Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
Stefnuræöa forsætisráðherra:
Verðtryggingu frest-
að um hálft til eitt ár
RÍKISSTJÓRNIN telur, að
lenKja þuríi aðlogunarfrest-
inn fyrir verðtryggingu
sparifjár og inn- og útlána
um hálft til heilt ár. en
samkvæmt lögum um stjórn
efnahagsmála. Ólafslögum. á
verðtryggingin að vera kom-
in fyrir árslok 1980. Þetta
Framboð Karvels
í undirbúningi
á ASÍ-þingi
FORYSTUMENN á svirti verkalýðs-
máia i Sjálfstæðisflokknum ok Al-
þýðuflokknum hafa átt með sér fundi
til athuitunar á samstarfi um undir-
húninK ASÍ-þinKsins. sem haldið verð-
uf 24. til 28. nóvemher nk. Þessi hópur
stefnir m.a. að því að Karvel Pálma-
son Kefi kost á sér sem forsetaefni ok
að um framhoð hans verði sköpuð
samstaða við framsóknarmenn í
verkalýðshreyfinKunni ok þá alþýðu-
handalaKsmenn. sem andvÍKÍr eru
Asmundi Stefánssyni sem forsetaefni.
Erling Aspelund
framkvæmda-
stjóri stjórnunar-
sviðs Flugleiða:
„Skilyrði
að starfs-
fólkið skapi
vinnufrið“
MORGUNBLAÐIÐ innti
Erling Aspelund fram-
kvæmdastjóra stjórnun-
arsviðs Flugleiða eftir áliti
á umsögn formanns Flug-
freyjufélagsins í gær þar
sem hún sagði í Mbl. að
félagið myndi beita hvaða
ráðum sem þyrfti til þess
að tryggja endurráðningu
eftir starfsaldurslista.
„Staðan í málum flugfreyja,"
sagði Erling, „er sú að það
verður ekkert gert fyrr en það
liggur fyrir hvort Atlantshafs-
flugið heldur áfram, en það var
ákveðið að bíða átekta fyrir
mörgum vikum. Að öðru leyti
er stefna Flugleiða óbreytt í
þessum efnum, en það er hins
vegar algjört skilyrði, ef félag-
ið á að starfa áfram, að
verkalýðsfélögin sem tengjast
félaginu, og starfsfólkið tryggi
vinnufrið, svo unnt verði að ná
félaginu upp úr þeirri lægð.
Það er því grundvallaratriði að
starfsfólkið fari ekki út í
ótímabærar aðgerðir sem gætu
skaðað starfsvettvang þess og
félagið í heild."
Þá kvað Erling deilu flug-
manna ennþá hjá sáttasemjara
og miðaði hægt, en það væri
fyrst og fremst flugmanna
sjálfra að koma sér saman þótt
Flugleiðamenn reyndu eins og
kostur væri að aðstoða í þeim
efnum.
Jeppi valt
kemur fram í stefnuræðu
Gunnars Thoroddsens, for-
sætisráðherra, sem dreift hef-
ur verið til alþingismanna. en
ræðuna ætlar forsætisráð-
herra að flytja á Alþingi
fimmtudaginn 23. október.
I stefnuræðunni er m.a. fjallað
um gjaldmiðilsbreytinguna um
áramótin og sagt, að samfara
henni hafi ríkisstjórnin í huga
margháttaðar efnahagsaðgerðir.
Ekki er þess getið, hvaða aðgerðir
þetta verða, en sagt: „Gagnger
athugun og endurskoðun er nú
hafin á þeirri víðtæku sjálfvirkni,
sem nú á sér stað, ýmist sam-
kvæmt lögum, samningum eða
venjum um verðlag, vexti, kaup-
gjald, lán og önnur atriði, er
verulegu skipta um þróun efna-
hagsmála. Þessi sjálfvirkni og
víxlhækkanir eiga sinn mikla þátt
í verðþenslunni. Um þessi mál
verður haft samráð við þau sam-
tök, sem hlut eiga að máli.
Unnið er að nýjum vísitölu-
grundvelli, sem ætti að geta geng-
ið í gildi kringum áramótin."
Þá er í stefnuræðunni minnzt á
nýju verðtryggðu sparireikn-
ingana og sagt, að á þeim þremur
mánuðum, sem þeir hafa verið,
muni um 2 milljarðar króna hafa
komið inn á þessa reikninga.
„Þetta er lægri fjárhæð en menn
höfðu gert sér vonir um. En öll ný
viðskiptaform í bönkum þurfa
sinn tíma til þess að menn átti sig
á þeim og venjist þeim. Ennfrem-
ur hefur það dregið úr aðdráttar-
afli þessara nýju reikninga, að
binditími var hafður tvö ár. Ég
ætla, að reynslan hafi fært
mönnum heim sanninn um, að
binditímann þarf að stytta."
Skálaði við gestina
á 107 ára afmælinu
KVENFÉLAGSKONUR á Blönduósi efndu til afmæl-
isveizlu á Héraöshælinu á Blönduósi 14. október,
þegar Halldóra Bjarnadóttir varð 107 ára. Kom
Halldóra sjálf þar í hjólastól, brosti við gestum
sínum, og skálaði við þá, en sagði lítið, enda hætt að
heyra það sem við hana er sagt. Henni bárust fjöldi
heillaóska víðsvegar að. Þessa mynd tók Sigursteinn
Guðmundsson yfirlæknir af Halldóru í afmælishóf-
inu.
ÞUNGLEGA horfir með sölu á
frystri síld og er allt útlit fyrir að
mun minna verði fryst af síld á
þeirri vertíð, sem nú stendur yfir,
heldur en gert var ráð fyrir i
sumar. Reiknað var með, að allt
að 17.500 tonn af sild færu i
frystingu nú, en i fyrra var
framleiðslan um 12 þúsund tonn.
Er liklegt að nokkru minna verði
fryst í ár heldur en þá.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá Guðmundi H. Garðars-
syni, blaðafulltrúa SH, að þegar
veiðikvóti var ákveðinn í sumar,
hafi verið reiknað með að 15—17
þúsund tonn færu í frystingu. Nú
horfði hins vegar þunglega með
sölu á frystri síld og markaðir
væru ákaflega óvissir. Þessa dag-
ana væri verið að athuga alla
möguleika og sagði Guðmundur,
að reynt yrði til hins ýtrasta. í
fyrra seldi SH um 6 þúsund tonn
af frystri síld, en til þessa hefur
fyrirtækið aðeins gert eina fyrir-
framsölu, þ.e. á um 900 tonnum til
Tékkóslóvakíu.
Ólafur Jónsson hjá Sjávaraf-
urðadeild, Sambandsins sagði í
gær, að Sambandið hefði í fyrra
selt um 400 tonn af síldarflökum
og tæplega 3 þúsund tonn af
heilfrystri síld. Nú horfði mjög
þunglega með sölu á heilfrystu
síldinni og verð á henni hefði
lækkað. Hins vegar ætti jafnvel að
vera hægt að selja 1.000—1.500
tonn af frystum síldarflökum og
verð á þeim virtist ætla að halda
sér, en síldarfrysting var mjög
hagkvæm í fyrra.
Ólafur sagðist ætla, að í fyrra
hefðu um 12 þúsund tonn af síld
farið í frystingu, en sagðist telja,
að í ár yrði einhver minnkun, án
þess að hann vildi spá um hver
framleiðslan yrði. „Framleiðendur
hafa gefið viðkomandi aðilum
upplýsingar um stöðuna í þessum
málum og ef menn reikna enn með
því, að 15-17 þúsund tonn fari í
frystingu, þá er það rangt mat á
stöðunni," sagði Ólafur Jónsson.
Fundur bóka-
gerðar-
manna
á mánudag
BOÐAÐUR hefur verið félags-
fundur i bókagerðarfélögunum
þremur á mánudag, en þar verð-
ur, samkvæmt upplýsingum
Magnúsar Einars Sigurðssonar,
talsmanns félaganna, rætt um
tilmæli Alþýðusambands íslands
um boðun verkfalls hinn 29.
október næstkomandi. Jafnframt
verður fundurinn upplýsinga-
fundur fyrir félaga í félögunum
þremur, Hinu ísienzka prentara-
félagi, Grafiska sveinafélaginu
og Bókbindarafélagi íslands.
Stjórn og trúnaðarmannaráð fé-
laganna þriggja hafa þegar fengið
verkfallsheimild og eru trúnað-
armannaráðin boðuð saman til
fundar á morgun, sunnudag. Því
þurfa félögin í sjálfu sér ekki að
leita til félagsfundar um boðun
verkfalls til þess að verða við
tilmælum ASÍ. Morgunblaðið
spurði Magnús Einar að því, hvort
fyrirhuguð væru víðtækari verk-
föll en þennan eina dag. Hann
kvaðst ekkert geta um það sagt,
það yrði félagsfundurinn að leiða í
Ijós, hann væri boðaður sem
upplýsingafundur, en hvaða
ákvarðanir hann tæki, kvaðst
hann ekki geta spáð í.
Útlit fyrir samdrátt
í síldarfrystingu í ár
Lézt af slys-
förum í Afríku
Fréttin tvo mánuði
á leið til íslands
23 ÁRA íslendingur, Rich-
ard Rúnar Thom Oddsson,
lézt af slysförum í Afríku-
ríkinu Tögo 6. ágúst síð-
astliðinn. Fregnir um lát
hans bárust ekki hingað
til lands fyrr en um tveim-
ur mánuðum eftir slysið,
en það mun hafa orðið með
þeim hætti, að vörubifreið
sem hann ferðaðist með
valt og létuzt fimm manns
i slysinu.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk í utanríkisráðuneytinu í
gær, var Richard á leið frá Lome í
Togo til Lagos í Nígeríu og fékk
far með vörubifreið. Mun hann
hafa verið á vörubílspallinum
ásamt fleira fólki og er bifreiðin
valt af óþekktum orsökum, lézt
hann ásamt 4 öðrum farþegum.
Richard var jarðsettur í kirkju-
garði Evrópumanna í Lome
nokkru eftir slysið.
Richard Rúnar Thom mun hafa
verið mikið á ferðalögum erlendis
síðustu ár, hann var búsettur í
Evrópu samkvæmt upplýsingum
utanríkisráðuneytisins, en hafði
m.a. lengi dvalið í Tyrklandi og
Kuwait. Fregnir um lát hans
bárust til íslands fyrir milligöngu
starfsmanns brezka sendiráðsins í
Ghana, en hann var á eftirlitsferð
í Togo er hann frétti um slysið.
Var þá nokkur tími liðinn frá
slysinu, en Bretinn kom fréttum
áleiðis til íslands og komu þær
hingað um tveimur mánuðum eft-
ir að slysið varð. Sendiráð Islands
í París vinnur nú að því að afla
frekari upplýsinga um mál þetta.
Saltað í 10.000. tunnuna á
Höfn á 10 ára afmælinu
JEPPI af Range Rover-gerð valt í
gær, um hálftvöleytið, á þjóðveg-
inum við Eyri í Kjós. Ökumaður-
inn var einn i bílnum og slapp
hann ótrúlega vel, skrcið nánast
ómeiddur út úr jeppanum.'en hús
jeppans lagðist niður að miklu
leyti.
Slökkviliðsmenn viðs vegar að af landinu hafa verið á námskeiði
í Reykjavik undanfarna daga, en námskeið þetta er á vegum
Brunamálastofnunarinnar. Tækifærið hefur verið notað til að
kveikja i nokkrum húsum á höfuðborgarsvæðinu, sem orðið hafa
að vikja, og eru slökkviliðsmennirnir látnii æfa sig við
slökkvistörf, reykköfun og annað sem slökkviliðsmenn þurfa að
kunna. Myndin var tekin á einni slíkri æfingu i gær, þegar kveikt
hafði verið i húsi við Vatnsveituveg. Ljónm. Mbi. as
SALTAÐ var i 10 þúsundustu
sildartunnuna á vertiðinni hjá
Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar i gær og svo skemmtilega
vildi til, að þessi áfangi náðist
einmitt sama dag og 10 ár voru
liðin frá þvi að sild var fyrst
söltuð í stöðinni. Að sjálfsögðu
fagnaði sildarfólkið þessum
áföngum með rjómakökuáti og
tilheyrandi. Síðan 1974 hefur
þessi söltunarstöð verið sú
stærsta á landinu og svo gæti
einnig orðið i ár þó svo að minna
hafi borizt af sild til Hafnar fram
að þessu miðað við árin á undan.