Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 10
10 Takmarkan- ir á línu- og netaveiðum í Faxaflóa Sjávarútvegsráðuneytið hefur, eins og undaníarin haust. gefið út reglugerð um sérstakt línu- og neta- svæði út af Faxaflóa. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar botn- og flotvörpuveið- ar bannaðar tímabilið 20. október 1980 til 15. maí 1981 á svæði út af Faxaflóa, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi vestur af Sandgerðisvita, að vestan af- markast svæðið af 23° 20’0 N. Reglugerð þessi er sett vegna beiðni frá Utvegsmannafélagi Suðurnesja að fenginni umsögn Fiskifélags íslands, en á undan- förnum árum hefur veruleg aukning orðið í línuveiðum á þessu svæði yfir haust- og vetrarmánuðina. ! ! Morgunblaðsins 83033 JV1or0uublntiib MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 Tregur afli hjá línu- og togbát- um fyrir vestan GÆFTIR voru allgóðar í sept- ember, segir í yfirliti frá skrif- stofu Fiskifélags tslands á ísa- firði um sjósókn og aflahrogð í Vestfirðingafjórðungi í septem- ber. Fengu togararnir margir ágæt- an afla í mánuðinum, en afli togbátanna, sem hafa leyfi til togveiða innan 12 sjómílnanna yfir haustmánuðina, var fremur tregur. Línubátarnir byrjuðu margir róðra um miðjan mánuð- inn, en afli var almennt mjög tregur. Enginn smokkur hefir veiðst á þessu hausti, þrátt fyrir líklegt útlit í sumar, þar sem hans varð vart á allri fiskislóðinni út af Vestfjörðum fram eftir öllu sumri. Er það öllum ráðgáta, hvað því veldur, að hann gengur ekki inn á firðina, eins og hann átti vanda til á árum fyrr. Færabátarnir hættu flestir veiðum um og eftir mán- aðamótin. í september stunduðu 110 (100) bátar botnfiskveiðar frá Vest- fjörðum, 81 (69) með handfæri, 11 (10) réru með línu, 15 (16) með botnvörpu, 1 (3) með dragnót og 2 (2) með þorskanet. Rækjubátarn- ir, sem hafa stundað rækjuveiðar út af Vestfjörðum í sumar, hættu allir veiðum í byrjun mánaðarins, og varð mánaðaraflinn aðeins 72 lestir. Tveir bátar frá ísafirði stunduðu skelfiskveiðar og öfluðu 158 lestir í mánuðinum. Heildarbotnsfiskaflinn í sept- ember varð 6.261 lest, en var 3.154 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 74.179 lestir, en var 71.304 lestir á sama tíma í fyrra. Norræna rithöfundaráðið: Hætta steðjar að norræn- um barnabókmenntum NORRÆNA rithöfundaráðið kom saman til fundar í Osló 20. —21. septemher sl. A fundin- um voru samþykktar ályktanir um ýmis málefni. Urðu fundarmenn m.a. sam- mála um, að mikil hætta steðjaði að norrænum barnabókmennt- um, sérstaklega meðal minnstu þjóðanna. Þá var samþykktur stuðningur við bókmenntir á tungu Sama og ályktun um, að „Nordsat-áætlunin verði lögð til hliðar þar sem öflugur pólitískur stuðningur við áætlunina er ekki til innan Norðurlandanna". Leggur ráðið til að fé það, sem áætlað er að veita til Nordsat- áætlunarinnar, fari „í löngu bráðþörf verkefni til stuðnings norrænni samvinnu á sviði menningarmála og menningar- starfsemi einstakra landa". Loks var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1981. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins með basar og kaffisölu KVENNADEILD Barðstrend ingafélagsins verður með hasar og kaffisölu í Domus Medica sunnudaginn 19. október. Húsið verður opnað klukkan 14. Þetta er fjáröflunardagur deild- arinnar, sem gerir kleift að standa undir miklu og ágætu starfi fyrir eldri Barðstrendinga. A basarnum verður mikið af prjónlesi, vettl- ingut i, sokkum, nærfötum barna- sokkabuxum o.fl. Brúðurúm og brúðufatnaður, einnig gömlu góðu tuskubrúðurnar. Þessi þáttur í vetrarstarfinu hefur mælst mjög vel fyrir. Þeir sem vildu leggja Kvenna- deildinni lið við undirbúning eða aðra aðstoð hafi vinsamlegast samband við Maríu Jónsdóttur í síma 40417 eða Þorbjörgu Jakobs- dóttur í síma 35513. Málfreyjur kynna starfsemi sína ALÞJÓÐASAMTÖK Málfreyja kynna um þessar mundir starf- scmi sína víða hér á landi. S.l. laugardag var stofnuð Málfreyjudeild í Vestmannaeyj- um, en n.k. laugardag verður kynningarfundur í Sjálfsbjargar- húsinu á Siglufirði, en á sunnudag í Hótel Varðborg á Akureyri. Stefna samtakanna er að efla frjálsa og fordómalausa umræðu og markmiðið að efla betri tengsl og skilning manna á meðal. SUMMA í STOFUNA SUMMA í FORSTOFUNA SUMMA raðskáparnir sóma sér vel í stofu, 2 eða fleiri saman, allt eftir húsrými. Uppröðun getur verið eins og myndin sýnir, — 6 skápar í allt, þar af einn sjónvarpsskápur, tveir glasaskápar, 6 skúffur, 2 lokaðir skápar, hljómtækjahirsla, bóka- hillur og skrauthillur, — sem síðan má breyta eftir þörfum. SUMMA raðskápar henta einnig vel í forstofu, þar sem alltaf er þörf fyrir góðar hirslur. 1—3 skápar, með 1, 3 eða 6 skúffum og hurðum eftir þörfum, er lausnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.