Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 17
MORGUNBLAjfflÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
17
áhrifum en þeim sem verið er að
prófa.
Lítum nú aðeins á töflu þá sem
minnst var á áðan og birtist með
viðtali við Davíð Gunnarsson í
Morgunblaðinu þann 18. mars
síðastliðinn.
SJÁ MYND 11
Þarna er gert ráð fyrir því, að
allir legudagar Landspítalans,
137.127 fengjust greiddir á sama
verði og legudagar Borgarspítal-
ans. Með þessum útreikningi hefði
síðan orðið rekstrarafgangur upp
á 467,6 milljónir. Lítum nú aðeins
nánar á dæmið. Á þessari mynd
SJÁ MYND III
sést hvernig dæmið kemur út ef
legudagar Hátúns eru reiknaðir
sambærilegir við legudaga ann-
arra hliðstæðra stofnana. Á
gjaldahliðina vantar skrifstofu-
kostnað. Meðan daggjöld voru
notuð voru 40% af kostnaði við
rekstur skrifstofu ríkisspítalanna
reiknaðar Landspítalanum, þann-
ig að þarna bætast við 112 millj-
ónir og rekstrarkostnaður yrði því
8.125 milljónir. Tekjumegin eru
sértekjur óbreyttar. Legudagar í
Hátúni eru samvkæmt upplýsing-
um Sigurðar Þórðarsonar 24%
dýrari en legudagar á Sólvangi í
Hafnarfirði. Samkvæmt því hefði
meðallegudagskostnaður á Há-
túnsdeild átt að vera 22.578 kr.
árið 1979 og legudagarnir 23.389
þannig að tekjur af legudeild
Hátúns hefðu átt að vera 528,1
milljón. Dagdeild er með 4.710
daga og samkvæmt nýlegri
ákvörðun daggjaldnefndar um
slíka þjónustu í Hafnarbúðum,
umreiknað til verðlags ársins 1979
hef ég áætlað kostnað 6.600 kr. og
tekjur þess vegna 31,1 milljón.
Landspítalinn hefði síðan haft
sömu tekjur og Borgarspítalinn
þ.e.a.s. 56.941 kr. á dag og það
margfaldað með legudögum hans
hefðu tekjurnar orðið 6.028,2
milljónir. Samtals eru þetta því
7.444,4 milljónir og vantar þvi upp
á 685,1 milljón er hefði þá orðið
rekstrarhalli ársins 1979.
Mismunurinn í þessu dæmi er
einfaldlega 1150 milljónir króna.
Daggjald Landspítalans hefði
samkvæmt þessu orðið að vera
63.225 kr. á móti daggjaldi Borg-
arspítalans sem var 56.941 kr.
Lítum enn á töflu sem Sigurður
Þórðarson birti með grein sinni í
Morgunblaðinu 29. maí sl.
SJÁ MYND IV
Þar er greint frá sjúklinga-
fjölda, meðallegudögum og kostn-
aði per legudag sjúkrahúsanna
þriggja og er fróðlegt að líta
aðeins nánar á þá töflu. Ef þessar
tölur eru athugaðar, kemur í ljós
að sjúklingajöldi og meðallegutími
áranna 1977 og 1979 er fenginn
með því að draga frá sjúklinga-
fjölda Hátúnsdeildar og legudaga-
fjölda og þar með meðallegutíma.
Þar stendur sem sagt Landspítal-
inn sjálfur án Hátúns eftir. En
þegar kemur að kostnaðarhliðinni,
þá er Hátúnsdeildin allt í einu
komin inn í dæmið og skýringin á
þessari glæsilegu útkomu er ein-
faldlega sú, að lækkun legudags-
kostnaðar hefur orðið til við það,
að legudagar Hátúnsdeildar eru
teknir með þannig að meðaldag-
kostnaður hlýtur að lækka veru-
lega.
SJÁ MYND V
Ef við lítum síðan á sömu töflu
eftir að hún hefur verið leiðrétt
þannig að annars vegar stendur
Landspítalinn með Hátúni og hins
vegar Landspítalinn án Hátúns,
sjáum við hvernig dæmið kemur
út. Á þessu sjáum við að kerfi
hinna föstu fjárlaga hefur ekki á
neinn hátt stuðlað að lækkun
rekstrarkostnaðr Landspítalans.
Það er röng fullyrðing að rekstr-
arkostnaður Landspítalans hafi
hækkað minna en rekstrarkostn-
aður t.d. Borgarspítala.
Það er skoðun mín, að fjár-
mögnun sjúkrahúsa hvort heldur
er með daggjaldakerfi eða föstum
fjárlögum, hefur sáralítil eða eng-
in áhrif á rekstrarkostnað sjúkra-
húsa.
Hjálparsveit
skáta held-
ur áttavita-
námskeið
EINS og undanfarin 14 ár gengst
Iljálparsveit skáta i Reykjavik
fyrir námskeiði i meðferð átta-
vita og landabréfa fyrir ferða-
menn. Á námskeiðunum verða
einnig veittar upplýsingar um
ferðafatnað og ferðabúnað al-
mennt.
Ætlunin er að halda 2 nám-
skeið. ef næg þátttaka fæst. Hið
fyrra verður 22. og 23. október
nk. en hið síðara 29. og 30.
október.
Hvort námskeið er tvö kvöld.
Fyrra kvöldið er meðferð áttavita
og landabréfa kennd og notkun
æfð innandyra. Síðara kvöldið er
veitt tilsögn í ferðabúnaði og síðan
farið í stutta verklega æfingu rétt
út fyrir bæinn. Þátttakendum
verður ekið til og frá æfingar-
svæðinu í bifreiðum HSSR. Nám-
skeiðin verða haldin i húsnæði
hjálparsveitarinnar í kjallara
Ármúlaskóla, Ármúla 10—12, og
hefjast kl. 20.00 bæði kvöld. Þátt-
tökugjald er kr. 2.000. Nánari
uppiýsingar er að fá í Skátabúð-
inni við Snorrabraut, sími 12045.
Þar liggur einnig frammi þátt-
tökulisti fyrir þá, sem ætla að
taka þátt í námskeiðinu.
Á þessi námskeið eru allir
velkomnir, sem áhuga hafa á að
læra notkun áttavita og landa-
bréfa, eða vilja hressa upp á og
bæta við kunnáttu sína. Er athygli
vélsleðamanna, skíðagöngumanna
og annarra ferðamanna, sem ferð-
ast um fjöll og firnindi, sérstak-
lega vakin á þessum námskeiðum.
Undanfarin ár hafa námskeið
þessi verið fjölsótt og fer það von
Hjálparsveitar skáta að svo verði
einnig nú. Því það orkar ekki
tvímælis að góð kunnátta í með-
ferð áttavita og landabréfs, ásamt
réttum útbúnaði, getur ráðið úr-
slitum um afdrif ferðamanns, ef
veðrabrigði verða snögg.
(Fréttatilkynning frá HSSR.)
Farandverka-
fólk mót-
mælir sam-
þykkt VSÍ
BARÁTTUHÓPUR farandverka-
fólks lýsir i fréttatilkynningu,
sem Morgunblaðinu barst i gær,
furðu sinni á þeirri samþykkt 60
manna sambandsstjórnar VSÍ, að
það geti ekki gengið að umra'ðu-
grundvelli sáttasemjara, vegna
þess að hann geri ráð fyrir, _að
farandverkafólk fái meira en
heimafólk“, eins og það er orðað i
fréttatilkynningunni.
Síðan segir: „í örvæntingar-
fullri tilraun sinni til að viðhalda
stríði á vinnumarkaðinum, reynir
VSI nú að kljúfa samstöðu verka-
fólks með því að koma af stað
deiium á milli farandverkafólks og
heimafólks."
Gleymum ekki geðsjúkum:
K-lykillinn
seldur í dag
í DAG, laugardag. mun Kiwanis-
hreyfingin á íslandi gangast fyrir
fjársöfnun undir kjörorðinu
„Gleymum ckki geðsjúkum“ með
sölu á K-Iyklinum. Verður gengið
með lykilinn í hús um allt land ug
hann einnig seldur á götum úti.
Vonast Kiwanismenn eftir góðum
undirtektum almennings en að
þessu sinni safna þeir fyrir endur-
hæfingarheimili handa geðsjúkum
sem er að sögn geðlækna mjög
aðkailandi verkefni. í tilefni af
söfnuninni gengu Guðmundur Óli
Ólafsson, umdæmisstjúri Kiwanis-
hreyfingarinnar í Reykjavik, og
Jón K. ólafsson, formaður
K-nefndarinnar. á fund forseta
íslands, Vigdisar Finnbogadúttur,
og afhentu forsetanum fyrsta
K-lykilinn.
Námskeiöin er fyrir konur
og karla og standa í:
24 vikur. jan.—júní
20 vikur: ágúst—
des.
40 vikur: ágúst —
maí.
• Hússtjórnarfræöi
• Fjölskylduráögjöf
• Innanhússarkitektúr
• Valfög t.d. leikfimi,
polstulrnsálning, vélrit-
un, danska, reikningur,
tungumál.
Góöir atvinnumöguleikar.
Sandiö eflir bæklingi.
HUSHOLDNINGSSKOLE
HOLBERGSVE J 7.4180 SOR0
03 63 01 02 • Kiraten Jensen
Sýning á lömpum
16. okt. til 8. nóv
að Síðumúla 20.
Hönnuður Poul Henningsen
PH 4/3
Þ\rrm*l 40 »m h*ð l*J cm
HUr. hvitur. rauðgulur
\W\ lOt' w*tt
louis
poulsen
«pol hf.
Siöumúla 20 Rvk. S. 36677
Strandgötu 19 Akureyri S. 24069
Viljum vekja athygli á að við getum afgreitt af lager togvíra
frá „Halls Barton“, 3'/2“ rétt og rangsnúna.
Ennfremur eigum við flestar gerðir og sverleika af
kranavírum sem við afgreiðum af öllum lengdum.
Loks minnum við á að við eigum á lager tugi kílómetra af
vinnuvírum í öllum sverleikum á bilinu 3 mm — 29 mm
þvermál, sem við hand- eða vélsplæsum eftir óskum
viðskiptavina okkar.
Símar 27055 — 27059
INGVAR & ARI sf.
Hólmsgötu 8a, Örfirisey, Reykjavík
K0SNINGASKRIFST0FA
stuöningsmanna sr. Árna Bergs Sigur-
björnssonar er í Þróttheimum viö Holta-
veg.
Upplýsingar og bílar í síma
82817.
SAMEINUMST UM LÖGMÆTA KOSNINGU
SR. ÁRNA BERGS SIGURBJÖRNSSONAR
Studningsmenn.
Gleymum
ekki
geðsjúkum
Kaupið lykil
18. október