Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 18

Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 Af heilbrigðisþingi: Ilér fer á eftir úrdráttur úr erindi Siiíurðar ÞórAarsonar á heilbrÍKAisþinKÍ um stjórn og fjármöKnun. Samanburður við aðrar þjóðir Þegar útgjöld til heilbrigðis- mála hér á landi eru borin saman við útgjöld annarra landa, er það nokkuð torsótt einkum vegna þess að greining á heilbrigðisútgjöld- um hinna ýmsu þjóðlanda er mismunandi. Ljóst er þó, að hlut- ur íslands er mjög ámóta því sem almennt gerist nema á öðrum Norðurlöndum. Samanburður við Norðurlönd sýnir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru iægst á Islandi og svipuð því sem er í Finnlandi. Nemur sá hlut- fallsmunur af þjóðarframleiðslu um 2% miðað við Noreg og Danmörk en allt að 5% miðað við Svíþjóð. Þegar litið er nánar á einstaka útgjaldaþætti heilbrigðismála á Norðurlöndum, og m.a. er stuðst við athugun landlæknisembættis í því sambandi, virðist sem hlutur sjúkrahúskostnaðar sé síst minni húsa og hjúkrunarheimila kemur fram, að við Islendingar notum 60% af heildarlegudögum til sjúkrahúsa eða 3,6 legudaga á íbúa og hefur þá verið tekið tillit til hlutar sjúkrahúsa í ellihjúkr- un. Sambærilegar tölur hjá öðrum Norðurlandaþjóðum eru að Danir nota 45%, eða 3 legudaga, Finnar 64%, eða 4'4, legudag, Norðmenn 53%, eða tæpa 3 legudaga og Svíar 56%, eða rúma 3 legudaga. Þá má nefna að fjöldi sérmennt- aðra starfsmanna í heilbrigðis- þjónustunni virðist hlutfallslega mjög ámóta hjá Norðurlandaþjóð- unum, nema hvað Finnar hafa tiltölulega fleiri læknum á að skipa. í Nordisk Statistik 1979 og skýrslum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar 1980 virðist mega lesa eftirfarandi um nýtingu á aðstöðu sjúkrahúsa hjá hverri einstakri Norðurlandaþjóð. í fyrsta lagi, að fjöldi sjúklinga, sem lagðir eru inn á sjúkrahús- stofnanir eru á bilinu 15—20% af íbúum hvers lands. í öðru lagi, að fjöldi íbúa á hvert sjúkrarúm er á bilinu 80— 130. Sigurður Þórðarson: i ncTi nniD 3. Beinar greiðslur þeirra, sem njóta þjónustunnar. Flestar þjóðir hafa sambland af þessum þrem kerfum, hlutur hvers þáttar er hins vegar nokkuð breytilegur eftir þjóðlöndum. Þá kemur ennfremur í ljós að sam- fara því að færa stjórnunarþætti heilbrigðisþjónustu til læknishér- aða einstakra landa, en víða er slík stjórnskipun viðhöfð. Hefur ríkið hætt að greiða þá fjárvöntun, sem fyrir hendi er á hverjum tíma og sá hluti, sem það ábyrgist af kostnaðinum kemur í föstum framlögum til einstakra héraða. Framlögin ákvarðast af íbúafjölda og aldurssamsetningu hans. Þessi skipan virðist fyrst og fremst vera gerð til þess að tryKRja að saman fari rekstrar- og fjárhagsábyrgð hjá hverri heima- stjórn. Þá virðist það almennt fyrirkomulag, að stærsti hluti fjármögnunar fæst með beinum sköttum eða skyldutryggingum. Mjög lítill hluti af tekjuöfluninni kemur frá þeim, sem njóta þjón- ustunnar eða frá einkaaðilum. Þetta form tekjuöflunar byggist á þeirri forsendu, að þjóðir virðast vilja tryggja öllum sem jafnastan rétt tii þjónustunnar án tillits til efnahagslegrar getu hvers og eins. Þá kemur ennfremur í ljós, að hvert svæði getur ekki, nema að hluta til fjármagnað sjálft útgjöld sín. Reynt er þó að hafa stærð svæða þannig, að sem heillegust fjárhagseining náist. Þrátt fyrir það þarf að koma til jöfnun og flutningur fjármagns milli svæða. Gagnrýni á daggjalda- kerfið á við rök að styðjast hér á landi en þar. Hefur þá verið tekið tillit til hluta sjúkrahúsanna í ellihjúkrun. Það sem skilur okkur frá þeim Norðurlandaþjóð- um er veita hlutfallslega meiri fjármuni til heilbrigðismála, er hversu miklu meiri áherslu þau leggja á ellihjúkrun og þjónustu utan sjúkrahúsa en gert er hér á landi. Ymsar aðrar viðmiðanir má nota til að finna umfang heil- brigðisþjónustunnar, s.s. fjöldi sjúkrahúsa samanborið við íbúa- fjölda, fjölda sérlærðra starfs- manna í heilbrigðisþjónustunni og fjölda þeirra sem njóta þjónust- unnar. Þegar litið er til fjölda sjúkrarúma á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum hér á landi eru um 6 legudagar á hvern íbúa á ári. Sambærilegar tölur hjá hin- um þjóðunum er að Danmörk hefur 6'k, Finnland 7, Noregur 6 og Svíþjóð 5'k legudag. Nýting sjúkrarúma annars staðar á Norð- urlöndum er að jafnaði um 80% en hjá okkur um 96—97%. Af þessu má sjá að íslendingar nýta hlut- fallslpga mest það sjúkrarými sem til ráðstöfunar er. Ef hinsvegar er litið á hvernig sjúkrarýmið skiptist milli sjúkra- í þriðja lagi, að meðal legutími er frá 13 dögum í 20 daga. Athugun á framboði þjónust- unnar annars vegar og þess fjölda, sem notar þjónustuna hins vegar, sýnir að legutími er stystur hjá þeim, sem hafa minnst framboð sjúkrarúma. Svo virðist, þegar ákveðnu hlutfalli af framboði sjúkrarúma er náð sem hlutfall af íbúafjölda, að aukningin komi fyrst og fremst fram í lengri sjúkrahúsadvöl sjúklinga. Þá er athyglisvert, að í Finnlandi og á Islandi, þar sem framboð sjúkra- rúma á sjúkrahúsum er mest, er dvalartími sjúklinga lengstur. Mismunur dvalartíma sjúklinga á sjúkrahúsum á Norðurlöndum getur numið allt að 30%. Um hvert sjúkrarúm hér á landi eru 100 íbúar, hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum er aftur á móti 120—130 íbúar um hvert sjúkra- rúm, en hjá Finnum eru 75 íbúar um hvert sjúkrarúm. Meðaldval- artími sjúklings á sjúkrahúsum hér á landi er hæstur eða um 20 dagar, hjá Dönum 13Vfe, Svíum 15, Norðmönnum 16 og Finnum 19*4 legudagur. Hlutur heilbrigð- ismála i þjóð- arútgjöldum: Heildarútgjöld til heilbrigðis- mála hér á Islandi hafa aukist síðustu þrjá áratugi, úr því að vera um 3% af þjóðarframleiðslu í um 7%. Útgjöld til heilbrigðis- mála á hvert mannsbarn hafa allt að fimmfaldast, á sama tíma og þjóðarframleiðsla og einkaneysla hafa um það bil tvöfaldast að raungildi. Aætla má að varið verði af opinberu fé um 85 milljörðum króna til þessa málaflokks á árinu 1980. Hlutur ríkissjóðs er um 79 milljarðar króna, sem svarar til um 22% af útgjöldum ríkissjóðs á því ári. Kostnaðarskipting milli helstu viðfangsefna á sviði heilbrigðis- þjónustunnar er þannig: Sjúkrahús Hjúkrunarheimili o.fl. Læknisþjónusta, tannlækn., lyf o.fl. Stofnframkvæmdir Heilsugæslustöðvar o.fl. Sama þróun kemur fram, þegar mældur er þáttur heilbrigðisþjón- ustunnar í vinnuafli landsmanna. A árinu 1963 nam hlutur heil- brigðisþjónustunnar rúmlega 3% af vinnuaflinu en nálgast nú 7%, er svarar til um 6000 starfsára. Fjármögnun sjúkrahúsa í nálægum löndum Fjármögnun sjúkrahúsa í ná- lægum þjóðlöndum virðist í megin dráttum þríþætt. 1. Bein framlög úr sameiginlegum sjóðum, sem aflað er með skatt- heimtu. 2. Skyldutrygging allra lands- manna, sem er annað form skattlagningar. 44 milljarðar kr. 52% 11 milljarðar kr. 13% 20 milljarðar kr. 23% 5 milljarðar kr. 6% 5 milljarðar kr. 6% Samtals 85 milljarðar kr. Fjármögnun sjúkra- húsakostnaðar hér á landi Fjármögnun sjúkrahúsakostn- aðar hér á landi er þannig varið, að ríkið greiðir um 92—93% af heildarútgjöldunum en sveitarfé- lög 7—8%. Fjárstreymið er þann- ig að sjúkratryggingar greiða um 60% heildarkostnaðar, en 40% koma sem bein framlög ríkisins. Tekna er aflað með almennri skattheimtu. Fjöldi legudaga hér á landi er um 1,4 milljónir, sem skiptist þannig: legudagar Sjúkrahús 800 þús. Hjúkrunarheimili 400 þús. Aðrar stofnanir 200 þús. Heildarkostnaðinn á árinu 1980 má ætla um 55 milljarða króna og skiptist þannig: millj. kr. Sjúkrahús 44,0 Hjúkrunarheimili 8,5 Aðrar stofnanir 2,5 Legudagakostnað má því áætla: á legudag Sjúkrahús 55 þús. kr. Hjúkrunarheimili 20 þús. kr. Aðrar stofnanir 13 þús. kr. Samkvæmt 47. gr. almanna- tryggingalaganna skal daggjalda- nefnd ákvarða daggjöld sjúkra- húsa annarra en ríkisspítala, svo °K daggjöld hjúkrunarheimila og annarra stofnana. Nefndin ákvarðar daggjöld þannig, að sannanlegar tekjur stofnunarinn- ar skuli standa undir rekstrar- kostnaði miðað við þá þjónustu, er heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur ákvarðað að stofnunin skuli veita. Daggjaldaákvarðanir tóku gildi á árinu 1969 og á árunum 1969—1976 giltu þær einnig fyrir ríkisspítala. Daggjöld eru greidd eftir fjölda legudaga. Áætla má að með þessu kerfi hafi átt að tryggja hámarksnotkun sjúkrarúma og bendir legudaga- fjöldinn hér á landi til, að því marki hafi verið náð, þar sem notkunin hér hjá okkur er um 15% meiri en hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum. Aftur á móti hefur þetta ekki leitt til þess að hlutfallslega fleiri sjúklingar hafi notið þjón- ustu sjúkrahúsa, heldur hefur þetta komið fram að mestu í lengri dvöl sjúklinga á'sjúkrahús- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.