Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
1
( BÍTLAÆÐIÐ / Fyrsta grein
|Elsta myndin sem vitað er um af Bítlunum. en raunar nefndist hljómsveitin The Quarrymen á þessum tíma.
Myndin er tekin árið 1956 á dansleik sem kirkjusöfnuður í Liverpool efndi til. Paul og John eru fremst á
myndinni, en George og Ringo komu ekki til sögunnar fyrr en síðar.
Frá Liverpool
um Hamborg
til heimsfrægöar
Paul McCartney hefur líklega
vegnað best þeirra fjórmenninga
eftir að leiðir skildu. Hljómsveit
hans, Wings, nýtur gífurlegra
vinsælda um allan heim og
hljómplötur með lögum hans selj-
ast í milljónum eintaka. Ringo
Starr hefur einnig gert það gott,
sungið inn á nokkrar hljómplötur
og fengist við kvikmyndaleik. í
einkalífi sínu virðist hann á hinn
bóginn ekki hafa verið neinn
lukkunnar pamfíll og hefur ýmis-
legt orðið til að angra hann.
George Harrison hefur einnig sent
frá sér ágætar hljómplötur, og
hann nýtur enn virðingar sem
einn fremsti alþýðutónlistamaður
veraldar. John Lennon hefur lík-
lega verið mönnum einna meist
ráðgáta, allt frá því Bítlarnir slitu
samstarfi sínu, og raunar mun
lengur. Hann hefur tekið sér
ýmislegt furðulegt fyrir hendur,
stundum verið í sviðsljósinu dag-
lega vikum saman, en stundum
horfið gjörsamlega, nú síðast í um
það bil fimm ár. Þeim tíma hefur
hann varið með fjölskyldu sinni í
New York, en nú loks er væntan-
leg hljómplata frá honum á ný og
er hennar beðið með mikilli eftir-
væntingu eins og jafnan er þegar
Bítlarnir láta eitthvað frá sér
fara. — Virðist þar ekki skipta
máli, þótt þeir séu nú ekki lengur
nein unglömb. Þeir Lennon og
Starr færðust til dæmis báðir yfir
á fimmtugsaldurinn á þessu ári!
En hverjir eru þeir eiginlega,
fjórmenningarnir frá bresku
hafnarborginni Liverpool? Hvaða
menn eru það sem náðu svo
gífurlegum áhrifum í gegnum
tónlist sína, að þeir urðu fyrir-
mynd æskufólks í öllum heimsálf-
um, áhrifavaldar í tísku og lifnað-
arháttum, hálfguðir í lifanda lífi?
Frá Liverpool
Bítlarnir fjórir eru allir fæddir í
ensku hafnarborginni Liverpool í
síðari heimsstyrjöldinni. John
Lennon fæddist hinn 9. október
árið 1940, Ringo Starr 7. júlí sama
ár, Paul McCartney 18. júní árið
1942 og George Harrison fæddist
hinn 25. febrúar 1943. Það var ekki
sérlega björgulegt um að litast í
enskum hafnarborgum á þessum
árum, og stríðið setti mjög svip
sinn á allt umhverfið. Fjórmenn-
ingarnir voru allir af fremur
fátæku fólki komnir, en enginn
þeirra leið þó skort í æsku.
Upphaf samstarfs þeirra var
það, að John Lennon hafði stofnað
skólahljómsveit er hann nefndi
The Quarrymen. Síðar hitti hann
Paul McCartney sem gekk í
hljómsveitina, og Paul kynnti
John síðar fyrir einum skólafélaga
sínum og vini, George Harrison.
Er þeir luku skólanum árið 1959
höfðu þeir allir hug á að starfa
áfram saman og að halda hljóm-
sveitinni saman.
Lennon hóf um þetta leyti nám í
Tveir táningar, sem síðar urðu átrúnaðargoð unglinga um víða
veröld: Ringo Starr og John Lennon.
Breska hljómsveitin
The Beatles — bresku Bítl-
arnir — settu heiminn nálega
á annan endann á sjöunda
áratugnum er vinsældir
þeirra voru hvað mestar.
Enn þann dag i dag eru
fjórmenningarnir sem skip-
uðu hina vinsa lu hljóm-
sveit fréttaefni um víða ver-
öld. og heita má að fylgst sé
með hverju fótmáli þeirra
allan sólarhringinn af
fréttaþyrstum hlaðamönn-
um. I>ó eru nú um þessar
mundir tíu ár síðan þeir
John Lennon, Ringo
Starr. Paul McCartney og
George Harrison ha ttu sam-
starfi sínu í vinsælustu
hljómsveit allra tíma,
The Beatles. En þótt hljóm-
sveitin leystist upp, var þó ekki
þar með sagt að fjórmenn-
ingarnir væru sestir í
helgan stein. Öðru nær.
Þeir hafa allir látið meira og
minna til sín taka á hljóm-
listarsviðinu hver í sinu
lagi. Oftar en einu sinni
hafa þeir komið fram opinber-
lega á hljómleikum eða á
hljómplötum, tveir og
jafnvel þrir saman, en
aldrei allir i senn. Illjóm-
sveitin The Beatles hefur
komið saman hinsta sinni
segja þeir, og sennilegast er
að hún verði aldrei endurreist.
The Beatles — eða The Silver Beatles eins og þeir þá kölluðu sig — á hljómleikum árið 1960. Hér eru þeir að „hita upp“ fyrir tónleika
söngvarans Johnny Gentle, á tónleikaferð um Skotland.