Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 17

Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 17 lögur emdir íað gildi sitt n«fndinni einnig ætlað það hlut- verk að rannsaka og kanna mögu- leika á samvinnu við erlenda aðila, þar sem við þurfum á að halda. Hér hlýtur ýmislegt að koma til greina. Gæti það verið á sviði tækni, þar sem við hefðum ekki áður aflað okkur nægilegrar reynslu. Það gæti verið nauðsyn- legt að koma á samvinnu við erlenda aðila um sölu og mark- aðsmál. Þá getum við ekki komið upp stóriðju nema með fjármagni erlendis frá í einu eða öðru formi. Eignaraðild íslendinga að stór- iðjufyrirtækjum og samstarfs- samningar við útlendinga um önn- ur atriði hljóta að ráðast af eðli máls og aðstæðum á hverjum tíma. Margvíslegir kostir geta því komið til greina. En rétt er að stefna að því með samningum, að íslendingar eignist stóriðjufyrir- tækin í landi sínu, eftir því sem tímar líða og þeim vex fiskur um hrygg. A grundvelli þessara athugana og rannsókna er gert ráð fyrir að nefndin geri tillögur um stór- iðjuframkvæmdir, sem hagkvæmt þykir að stofna til. í tillögum nefndarinnar á þá að kveða á um eignaraðild nýrra fyrirtækja, fjármögnun, orkuöflun og orku- verð og önnur rekstrarskilyrði svo og staðsetningu iðjuvera. Við staðsetningu stóriðjufyrirtækja þarf að taka mið af byggðastefnu, þar sem lögð verði áhersla á arðbær atvinnufyrirtæki. Við upp- byggingu stóriðju verður enn fremur að taka tillit til umhverfis og vistkerfis, þannig að sem allra minnst röskun verði á þessu sviði. Enn fremur þurfa mengunarvarn- ir að vera í samræmi við ströng- ustu kröfur. Það leiðir af hlutverki nefndar- innar, að henni verður nauðsyn að leita til ýmissa aðila til aðstoðar við sig. Er þar bæði gert ráð fyrir innlendum og erlendum aðilum, sem hafa sérþekkingu á þeim málum sem varða störf nefndar- innar. Fyrir þessu er gert ráð í tillögu þessari og opinberum aðil- um hér á landi gert skylt að veita nefndinni hverjar þær upplýs- ingar sem hún óskar. Frá heilbrigðisþingi á Hótel Loftleiðum. Davíð A. Gunnarsson i ræðustóli. Liésm Emi|í» Heilbrigðisþing ræðir stefnumörk- un í 13 erindum og 10 starfshópum STEFNUMÖRKUN í heilbrigð- ismálum og stefnumörkun i heilsugæslumálum er viðfangs- efni heilbrigðisþings þess, sem sett var á Hótel Sögu í gær. En þar munu 200 fulltrúar fjalla í tvo daga um þessi mál i 13 fyrirlestrum og 10 starfshópum. Jón Ingimarsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneyti, gerði fyrir hönd starfshóps þess um heilbrigðismál, sem undirbúið hef- ur ráðstefnuna, grein fyrir tilefni hennar. Benti á að á þessu þingi væru einmitt teknir til umfjöllun- ar þeir þættir heilbrigðisþjónust- unnar, sem menn greinir einna mest á um, þ.e. hverjir eigi að reka sjúkrahús og hverjir stjórna þeim, hvaðan og hvernig rekstrarfjár- magn eigi að koma og hver skuli vera verkaskipting sjúkrahúsanna bæði innan tiltekinna svæða og á landinu. Og í sambandi við heilsu- gæsluna voru rædd verkefni og rekstur þess þáttar, ásamt verkaskiptingu innan heilsugæslu og milli hennar og sjúkrahúsa. En inn í þá umfjöllun hlyti að fléttast umræða um fjármögnun og hver hlutur ríkis og sveitarfélaga eigi að vera í heilsugæslu. Val á fyrirlesurum væri við þetta miðað, en fyrrnefndum starfshópi hefði auk þess að halda þetta þing verið falin þrjú verkefni: að gera áætlun um byggingu heilbrigðisstofnana skv. 33. gr. laga um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu, að semja reglugerð skv. 19. gr. laga um fyrirkomulag heilsugæslu og loks að gera tillögu að reglugerð skv. 24 gr. sömu laga um fyrirkomulag og flokkun sjúkrahúsa. Væri unnið að hverju þessara verkefni í 3ja manna nefndum innan hópsins. I ávarpi, sem Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra flutti, kom m.a. fram hið mikla umfang heilbrigðismála. Kvað hann heildarútgjöld til heil- brigðismála í ár 105 milljarðar króna og hefðu þau hækkað jafnt og þétt frá 1971. Sagði ráðherra að í byggingu væru 11 sjúkrahús og hjúkrunarheimili auk heilsu- gæslustöðva. Arlegur rekstrar- kostnaður væri talinn verða 20 milljarðar króna, 20% hækkun á þessu ári. Nefndi hann þær bygg- ingar, sem í gangi eru: Geðdeild Landspítala, B-álmu Borgarspít- ala, Fjórðungssjúkrahúsin á Isa- firði, Akureyri og í Neskaupstað, sjúkrahúsin á Selfossi og í Kefla- vík, hjúkrunarheimilin í Ólafs- firði, Seyðisfirði og Kópavogi. Að ávarpi ráðherra loknu hófst flutningur erinda. Um stjórnun sjúkrahúsa og rekstraraðila töl- uðu Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi og Hjördis Antoosdóttir starfsmaður á borgarspítala. Næsti þáttur fjallaði um fjármögnunarfyrir- komulag, daggjöld eða fasta fjárhagsáætlun. Flutti erindi um það Sigurður Þórðarson og Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir og voru ekki á einu máii um áhrif niður- fellingu daggjalda (en erindi þeirra verða birt sérstaklega í blaðinu á laugardag). Verkaskipt- ing sjúkrahúsa og framtíðarupp- bygging sjúkrahúsakerfisins var næst á dagskrá. Um það fluttu erindi Daníel Daníelsson, læknir á Selfossi, Skúli Johnsen borgar- læknir og Páll Gíslason, læknir. Þrjú erindi voru flutt um fyrir- komulag þjónustu og verkaskipt- ingu heilsugæslustöðva af Guð- rúnu Marteinsdóttur M.Sc. lektor við Háskóla íslands, Gísla Auð- unssynj lækni á Húsavík og Leifi Dungal lækni. Og loks var fjallað um rekstur heilsugæslunnar í 2 erindum, þeirra Kristófers Þor- leifssonar, héraðslæknis í Ólafsvík og Ólafs Jónssonar, fræm- kvæmdastjóra í Kópavogi. Eftir hádegisverðarhlé tóku starfshópar til starfa. Suffian Koroh atvinnumálaráðherra í Sabah-héraði í Malasiu: Okkur var sagt að Island væri eitt af beztu löndum heims Suffian Koroh atvinnumálaráðherra Sabah-héraðs i Malasiu og Johan M. Padsian aðalritari menningarmálasambands héraðsins. I.josmynd Mbl. Emilia. NÝLEGA voru hér á landi í óopinberri heimsókn atvinnu- málaráðherra Sabah-héraðs i Malasiu, Suffian Koroh og Jo- han M. Padasian. aðalritari menningarmálasambands Sabah. Tilgangurinn með för þeirra var að kynna sér starf Samvinnuhreyfingarinnar og fiskveiðar. Blaðamaður Mbl. ræddi við þá og fræddu þeir hann nánar um heimsóknina: „Við komum frá Sabah-héraði í Malasíu, sem er næststærst hinna 13 héraða landsins, tæp- lega 50 þúsund ferkílómetrar og íbúar eru 1,1 milljón og aðallega af fjórum kynþáttum. Helztu atvinnuvegir eru landbúnaður, fiskveiðar, olíuvinnsla og ýmiss konar iðnaður. Við flytjum með- al annars út kakó, pálmaolíu, gúmmí og brennsluolíu, sem er mjög hentugt í flugvélabenzín og eigum nokkur viðskipti við Saudi-Arabíu og Kuwait. Veð- urfar er ákaflega þægilegt, eða tæplega 30 gráðu hiti allan ársins hring." Hvernig stendur á heimsókn ykkar hingað? „Við eigum íslenzkan vin, sem er þyrluflugmaður hjá okkur og flýgur mikið með okkur um landið. Hann sagði okkur að Island væri með beztu löndum í heimi og við yrðum að koma hingað. Það varð svo úr að þegar tækifæri gafst drifum við okkur og sjáum alls ekki eftir því. Annars var megin tilgangurinn að læra af ykkur, sérstaklega um uppbyggingu Samvinnuhreyf- ingarinnar og fiskveiðar," sagði Koroh. „Ég er formaður beggja þessara þátta í Sabah-héraði en við vinnum mikið að þessari uppbyggingu þar, en hún er skammt á veg komin. Við höfum heimsótt Sigurð Markússon hjá Sambandinu og hann veitti okkur margvíslegar upplýsingar sem eflaust eiga eftir að koma okkur til góða. Ég er mikill áhugamaður um hvers kyns samvinnu og samvinnuhreyfingu til uppbyggingar atvinnulífsins og menntunar og skipulagn- ingar. Við viljum mennta fólkið til þess að það geti sjálft stjórn- að og skipulagt vinnu sína og unnið að nauðsynlegum framför- um. Við höfum hitt Steingrím Hermannson sjávarútvegsráð- herra og var það mjög ánægju- legur og fróðlegur fundur. Við heimsóttum líka Hampiðj- una og skipasmíðastöðvar og kynntumst þar mörgu nýju og nytsamlegu. Við erum mjög stutt komnir í fiskveiðimálun- um, eins og er stundum við aðeins strandveiðar á fremur frumstæðan máta, en ætlunin er að reyna að auka aflann með kennslu og nýjungum, en fara verður mjög hægt í sakirnar svo ð gömlu fiskimennirnir geti fylgst með, en heltist ekki úr lestinni. Síðan er ætlunin að koma upp fiskveiðiskóla fyrir yngri mennina, þar sem þeim verði kenndar nýjungar við fisk- veiðarnar og þá reynt að nýta djúpmiðin betur. Það er meira en nóg af fiski við strendur landsins, en okkur vantar kunn- áttu og tæki til að veiða hann. Við höfum lært mjög mikið af ferðinni og höfum hugsað þann möguleika að fá ráðgjafa og leiðbeinendur héðan, bæði til að kenna og hafa umsjón með mótun fiskveiðistefnunnar. En það er viðkvæmt mál að fara út í verulegar tækninýjungar, við viljum ekki að þær skemmi fyrir strandveiðinni. Þetta er ný tækni, sem fólk er ekki alveg tilbúið til að taka við og því verðum við að fara varlega og þörfnumst því aðstoðar utan frá. Þetta hefur verið okkur ein- staklega ánægjuleg ferð, við höf- um séð margt nýtt og lært mikið og hefur Pétur Thorsteinsson sendiherra verið okkur til ómet- anlegrar aðstoðar meðan á dvöl- inni hér hefur staðið og svo vel hefur okkur líkað hér, að miklar líkur eru á því að við komum aftur,“ sögðu þeir félagar að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.