Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
5
Tómas ÓIi Jónsson, frá skipulágsnefnd Sambandsins, Magnús Finnson, framkvæmdastjóri Kaupmanna-
samtakanna, Georg Ölafsson verðlagsstjóri og Sigriður Haraldsdóttir og Jóhannes Gunnarsson.
starfsmenn Verðlagsstofnunar. Ljósmynd Mbi. Kristjén.
Verðmerkja skal bæði
í nýjum og gömlum krónum
Verðlagsstofnun:
Á BLAÐAMANNAFUNDI, sem Verðlagsstjóri boðaði
til nú fyrir skömmu kom fram, að Verðlagsstofnun
hefur sent frá sér 2 tilkynningar til verzlana og
kaupmanna um verðmerkingu og afrúnnun vegna
fyrirhugaðrar myntbreytingar um áramótin. Er þar
aðallega um að ræða, að skylda er að tvímerkja vörur í
sýningargluggum, bæði með nýju og gömlu krónunni
frá og með 1. nóvember og síðan skulu allar vörur
tvímerktar eftir því sem tök eru á og er lögð á það
áherzla að allar vörur verði tvímerktar fyrir og eftir
áramótin.
Verðlagsstofnun og Kaup-
mannasamtökin hafa tekið hönd-
um saman um framkvæmd þess-
ara mála, en ljóst er að
tvímerkingin mun hafa í för með
sér all nokkra aukavinnu og fyrir-
höfn fyrir kaupmenn og hefur
verið gizkað á að kostnaðurinn
nemi frá 3 upp í 8 dagsverk eftir
stærð verzlana.
Til að auðvelda neytendum og
starfsmönnum verslana öll við-
skipti meðan á breytingunni
stendur, hefur Verðlagsstofnun
gefið út 2 tilkynningar um verð-
merkingar og fara helstu atriði
þeirra hér á eftir:
Verðmerkingar í húðargluggum
Verð í nýjum krónum skal vera í
rauðu
Á tímabilinu frá 1. nóvember
1980 til 1. febrúar 1981 er skylda
að verðmerkja bæði í gömlum og
nýjum krónum allar vörur, sem
eru til sýnis í verslunargluggum
eða á annan hátt.
Verðið í gömlum krónum á að
merkja með svörtu letri á hvítum
miðum eins og tíðkast hefur, en
verðið í nýjum krónum með rauðu
letri eða með svörtu letri á
rauðum miðum. Verðmerkingar
þessar eiga að vera samhliða og
þar með ætti að vera auðvelt að
bera saman verð í gömlum og
nýjum krónum.
Engar verðhækkanir
Gjaldmiðilsbreytingin hefur
engar verðhækkanir í för með sér,
en þar sem 5-eyringur verður
lægsta mynteiningin verður heim-
ilt að hækka verð í nýjum krónum,
sem endar á 3 og 4 aurum í 5 aura
og verð sem endar á 8 og 9 aurum
í næsta heila tug aura.
Hins vegar ber að lækka verð,
sem endar á 1 og 2 aurum niður í
næsta heila tug aura og verð sem
endar á 6 og 7 aurum niður í 5
aura.
Ætlast er til, að kaupmenn hefji
verðmerkingar í gömlum og nýj-
um krónum þegar 1. nóvember,
áður en jólasalan byrjar fyrir
alvöru. Af tæknilegum ástæðum
er þó ekki unnt að tvímerkja allar
vörur í 3 mánuði á sama hátt og í
búðargluggum, en hins vegar
verða allar vörur að vera tví-
merktar um áramótin þegar gjald-
miðilsbreytingin fer fram. Gamlar
krónur með svörtu letri á hvítum
eða ljósum grunni og nýjar krónur
með rauðu letri eða með svörtu
letri á rauðum miða. Eftir 1.
febrúar, þegar hinar tímabundnu
reglur um tvímerkingar falla úr
gildi verður áfram skylt að verð-
merkja, en þá má nota hvaða lit
sem er.
Eftirlit og leiðbeiningar
Framkvæmd gjaldmiðilsbreyt-
ingarinnar mun að sjálfsögðu
mæða mikið á verslunarstéttinni
og hefur hún þegar hafið undir-
búningsstarf til þess að fram-
kvæmdin geti tekist sem best.
Jafnframt er nauðsynlegt, að
neytendur fylgist vel með breyt-
ingunni og notfæri sér þær verð-
merkingar sem fyrirhugaðar eru,
ekki aðeins til að gera greinarmun
á verði í nýjum krónum og göml-
um, heldur almennt til þess að
örva verðskyn sitt, sem svo mjög
hefur slævst í verðbólgu undan-
genginna ára.
Verðlagsstofnun mun annast
nauðsynlegar leiðbeiningar við
kaupmenn og neytendur í þessu
efni og hafa eftirlit með því, að
tilkynningum stofnunarinnar
verði framfylgt. Mun stofnunin í
því skyni ráða tímabundið viðbót-
arstarfsfólk.
Prestkosningar í Ásprestakalli:
Á kjörskrá eru
2700 manns
PRESTSKOSNINGAR fara
fram á morgun, sunnudag, í
Ásprestakalli. Einungis einn
prestur hefur sótt um Ás-
prestakall, séra Árni Bergur
Sigurbjörnsson, en hann
verður að hljóta helming
greiddra atkvæða ef kosning
hans á að teljast lögmæt
samkvæmt reglum í prests-
kosningum. Á kjörskrá í
Ássöfnuði eru tæplega 2700
manns. Séra Grímur Gríms-
son hefur verið prestur í
Ásprestakalli undanfarin
sautján ár og lætur af störf-
um þar þann 1. nóvember
næstkomandi. — Eiginkona
Árna Bergs Sigurbjörnsson-
ar er Lilja Garðarsdóttir og
eiga þau þrjú börn, tvær
dætur og einn son. Blaða-
maður Morgunblaðsins
ræddi við Árna og var hann
fyrst spurður hvar hann
hefði þjónað áður.
„Ég hef verið prestur undan-
farin átta ár í Ólafsvíkurpresta-
kalli en ég gerðist prestur þar
stuttu eftir að ég útskrifaðist úr
háskóla 1972. Sóknarbörnin í
Ólafsvíkurprestakalli eru um
2000 og eru þar þrjár kirkju-
sóknir. Úti á landi hlaðast mörg
störf á presta, s.s. nefndarstörf
varðandi fræðslumál, barna-
kennsla, félags- og æskulýðs-
störf, áfengisvarnarmál o.fl. Það
var anzi mikið starf að annast
þessi aukastörf auk prestþjón-
ustunnar eins og gefur að
skilja."
Hvers vegna sækir þú um hér
í Reykjavík?
„Til þess iiggja ýmsar ástæð-
ur, — t.d. er um stærra starfs-
svið að ræða og meira áhuga-
vekjandi að mér finnst. Nú
rekur að því að elzta barnið
okkar fari að ganga í skóla og þá
eru vegamót hjá ýmsum. Og svo
er ég uppalinn hér í Reykjavík.
Samt var það nokkuð erfið
ákvörðun að sækja frá Óiafsvík,
Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson
— þar hefur okkar fallið ein-
staklega vel þessi átta ár sem
við höfum verið þar.“
Hvernig líst þér á söfnuðinn í
Ásprestakalli?
Mjög vel — ég hef ekki getað
heimsótt nema brot af sóknar-
börnunum þar en mér hefur
verið tekið ákaflega vel þar sem
ég hef komið. Það er mikill
áhugi fyrir kirkjulegu starfi hjá
söfnuðinum og ekki síður meðal
yngra fólksins en þess eldra.
Það hamlar starfi prestsins
náttúrulega mjög þarna að söfn-
uðurinn hefur ekki kirkju til
umráða. Guðsþjónustur hafa
farið fram í sal sem Reykjavík-
urborg hefur léð söfnuðinum að
Norðurbrún 1. Verið er að reisa
kirkja fyrir Ásprestakall og er
hún um það bil fokheld og
vonast er til að einhver hluti
hennar verði tilbúinn til notk-
unar eftir fáein misseri."
Að lokum sagði Árni Bergur:
„Eitt helsta áhugamál mitt er
að sinna starfi meðal barna og
unglinga, sem og aldraðra, en sá
þáttur prestþjónustunnar er
hvað veigamestur. Fari svo að
ég nái kjöri vona ég að hér verði
ég í jafn lifandi sambandi við
sóknarbörnin og ég var í starfi
mínu fyrir vestan."
Skólaskákin að heíjast
UNDIRBÚNINGUR aö skóla-
skákkeppninni er hafinn. Rétt til
þátttöku hafa allir nemendur í
grunnskólum landsins. Keppninni
er skipt í tvo flokka, yngri flokk
(nemendur í 1,—6. bekk) og eldri
flokk (nemendur í 7.-9. bekk), og
hefst hún með skólamótum, sem
ljúka skal eigi síðar en 1. feb. ’81.
Gögn varðandi keppni þessa verða
send á næstunni í alla grunnskóla
landsins.
Þú getur valið um þrjár mismunandi útfærslur.
Komiö, sjáið og sannfærist.
Sendibílarnir frá MITSUBISHI eru í algjörum sérflokki,
hvaó viókemur verói, gæóum og útliti.
[ulHEKIA
J Laugavegi 170-172 Sír
HF
Sími 21240