Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
231. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sovézkir læknar
grýttir í Kabul
Rajai forsætisráðherra Írans, og Kurt Waldheim. framkvæmdastjóri
S.þ. á tali í húsakynnum S.þ. í New York í gærkvöldi.
• •
Nýju Dehli. 17. október. — AP.
UNGAR skólastúlkur í Kabul neituðu fyrr í vikunni að láta
sovézka lækna og hjúkrunarkonur bólusetja sig. Köstuðu
stúlkurnar grjóti að Sovétmönnunum og hröktu þá út úr
skólanum. Einn læknir og ein hjúkrunarkona meiddust
lítillega. Fjórir kennarar og margir nemendur í skóianum
voru handteknir vegna þessa atburðar. Fréttir um þetta
bárust frá Afganistan í dag.
Stúlkurnar hrópuðu ókvæðis-
orð að sovézku læknunum, þegar
þeir komu í skólann og kröfðust
þess að Sovétmenn fari með her
sinn frá Afganistan. Þá voru
Brezhnev forseti Sovétríkjanna
og Karmal forseti Afganistans
úthrópaðir.
Frelsissveitir Afgana hafa
komið í veg fyrir að sovézki
herinn í landinu og stjórnar-
hermenn næðu á sitt vald mik-
ilvægu fjallaskarði, skv. fréttum
sem borizt hafa frá Kabul. Biðu
Sovétmenn mikið afhroð í bar-
dögum um skarðið, að því er
þessar heimildir herma. Heim-
ildir í röðum stjórnarerindreka í
Kabul hafa ekki staðfest þessa
frásögn en greina hins vegar frá
hörðum bardögum í Ghorband-
dalnum um 100 kílómetra í
norðvestur frá Kabul. Er mann-
Oryggisráðið ræðir
stríð Irans og' Iraks
New York, Hagdad. Teheran.
17 október. — AP.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna kom saman i kvöld
til þess að ræða stríðið milli
Irana og fraka. Muhammed
Ali Rajai forsætisráðherra ír-
ans, kom til New York í nótt
og mun ávarpa Öryggisráðið í
kvöld. Áður en fundurinn
hófst ræddi Rajai i hálfa aðra
klukkustund við Waldheim
framkvæmdastjóra S.þ. Tals-
maður Waldheims sagði að
Íieir hefðu rætt stríð írans og
raks og „mörg önnur mál“, en
hann vildi ekki segja, hvort
rædd hefðu verið örlög banda-
rísku gisianna í íran.
Ekkert benti í kvöld til þess að
Rajai myndi ræða við bandaríska
ráðamenn á meðan hann dvelur í
New York, en ráðgert mun að hann
verði tæpa tvo sólarhringa í Banda-
ríkjunum.
Vestrænir sendiherrar frá Sam-
Waldheim
ræðir við
Rajai
einuðu þjóðunum eru sagðir hafa
komið sér saman um drög að
friðarsamkomulagi milli írana og
Iraka. Má gera ráð fyrir að drögin
verði lögð fyrir Öryggisráðið í
formi ályktunar á næstu dögum. í
drögum þessum er gert ráð fyrir
vopnahléi, heimkvaðningu írasks
herliðs frá íran, samningaviðræð-
um deiluaðila og loks yfirlýsingu
beggja stríðsaðila um að þeir muni
virða landamæri hvor annars.
Zia ul-Haq, forseti Pakistans,
skoraði í dag á íraka og írani að
gera vopnahlé í vikutíma á meðan á
helgidögum múhameðskra píla-
gríma stæði.
Mjög snarpir bardagar hafa geis-
að í Iran í dag, en fregnum af þeim
ber ekki saman. íranir sögðust í dag
hafa hrakið íraka frá olíuborgunum
Abadan og Khorramshahr eftir
mikla bardaga í návígi á götum úti.
íranska fréttastofan Pars sagði í
kvöld, að íranskt herlið hefði einnig
Pólland:
Stof nskrá verkalýðs-
samtakanna samþykkt
Varsjá, 17. október. — AP.
LECII Walesa leiðtogi frjálsra
verkalýðsfélaga i Póllandi og
samstarfsmenn hans áttu i dag
fundi með embættismönnum
stjórnarinnar i Varsjá og þing-
mönnum. um nýja löggjöf um
verkalýðsfélög.
Eru viðræðurnar sagðar hafa
gengið erfiðlega. Fregnir herma
hins vegar að samkomulag hafi
náðst hjá borgarfógeta í Varsjá
um stofnskrá hinna nýju sjálf-
stæðu verkalýðssamtaka. Verður
því unnt að skrá samtökin lögum
samkvæmt og mega samtökin
starfa alls staðar í Póllandi.
Viðræðurnar um nýja verka-
lýðsmálalöggjöf í Póllandi eru af
hálfu Walesa og félaga taldar
hinar mikilvægustu, þar sem lögin
munu setja starfsemi hinna nýju
verkalýðsfélaga ramma.
(Símamynd AP.)
Sögulegur fundur
Jóhannes Páll páfi 2. og Elísabet 2. Bretadrottning ganga til
fundar í Vatíkaninu í gær. Á bak við páfa sést í Filippus prins,
eiginmann drottningar.
fa.ll sagt mikið hjá báðum aðil-
um.
Karmal, forseti Afganistans,
greindi frá því í Moskvu í dag, að
„þúsundir friðsamra borgara"
hefðu látið lífið í því „óyfirlýsta
stríði", sem nú fer fram í
landinu. Karmal er í opinberri
heimsókn í Sovétríkjunum.
Hann sakaði í dag Bandaríkin og
Kína um beina íhlutun í átökin í
landinu.
gert miklar árásir á stöðvar Iraka á
landamærum ríkjanna.
Útvarpið í Bagdad sagði í dag, að
mörg hundruð íranskir hermenn
hefði fallið í bardögum á landa-
mærunum, en þar hafi' verið barizt í
12 tíma samfleytt.
Frímerki
frá 1839?
PraK. 17. október. — AP.
ALDRAÐUR Tékki hefur
fundið gamalt handariskt frí-
merki. sem kann að breyta
skoðunum manna á því, hve-
nær notkun frímerkja hófst i
heiminum. Til þessa hefur
almennt verið talið að notkun
frímerkja hafi hyrjað með
útgáfu tveggja hrezkra frí-
merkja 1. maí 1840. Tékkinn
Jaroslav Skrivan. sem kominn
er á eftirlaun. segist hins
vegar hafa fundið bandariskt
frimerki. sem stimplað sé 8.
mai 1839.
Frímerki þetta er þriggja
centa merki með mynd af
Benjamin Franklin og á því er
greinilegur póststimpill frá
Louisville í Kentucky. Það er
gulnað af elii en annars alveg
óskemmt. Skrivan segist hafa
fundið frímerkið í gömlum
kassa, sem öldruð frænka hans
hafi erft eftir afa sinn og
ömmu, er bæði söfnuðu frí-
merkjum. Skrivan fann annað
sjaldgæft frímerki fyrr á þessu
ári. Er það frá tíma Viktoríu
Bretadrottningar og talið yfir
20 milljón króna virði.
Skrivan kom með frímerkið,
sem hann hefur nú fundið, á
skrifstofur AP-fréttastofunnar
í Prag.
Bretland:
Verðbólgan
á undanhaldi
London. 17. október. — AP.
VERÐBÓLGAN í Bretlandi
minnkaði i síðasta mánuði úr
16,3% í 15,9% á ársgrundvelli.
Hefur verðbiilgan í landinu ekki
verið minni frá því i ágúst í
fyrra. að því er brezka stjórnin
tilkynnti i dag.
Engu að síður er verðbólgan í
Bretlandi meiri en í flestum öðr-
um iðnvæddum ríkjum. Verðbólga
í Bandaríkjunum er nú 12,8%,
13,5% í Frakklandi, 5,5% í Vest-
ur-Þýzkalandi, 8,7% í Japan og
22% á Ítalíu. Frá því ríkisstjórn
Margaretar Thatchers tók við
völdum í Bretlandi fyrir 17 mán-
uðum varð verðbólgan mest í
maímánuði síðastliðnum eða
21,9% á ársgrundvelli.