Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 25 fclk í fréttum Poppari hjá Páíanum + Nafnið Christian er það sem einna skærast skín á himni popptónlistarinnar suður á Ítalíu. — Fyrir nokkru bauð Jóhannes Páll II páfi popparanum að koma í Páfagarð til þess að kynna páfanum popptónlistina með popptónleikahaldi í Páfagarði. Hafði hans heilagleiki haft mikla ánægju af komu popparans Christian. Var myndin tekin er Páfinn þakkar listamanninum fyrir komuna og skemmtunina. — Er þess getið í texta með myndinni að Jóhannes Páll II hafi mikinn áhuga á skemmtiiðn- aðinum. mm ■'.'t.vmm Heitt í kring- um Frydenlund + Nei alls ekki meira vatn á þessa steina, það er víst nógu heitt hérna inni, gæti Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, verið að segja þegar þessi mynd var tekin. Með sanni má segja að stjórnmálamenn fái lítinn frið fyrir blaðamönnum (eða öfugt) og á dögunum fylgdi Arne Hestenes, blaðamaður Dag- blaðsins, Ólafi Noregskonungi, Fryd- enlund og fylgdarliði í opinbera heimsókn til Finnlands. Ekki nóg með það, Hestenes fékk Frydenlund með sér í gufubað og tók þar viðtal við ráðherrann, en álíka hiti hefur undanfarið verið í umræðum um utanríkismál í Noregi og var í gufubaðinu í Helsinki þennan dag. Uppskeran hefst + Þetta er Japanskeisari, Hirohito, við slátt á dálitlum hrísgrjónaakri við keis- arahöllina í Tokyo. — Þetta er árviss athöfn og markar þau tímamót, að þá hefst uppskerutíminn hjá japönskum hrísgrjónabændum. + Spánski myndlistarmaðurinn Joan Miro, sem er Katalóníumaður, einn fremsti myndlistarmaður 20 aldarinnar — málari og myndhöggvari, varð 87 ára fyrir skömmu. — Miro býr á eyjunni Majorka. Fór hann í kaupstaðinn í tilefni afmælisins, enda hafði Spánarkonungur stefnt honum á sinn fund, í Madrid, til þess að veita viðtöku sérstakri heiðurs- orðu, og til að vera þar viðstaddur er torg eitt í Madrid var skírt Joan Miro-torgið. — Þá verður komið fyrir við aðalinnganginn í þinghúsið í Madrid bronzmynd af listamanninum. — Meðal þeirra verka sem Miro vinnur að um þessar mundir er mynd sem honum hefur verið falið að mála til fjöldafram- leiðslu í tilefni af Pablo Picasso-hátíð á næsta ári. Þessi mynd af listamanninum er nýleg, tekin í vinnustofu hans á Majorka. Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni h.f., Glæsibæ. Tímapantanir í síma 86311. Einar M. Valdimarsson Sérgreín: Taugasjúkdómar (neurologi). Ný sending Kjólar í stæröum 36—50. Glæsilegt úrval, gott verö. Opiö föstudaga til kl. 7, laugardaga 10—12. Dragtin Klapparstíg 37. =Hvíld= • Hvíldaræfingar losa um spennu, streitu og vöövabólgu, auövelda svefn. • Námskeiö og stakir hvíldartímar. • Upplýsingar og innritun alla virka daga milli kl. 2—4. • Sími 82-9-82. Æfingastöðin =Hvíld= Laugavegi 178 Þórunn Karveladóttir, íþróttakennari. Det Danske Selskab afholder Andespil sondag 19. oktober kl. 20.30 pá Hotel Loftleiöir, Vikingesalen. Medlemmer gratis adgang. Gæstebilletter kr. 500,- Pladerne koster kr. 800,- stykket. Mange gode præmier. Efter andespillet vises den nye Danmarksfilm med Victor Borge. Det Danske Selskab heldur Andespil — Bingó sunnudaginn 19. október kl. 20.30 aö Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Ókeypis aögangur fyrir meðlimi. Aögöngu- miði gesta kr. 500,-. Spjöldin kosta kr. 800,- Margir góöir vinningar. Eftir bingóiö verður sýnd Danmerkurmyndin með Victor Borge. Blaöburöarfólk óskast Austurbær Sóleyjargata Miöbær Laufásvegur frá 2—57 Þingholtsstræti Hringið ísíma 35408

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.