Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 SELSKAPSDÖMUR Ritstjórar Morgunblaðsins hafa farið þess á leit við mig að gera hjer skil í blaðinu hinni göfugu matgerðarlist. En jeg mun ekki skrifa sem skapandi listamaður, eins og nú er sagt, því að til þess mun blað þeirra hafa ráðið frú Sigrúnu Davíðsdóttur, heldur sem gagnrýnandi. Jeg skrifa að sjálfsögðu undir dulnefni. Þá þekkist jeg ekki á matsölustöðum eða í einkasam- kvæmum eins og aðrir gagnrýn- endur, jafnvel þótt þeir reyni að dulbúast eftir föngum, einkum með því að grennast jafnt og þjett. En rjett er, að jeg segi lesendum deili á mjer, svo að þeir viti, að hverju þeir ganga. Að ment er jeg hús- stjórnarkennarakennari, og stund- aði jeg nám í Danmörku og síðar í Frakklandi á árunum eptir heims- styrjöldina miklu. Jeg hefi aldrei fengið starf við mitt hæfi hjer á landi, því það hefir til skamms tíma ekki talizt til karlmanns- verka. Hefi jeg því þurft að vinna ýmis störf til lands og sjávar. Búið hefi jeg víða á landinu, og raunar víða um lönd. Þegar jeg er staddur í Reykjavík, en þangað á jeg opt erindi við lækna mína og Tryggingastofnun ríkisins, snæði jeg gjarnan á matsölustöðum höfuðstaðarins. Jeg leyfi mjer að efast um, að margir aðrir hafi af þeim reynslu á við mína. Jón heitinn Engilberts sagði frá því í minningum sínum, að Árni píanóleikari Kristjánsson hefði á námsárum okkar í Kaup- mannahöfn brugðið sjer til Berlín- ar og komið aptur með lífsreynslu á við heilt elliheimili. Hið sama þykist jeg optast geta sagt um sjálfan mig eptir viðdvöl í höfuð- staðnum. Dulnefni mitt á sjer danska fyrirmynd. í Danmörku starfar listdómari um mat og drykk, sem nefnir sig Jean de France eptir sigldum uppskafningi í samnefnd- um sjónleik eptir Holberg. Þennan sjónleik þýddi Rasmus Rask á íslenzku og nefndi Jóhannes von Háksen, en svo kallar sig upp- skafningurinn Jón Hákonarson í íslenzku þýðingunni. Jeg má kanski geta þess, að mjer virðist það vera Hinu íslenzka bókmentafjelagi til minkunar að hafa ekki gefið út á prent þessa ágætu þýðing Rasks, sem stofnaði fjelagið. Atvik eitt á starfsævi Jeans de France er mjer víti til varnaðar, svo og öllum þeim, er listdóma skrifa. Einhvern tíma ritaði hann harðorðan dóm um vel kunnan veitingastað á Sjálandi. Þar hafði verið borin fyrir hann „setunge", sem Dönsk orðabók segir að heiti „eins konar fiskur" á íslenzku, en aðrir kalla sólflúru. Með fiskinum var borin sauce diable með döðlum að hætti Escoffiers. Jean de France var mjög vandlætingarfullur yfir þessari matreiðslu. Hann hjelt því fram, að sauce diahle væri alt önnur sósa en borin var fram með sólflúrunni. Virtist hann fara þar eptir hinni frægu matreiðslubók Escoffiers sjálfs, þar sem hvít- vínssósa með demi-glace, lauk, pjetursselju og Cayenne-pipar, en auðvitað engum döðlum, heitir sauce diahle. En hjer brást honum bogalistin. Heimsfrægt var á sín- um tíma, að Escoffier bjó til aðra sósu með sama nafni og hafði döðlur í henni. Sagði hann mjer sjálfur sögu þessarar sósu. Skömmu eptir aidamót starfaði Escoffier um skeið á hinu mikils- metna Hotel Adlon í Berlín. Þá átti Vilhjálmur keisari von á frænda sínum Játvarði VII í heimsókn til Berlínar, og vildi gera honum meira en gott í munni. Hann vildi sannast sagna koma honum á óvart, sem var engum heiglum hent, því að Játvarður var lífs- reyndur maður og sælkeri hinn mesti. Nú var Escoffier falið að matreiða sólflúru („Seezunge") meðal annarra rjetta handa kon- ungi og keisara. Lagði hann sig allan fram, en kom fyrir ekki. Alt til síðasta dags hugkvæmdist hon- um ekkert, er komið gæti konungi í opna skjöldu. Þennan síðasta dag kom Vilhjálmur keisari í eldhúsið á Hotel Adlon til að vita, hvernig gengi. Þegar hann frjetti sem var, tók hann að æða um gólfið og blótaði á frönsku, til að Escoffier skildi hann, og sagði „Diable, diable!" Escoffier hörfaði undan keisaranum á milli pottanna, og notaði tækifærið til að bragða á því, sem sauð í hverjum þeirra. En þvílíkt var fátið á honum, sem vonlegt var, að hann vissi ekki fyrr til en hann hafði stungið upp í sig döðlu, áður en hann hafði skolað munninn með köldu vatni. Þar með fjekk hann opinberun og bað keis- arann kurteislega að leyfa sjer að vinna í friði. Um kvöldið var sólflúran borin fyrir Játvarð og aðra gesti Vilhjálms, og varð kon- ungur þrumu lostinn yfir nýmæl- inu. En döðlusósuna með sólflúr- unni nefndi Escoffier sauce diable vegna blótsyrðis keisarans. Á dögunum snæddi jeg kvöldverð á veitingahúsinu Vesturslóð við Hagamel í Reykjavík. Hófst hann á hráu hangikjöti. Hrátt hangikjöt er herramannsmatur, en það var alt of þykt skorið á Vesturslóð. Yfirleitt virðast mjer íslenzkir matreiðslumenn og framreiðslu- menn ekki gera sjer far um að skera þunt, svo brýnn þáttur sem slikur skurður þó er í mörgum göfugum rjettum, þar á meðal reyktum og gröfnum laxi. Hitt var þó verra á Vesturslóð, að á matseðlinum stóð, að borin væri edikssósa með hangikjötinu, sú er Frakkar nefna vinaigrette, en þeg- ar á hólminn var komið, fylgdi því alt önnur sósa, nefnilega krydduð olíusósa í ætt við sauce tartare, sem einnig er víðfræg. Það er höfuðatriði allra mannlegra skipta að nefna hlutina rjettum nöfnum. Mjer leyfist kanski að geta þess, að jeg tel hvoruga þessa ídýfu hæfa hráu hangikjöti. Rjetta sósan hygg jeg, að mundi vera græn sósa ítölsk (en als ekki frönsk). Kona af ítölskum ættum, sem býr á Sel- tjarnarnesi, gerir græna sósu á þessa leið: Hún saxar ofursmátt bæði grænmeti, svo sem spínat, salatblað og grænkál, og krydd- jurtir, svo sem pjetursselju, kerfil og graslauk, og þeytir saman við þetta ólífuolíu, sem hún síðan bragðbætir með sítrónusafa eða ediki (2 eða 3 matskeiðum í hálfan olíubolla) og svolitlu salti. Gras- laukur er mikilvægur hluti þessar- ar ítölsku sósu; ef hann er enginn til, má bjargast við spánskan lauk. Olíuna þeytir þessi kona vandlega, líkt og hún væri að gera oliusósu, og ræðst af því áferð sósunnar. Einnig kemur til álita að bera fram piparrót með hráu hangikjöti, að hætti Svía við hreindýrakjöt. Loks væri einkar fróðlegt að fá kjötið fram borið með sinneps- ávöxtum, er „Senffrúchte“ heita á þýzku, en þá hefi jeg aldrei sjeð í verzlunum í Reykjavík fremur en margt annað lostæti. Af aðalrjettunum á Vesturslóð kaus jeg mjer djúpsteikta kverk- siga, öðru nafni leppa eða gellur, sem fram vóru bornir að dansk- indverskum hætti með karrísósu. Gellur þykja mjer góður matur, og minnist þá gjarnan ára minna á ísafirði, en þar hefi jeg fengið beztar gellur, bakaðar við lágan ofnhita með nýtíndum garðjurtum. Djúpsteiking á ekki við gellur að mjer virðist. Um kverksigann skiptir það mestu, að nokkur bragðmunur og áferðar er á höku- stykkinu og svo baulustykkinu, sem er hinn eiginlegi tunguvöðvi í fiskinum. Þessi munur brenglast nokkuð við steikingu í feiti. Hins vegar lærðist mjer á Isafirði, að djúpsteiktur rauðmagi er mikið sælgæti, og er fiskurinn þá skorinn í þunnar sneiðar, sem velt er úr muldum tvíbökum. Síðar á jeg væntanlega eptir að gera öðrum rjettum á Vesturslóð skil hjer í blaðinu, því staðurinn er eigendum sínum til sóma fyrir látlaus húsa- kynni, sanngjarnt verð á mat og víni, og hlýlegt viðmót þess unga fólks, sem þar gengur um beina. En þetta glæsilega æskufólk á að vita, að ekki tíðkast að bjóða gesti að bragða á húsvíni, áður en glasið er fylt. Raunar virtist mjer þorri gest- anna vera ungt fólk; þó sátu við næsta borð við mitt nokkrar konur nær miðjum aldri. Þær rökræddu af kappi, hvort þær ættu heldur að kalla sig „frumhóp" eða „grunn- hóp“, en það skildist mjer að væri þýðing á „basisgruppe", sem er danska. Ein konan vjek sjer vin- samlega að mjer, þar sem jeg sat einn míns liðs, og spurði mig álits. Fjekk jeg þá að vita, að konurnar væru fjelagar í því, sem þær kölluðu Rauðsokkahreyfingu, og hefði hreyfingin afráðið að skipta sjer upp í „basisgrupper" til að ræða einkahagi fjelagsmanna, svo og hvers kyns hjúskaparvanda og uppeldi barna. Jeg sagði henni, að í ungdæmi mínu í Reykjavík hefðu slíkir frumhópafundir verið al- gengir og heitið „dömuselsköp" eða „dömuboð", og um miðja öldina hefði jeg frjett til útlanda um blómlega starfsemi „sauma- klúbba", sem svo hefðu verið nefndir, ef mig misminti ekki. Eitthvað, sem jeg hafði sagt, stygði nú þessa vingjarnlegu konu, og snerist hún á hæli. Brá mjer svo við, að jeg misti lyst á ábætisrjetti, sem jeg hafði hug á. Næst vænti jeg þess að geta fjallað um merkilega fiskisúpu, sem fram er borin í Kaffivagninum við Grandagarð. Nemendaleikhús Leiklistarskól- ans frumsýnir íslandsklukkuna Mánudaginn 20. þessa mánað- ar frumsýnir Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands 1980 — 1981 í Lindarbae ÍSLANDS- KLUKKUNA. Soguna af Jóni Hreggviðssyni á Rein og hans vini og herra Árna Árnasyni meistara. Notuð er leikgerð höfundarins, Halldórs Laxness, en á henni hafa verið gerðar nokkrar breyt- ingar og talsverðar styttingar. Leikstjóri er Bríet Héðinsdótt- ir og Magnús Pálsson hefur teiknað leikmynd og búninga. Áskell Másson samdi tónlist og David Wlaters hannaði lýsingu. Sjö nemendur starfa í Nem- endaieikhúsinu sem er 4. og síðasti bekkur skólans í ár og skipta með sér hlutverkum í sýningunni: Guðbjörg Thor- oddsen, Guðjón Pálsson Peder- sen, Guðmundur Ólafsson, Jó- hann Sigurðsson, Júlíus Hjör- leifsson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Guðmundur Ólafsson og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverkum Jóns Hreggviðssonar og Jóns Mar- teinssonar. Nemendurnir hafa meðfram æfingunum unnið að gerð leik- myndar, búninga og leikmuna og annast að mestu sjálf leikhús- reksturinn. „íslandsklukkan" eða „Sagan af Jóni Hreggviðssyni á Reyn og hans vin og herra Árna Árnasyni meistara", hefur tvívegis áður verið færð á svið i Reykjavík í Þjóðleikhúsinu. Bæði skáldsagan og leikgerðin hafa fyrir löngu öðlast sess sem sígilt verk í vitund þjóðarinnar og slík verk hljóta að ögra leiklistarnemum. Því miður er óvíst hvað geta orðið margar sýningar á verkinu, en frumsýningin verður eins og áður er getið, mánudaginn 20. þessa mánaðar, 2. sýning mið- vikudaginn 22. og 3. sýning fimmtudaginn 23. Miðasala verð- ur í Lindarbæ daglega frá kl. 16.00. Sýningar hefjast kl. 20.00. (FréttatilkynninK frá Loiklistarskola íslands). Jóhann Sigurðsson og Sigrún Edda Björnsdóttir f hlutverkum Arnasar Arnæusar og Snæfríðar Edalin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.