. Allir Akranestogararnir þrír komu einnig í vikunni með 130 lestir hver, sem fór til vinnslu í frysti- húsunum. Skipin eru nú farin til veiða. _ Júlíus. Leiðrétting í BLAÐINU í gær misritaðist eftirnafn Guðrúnar Egilson í myndatexta með frétt frá mála- ársnefnd Norrænafélagsins á Is- landi og er hún hér með beðin velvirðingar á þessum mistökum. LIONSMENN gáfu tvo heita potta við sundlaugina Ásgarði, Garðabæ. Hér eru þeir að störfum við pottana. en þeir hafa nú verið teknir i notkun. Garðabær og Bessastaðahreppur: Lionsmenn selja ljósaperur á morgun LIONSMENN í Garðabæ og Bcssastaðahreppi munu ganga í hús og bjóða ljósaperur til kaups á félagssvæði sínu á morgun. Allur ágóði af sölunni rennur t líknarsjóð klúbbsins. Verkefni klúbbsins undanfar- in ár hafa verið margskonar á „ÞAÐ ER ekki mikill áhugi fyrir því að breyta miklu í málefna- samningum þvi okkur finnst þetta býna gott,“ sagði Kristján Benediktsson horgarfulltrúi Framsóknarflokksins i samtali við Mbl. í gær þegar hann var spurður að þvi hvernig liði cndurskoðun á málefnasamningi hor garst jór n a r m ei r i h I u ta ns. „Við erum búin að sitja á fundum um málið," sagði Krist- ján, „en breyting byggist á því að sviði mannúðar-, líknar- og menningarmála. Á þessu ári hefur klúbburinn gefið tvo heita potta við sundlaugina í Garða- bæ. Þá hafa þeir gefið Hjálpar- sveit skáta í Garðabæ hjálpar- og björgunartæki og vistheimili áfengissjúklinga að Vífilstöðum þrír aðilar séu sammála um að breyta. Það hafa engar breytingar verið gerðar og ég get alveg eins búizt við því að haldið verði áfram eftir óbreyttum málefnasamningi, enda verður minni áhugi á því að breyta eftir því sem nær dregur kosningum. Við framsóknarmenn munum ná því fram sem við vildum breyta á annan hátt en í breytingu á málefnasamningi og t.d. verður kosið í stjórnkerfis- nefnd í borgarstjórn á næstunni samkvæmt vilja okkar." voru gefnar fræðslumyndir. Á verkefnaskrá þessa árs er aðstoð við aldraða. I fréttatilkynningu frá Lionsklúbbnum segir að félagar þakki stuðning á undanförnum árum og vona þeir að íbúar Garðabæjar og Bessastaða- hrepps taki vel á móti þeim nú sem áður og styrki líknarsjóð klúbbsins um leið og þeir kaupa ljósaperur til vetrarins. Endurskoðun málefnasamnings borgarstjórnarmeirihlutans: „Okkur fiirnst málefnasamn- ingurinn býzna góður“ — segir Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi og telur litla þörf á breytingum Þjóðviljinn um viöskiptaráðherra: „Tómas losnar ekki við hauginn af því hann er bundinn við drauginn44 í ritstjórnargrein í Þjóðviljanum i gær er Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra ráðlagt, að „moka verðhækkanahaugnum út úr verðlaginu en ekki inn í það“. Tilefni þessarar ráðleggingar ÞjMviljans til viðskiptaráðherra eru ummæli hans fvrir nokkrum dögum þess efnis. að hroll setti að honum er hann hugsaði til verð- bólguöldunnar, sem skella mundi yfir eftir 1. desember nk. Orðrétt eru ráð Þjóðviljans til Tómasar Arnasonar á þessa leið: „Tómas losnar ekki við hauginn (þ.e. verðhækkanahauginn) af því hann er bundinn við drauginn. Það er niðurstaðan af þessu spjalli. Hins "Vegar gæti hann tekið úr sér hroilinn með því að spreyta sig á að moka verðhækkanahaugnum út úr verðlaginu en ekki inn í það. Þá myndi hann losna við drauginn. Svona einfalt er málið á pappírnum og í kjaftinum fyrir kosningar, en „að endingu standa sig þeir einir, sem vanda sig frá upphafi í því, sem er innan handar að standa sig í“. Það hefði Tómas Árnason átt að athuga áður en hann samþykkti að byrja að telja niður verðlagið á undan verðbótunum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.