Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
27
Krútt-
kringlur á
markað í
Reykjavík
KRÚTT-kringlur, sem
framleiddar hafa verið um
árahil á Blönduósi og verið
fáanlegar víða um land,
eru nú fáanlegar í fyrsta
sinn á höfuðborgarsvæð-
inu. Óskar Húnfjörð, hak-
arameistari. sagði í sam-
tali við Mb!.. að fyrst um
sinn yrðu kringlurnar að-
eins fáanlegar í Hagkaup.
Vörumarkaðinum og ein-
staka verzlunum Sláturfé-
lagsins, en hann stefndi að
fullri dreifingu síðar meir.
Óskar sagði, að Krútt-
kringlur hefðu verið framleidd-
ar allt frá árinu 1968 og þær
væru reyndar það eina sem
fyrirtækið framleiddi í dag.
„Það er mun hagkvæmara, að
einbeita sér að einum til tveim-
ur hlutum og ná árangri með
þá,“ sagði Óskar.
„Kringlurnar eru nú boðnar í
nýjum endurbættum umbúðum,
sem bæði gera það að verkum að
kringlurnar brotna ógjarnan í
flutningi og óhreinindi komast
ekki að þeim,“ sagði Óskar
ennfremur.
Óskar sagði, að alls hefðu
verið framleiddar á aðra milljón
kringla á síðasta ári.
Þá kom það fram hjá Óskari,
að yfir sumartímann vinna hjá
fyrirtækinu 15 manns, en fer
niður í 10 þegar fæst er. „Það
eru engin rotvarnarefni í kringl-
unum og þær eru bakaðar úr
hveiti, sem ekki er klórþvegið og
í því sambandi er vert að geta
þess, að klórþvegið hveiti hefur
verið bannað í nokkrum lönd-
um,“ sagði Óskar ennfremur.
Fyrirtækið hefur í samráði við
Iðntæknistofnun íslands þróað
svokallaðan „tímaliða" sem
notaður er til að stýra ullar-
þvottavélum. Með tímaliðanum
má ráða heildarþvottatímanum
og fleiru með mikilli nákvæmni.
Örtölvutækni hefur um nokk-
urt skeið framleitt olíunotkun-
armæla, sem vcru hannaðir í
samvinnu við LIU, sem gefa
skipstjórnarmönnum tækifæri
Olíunotkunarmælir frá Örtölvu-
tækni.
til að fylgjast mjög nákvæmlega
með eldsneytisnotkun á hverjum
tíma. Þessum mælum hefur þeg-
ar verið komið fyrir í liðlega 30
íslenzkum skipum.
Það kom fram að síðustu hjá
þeim félögum, að þeir teldu
framtíðina nokkuð bjarta hjá
fyrirtækinu, enda miklar og örar
framfarir á sviði rafeindabúnað-
ar, og því mikið starf framund-
an.
Verðlaunahrúturinn Þorri frá Mávahlið i Fróðárhreppi. sonur Rúts
frá Guliberastöðum og dóttursonur Soldáns á Hesti i Borgarfirði.
Ljósm.: Ólafur Bjarnasun.
Hrútasýning á SnæfelLsnesi:
Þorri frá Mávahlíð
bar af öðrum hrútum
Ólafsvík. 17. október 1980.
HÉRAÐSSÝNING var haldin á
hrútum i Snæfeilsnes- og
Hnappadalssýslum nú nýiega,
eins og þegar hefur verið frá
skýrt i Morgunblaðinu. Alls
fengu tuttugu hrútar heiðurs-
verðiaun, og voru i þeim hópi
margir glæstir gripir. Einn þótti
þó bera af, en það var veturgam-
all hrútur frá Mávahlið i Fróð-
árhreppi i eigu Þorsteins og Leifs
Ágústssonar bænda þar.
Hrúturinn heitir Þorri, og er
veturgamall sem fyrr segir. Þroski
hans og vænleiki er með ólíkind-
um. Hann vegur 101 kg, brjóstmál
er 115 cm, spjaldbreidd er 28 cm
og fótleggur er 125 mm. Að allri
byggingu þykir Þorri einnig mjög
fáguð kind. Faðir Þorra er Rútur
frá Gullberastöðum í Borgarfirði,
en móðir er frá Mávahlíð, undan
Soldáni frá Hesti.
Þeir Þorsteinn og Leifur áttu
einnig besta kollótta hrútinn á
sýningunni, en þrír hrútar þeirra
fengu allir viðurkenningu, auk
þess sem þeir eiga tvo eldri hrúta
sem áður hafa fengið slík verð-
laun.
Það kemur engum á óvart að
hrútar frá Mávahlíð nái þessum
árangri, því fjárbú þeirra bræðra
er meðal þeirra bestu sem þekkj-
ast og marga ber að garði í
Mávahlíð til að sjá fé er gleður
augað.
Alls hlutu sex hrútar meira en
85 stig á sýningunni, en Þorri varð
sem fyrr segir efstur, með 91 stig.
Þetta er vissulega glæsilegur ár-
angur, sem þakka ber fjárbændum
og Leifi Jóhannessyni dýralækni,
sem lagt hefur búfjárræktinni
mikið lið.
- Helgi.
Frá lögreglunni:
Vitni vantar að ákeyrslum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir
vitnum að ákeyrslum í borginni.
Þeir, sem veitt geta lögreglunni
upplýsingar eru beðnir að hafa
samband við deildina hið fyrsta i
sima 10200.
Þann 3. 10. sl. var tilkynnt að
ekið hefði verið á bifreiðina R-
9308, sem er Volkswagen fólks-
bifreið ljósblá að lit. Átti sér stað
frá kl. 14.00 til 18.30 þennan dag.
Skemmd er á afturhöggvara.
Þann 9. 10. sl. var tilkynnt að
ekið hefði verið á bifreiðina K-284,
sem er Subaru fólksbifreið blá að
lit. Átti sér stað frá kl. 17.00 til
18.50 þennan dag við hús nr. 25 við
Bergþórugötu. Skemmd er á
vinstri hlið og er brún málning í
skemmdinni. Trúlega hefur tjón-
valdur verið á leið vestur götuna
og er hægri hlið þeirrar bifreiðar
skemmd.
Þann 8. 10. sl. var ekið á
bifreiðina G-14344 sem er Datsun
fólksbifreið grá að lit á bifreiða-
stæði við Landspítalann. Átti sér
stað frá kl. 09.30 til 17.30. Skemmd
er á vinstra framaurbretti og
svunta skemmd.
Þann 9.10. sl. varð árekstur með
bifreiðum á Rauðarárstíg við Bún-
aðarbankann og var annar aðili
bifreiðin R-54764 sem er Austin
mini en hinn aðilinn var amerísk
bifreið blá að lit. Ökumenn ræddu
saman og um einhvern misskiln-
ing var að ræða og er þess óskað
að ökumaður amerísku bifr. gefi
sig fram við lögregluna.
Þann 14. 10. sl. var tilkynnt að
ekið hefði verið á bifreiðina R-
68952 sem er Simca sendibifr.
ljósbrún að lit. Átti sér stað á
bifr.stæði við Fæðingarheimilið
við Eiríksgötu, frá kl. 23.30 þann
13. 10. og til 08.00 þann 14. 10.
Skemmd er á vinstra afturaur-
bretti, afturhöggvara og aftur-
ljósi.
Þann 3. 10. sl. var ekið á
bifreiðina R-72010 sem er Cortina
grá að lit. Átti sér stað við hótel
Loftleiðir eftir kl. 20.00 þennan
dag. Skemmdir á svuntu neðarlega
að aftan hægra megin og er rauð
málning í skemmd. Þann 10.10. sl.
var aftur ekið á þessa sömu bifreið
á bifreiðastæðinu við hótel Loft-
leiðir. Átti sér stað frá kl. 16.00 til
21.00. Skemmd er á vinstra aftur-
aurbretti neðarlega, höggvara-
gúmmí er einnig rifið af. í
skemmdinni er ljósblá málning.
Leiðrétting
í VIÐTALI við Helga Kristjáns-
son í Leirhöfn, sem birtist í Mbl.
þann 12. þessa mánaðar og frá-
sögn af bókasafninu í Leirhöfn,
kom meðal annars fram að safnið
hefði að geyma öll íslensk leikrit
fram að 1950. Nokkur eintök mun
hinsvegar skorta upp á að svo sé.
Ekki munu þau eintök vera nema
örfá, en þessu er hér með komið á
framfæri.
Hafnarfjörður:
Umferðarfræðsla í
kaupfélaginu Miðvangi
DAGANA 20.—30. október
gengst Kaupfélag Hafnfirðinga
fyrir umferðarviku í verzlunar-
miðstöðinni i Miðvangi i sam-
vinnu við ýmsa aðila. Margs
konar fræðslu- og kynningar-
starf verður í verzluninni þennan
tíma. Verður þar fjallað um
notkun endurskinsmerkja og
börnin í umferðinni, vetrarakst-
ur, notkun bílbelta, slysahjálp
o.fl.
Lögreglan í Hafnarfirði, klúbb-
urinn Öruggur akstur í Hafnar-
firði og Samvinnutryggingar,
Slysavarnafélag Islands og Slysa-
varnadeildin Fiskaklettur og
Hraunprýði í Hafnarfirði standa
að kynningunni í kaupfélaginu.
Verða fræðsluþættir í verzluninni
kl. 16.00 og aftur kl. 17.15 mánu-
daginn 20. okt., miðvikudaginn 22.,
þriðjudaginn 28. okt. og fimmtu-
daginn 30. okt.
SÉRSTÖK sjávarréttavika hef-
ur verið á Esjubergi sl. viku þar
sem boðið hefur verið upp á 50
sjávarrétti. Hefur þessari sjáv-
arréttakynningu Esjubergs ver-
ið vel tekið, en veitingasalurinn
er sérstaklega skreyttur ýms-
um hlutum tengdum sjónum.
Meðal rétta, sem eru á boðstól-
um. er lax. silungur, lúða,
skötuselur, gellur, skel-
fiskréttir, margs konar sildar-
réttir og fleira og fleira, en
margir réttanna eru matreiddir
á nýstárlegan hátt og bornir
fram á stóru hlaðborði þar sem
matargestir geta sótt föng að
vild. Matsveinar Esjubergs eru
matargestum til trausts og
halds til þess að velja úr hinum
fjölmörgu réttum, en konan
fremst á myndinni er að velta
vöngum yfir sildarréttunum.
I.josmynd Mbl. RAX
Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson og Guðrún Þ. Stephensen i
hlutverkum sinum i Könnusteyprinum pólitiska.
Þjóðleikhúsið:
Könnusteypirinn pólitíski
- fyrsta leikrit Holbergs frumsýnt á fimmtudag
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir nk.
fimmtudag, 23. október gaman-
leik eftir Ludvig Holberg og
nefnist leikurinn Könnusteypir-
inn pólitíski og er verkið i
þýðingu dr. Jakobs Benedikts-
sonar. Þetta er þriðja verk Hol-
bergs, sem Þjóðleikhúsið setur
upp, en Æðikollurinn var sýndur
1954 og lék þá Haraldur Björns-
son tiltilhlutverkið og Jeppi á
Fjalli var á fjölunum 1967 og lék
Lárus Pálsson Jeppa.
Könnusteypirinn pólitíski telst
vera fyrsta leikrit Holbergs og var
á sínum tíma, 1722, fyrsta frum-
samda danska leikritið á dönsku
leiksviði. Leikurinn snýst um
könnussteypinn Hermann von
Bremen, sem Bessi Bjarnason
leikur. Eiginkonu hans leikur
Guðrún Þ. Stephensen, en með
önnur aðalhlutverkin fara Þór-
hallur Sigurðsson, Baldvin Hall-
dórsson, Sigurður Skúlason, Þrá-
inn Karlsson og Viðar Eggertsson,
sem leikur sitt fyrsta hlutverk í
Þjóðleikhúsinu í þessu verki. Aðr-
ir leikarar eru fjölmargir, leik-
stjóri sýningarinnar er Hallmar
Sigurðsson og er þetta fyrsta
verkefni hans fyrir Þjóðleikhúsið.
Leikmynd og búningateikningar
gerði Björn G. Björnsson, Dóra
Einarsdóttir gerir búningana og
lýsingu annast Ásmundur Karls-
son.